Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 58

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 58
58 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER SÁTTUR VIÐ LÍFIÐ GEISP! EÐA BARA ÞREYTTUR, EKKIÓSVIPAÐAR TILFINNINGAR VEISTU HVAÐ? MAMMA LEYFÐI MÉR AÐ SETJA UPP TJALD Í BAKGARÐINUM OG SOFA Í ÞVÍ Í NÓTT ÞAÐ ER FRÁBÆRT ÞAÐ GLEÐUR MIG AÐ HANN SÉ ÁNÆGÐUR ÞAÐ TÓKST EKKI ALVEG ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR ÆTLAÐ AÐ MÚTA DÓMARANUM TIL AÐ SLEPPA OKKUR HVAÐ ER AÐ TONY? MÉR FINNST EINS OG EITTHVAÐ SÉ AÐ NÁ TÖKUM Á MÉR... ÉG ÞARF AÐ GERA SVOLÍTIÐ HERRA STARK ÞÚ VERÐUR AÐ SETJAST NIÐUR! EKKI SNERTA MIG! KONAN MÍN ER SÓÐI... YFIRMAÐURMINN ER SAUÐUR... KRAKKARNIR MÍNIR ERU LATIR GETURÐU HJÁLPAÐ MÉR LÆKNIR ÞAÐ ERU NOKKRIR HLUTIR SEM VIÐ GETUM UNNIÐ MEÐ EN ENGINN ER FULLKOMINN OG ÉG VILDI AÐ ÞÚ HÆTTIR BARA AÐ VÆLA EKKI EINU SINNI ÉG. ENDILEGA HALTU BARA ÁFRAM... HVAÐ! BJÓÐUM NÚNA VELKOMINN Í HÓPINN NBC PÁFUGLINN TAKK FYRIR, ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA ERFITT ÁR HJÁ NBC, ALLT VESENIÐ MEÐ LENO OG CONAN TÓK Á OG NÚNA ERU ÞEIR AÐ HÓTA AÐ SEGJA FLEIRA FÓLKI UPP VERTU ALVEG RÓLEGUR, ÞEIR GETA EKKI SAGT ÞÉR UPP BRA,BRA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Karlinn á Laugaveginum varborginmannlegur og tímaritið „Foreign Policy“ stóð upp úr úlpu- vasanum: „Þeir segja að Jóhanna Sigurðardóttir sé í hópi hundrað mestu hugsuða heims, númer 87 í röðinni, nákvæmt skal það vera,“ sagði hann hugsi. Og bætti svo við; „Ég efast um að þeir kunni ís- lensku!“ Þar sem þeir áður potta og pönnur börðu prílar hún himnastigann spor fyrir spor, varast það sem aðrir áður gjörðu illt eða gott, var rög eða sýndi þor. Hún er ein af hundrað mestu á jörðu af hugsuðum þeim sem lifa á meðal vor. Ég var að fletta Bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju eftir síra Helga Sigurðsson og vel úr þeim. Stuðlafall er skemmti- legur háttur og lipur, – nokkuð gamall segir síra Helgi, en lætur þó ósagt um höfund þess og aldur. Úr Þorsteins rímum uxafóts: Dimmir nótt, en dagur skemmast tekur, mæli ég við mána ljós Mímis vinar kera ós. Og úr ljóðabréfi Páls skálda: Hissa kusi, hissa niptin prjóna, hissa þeir sem horfðu á, hissa varð ég sjálfur þá. Úr Þórðar rímum hreðu: Áður heiman en þeir báðir riðu Þórð við talar þorna brú: „Þú mátt Össur varast nú.“ Þessi er skemmtileg úr tíðavís- um síra Jóns Hjaltalíns (1749- 1835): Látum okkur líða, biðja og stríða, gjörum það, sem gjöra ber, guði annað felum vér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Númer 87 í röðinni Elskaðu viðskiptavininn Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég lenti nýlega í því að fá hræðilega þjón- ustu í rafvörubúð í Ármúla, Glóey. Ég bað um ráðleggingar við ljósabúnað í lampa sem ég var að smíða, en ég er í hönnunarnámi. Ég fékk lítil viðbrögð, enginn áhugi á að að- stoða mig og þegar ég spurði hvort þeir ættu eitthvað sem gæti gagnast mér, yppti maðurinn öxlum. Ég vil taka fram að þeir selja nákvæmlega eins búnað og ég var að leita að enda selja þeir rafvirkjum flest- allan búnað sem þarf til að tengja ljós. Ég gekk yfir götuna í Rafkaup og fékk þar frábæra þjónustu í alla staði, þar eignuðust þeir framtíðarviðskiptavin! Með þess- ari grein vil ég biðja alla þá sem eru í þjónustustarfi að hugsa sig aðeins um áður en næsti vinnu- dagur byrjar og ákveða hvernig þjónustu þeir ætla að veita. Það kostar ekkert að sýna áhuga, vera liðlegur og brosa, en það getur kostað fyrirtækið marga við- skiptavini ef þjónustan er léleg og jafnvel kostað suma vinnuna ef þeir veita lélega þjónustu. Ég vel hvar ég versla, þitt viðhorf getur haft áhrif á það. Ása Lára Þór- isdóttir. Faðirvorið Faðirvorið er er eina bænin sem Jesús kenndi okkur. Mín skoðun er að það sé okkur til gæfu að halda okkur við fað- irvorið. Óla. Að tala of hratt Margir sem koma fram í fjöl- miðlum tala svo hratt og ógreini- lega að eldra fólk á erfitt með að skilja hvað um er að ræða. Má þar t.d. taka einn af þeim sem flytja veðurfréttir. En undantekning frá þessu er Sigrún Davíðsdóttir, hún talar alveg sérstaklega skýrt og skilmerkilega, talar líka gott mál og kemur öllu vel til skila. Eldri borgari. Velvakandi Ást er… … að taka mikilvægar ákvarðanir saman. Drengja- nöfn Stúlku- nöfn Örn Arnarson orti: „Oft er vissí sinni sök, sá er ekkert skil- ur.“ Ef til vill er þetta ofmælt, en hitt hefur ósjaldan gerst, að þeir, sem vissastir eru í sinni sök, hafi reynst jafnskeikulir og við hin. Frægt var, þegar Þórbergur Þórðarson átti tal við dr. Guð- mund Finnbogason lands- bókavörð á Hótel Borg 13. sept- ember 1939. Stalín hafði þá nýlega gert griðasáttmála við Hitler, sem taldi sér eftir það óhætt að ráðast á Pólland úr vestri, en það hleypti af stað stríði við Breta og Frakka. Guð- mundur sagði þess ekki langt að bíða, að Stalín færi í stríðið með Hitler. Þórbergur mælti þá (að eigin sögn): „Ef Rússar fara í stríð með nasistum, þá hengi ég mig.“ Aðrir kváðu hann hafa sagt: „Ef Rússar ráðast með herafla á Póllandi, þá hengi ég mig.“ Fjórum dögum síðar réðst Stalín á Pólland úr austri. Var þá ort: Er Þórbergur lífs eða liðinn? Var lykkjan af hálsinum sniðin? Hér lagðist smátt fyrir halinn að hengja sig fyrir Stalin. Sem betur fer hengdi Þórberg- ur sig ekki, enda átti hann marg- ar góðar bækur eftir óskrifaðar. Annað dæmi um þá seinheppni, sem mætti líka nefna kokhreysti, var, þegar Halldór Kiljan Laxness hlaut vorið 1955 bókmenntaverð- laun danskra kommúnista. Skrif- aði einn kommúnistinn, Hans Kirk, 26. júní í blað þeirra, Land og folk: „Til eru önnur bók- menntaverðlaun, sem Gorkíj fékk aldrei og því síður Martin And- ersen Nexø og Laxness á senni- lega ekki heldur eftir að hljóta. Þetta eru Nóbelsverðlaunin, sem veitt eru af nokkrum ellisljóum, smáborgaralegum, jafnvel nas- ískum herramönnum í þeim græn- metissalasöfnuði, sem kallast „Sænska lærdómslistafélagið“.“ Nokkrum mánuðum síðar hlaut Laxness Nóbelsverðlaunin. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Seinheppni og kokhreysti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.