Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 43

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Í starfi mínu sem náms- og starfsráðgjafi hjá Símennt- unarmiðstöðinni á Vesturlandi hef ég veitt mörgum innflytj- endum á svæðinu ráð- gjöf. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur er mikilvægur þáttur, ekki bara fyrir þá persónulega held- ur fyrir samfélagið í heild. Innflytj- endur á Íslandi eru af ólíkum upp- runa með mismunandi reynslu og menntun, með fjölbreyttan mennt- unarlegan bakgrunn í farteskinu. Flestir stefna aftur til heimalands- ins, þó að raunveruleikinn verði gjarnan annar, en tíminn hefur leitt í ljós að margir ílendast hér. Margir fluttu hingað tímabundið vegna at- vinnu, og gerðu ekki sérstaklega ráð fyrir starfsframa, heldur tóku þau störf sem buðust. Það er því algengt að hitta fólk af erlendum uppruna með háskólagráður eða aðra mennt- un, sem starfar við ræstingar, ýmis konar framleiðslustörf eða störf sem Íslendingar kæra sig ekki um. Vinn- an er stór hluti af lífinu, og því nauð- synlegt að finna vinnu sem mætir væntingum okkar og markmiðum. Atvinna er ekki bara leið til að kom- ast af, heldur er hún leið til fé- lagslegar þátttöku, til að öðlast stöðu, til að halda virkni, örvar vits- muni og er dagleg áskorun. Að starfa við eitthvað sem kemur ekki til móts við þessar þarfir gerir lífið erfiðara, leiðinlegra og getur valdið ýmsum persónulegum og fé- lagslegum vandamálum. Þegar svo er ástatt er atvinnulífið líka að tapa, það er ekki að nýta til fulls hæfni vinnandi fólks, ekki menntun þess, færni og þekkingu. Ég held því fram að þarna sé verið að kasta mannauð á glæ og að menntun, hæfni og starfsreynsla innflytjenda sé van- nýttur auður í íslensku atvinnulífi. Hefur Ísland efni á því að hafa vel menntað fólk í störfum sem krefjast ekki fagmenntunar? Náms- og starfsráðgjöf getur gagnast innflytjendum að minnsta kosti á þrjá vegu; menntunarlega, starfslega og í persónulegum mál- efnum. Til dæmis getur ráðgjöfin:  veitt skilning og aðstoð við að takast á við menningarsjokk  ýtt undir skilning á mikilvægi þess að læra íslensku  aðstoðað við að fá menntun og starfsréttindi metin  aðstoðað við starfsleit, annars vegar til að einstaklingur geti haldið áfram á sínum starfsvettvangi eða skapi sér nýjan  aðstoðað við að þekkja gildi, áhuga, hæfni og styrkleika þegar kemur að því að velja starf eða menntun  aðstoðað við starfsleit og veitt upplýsingar um mismunandi þætti sem þarf að hafa í huga í atvinnulífi  útvíkkað hugmyndir og þekk- ingu einstaklinga á íslensku atvinnu- lífi og menntakerfi  aðstoðað við gerð ferilskrár á íslensku  aðstoðað við starfsumsóknir og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl  dregið úr hættu á „lærðu hjálp- arleysi“  dregið úr hættu á félagslegri einangrun (sem svo aftur getur haft í för með sér ýmislegt s.s. fordóma, fátækt, kvíða og þunglyndi) Innflytjendur á Íslandi eru hlut- fallslega fleiri atvinnulausir en Ís- lendingar og þess vegna er nauðsyn- legt að veita þeim tækifæri á náms- og starfsráðgjöf. Rannsóknir frá öðrum löndum sýna að fólk í minni- hlutahópum er ólíklegast til að sækja sér ráðgjöf. Fjölmenningarleg ráðgjöf er áskorun sem mun bara aukast í framtíðinni. Ráðgjafinn þarf að vera meðvitaður um eigin viðhorf og gildi og ennfremur að skilja heimsmynd ráðþegans til að getað þróað viðeigandi inngrip og tækni við ráðgjöfina. Með því að ná til inn- flytjenda á þennan hátt getur það t.d. gagnast og haft áhrif á að mörg mikilvæg markmið Innflytjendaráðs náist s.s. eins og í tvítyng- iskennslu, kennslu í og á móðurmáli, íslensku- kennslu, félagsfærni, starfsþjálfun og virkni fyrir atvinnuleitendur. Náms- og starfsráðgjöf tekur einnig mið af sér lykil-hæfniþáttum sem ESB setur sem viðmið um hvaða eiginleikum einstaklingar þurfi að búa yfir í fjölmenning- arsamfélagi til að ná persónulegri ánægju og þroska, til að verða virkir borgarar, félagslega virkir og með atvinnu. Í áætlun Evrópusambands- ins til ársins 2020 er lögð áhersla á að fjárfesta í fólki með það að mark- miði að leiða til aukins ávinnings bæði fyrir einstaklinga sem og sam- félagið í heild sinni. Markmið menntaáætlunarinnar er m.a. að auka færni og þátttöku einstaklinga, nútímavæða menntakerfið með því að leggja aukna áherslu á starfs- menntun, háskólamenntun og hreyf- anleika nemanda og kennara. Þarna er náms- og starfsráðgjöf í lykilhlut- verki og mikilvægt að gera ráðstaf- anir til að nýta frumkvöðla- og ný- sköpunarkraft innflytjenda. Að lokum langar mig að segja ykkur að ég hef hitt og eða fengið í ráðgjöf til mín einstaklinga af er- lendum uppruna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið eða vera að vinna láglaunastörf, en í þessum hópi eru t.d. verkfræðingur, meina- tæknir, hjúkrunarfræðingur, leik- skólakennari, grunnskólakennari, ljósmóðir, mælingatæknifræðingur, bridskennari, félagsráðgjafi, læknir, menntaskólakennari, tollvörður, bif- vélavirki, sjúkraþjálfari og við- skiptafræðingur. Tímabært er að plægja þennan akur, nýta mannauð- inn og fagna fjölmenningunni. (Þó að hér hafi sjónum verið beint að fullorðnum einstaklingum er náms- og starfsráðgjöf auðvitað jafn mikilvæg fyrir börn innflytjenda.) Mannauður innflytjenda Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur »Náms- og starfs- ráðgjöf getur gagnast innflytjendum að minnsta kosti á þrjá vegu; menntunarlega, starfslega og í persónu- legum málefnum. Guðrún Vala Elísdóttir Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.