Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 49

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Við héldum svo heim og þá byrj- aði veislan. Afa fannst matur af gamla skólanum bestur og ég held að það hafi vottað fyrir stolti hjá honum þegar ég sagði að kúa- smjörið hans afa væri það besta sem ég hefði fengið. Sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku afi minn. Með hlýju og söknuði kveð ég þig Þín, Hanna Rut. Hafsteinn mágur minn og fóstbróðir hefur nú kvatt Seyð- isfjörð og ástvini sína 76 ára gamall. Ég man fyrst eftir Hafsteini þegar ég var 7 ára gömul. Þá kom hann í heimsókn til Siglu- fjarðar og bað um hönd systur minnar. Hann var þá í milli- landasiglingum á Hamrafelli og heilsaði mér með þeim orðum, að ég væri litla systir hans. Hann færði mér stóra brúðu að gjöf. Ég setti víst stút á munninn og sagðist vera orðin stór og byrjuð í skóla. Ég sagði að brúðan ætti að heita Hafdís. Á mínum æsku- og unglings- árum varði ég mörgum sumrum á Seyðisfirði við barnapössun og fleira. Fyrst bjuggu þau Tóta og Hafsteinn í risíbúð á Austurvegi 21, hjá foreldrum Hafsteins. En Hafsteinn átti sér markmið. Það voru ekki draumórar, heldur fastheldin stefna. Hann vildi byggja traust heimili fyrir sig og sína fjölskyldu. Það varð Tún- gata 15 á Seyðisfirði. Til þess að koma því í framkvæmd þurfti traustan grunn fjárhagslega. Þannig varð Fiskiðjan til. Síldin færði sig að norðan og austur fyrir land. Í Fiskiðjunni hans Hafsteins var saltað innanhúss á sumrin. Það var þá einsdæmi í sögu síldarsöltunar hér á landi. Á vetrum var unninn fiskur. Ég var unglingur á þeim árum þeg- ar mest var umleikis á Seyðis- firði og þá í síldarsöltun. Kannski lærði ég að skilja hug- takið frelsi til athafna þá. En í þessum fáu orðum mín- um langar mig að minnast á aðra hlið á Hafsteini sem kannski fáir þekkja. Hafsteinn var músík- alskur. Þegar ég var 17 ára og kom austur yfir sumarið hafði hann keypt sér hljómborð eða rafmagnsorgel. Hann átti líka plötuspilara og margar hljóm- plötur. Ég var þá byrjuð í MA á Akureyri. Eitt kvöldið þá um sumarið héldum við Hafsteinn partí. Vinkona mín á Seyðisfirði kom og nokkrir vaskir ungir menn. Hafsteinn spilaði á hljóm- borðið bítlalög, t.d. P.S. I love you. Ég kenndi honum lagið við „Gaudeamus igitur“ og hann spilaði það eftir eyranu. Seinna þegar ég var í 5. bekk í MA og vann í apótekinu á Seyð- isfirði yfir sumarið fékk ég leyfi til að lesa utanskóla til áramóta. Vinkonur mínar sendu mér skólabækur og viti menn, Haf- steinn fékk áhuga á þessum skræðum. Ég man að við sátum við eldhúsborðið á kvöldin og æfðum okkur í enskum og frönskum framburði. En seinna eftir að ég gekk í hjónaband og stofnaði mitt eigið heimili varð sambandið slitrótt. Hafsteinn mætti í skírnarveislu dóttur minnar 1981 og mér þótti vænt um það. Ég hef þessi orð ekki fleiri og vil ljúka með sígildri ljóðvísu eft- ir Matthías Johannessen: Eins og vornótt vefji landið værðarmjúku dropakasti, eða hvísli hljótt við grasið, hafsins svala morgungola. Ég votta ættingjum og ástvin- um Hafsteins mína samúð og óska þeim um leið gleðilegra jóla og farsældar. Anna G. Jónsdóttir. Ég kýs að kveðja þig, vinur, á léttu nótunum því að undir þínu hrjúfa trausta og þétta handtaki var hlýja og leiftrandi húmor sem ekki allir þekktu. Þannig vildum við hafa það okkar í milli. Já margt var nú brallað. Manstu: Heyrðu það eru beljur að pissa við tjaldið, það flæðir inn á mig? Við vorum á leið í sólarlandaferð til Costa del Sol, Dóra mín og ég með ykkur Tótu (Habbi og 99) á áttunda áratug síðustu aldar. Lögðum seint af stað frá Seyð- isfirði á Pusjónum ykkar. Það hafði sprungið og varadekkið lét illa svo við hentum upp tjaldi í Kúagerði – norður í landi til hvílu áður en haldið yrði áfram til Keflavíkur. Já, sólarlanda- ferðirnar okkar urðu margar og skemmtilegar áður en yfir lauk Gunnþórunn/Tóta var eini ein- staklingurinn sem við Dóra þekktum þegar við alls ókunn fluttum til Seyðisfjarðar. Þú traustur, hraustur, ekki allra, smekkmaður vandlátur valdir þér siglfirska mey sem eigin- konu. Það var þín gæfa og stóri happdrættisvinningur. Örlögin höguðu því þannig að siglfirsku stúlkurnar, eiginkonur okkar, tengdust órjúfanlegum vináttu- böndum og við fylgdum þar með félagarnir. Þó að dagleg störf okkar og áhugamál væru mjög ólík, þú lengst af tengdur sjávarútvegi, vinsæll verkstjóri í síld og fiski, ég við kennslu íþróttir og bæj- armál hittumst við af og til. Margar sólarlandaferðir okkar voru ógleymanlegar og minning- arnar eru gimsteinar sem ekki gleymast. Manstu að ég kom mér stundum í klandur með for- vitni og fljótfærni þegar við vor- um saman félagarnir að skoða lífið og náttúruna. Þá var ekki verra að hafa þig nálægt víking- inn til að grípa inn í eyða mis- skilningi eða afgreiða bara málið ef með þurfti. Þér leiddist það nú ekki. Eftirminnilegt er á Mallorka þegar þú eftir miklar fortölur fórst upp í fallhlíf sem dregin var af hraðbát meðfram ströndinni. Hundruð ferðamanna horfðu á. Mikið var í húfi og nú átti að vanda sig. Þú veifaðir til okkar. Lending var varasöm á palli úti í sjó. Þú hittir ekki á hann og fleyttir kellingar í sjónum til skiptis á bakinu og maganum í lendingunni áður en þú sökkst. Þú varst yndislegur en svaka- lega varstu reiður. Fyrirgefðu, vinur, en ég skemmti mér kon- unglega. Þú líka. Í ferðum okkar kynntist ég því hversu góður kokkur þú varst. Ég sem varla get soðið egg sá þig margoft töfra fram dýrindis rétti sem við síðan borð- uðum með mikilli ánægju. Já, margt rifjast upp, vinur, nú að leiðarlokum sem við geymum þar til við hittumst. Þú gegndir m.a. trúnaðarstörfum fyrir kaup- staðinn, varst varamaður í bæj- arstjórn, sast í nefndum á hans vegum og síðar forða- gæslumaður í allmörg ár. Þau störf vannst þú af trúmennsku og heiðarleika. Ég þakka þér og Tótu sam- fygldina öll þessi ár og tryggð við okkar fjölskyldu. Takk fyrir allar góðu stundirnar og þó að stundum hafi gefið á bátinn og taktur truflast komum við oftast inn réttir aftur. Nú hittir þú hana Dóru mína, hún tekur gít- arinn og þið syngið saman: Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér. Ég syng með. Skilaðu kveðju. Við söknum ykkar. Tóta vinkona, börn, tengda- og barna- börn, ykkar missir er mikill. Minning um traustan vin lifir Þorvaldur Jóhannsson og fjölskylda, Seyðisfirði. ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist á Hamra- endum í Miðdölum 28. mars 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Hall- dóru voru Gróa María Sigvalda- dóttir, f. 19. júlí 1912, d. 8. febrúar 1985, og Guðmundur Baldvins- son, f. 18. ágúst 1906, d. 20. október 1983. Bræður Halldóru eru Sigvaldi Guðlaugur, maki Sonja Símonardóttir, Haraldur Steinar, d. 15. desember 1965, og Baldvin Már, maki Sigríður Björg Guðmundsdóttir. Eig- inmaður Halldóru var Lúðvík S. Þórðarson, f. 16. desember 1925, d. 20. febrúar 2005. Börn þeirra eru Gyða og Guðmundur Steinar. Sonur Gyðu er Elvar, í sambúð með Sigríði Arngríms- dóttur, sonur þeirra er Arn- grímur Ágúst. Faðir Elvars er Ágúst Sigurðsson. Dóttir Guð- mundar Steinars er Arena Huld, sambýliskona hans er Sonja Marita Poulsen. Móðir Arenu Huldar er Hafdís Grét- arsdóttir. Halldóra ólst upp á Hamra- endum. Hún fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi en flutti síðan til Reykjavíkur þar sem þau Lúðvík kynntust. Þar vann hún m.a. hjá Ell- ingsen og á veit- ingastaðnum Brytanum. Fjöl- skyldan fluttist síðan vestur í Dali og Halldóra varð for- stöðumaður á Dvalarheimilinu Fellsenda. Síðan keyptu þau hjón Brautarholt, stunduðu þar búskap og bjó Halldóra þar til dánardægurs. Halldóra var virk í söngstarfi í Dölum, var í söngfélaginu Vorboðanum, kirkjukórnum og einnig félagi í harmonikkufélaginu Nikkolínu. Hún var einnig mjög virkur fé- lagi í hestamannafélaginu Glað til margra ára og var gerð þar að heiðursfélaga. Útför Halldórufer fram í dag, laugardaginn 3. desember 2011, kl. 14 frá Kvennabrekku- kirkju. Elsku mamma. Þá er stundin sem ég er búin að kvíða lengi komin – þú kvaddir. Langri og hetjulegri baráttu þinni við illvígan sjúkdóm er lokið. Tískuveikina kallaðir þú hann, en þú hafðir kímnigáfuna til síðustu stundar. Ég kveð þig með söknuð í hjarta með þessu ljóði eftir afa. Láttu söng þinn hærra hljóma, hér skal verða glatt í dag. Alla þína innstu óma áttu að tjá í söng og brag. Þegar líða æviárin, yljar lagsins fagra mál. Þerrar burtu tregatárin, tómleikann úr þinni sál. (Guðmundur Baldvinsson.) Þín, Gyða. Elsku amma. Mikið finnst mér erfitt að ímynda mér þennan heim án þín, þú hefur alltaf verið til en nú ertu farin. Ég man þá gömlu góðu daga þegar við heyjuðum í bagga og alltaf varst þú með hrífuna að raka í garðana því sem rakstrarvélin ekki náði. Ég man líka þegar ég missti Bibba í skurðinn þegar ég var lítill og kallaði til þín „Bibbi datt, Bibbi datt“ og þú komst hlaupandi og bjargaðir Bibba mín- um úr háskanum með hrífunni þinni, þú varst svo sannarlega hetjan mín þann daginn. Ég man þegar ég kom með þér í fjárhúsin á köldum vetrardögum og þegar við komum heim fengum við okkur kaffi saman, ég hafði mitt með mikilli mjólk og sykri en þitt var svart. Ég man líka þegar þú varst að æfa þig að syngja og spilaðir undir á orgelið. Mér fannst alltaf svo gaman að hlusta. Ég gæti haldið áfram endalaust því ég á svo margar góðar minn- ingar með þér, elsku amma. Ómetanlegar minningar sem ég mun geyma í brjósti mínu þar til minn hinsti dagur dvín. Alltaf varstu jákvæð og barst þig vel, þó þú hafir glímt við erfið veikindi síðustu ár. Auðvitað voru góðir og slæmir dagar, en þú hélst samt áfram. Ég dáist að seiglu þinni og dugnaði. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku besta amma mín. Ég þakka allar stundirnar sem við höfum átt saman og ég þakka allt það sem þú hefur mér kennt og gefið. Þitt barnabarn, Elvar Ágústsson. Ég, ungur drengur á mínu æskuheimili, minnist sendinga úr bænum sem mér voru sendar, þó sérstaklega verkfæratösku og margs fleira, t.d. beltis með dálk og áttavita í sem var dýrmætt ungum dreng. En sú sem sendi þetta var syst- ir mín sem í dag er kvödd, eftir erfið veikindi undanfarinna ára. Reisn sinni hélt hún fram í and- lát sitt og að kvarta var ekki henn- ar, alveg ótrúlega hörð og var ekki að bera á torg sína erfiðu heilsu. Ég kveð kæra systur sem var mér eins og systir getur best ver- ið, en við sem eftir lifum getum af henni lært, það að vera ekki að væla út af einhverju sem skiptir ekki máli í okkar lífi, heldur vera við sjálf sem góðar persónur en láta ekki mammon stjórna okkur og muna að þú kaupir ekki góð- mennsku og heiðarleika, heldur ræktar hann með þér og það var einmitt það sem mín kæra systir hafði, að vera hún sjálf. Ég á svo ótal minningar um systur mína og er efst í huga mér þakklæti fyrir að hafa átt eins frá- bæra systur sem hún var. Nú er þrautagöngu Höddu systur lokið, en eins og hún sagði við mig nú undir lokin: „ég vona, Baddi minn, að þetta fari að verða búið hjá mér, ég er orðin svo þreytt, en hugsið vel um börnin ykkar“. Og nú er komið að kveðjustund, nú skiljast leiðir um stund, minn- ing um góðar gleðistundir munu lifa með okkur sem eftir eru í þessu lífi, með söknuði og þakk- læti kveð ég mína stóru systur. Hvíli í friði, systir góð. Börnum og barnabörnum votta ég samúð. Baldvin Guðmundsson. „Nú er hún Hadda farin,“ sagði ég við elsta son minn þegar síminn hringdi á laugardagsmorguninn. Það voru orð að sönnu, foreldrar mínir höfðu verið hjá henni á sjúkrahúsinu á Akranesi frá kvöldinu áður og báru okkur þá fregn að Hadda hefði dáið um nóttina. Hadda föðursystir mín var komin á níræðisaldur þegar hún lést en hún var búin að eiga í bar- áttu við krabbamein í um 14 ár. Sú glíma var því búin að standa lengi en Hadda var aldeilis ekki á því að gefast upp fyrirhafnarlaust. Hún tók örlögum sínum af þvílíku æðruleysi, aldrei heyrðist hún kvarta eða barma sér á nokkurn hátt í baráttu sinni við veikindin. Oft fékk hún far með mér og fjöl- skyldunni vestur í Dali á föstudög- um eftir að hafa verið í lyfjameð- ferð. Alltaf var létt yfir henni þó að þrekið væri mismikið. Við spjölluðum um hitt og þetta, oft eitthvað tengt hestum, því það var sameiginlegt áhugamál okkar. Hadda var mikil áhugamanneskja um hesta og hestamennsku og hafði gaman af að fylgjast með því sem var að gerast á því sviði. Hún var heiðursfélagi í hestamanna- félaginu Glað en hún hafði unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Þegar kappreiðar voru enn stundaðar á hestamanna- mótinu á Nesodda var Hadda ein þeirra sem félagið treysti á til dæmis við að koma keppnisnúm- erum á knapana. Hún fór í hina ár- legu kvennareið í Dölunum svo lengi sem heilsa hennar leyfði og naut sín þar í góðum félagsskap. Hadda var mikið náttúrubarn og dýravinur og var í raun bóndinn á bænum. Í Brautarholti voru alltaf kettir og hundar, auk hrossa og sauðfjár sem voru uppistaða bú- stofnsins þar á bæ. Söngur var eitt af aðaláhuga- málum Höddu. Hún tók þátt í kórastarfi af miklum móð, söng bæði með kirkjukórnum og Vor- boðanum og hafði gaman af enda söngur í blóð borinn. Hadda hafði mjög gaman af að koma á æskuslóðirnar á Hamra- endum þar sem hún fæddist og ólst upp. Ég minnist hennar sem ungrar konu þegar þau Lúlli komu ríðandi úr Reykjavík að Hamraendum til ömmu og afa og hvað lítilli stelpu fannst það stór- kostlegt ferðalag. Hún talaði oft um hestana þeirra þá Hött, Gull- topp og Grána og síðast en ekki síst hann Sleipni sem var í sér- stöku uppáhaldi hjá henni og vitj- aði þeirra oft þar sem þeir voru heygðir. Ég er viss um að þeir félagarnir hafa tekið vel á móti Höddu og að hún er nú þegar farin að dekra við þá eins og henni einni er lagið. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blund- ar. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku Gyða, Steinar og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykk- ur. Svandís Sigvaldadóttir. Í dag er útför elsku bestu föð- ursystur okkar eða Höddu frænku eins og við kölluðum hana ávallt. Elsku Hadda, okkur systkinin langaði að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, alltaf varstu svo kát og léttlynd og ekkert okkar man eftir því að þú hafir nokkurn tímann kvartað. Það var alltaf hlýlegt og nota- legt að koma í heimsókn í Braut- arholt og ávallt var tekið til alls kyns matar í heimsóknum þar enda fór maður alltaf vel mettur þaðan. Þú varst mikil sveitakona og þér þótti afar vænt um þína hesta og kindur, það fann maður vel hvað þú komst ávallt vel fram við dýrin. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. :,: Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér:,: Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. :,: Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er hans nafn á vörum mér:,: Þó líði dagar og líði nætur má lengi rekja gömul spor. :,: Þó kuldinn næði um daladætur þær dreymir allar um sól og vor:,: (Davíð Stefánsson.) Við kveðjum þig í dag með söknuð í hjarta og góðar minning- ar verða eftir. Við munum ávallt minnast þín sem glöðu og kátu elsku Höddu frænku í Brautar- holti sem alltaf var svo gaman að heimsækja. Öllum aðstandendum viljum við votta okkar samúð. Hvíldu í friði, elsku frænka. Söngkveðja, Guðmundur, Edda María og Gróa Björg. Halldóra Guðmundsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN LINDBERG FRIÐÞJÓFSSON, lést á heimili sínu í Pennfield, New Brunswick laugardaginn 19. nóvember. Útför fór fram frá Dartmouth Chapel N.S. mánudaginn 28. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Bertelsdóttir. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, INGI SIGURÐUR ERLENDSSON mælingamaður, Hrauntungu 30, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. nóvember. Rannveig Gísladóttir, Guðmundur Ingason, Örn Erlendur Ingason, Haukur Ingason, Sólborg Erla Ingadóttir, Þórdís Ingadóttir. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Hornbrekku þriðjudaginn 29. nóvember. Útförin auglýst síðar. Gunnlaugur E. Þorsteinsson, Jónasína D. Karlsdóttir, S. Hilmar Þorsteinsson, Valgerður K. Sigurðardóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Guðbjörn Arngrímsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Róbert Pálsson, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Páll Pálsson, Elín Rún Þorsteinsdóttir, Bjarni Tómasson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.