Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 ✝ Pálmi Sigurðs-son fæddist í Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum 21. júlí 1920. Hann lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 25. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Ingi- mundarson og Hólmfríður Jóns- dóttir. Systkini Pálma voru Júlíus skipstjóri, Friðjón, fyrrv. skrifstofustj., Kristinn, slökkviliðsstjóri í Vestm., Sigríður R. og fóst- ursystir Ágústa, þau eru öll lát- in. Árið 1942 hinn 16. desember giftist Pálmi eftirlifandi eig- inkonu sinni Stefaníu Mar- inósdóttur, f. 25. júní 1924. For- eldrar hennar voru Marinó Jónsson og Guðbjörg Guðna- dóttir. Pálmi og Stefanía eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) Guðbjörg Pálmadóttir, f. 23.12. 1941, í sambúð með Geir H. Sölvasyni. Börn Guðbjargar eru: a) María Þorleifsdóttir, f. 17.1. 1962, maki Sigurður Finnsson, þeirra dóttir er Inga. María á tvær dætur úr fyrra hjónabandi, Ásgerði og Jónu, einnig eignaðist María dreng, Marinó K. Valberg, f. 24.2. 1995, d. 9.10. 1997. b) Hafdís Erla. Börn Páls og Guðrúnar eru; a) Hörður Pálsson, f. 21.2. 1966, maki Kolbrún Matthías- dóttir, þeirra börn eru; Matt- hías Páll, Guðný Charlotta og Bogi Matt. b) Grétar Víðir, f. 15.9. 1975, börn hans eru; Veig- ar Elí og Nökkvi Páll. 4) Hafþór Pálmason, f. 22.2. 1954, d. 10.9. 1977. Pálmi var sjómaður frá Vest- mannaeyjum á árunum 1936- 1939 og var í siglingum á mb. Helga VE á þessum árum. Pálmi tók meirafiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942 og var stýri- maður á ýmsum skipum er sigldu til Englands allt til 1945. Hann var á bv. Elliðaey 1947, lengst sem stýrimaður, til 1953, þá skipstjóri á bv. Bjarnarey í tvö ár. Pálmi var frá 1956 með ýmsa báta og eigin útgerð til 1964 og fór þá að vinna við netagerð í Vestmannaeyjum. Hann flutti í Garðabæ 1974 og tók sveinspróf í netagerð og vann við hana til 1981 er hann hóf starf hjá Glerborg í Hafna- firði. Pálmi hefur leyst af skip- stjóra frá 1964 og sigldi ýmsum skipum til Englands og Þýska- lands. Sl. tvö ár bjó Pálmi ásamt Stefaníu konu sinni í Hraun- búðum í Vestmannaeyjum, og undu þau hag sínum vel á heimaslóðum. Útför Pálma fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 3. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Þorleifsdóttir, f. 24.7. 1964, gift Hauki Inga Jóns- syni. Börn hennar eru Þorleifur Árni, Hafþór Örn og Erna Margrét. c) Rósa Ólafsdóttir, f. 21.1. 1971, í sam- búð með Vali Bjarnasyni, börn hennar eru; Ólafur F. Guðjón og Elín Ósk. 2) Sigmar Pálmson, f. 23.3. 1943, maki Kristrún Axels- dóttir, börn þeirra eru; a) Pálmi Sigmarsson, f. 25.12. 1961, maki Janika Sigmarsson. Þrjú börn Pálma eru Heimir, Auður Krist- ín og Hanna Tara. Barn Pálma og Janiku er Michael Edvard og sonur Janiku er Dan. b) Unnur Sigmarsdóttir, f. 17.9. 1964, maki Hlynur Stefánsson, börn þeirra eru; Birkir, Kristrún Ósk og Rakel. c) Berglind Sigmars- dóttir, f. 17.5. 1975, maki Sig- urður F. Gíslason, börn þeirra eru; Sigmar Snær, Clara, Anton Frans og Matthías. d) Hildur Sigmarsdóttir, f. 15.5. 1979, í sambúð með Jesper Borup, Börn þeirra eru; Freyja og Noah. 3) Páll Pálmason, f. 11.8. 1945, maki Guðrún K. Guðjóns- dóttir. Barn Páls a) Stefanía Pálsdóttir, f. 9.1. 1964, börn hennar eru; Ester, Harpa og Fyrstu minningarnar um afa eru frá Hólagötunni, þar sem við komum oft til að heilsa upp á ömmu og afa, þá aðallega við eldri systkinin. Afi hafði alltaf þessa orku í kringum sig, hann varð alltaf að vera að fram- kvæma eða plana næsta verk, maður skynjaði þá dyggð að vinnan skapaði manninn og það var engin afsökun fyrir því að leggja sig ekki alltaf 100% fram við allt sem maður gerði. Maður sem ekkert hefur fyr- ir stafni og hefur engan metnað í sínu starfi var eitthvað sem fj l t f All í tíð gaf hann sig allan að sínum verkum og vann þau af krafti og skynsemi. Þessi lífsskoðun hans smitaðist út til barna og barnabarna og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Afi hafði alltaf mikinn húmor og sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var mjög hlýr og góður við okkur barna- börnin og alltaf þegar við kom- um í heimsókn smurði hann of- an í okkur haug af brauði, bar fram góðgæti og sagði skemmtilegar sögur. Skemmtilegustu minningar kk f á f þó líkl þegar hann var í siglingunum og hve gaman var að taka á móti honum færandi hendi með fullt af útlendu nammi og gjöf- um ásamt matvælum eins og niðursoðnum ávöxtum sem þótti munaðarvara á þeim tím- um. Elsku afi, takk fyrir öll árin sem þú varst með okkur, þú kenndir okkur margt og varst fyrirmynd að vinnusemi, heið- arleika og skynsemi og því að gefast aldrei upp heldur klára verkin. Afi, þú kláraðir alltaf þín k ð ó h t á sjónum, netagerðinni eða garðinum í Holtsbúðinni og fyr- ir það fékkstu ómælda virðingu allra sem fylgdust með þér og ert fyrirmynd barna og barna- barna Elsku amma hefur nú kvatt mann sinn til nær 70 ára. Harmur þinn er mikill en minn- ingin um yndislegan mann lifir á meðal okkar. Pálmi, Unnur Björg, Berglind og Hildur. Elsku afi minn, núna ertu búinn að fá þá hvíld sem þú þráðir svo mikið undir það síð- asta. Ég á svo margar góðar minningar um okkur á Holts- búðinni í Garðabæ, þegar ég fékk að gista hjá ykkur ömmu þá var búið um mig í sjónvarps- herberginu, amma setti nýtt á rúmið, þú skarst niður ávexti og horft var á sjónvarpið, og ég tala nú ekki um fótboltann sem þú hafðir heitar skoðanir á og hvað þá í spilum, þá gat nú glumið í borðinu undan heiftar höggum frá þér með áherslu. Svo er mér minnisstætt þeg- ar ég, þú, mamma, amma og langamma spiluðum hjá ykkur um jólin en langömmu fannst þetta nú ekki boða gott að spila um jólin. Ég tala nú ekki um það þeg- ar ég vonaðist til þess að það yrði ófært eða þóttist vera sof- andi þegar ég átti að fara aftur heim, þá sagðir þú, lofum henni bara að gista. Oft fékk ég að fara á planið á Holtsbúðinni til að þrífa bílinn minn, þá fórst þú í bakaríið og keyptir bakkelsi sem við snæddum svo á eftir. Núna í sumar fórum við Val- ur frá Sigló til Eyja í heimsókn til ykkar á Hraunbúðir og þar var öll fjölskyldan komin sam- an, það var í síðasta skiptið sem ég sá þig, elsku afi minn. Gott er að vita að þú ert kominn á stað þar sem þér líð- ur vel. Elsku afi minn, hvíldu í friði. Rósa. Pálmi Sigurðsson Oddur er fallinn frá, mikil- hæfur rithöfundur og góður vin- ur. Við þau tíðindi fer ekki hjá því að rifjist upp þetta merki- lega blómaskeið íslenskrar leik- ritunar sem hófst upp úr 1960 og stóð að minnsta kosti í eina þrjá áratugi og hann átti svo stóran þátt í. Það hafði valdið vonbrigðum að fyrsti áratugur- inn í Þjóðleikhúsinu hafði ekki orðið leikritun á Íslandi sú lyfti- stöng sem vonast var eftir. Lífs- markið kom frá ungum höfundi, Agnari Þórðarsyni, og svo leit fyrsta leikrit Halldórs Laxness dagsins ljós um miðjan áratug- inn. En nýsköpun nóbelsskálds- ins í leikritun fellur þó undir næsta áratug. Upp úr 1960 skipti um. Ann- ars vegar gaf Hart í bak Jökuls Jakobssonar í Iðnó mönnum aft- ur trú á gengi og vinsældir ís- lenskra leikrita, hins vegar var það Oddur Björnsson með ein- þáttunga sína hjá Grímu. En þeir voru ekki lengi einir á par- nassinum. Múlabræður fylgdu skemmtan sinni í Delerium bú- bónis eftir með ýmsum söng- leikjum og Jónas Árnason með bráð-haglega sömdum ádeilu- gamanleikjum. Svo kom Guð- mundur Steinsson með sín sterku höfundareinkenni, sinn Oddur Björnsson ✝ Oddur Björns-son fæddist í Ásum í Skaft- ártungu 25. október 1932. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóv- ember 2011. Útför Odds fór fram frá Dómkirkj- unni 30. nóvember 2011. sérstæða tón, sem að vísu sló ekki út í fullum blóma fyrr en á 8. áratugnum, Birgir Sigurðsson, sem einn stendur nú vaktina þessar- ar kynslóðar, Svava Jakobsdótt- ir, sem minnti á þörf feminísk við- horf samtímans, Nína Björk Árna- dóttir með lýríska meðlíðan, Vé- steinn Lúðvíksson með pólitískt uppgjör … Og síðan komu í hópinn Kjartan Ragnarsson, Ólafur Haukur Símonarson, Árni Ibsen og margir fleiri. Ekkert hinna landanna á Norð- urlöndum gat skartað slíkri auð- legð. Innblásturinn hjá Oddi kom frá absúrdismanum sem hann kynntist ugglaust í Vín þegar hann var þar við nám um miðj- an 6. áratuginn. Í fyrstu ein- þáttungunum kemur þetta hvað skýrast fram, en þeir eru marg- ir hverjir meðal þess snjallasta sem skrifað hefur verið í þeim dúr á íslensku. En á meðan Jök- ull færðist meir og meir inn á nýjar brautir, færðist Oddur hins vegar nær þunga megin- fljótsins. Þetta hangir saman við þá staðreynd að íslensku abs- úrdistarnir eru aldrei hrein- ræktaðir absúrdistar sem leiða hjá sér ólgu dagsins nema á fílsófisku plani: þeir taka mið af stjórnmálaástandi í nýfrjálsu landi þar sem mörgum þykir sem þeir hafi óðar verið her- numdir. Um þetta er þeim flest- um sammerkt og líka með þeim sem skrifa í hefðbundnari stíl. Þeir segja gjarna dæmisögur. Þegar upp er staðið auðgaði þessi persónulega upplifun skáldskap þeirra. Líkt og hjá Jökli í Sonur skóarans og dóttir bakarans, tekur Oddur í Dans- leik á sig syndir og ábyrgð heimsins; í öðru af hans mik- ilvægasta verki, 13. kynslóðinni, lýsir hann á áhrifamikinn hátt hvernig hinar þrjár ólíku höf- uðmanngerðir bregðast við hinu sífellda syndafalli mannskyns, sem lýsir sér í stríði og annarri óáran. En í Dansleik er glettin írónía absúrdismans ekki langt undan og setur grimmdarverkin upp á nýjan vegg, líkt og Oddur gerir í sumum sínum bestu ein- áttungum, t.d. Jóðlífinu. Hér er auðvitað ekki rúm að skrifa langt mál um þetta merkilega menningarsögulega skeið, né heldur nú þegar við kveðjum Odd Björnsson, þenn- an ljúflynda, skarpgreinda, glettna, hugkvæma og frjóa listamann, að lýsa mannkostum hans á verðugan hátt. Mig lang- ar bara að nefna hvað það var gaman að hlusta á tónlist með Oddi, ekkert nærir vináttu eins vel – og senda sambýliskonu og börnum og öðrum aðstandend- um innilegar, hlýjar kveðjur frá okkur Þóru. Sveinn Einarsson. Leiðir okkar Odds lágu sam- an fyrir rúmum 50 árum og átti ég því láni að fagna að fá að leikstýra nokkrum leikrita hans bæði á vegum Grímu í Tjarn- arbæ svo og í sjónvarpi, einnig stóðum við að því að gefa út hið glæsilega tímarit „Leikhúsmál“ ásamt þeim Ólafi Mixa og Þor- leifi Haukssyni. Svo metnaðar- fullt leikhústímarit sem þetta hefur enn ekki verið gefið út hér á landi síðan. Haraldur Björnsson gaf okkur nafnið, en sagði okkur að skila því þegar við værum búnir að nota það, og það gerðum við auðvitað. Oddur var alveg sérstaklega kjarkmikill leikritahöfundur, óvenju hugmyndaríkur og frjór og fór alls ekki troðnar slóðir í skrifum sínum. Honum tókst að vekja hughrif með nýjum óþekktum leiðum og textinn oft mergjaður og margar setningar hans voru eftirminnilegar. Ég nefni sem dæmi að daginn eftir andlát Odds sat ég með nokkr- um vinum mínum og greindi þeim frá andláti Odds og þá fór einn þeirra með langa þulu úr leikritinu Partý sem hann hafði séð fyrir tæpum fimmtíu árum og sagði að hann hefði aldrei getað gleymt þessu verki. Oddur var mikill músíkmaður og hlustaði mikið á klassíska tónlist og ég held að varla sé til klassískt tónverk sem hann vissi ekki öll deili á. Mér eru eft- irminnileg kvöld þegar spilaðir voru stuttir bútar úr ýmsum tónverkum og menn látnir geta hver væri höfundurinn. Hann vann alltaf með yfirburðum. Vinátta okkar Odds hefur haldist öll árin, enda eigum við marga sameiginlega vini, höfum verið saman í félagsskapnum Loka allt frá árinu 1963 og hitt- umst þar mánaðarlega, nema auðvitað þann tíma sem þau Bergljót dvöldu í Kína. Þá hitt- umst við líka oftast þegar vinur okkar danski leikarinn Folmer Rubæk kemur hingað til lands, en Bergljót og Oddur hafa nær alltaf hýst hann í þau 25 eða 30 skipti sem hann hefur komið, síðast núna í sumar. Fyrir örfá- um vikum vorum við Oddur, Erna og Benedikt og við Guðný í einstaklega skemmtilegu og ánægjulegu hádegisverðarboði hjá Helgu og Örnólfi, þar vild- um við helst ekki hætta að rifja upp gamlar minningar. Það var ætíð bjart yfir Oddi og hlýlegt og glettnin alltaf á næsta leiti. Hann var einkar glæsilegur og fríður maður, en um leið skein einlægnin og lífs- gleðin úr augum hans. Hann var mikill vinur vina sinna og eng- um duldist að þar fór drengur góður. Ég vil færa Bergljótu og fjöl- skyldu þeirra allri innilegar samúðarkveðjur okkar Guðnýj- ar. Gísli Alfreðsson. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn! Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir: eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Margt finnst mér eiga vel við þarna í ljóði prestsins og leik- skáldsins Matthíasar við þjóð- sönginn okkar. Tími er afstæður. Langur tími, stuttur tími. Það eru gæðin en ekki magnið sem upp úr stendur. Við hittum Odd fyrst fyrir hálfu ári. Mér finnst við hafa þekkt hann miklu lengur. Hæglátur, kankvís og ræðinn. Þeir Gunni náðu einstaklega vel saman. Gunni hafði leikið nokk- ur hlutverk í okkar litla leik- félagi hér í Sandgerði um og upp úr 1980. Það tengdi þá líka saman. Og þeir höfðu endalaus umræðuefni. Við vissum frá byrjun af Alzheimersjúkdómn- um sem var byrjaður að hrjá hann. En við urðum ósköp lítið vör við hann. Sennilega af því Beggó var svo meðvituð um hann og leiddi hann lipurlega fram hjá nibbunum. Heimsóknir okkar til þeirra í litla sæta húsið á Njarðargötunni eru okkur nú fjársjóður. Tvisvar komu þau í Heiðarbæinn og voru aufúsu- gestir. Sumarið okkar var nota- legt. Við gátum setið léttklædd úti á palli. Fyrir tæpum mánuði fórum við saman í Gamla bíó og sáum verkið með Ladda og Eddu Björgvins. Við byrjuðum á frábærum ítölskum skelfisk- rétti á Njarðargötunni. Við hlógum allt kvöldið. Fórum aft- ur eftir leikverkið inn á Njarð- argötu og hlógum enn meira! Það yljar að hafa farið þetta saman. Síðasta skiptið sem Odd- ur fór um slóðir ævistarfsins. Minning um góðan mann lifir. Fyrir hönd okkar Gunna, Sigurbjörg Eiríksdóttir.  Fleiri minningargreinar um Odd Björnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, SIGRÍÐUR GÚSTAFSDÓTTIR frá Kjóastöðum, Biskupstungum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási sunnu- daginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 9. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadalskirkjugarði. Aðstandendur vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir einstaka umhyggju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Áss, sími 480 2000. Sigríður Jónasdóttir, Gústaf Svavar Jónasson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Jónasson, Guðrún Mikaelsdóttir, Karl Þórir Jónasson, Þórlaug Bjarnadóttir, Svanhvít Jónasdóttir, Stefán Ó. Guðmundsson, Þórey Jónasdóttir, Þórir Sigurðsson, Halldóra Jóhanna Jónasdóttir, Geir Sævar Geirsson, Guðrún Steinunn Jónasdóttir, Haraldur Hinriksson, Eyvindur Magnús Jónasson, Kristín Ólafsdóttir, Loftur Jónasson, Vilborg Guðmundsdóttir, Þorvaldur Jónasson, Agnes Böðvarsdóttir, Guðmundur Jónasson, Katrín Guðjónsdóttir, Ágústa Halla Jónasdóttir, Ingi Eggertsson, Egill Jónasson, Kolbrún Sæmundsdóttir, Bárður Jónasson, Halldóra S. Árnadóttir Sigþrúður Jónasdóttir, Jón Bergsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GISSURARDÓTTIR, lést fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 15.00. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Lárusson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gissur Guðmundsson, Svanhildur Pétursdóttir, Jón Guðmundsson, Oddný B. Hólmbergsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EVA ÞÓRSDÓTTIR, Sundlaugavegi 18, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 28. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 13.00. Kristinn V. Daníelsson, Unnur Garðarsdóttir, Sigríður I. Daníelsdóttir, Þórður Guðmundsson, Þór Ingi Daníelsson, Anneli Planman, Einar Daníelsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hraunar Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.