Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 57
DAGBÓK 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Sudoku Frumstig 7 8 3 6 5 9 8 2 9 4 5 7 7 9 8 5 3 9 2 6 6 7 4 2 6 4 7 3 1 4 9 3 9 6 7 8 6 5 1 1 4 9 8 6 4 5 8 6 7 3 9 6 3 9 4 1 7 5 5 4 1 7 6 9 3 5 7 4 2 9 2 6 5 3 4 6 1 2 8 9 7 7 9 6 5 3 8 2 4 1 2 1 8 4 9 7 3 5 6 4 8 3 2 7 5 1 6 9 9 6 5 1 8 4 7 2 3 1 7 2 9 6 3 5 8 4 8 4 7 3 2 9 6 1 5 3 5 1 8 4 6 9 7 2 6 2 9 7 5 1 4 3 8 8 7 3 1 9 4 6 5 2 2 9 5 7 6 8 1 4 3 6 1 4 3 5 2 7 8 9 5 8 6 4 7 9 2 3 1 4 2 1 5 3 6 8 9 7 7 3 9 2 8 1 5 6 4 3 5 2 6 4 7 9 1 8 9 4 7 8 1 5 3 2 6 1 6 8 9 2 3 4 7 5 5 6 7 9 1 3 8 2 4 9 8 3 2 4 7 5 6 1 2 4 1 6 5 8 3 7 9 7 5 4 8 6 1 2 9 3 1 3 9 5 7 2 4 8 6 8 2 6 3 9 4 1 5 7 4 1 5 7 2 6 9 3 8 6 9 8 4 3 5 7 1 2 3 7 2 1 8 9 6 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 3. desember, 337. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn- skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon- um á ferðinni. (Mark. 10,52.) Víkverji dagsins hvetur fólk til aðgleyma ekki smáfuglunum nú þegar veturinn er genginn í garð. Þörfin er mikil um þessar mundir, snjór yfir öllu, og lítið handa fugl- unum að hafa ef mannfólkið leggur ekkert af mörkum. x x x Reyndar skilur Víkverji ekki fólksem á garða en nýtir þá ekki til að laða að fugla sem gleðja okkur með flögri sínu, tísti og söng. Vík- verji hefur mikla ánægju af því að fylgjast með fuglunum sem sækja í tré í garði hans, en það eru aðallega auðnutittlingar, starar og þrestir. Víkverji hefur miklar mætur á auðnutittlingnum, sem er nettur og fallegur fugl með rauðan blett á enni. Starinn er líka stórskemmti- legur og lífgar upp á tilveruna. x x x Víkverji vonast til þess að getalaðað fleiri tegundir að garð- inum og reynir því að hafa matseð- ilinn sem fjölbreyttastan. x x x Auðnutittlingarnir eru sólgnir ífinku- og gárafræ og sækja líka í hirsisstöngla sem ætlaðir eru búr- fuglum. Víkverja hefur gefist vel að hengja fóðurbolta upp á trén, til að mynda stóra og girnilega fitubolta sem fást í nokkrum verslunum borgarinnar. Þrestir hafa góða lyst á eplum. Þau eru líka tilvalin til að laða að gráþresti, svartþresti eða jafnvel silkitoppur þegar þær flækjast hing- að til lands. x x x Fita er ein besta fæðan handafuglunum, enda þurfa þeir mikla orku til að halda á sér hita í frosthörkum. Þess vegna er tilvalið að gefa þeim tólg, kjötsag, flot, mör, kjötafganga, osta, hangiflot og ann- að feitt lostæti. Aðrir matarafgangar, til að mynda brauð og kökur, eru líka vin- sælir, sérstaklega hjá störum, sem eru alætur eins og Víkverji. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skessa, 4 bjarta, 7 þreyttur, 8 vottar fyrir, 9 vond, 11 elskuðu, 13 skjót- ur, 14 svera, 15 hrúgu, 17 lofa, 20 hryggur, 22 spjalla, 23 fastheldni, 24 veslast upp, 25 virðir. Lóðrétt | 1 borguðu, 2 ágengur, 3 fífl, 4 stutta leið, 5 hyggur, 6 hinar, 10 jurt, 12 ótta, 13 skip, 15 vitur, 16 heimild, 18 logið, 19 verur, 20 drepa, 21 brosa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gjörvuleg, 8 hendi, 9 tylft, 10 púa, 11 flani, 13 narra, 15 stutt, 18 órögu, 21 arg, 22 lamið, 23 ellin, 24 glaðn- ings. Lóðrétt: 2 jánka, 3 reipi, 4 urtan, 5 eflir, 6 óhóf, 7 átta, 12 nyt, 14 aur, 15 súld, 16 urmul, 17 taðið, 18 ógeði, 19 öflug, 20 unna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lesið í spilin. N-Enginn. Norður ♠KD105 ♥G10 ♦ÁKD2 ♣765 Vestur Austur ♠Á4 ♠G982 ♥K4 ♥752 ♦108764 ♦5 ♣K1042 ♣DG983 Suður ♠763 ♥ÁD9863 ♦G93 ♣Á Suður spilar 4♥. Bandaríski höfundurinn Frank Stewart hefur skrifað „handbók“ um þá list að draga upp mynd af hönd- um mótherjanna. „Hvernig sér mað- ur allar hendur án þess að kíkja?“ spyr Stewart. Fyrst og fremst með því að setja sig í spor andstæðing- anna. Lítum á vörn vesturs í tvímenn- ingi. Sagnir eru einfaldar: Norður opnar á grandi og suður stekkur í 4♥. Vestur kemur út með lauf og sagnhafi spilar blindum inn á tígul í öðrum slag til að svína í trompi. Vestur lendir inni á ♥K og hefur nú allar forsendur til að spila tígli og gefa makker stungu – og þá ♦10 til að biðja um spaða til baka. Ástæðan er þessi: Sagnhafi reyndi ekki að henda niður tapspili í hátígul og á því væntanlega þrílit. 3. desember 1981 Menntamálaráðuneytið stað- festi ákvörðun Náttúruvernd- arráðs um að friðlýsa Þjórs- árver við Hofsjökul. 3. desember 1992 Georgíumaðurinn Grigol Mat- sjavariani kom til landsins í boði ríkisstjórnarinnar, en hann var sjálfmenntaður í ís- lensku. „Ég er meira en glaður, fremur agndofa,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. Gri- gol dvaldi hér í hálft ár við fræðistörf. Hann lést í bílslysi árið 1996. 3. desember 1998 Hæstiréttur kvað upp þann dóm að fimmta grein laga um stjórn fiskveiða væri í andstöðu við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar. Morgunblaðið sagði að „líklega hafi ekki ver- ið kveðinn upp jafn óvæntur og jafn afdrifaríkur dómur í 78 ára sögu Hæstaréttar“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég er mikið afmælisbarn og finnst þetta óskaplega gaman. Mér finnst öll afmæli vera stórafmæli og held alltaf upp á það,“ segir Ólöf Nordal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sem er 45 ára í dag. Af undanförnum 44. afmælisdögum segir hún þann tuttugasta sérstaklega eftirminnilegan, en með öfugum formerkjum þó. „Af því ég hélt ekkert upp á það heldur var að fara í mjög erfitt próf í lög- fræði daginn eftir og mér fannst eiginlega enginn taka eftir því að ég ætti afmæli. Mér fannst þetta al- veg ómögulegt,“ segir Ólöf sem hefur margbætt upp fyrir þetta síðan, síðast á fertugsafmælinu þeg- ar slegið var upp stórveislu. Í ár verður minna um veisluhöld en Ólöf ætlar samt að nýta tilefnið til að eiga samverustund með fjölskyldunni. „Ég hef haft þann sið undanfarin ár að bjóða þeim í hádegismat á Jóm- frúnni. Ég á nú oft afmæli á aðventunni, þannig að þetta er alltaf voða- lega jólalegt hjá mér.“ Hún segist líka vera mikið jólabarn í sér og er komin af stað með jólaundirbúninginn þrátt fyrir annríki á Alþingi. „Það er búið að biðja mig um að baka piparkökur og það er svo jólalegt um að litast núna. Maður má ekki gleyma sér alveg í vinnunni heldur verður líka að líta upp og rækta garðinn sinn.“ una@mbl.is Ólöf Nordal alþingismaður 45 ára Mikið jóla- og afmælisbarn Flóðogfjara 3. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.20 3,0 6.29 1,5 12.51 3,1 19.12 1,4 10.51 15.45 Ísafjörður 2.29 1,5 8.40 0,8 15.00 1,6 21.25 0,7 11.27 15.18 Siglufjörður 4.57 0,9 10.54 0,5 17.14 1,0 23.27 0,4 11.12 15.00 Djúpivogur 3.22 0,7 9.47 1,6 16.02 0,8 22.20 1,6 10.28 15.07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Lausnirnar sem leiða til betra lífs eru augljósar, svo augljósar að þú gætir hafa misst af þeim. Ef tækifæri til ferða- laga gefst skaltu grípa það fegins hendi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fólk með mikla útgeislun laðar þig að sér. Reyndu ekki að sporna á móti til- finningum þínum. Þú munt fá uppreisn æru. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Símtölin og tölvupósturinn get- ur beðið á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir verulega máli. Vertu vakandi í umferðinni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fyrr en seinna munt þú átta þig á að einfalt líf er best. Losaðu þig við óþarfa og fáðu til þess hjálp. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ættir að huga að fjármálunum í dag. Nú þarftu á einveru að halda til að hugsa málin í ró og næði. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gefðu þér tíma til að sinna þér og þínum nánustu. Mundu að leyna engum staðreyndum sem skipta máli. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hripaðu niður hugmyndir, hugsanir, drauma. Þú átt auðvelt með að stilla til friðar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stundum hrífa athafnir meira en orð og þá áttu hiklaust að grípa til þinna ráða. Þú ert gædd/ur ýmsum hæfileikum sem þú ættir að dusta rykið af. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ábyrgð tengd börnum íþyngir þér nokkuð í dag. Hver segir að ástin sé ekki þyrnótt? Vertu viss um að þú þekkir alla málavöxtu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk sem ýtir undir vellíðan þína er uppáhalds félagsskapurinn þinn. Þú átt á brattann að sækja heima fyrir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú tekur verkefni tengd börn- um, rómantík eða listsköpun af vaxandi alvöru. Þér finnst eitthvað mjög svo spennandi við mótlæti. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hættu við áætlun sem veldur þér streitu og byrjaðu upp á nýtt. Leyfið öðr- um að njóta glaðværðar ykkar. Stjörnuspá Jón Boði Björnsson, mat- reiðslumeistari og bryti frá Sjón- arhóli í Hafn- arfirði, nú í Löngufit 24 í Garðabæ, er átt- ræður á morgun, 4. desember. Það mun gleðja hann að sjá sem flesta samferðamenn, vini og fjölskyldumeðlimi gefa sér tíma til þess að samgleðjast honum í Sjónarhóli á Kaplakrika frá kl. 15 til 18 á afmælisdaginn. Boði af- þakkar blóm og gjafir en spari- baukurinn hans verður á staðnum. 80 ára 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Da5 8. Hc1 dxc4 9. Bxc4 Dxc5 10. Bb3 Rc6 11. O-O Da5 12. h3 Bf5 13. De2 Re4 14. g4 Rxc3 15. bxc3 Bd7 16. Hfd1 Had8 17. Hd5 Da3 18. Hcd1 Be6 19. Hxd8 Rxd8 20. Db5 Bxb3 21. axb3 Bxc3 22. Hd7 Db4 23. Dd5 Rc6 24. Rg5 Da5 25. Dxa5 Rxa5 26. Hxe7 Bb4 27. Hd7 Rxb3 28. Hxb7 a5 29. Re4 f5 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Rogaska Slatina í Slóveníu. Rússneski stórmeistarinn Maxim Matlakov (2630) hafði hvítt gegn Svíanum Sebastian Nilsson (2362). 30. Be5! Hf7 31. Rf6+ Kg7 32. Rxh7+! Kg8 33. Hb8+ Kxh7 34. Hh8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.