Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 53

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 ✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 17. nóv- ember 1927. Hann lést á Landspít- alanum aðfaranótt fimmtudagsins 24. nóvember 2011. Þorsteinn var fjórða barn for- eldra sinna, Einars Einarssonar bónda, f. 12. september 1889, d. 9. sept- ember 1955, og Ólafar Ein- arsdóttur húsfreyju, f. 8 janúar 1890, d. 22. ágúst 1976. Systkini hans voru Kristjana Geirlaug, f. 29. júní 1919, d. 2. febrúar 2002, Maríus Guðni, f. 15. mars 1923, d. 15. mars 1950, Þorbergur Einar, f. 17. september 1925, d. 22. júní 2003, Sigurjón Einar, f. 20. október 1930, og Sigríður Guðmunda, f. 2. desenber 1933. Þorsteinn kvæntist Guðlaug Matthildur Guðlaugsdóttir, hús- freyja í Vík í Mýrdal, f. 10.1. 1938. Guðlaug er dóttir hjónanna Guðlaugs Gunnars Jónssonar, f. 1889, d. 1986, og Guðlaugar Matthildar Jak- Einarsdóttir, f. 20.6. 2002. 2d) Kristín Gyða Einarsdóttir, f. 1.4. 2009. 3a) Jakob Örn Guð- laugsson, f. 24.9. 1986. Hefðbundinni skólagöngu lauk Þorsteinn með fulln- aðarprófi frá barnaskólanum á Eystri-Sólheimum. Þorsteinn var frumkvöðull í ferðaþjónustu m.a. í útleigu á smáhýsum. Hann byrjaði upp úr 1980 að keyra ferðamenn á vélsleða um Mýr- dalsjökulinn. Var einn af þeim fyrstu sem eignuðust vélsleða í Mýrdalnum. Þessi störf og þjón- usta við ferðamenn urðu síðan hans aðaláhugamál frá árunum 1980 fram að því að hann hætti í jöklaferðum um aldamótin síð- ustu. Hann starfaði fyrst á eigin vegum en síðan hjá Bílaleigunni Geysi sem var með rekstur í all- mörg ár á Mýrdalsjökli. Síðan tóku Benedikt Bragason og Andrína Erlingsdóttir við út- gerðinni og starfaði hann hjá þeim í nokkur ár. Þarna átti hann heima, naut þess að vera í samskiptum við annað fólk og þótt hann hafi talað mjög tak- markað á erlend tungu, þá var viðmót hans þannig að ferða- menn fylltust trausti bara vegna nærveru hans, þegar leggja átti á jökulinn. Útför Þorsteins verður gerð frá Sólheimakapellu Mýrdal í dag, 3. desember 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. obsdóttur, f. 1892, d. 1938. Þau tóku við búsforráðum á Ytri-Sólheimum II 1958, giftu sig sig 1966. Þau skildu 1990. Börn Þorsteins og Guðlaugar Matt- hildar eru: 1) Krist- ín, f. 6.1. 1956, maki Jens Andrésson, f. 9.4. 1952. 2) Einar Guðni, f. 6.12. 1958, maki Petra Kristín Kristinsdóttir, f. 16.4. 1975. 3) Guðlaugur Jakob, f. 2.9. 1961, maki Laufey Guðmunds- dóttir, f. 16.3. 1966. 4) Óskar Sigurður, f. 29.12. 1966, d. 7.6. 2010, 5) Ólöf Ósk, f. 18.3. 1974, 6) Ragnar Sævar, f. 16.9. 1978. Uppeldissonur er Kjartan Hreinsson, f. 30.1. 1958, maki Sigríður Árný Sævaldsdóttir, f. 30.6. 1956. Barnabörn Þorsteins og Guðlaugar eru: 1a) Jón Þor- steinn Sigurðsson, f. 27.5. 1980. 1b) Anna Kristín Jensdóttir, f. 28.4. 1992. 2a) Þorsteinn Björn Einarsson, f. 28.6. 1996. 2b) Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, f. 12.5. 1999. 2c) Sigríður Ingibjörg Við kveðjum þig, kæri pabbi, með þessu ljóði eftir frænku okk- ar Guðrúnu Hreinsdóttir. Ungur dreymdi þig drauma, um dásemd þessa heims. Um alls kyns ástarstrauma, og unaðarins keims. Nú gamall ert og grárri, gleymast óskir manns. Haltur í elli hárri, þú hefur annan sans. Þú ert sáttur og saddur, síðdegi þitt við. Að kvöldi verður kvaddur í kyrrðarinnar nið. Ólöf og Kristín. Tengdafaðir minn Þorsteinn Einarsson lést viku eftir 84. af- mælisdag sinn, saddur lífdaga. Fæðingastaður hans Ytri-Sól- heimar II var hluti af landnáms- jörð Loðmundar hins gamla. Þor- steinn bjó þar fram undir síðustu aldamót en eftir það í Vík. Í byrjun tuttugustu aldar var mannmargt samfélag á gjöfulum Sólheimajörðunum sem standa undir Sólheimaheiðinni. Fyrir neðan bæina er Sólheimasandur og niður sandinn rennur Jökulsá- in. Sagan segir að Loðmundur á Sólheimum hafi verið fjölkunnug- ur mjög og ósjaldan átt í illdeilum við nágranna sinn, Þrasa í Skóg- um. Hafi þeir oft á tíðum skipst á að veita ánni inn á land hvor ann- ars og þannig sé tilvera sand- auðnarinnar tilkominn. Mýrdals- jökullinn, Sólheimaheiðin, skriðjökullinn og sandurinn var það umhverfi sem Þorsteinn ólst upp við og gjörþekkti. Í fyrstu heimsókn minni austur til verð- andi tengdaforeldra fór hann með mig um þetta ríkidæmi sitt og sýndi mér náttúruperlurnar sem þar fyrirfinnast. Þorsteinn fór snemma að vinna frá heimilinu og á mann- dómsárum hans var vélvæðing og umbreytingar í landbúnaði að komast á verulegt skrið. Sem ungur maður fór hann um sveitir Suðurlands og vann á jarðýtum við vegagerð og fleira. Mörg haustin fór hann á vertíð fyrst til sjós á nýsköpunartogurum frá Hafnarfirði eða Reykjavík og seinni árin sem fiskverkamaður aðallega til Þorlákshafnar eða Grindavíkur. Þorsteinn var frumkvöðull í ferðaþjónustu bænda og byrjaði um 1980 að keyra ferðamenn á vélsleða um Mýrdalsjökulinn. Vinna í kringum ferðamenn og þjónustan við þá varð aðalstarf hans frá 1980 og fram að því hann hætti jöklaferðum um aldamótin síðustu. Þetta starf átti vel við hann og varð hann þekkur hjá mörgum erlendum ferðamönnum sem gamli maðurinn á jöklinum. Þarna naut hann sín í samskipt- um við ferðamenn frá ýmsum löndum, þótt hann talaði tak- markað á erlenda tungu. Viðmót hans gagnvart ferðamönnum sem voru á leið á jökulinn fyllti þá trausti vegna fumlausra vinnu- bragða við undirbúning ferðar- innar og þess hve góða nærveru hann hafði. Eignaðist hann vin- áttu margra ferðamanna sem hann ræktaði vel. Þorsteinn var alla tíð grannur með skarpa andlitsdrætti var hreinskilinn og lítið fyrir yfir- borðsmennsku, þrautseigur og úthaldsgóður. Öllu jöfnu var hann hægur og rólegur í fasi en undir yfirborðinu gátu verið ólg- andi tilfinningar er gerðu hann stundum þrasgjarnan. Árstími Þorsteins var haustið því þeim tíma fylgdi umstang er honum líkaði best en það var að stússast í kringum sauðfé, taka þátt í smalamennskunni og velja líflömb. Þorsteinn var handlaginn maður og var eftirsóttur málari hvort sem var innandyra eða ut- anhúss. Þorsteinn var mjög bón- góður og var alltaf tilbúinn að lið- sinna öðrum og nutu margir ferðalangar sem áttu leið um Mýrdalinn greiðasemi hans. Þakka fyrir samfylgdina síðustu 25 ár. Svo ríddu þá með mér á Sólheima- sand. Sjávar þar aldrei þagnar kliður, en Jökulsá spinnur úr jakatoga band, og jökullinn í hafið gægist niður. (Grímur Thomsen.) Hvíldu í friði. Jens Andrésson. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. (Megas.) Elsku afi Steini, þessum vísn- astúf skaut upp í kolli mér þegar mamma hringdi í mig aðfaranótt síðasta fimmtudags og sagði mér að þú hefðir kvatt. Síðustu ár hef ég reglulega fengið símtöl frá mömmu þar sem hún segir mér að þú sért mjög veikur og hafir lent inni á spítala. Þú hefur samt dvalið þar stutt og verið kominn í sveitina fáum dögum síðar tilbú- inn í hvað sem er. Þegar við vor- um saman við dánarbeð Óskars frænda sagðir þú við mig: „ætli karlinn þarna uppi hafi gleymt mér?“ og hef ég hugsað til þeirra orða þegar símtölin frá mömmu hafa komið. Þannig hefur tíminn flogið áfram og teymt þig á eftir sér, en nú verða þessi símtöl frá mömmu víst ekki fleiri og ég get ekki vonast til að hitta þig hress- an á ný. Í mínum huga varstu ótrúleg- ur afi sem hafði ævintýraljóma yfir sér sem ég leit stoltur til. Afi sem átti sögur frá jökli sem bjó yfir óblíðum náttúruöflum, afi sem barðist við landið sitt til að halda búi og afi sem sigraði dauð- ann oftar en einu sinni í lífsins skák. Þær stundir sem við áttum saman voru allt of fáar en ómet- anlegar. Síðasta stundin sem við áttum saman yfir spjalli var áður en ég fór utan núna í mánuðinum sem leið. Ég kom ásamt Ívari bróður upp á spítala til þín til að kveðja þig og voru þá gestir þar hjá þér. Þegar þú varst svo spurður hvernig þú hefðir það stóð ekki á svari frá þér þrátt fyr- ir að þú værir mjög þjakaður. „Hvernig hef ég það? ég væri nú ekki hérna hefði ég það gott.“ Þessi orð áttu svo vel við og hittu svo beint í mark að þau sitja fast í mér. Mun ég eflaust grípa til þeirra í framtíðinni þegar vel stendur á og ég verð spurður að því augljósa. Nú þegar ég fylgi þér síðasta spölinn, afi minn, í þessu lífi kveð ég þig með tár á hvarmi og mikl- um söknuði í hjarta. Hafðu mikl- ar þakkir fyrir allt og allt og berðu kveðjur yfir í blómabrekk- ur landsins eilífa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Jón Þorsteinn Sigurðsson. Nú hefur hann Steini kvatt okkur og eftir sitja margar góðar minningar. Við brölluðum margt saman í gegnum tíðina. Við skemmtum okkur vel saman og fórum t.d. á nokkrar vertíðir. Steini var góður vinur og verð- ur hans sárt saknað. Ég ætla ekki að hafa mörg orð hér en geymi allar yndislegu minningarnar um þig í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Ég þakka þér fyrir yndislegar stundir, kæri vinur. Fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ágúst Þ. Ólafsson og Anna Mikaelsdóttir. Þorsteinn Einarsson minningar og hún verður ekki þar til þess að taka á móti mér. Ég kveð ömmu mína í dag með miklum söknuði og óendan- legu þakklæti fyrir allar ómet- anlegu stundirnar okkar og allt það sem hún hefur kennt mér. Hanna María Þórhallsdóttir. Við eigum minningu um brosið bjarta lífsgleði og marga glaða stund. Um mann sem átti gott og göfugt hjarta og gengið hefur nú á guðs síns fund. (G.V.) Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár sálin geislandi af hlýju. Þannig ég minnist þín, ókomin ár þar til við hittumst að nýju. (Ó.H.) Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (R.P.Ó.) Elsku frænka mín, með þess- um vísum vil ég þakka þér allar minningar, hlýju og tryggð. Samúðarkveðjur til sona þinna og fjölskyldu þeirra. Dýrleif Eydís Frímannsdóttir. Látin er móðursystir mín og vinkona til margra ára, Krist- jana Þórhallsdóttir á Húsavík. Margt kemur upp í hugann þegar farið er yfir liðinn tíma. Það var alltaf mjög kært með móður minni og Kiddu. Eins og reyndar öllum þessum systkin- um sem voru Skagfirðingar númer eitt, tvö og þrjú. Það var allt best og fallegast í Skaga- firði. Þegar ég var ung stúlka og átti heima í Neskaupstað kom Kidda í heimsókn með Þórhall son sinn lítinn. Þau voru hjá okkur um veturinn. En Bjössi, maðurinn hennar, var þá á ver- tíð fyrir sunnan. Það var mjög gaman og góður tími. Ég hef nú lúmskan grun um að móður minni hafi ekki þótt það slæmt að Kidda byggi á Húsavík þegar yngri dóttir hennar fór að gera sér dælt við strák frá Húsavík sem síðar varð maðurinn minn. Vissi hún að ég gæti alltaf leitað til Kiddu ef á þyrfti að halda. Þannig er það líka búið að vera í öll þessi ár. Það var alltaf gott að koma til Bjössa og Kiddu. Kidda var sérstaklega þægi- leg og góð kona. Hún var mjög vel lesin og átti auðvelt með að búa til vísur. Það eru ófáar vís- urnar sem hún bjó til og fór með fyrir mig þegar ég kom í heim- sókn. Ég var oftast búin að gleyma þeim þegar heim var komið og á þær því ekki á blaði. Ég gæti sagt margt fallegt um hana frænku mína. Hún var m.a. með græna fingur. Það bar garðurinn hennar vitni um. Kidda varð fyrir því í febrúar sl. að brotna og var þá ekki fær um að vera lengur ein heima. Hún dvaldi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga seinustu mánuðina. Þar fór vel um hana en henni þótti leitt að geta ekki gefið kaffi þegar maður kom í heimsókn. Kidda mín, ég og mín fjöl- skylda þökkum þér og þínum alla velvild í garð mín og minnar fjölskyldu í gegn um árin. Ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki til að spjalla um okkar fólk, þ.e.a.s. Skagfirðingana. Ég vil að lokum votta strák- unum þínum (eins og þú sagðir svo oft þegar þú talaðir um þá) og fjölskyldum þeirra mína inni- legustu samúð. Hjördís Bjarnadóttir og dætur. Mig langar til að minnst fyrr- verandi tengdamóður minnar, Kristjönu Þórhallsdóttur, með nokkrum orðum. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Kidda amma, var einstök kona sem hafði lag á að koma manni sífellt á óvart með skemmtilegum til- svörum og athugasemdum. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljósi – ef henni þótti ástæða til. Ég man aldrei eftir að ég sæi hana reiða eða að okkur yrði sundurorða og mér er skapi næst að halda að Kiddu hafi ekki orðið sundur- orða við nokkurn mann. Persónulega vil ég þakka af heilum hug þá ómetanlegu að- stoð sem Kidda veitti okkur Ogga veturinn 1972-1973, þegar Leifur sonur okkar var á fyrsta árinu. Ég var búin með fyrri vetur- inn í Samvinnuskólanum á Bif- röst og vildi að sjálfsögðu ljúka því námi. Til að það væri hægt þurftum við aðstoð með barnið, hún tók að sér það verkefni og ég varð aldrei vör við annað en það væri meira en sjálfsagt að hún gengi barninu í móðurstað – betra fóstur var ekki hægt að hugsa sér. Með þessari aðstoð hjálpaði hún mér að leggja grunninn að því sem ég er í dag. Kidda var sérstaklega góð mamma. amma og tengda- mamma, hún fylgdist vel með og var stolt af hópnum sínum. Kidda var alla tíð mjög sjálf- stæð og vildi vinna sín verk sjálf, hvort sem um var að ræða inn- anhúss eða í garðinum. Þess vegna brosti ég innra með mér þegar ég frétti að hún ákvað að kveðja þennan heim á meðan Oggi brá sér frá rúminu hennar í örskotsstund. Þar þekkti ég mína. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína vegna fráfalls ömmu Kiddu – minning hennar lifir um ókomin ár Regína Sigurðardóttir. Síminn minn hringdi og í sím- anum var sonardóttir mín Harpa Ólafsdóttir og var að til- kynna mér að vinkona mín, Kristjana Þórhallsdóttir, hefði andast á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík, fimmtu- daginn 24. nóvember síðastlið- inn. Þá hvarf hugurinn langt aft- ur í tímann eða til ársins 1946-1947 er 25 stúlkur settust að í Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Hitti svo á að við Kidda, eins og hún var jafnan kölluð, urðum herbergisfélagar ásamt Önnu Kristjánsdóttur og herbergið hét Draumalandið, og síðan höf- um við haft bréfasamband eða talað saman í síma í öll þessi ár og einu sinni dvaldi ég hjá henni á Húsavík, það mun hafa verið frá áramótum 1951 fram í maí næsta ár. Þá var hún ein með Þórhall, elsta soninn, og þá ófrísk að öðru barninu sem fæddist svo í apríl. Björn maður hennar var þessa mánuði á vertíð í Sand- gerði því það var lítið um at- vinnu á Húsavík á þessum tíma og margir Húsvíkingar fóru suð- ur með sjó því að þá var mikið fiskirí á Suðurnesjum. Ég get ekki rakið ættir Kiddu, það gera aðrir betur, en hún var frá Litlu- Brekku við Hofsós og átti fjölda systkina. En maður hennar Björn Þor- kelsson var frá Grímsey og þau áttu þrjá syni, sem hétu Þórhall- ur, Þorkell og Arnar og ég votta þeim dýpstu samúð mína og fjöl- skyldunni allri við fráfall henn- ar. Að leiðarlokum þakka ég henni fyrir allt, bæði skemmti- legar vísur, sendibréf og tryggð við mig öll þessi ár. Guð blessi minningu hennar. Þín vinkona Arndís Salvarsdóttir (Dísa Salvars). ✝ INGIBJÖRG ÞÓRUNN RAFNAR hæstaréttarlögmaður, Háteigsvegi 46, sem lést sunnudaginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar eða önnur líknarfélög. Þorsteinn Pálsson, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Skúli Fr. Malmquist, Páll Rafnar Þorsteinsson, Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, Höskuldur D. Magnússon. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON vélstjóri frá Eyri við Ingólfsfjörð, Strandasýslu, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðju- daginn 6. desember kl. 14.00. Sigríður E. Gunnarsdóttir, Sveinn T. Þórólfsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Guðrún A. Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Jónsson, Helga Gunnarsdóttir, Sigtryggur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.