Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Hjarta mannsins er lokabókin í þríleikJóns Kalmans um strákinn í Pláss-inu og líf hans. Himnaríki og helvítivar sú fyrsta og kom út 2007, þá
kom Harmur englanna, 2009, og nú þessi,
Hjarta mannsins. Fyrstu tvær bækurnar gerast
í vetrarhörkunni, strákurinn og fylgdarmenn
hans eru nánast allan tímann öslandi snjóinn í
byl og éljum og lífið er puð, strit og dauði. Þessi
bók hefst þar sem frá var horfið í þeirri síðustu
þar sem strákurinn og Jens voru komnir í mikl-
ar ógöngur í póstferð sinni á Vetrarströnd. Síð-
asta bók gerðist í aprílmánuði, nú er farið að
vora og við fáum íslenskt sumar í sjávarþorpi
þar sem lífið snýst um saltfisk.
Á vorin vaknar ýmislegt til lífsins í okkur
mönnunum, vonin og ástin og það birtir yfir líf-
inu. Við fylgjumst með stráknum sem fyrr.
Hann er upptekinn af ástinni og hún birtist hon-
um í ýmsum myndum, samferðamenn hans
hitta líka ástina fyrir á ólíkan hátt. Enda kom-
umst við að því að allir þrá ást og félagsskap
annarrar manneskju þótt þráin brjótist út á
ýmsan hátt. „Handleggir voru settir á manninn
svo hann gæti haldið utan um aðra manneskju.“
(bls 254) Ástin getur leitt fólk í ógöngur og leyst
fólk úr ógöngum. Henni fylgir líka sorg, ör-
vænting og söknuður. Samskipti manneskj-
unnar eru ekki alltaf falleg og skuggahliðar
okkar brjótast alltof auðveldlega fram.
Lífið hefur sinn gang í Plássinu, strákurinn
hefur sína drauma, sín orð og hugsanir. Hann
býr enn hjá Geirþrúði og hjörð hennar. Fisk-
urinn er lífið í þorpinu, keyrir fólkið áfram af al-
íslenskri vinnuhörku sem tekur stundum sinn
toll. Sagan gerist fyrir um 100 árum, Ísland er
að komast inn í nýja tíma gufuskipa og síma. Al-
þýðan er undirbeygð yfirvaldinu, kaupmann-
inum sem getur verið stór örlagavaldur í lífi
hennar. „Ættin“ stjórnar Plássinu, á versl-
anirnar og skipin og hefur líf fólksins í höndum
sér. Þeim sem reyna að fara á svig við hennar
vald er ýtt úr vegi, en það má alltaf finna leiðir
ef viljinn er fyrir hendi.
Geirþrúður og fólkið í húsinu hennar standa
fyrir utan þennan þorpsheim, samansafn þeirra
sem eru „öðruvísi“, og það eiga margir erfitt
með að sætta sig við. Geirþrúður er kona sem
lætur ekki segja sér fyrir verkum né skipa sér í
hlutverk og er afskaplega aðdáunarverð bók-
menntapersóna. Hún er kona í heimi karlmanns
og finnur sínar leiðir til að komast af. Geir-
þrúður í Plássinu er í flokki íslenskra valkyrja
með Hallgerði langbrók og Snæfríði Íslandssól.
Fólkið í lífi stráksins á það sammerkt að vilja
ekki renna baráttulítið saman við tilbreyting-
arleysið, það tekst á við ýmislegt til að komast
undan því; yfirgefur maka, skrifar bréf, giftir
sig. Fólkið hans er annars ólíkar persónur en
mjög eftirminnilegar. Það er erfitt að hugsa til
þess að maður fái ekki að hitta þær aftur fyrir í
skáldskapnum.
Það gerist mikið í þessari bók og það koma
margir við sögu. Textinn er ljóðrænn og af-
skaplega myndrænn, sagan rann eins og kvik-
myndafilma í gegnum hausinn á mér við lest-
urinn. Hún er full af fallegum orðum og
stórkostlegum setningum, sagan er sterk og svo
áhrifamikil að stundum þurfti að leggja frá sér
bókina til að ná andanum, átta sig á lífinu.
Bókin heitir Hjarta mannsins og líklega ekki
að ástæðulausu, held ég að enginn skáldskapur
hafi komist eins nálægt því og þessi. Jón Kal-
man leikur á alla lífsins strengi af mikilli list og
skapar stórkostlegt verk. Bókin er eins og lífið;
sorgir og sigrar, draumar, ást og hamingja, ör-
vænting og hin venjulega lífsbarátta en þó fyrst
og fremst gangur hjartans sem er undirstaða
alls.
Við hjartarætur
Morgunblaðið/RAX
Myndræn Í Hjarta mannsins leikur Jón Kalman Stefánsson á alla lífsins strengi af mikilli list og
skapar stórkostlegt verk. Bókin er eins og lífið; sorgir og sigrar, draumar, ást og hamingja.
Hjarta mannsins bbbbb
Eftir Jón Kalman Stefánsson.
Bjartur 2011. 394 bls.
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
BÆKUR
Skáldsaga
Íævibók Jakobs FrímannsMagnússonar, Með sumt áhreinu, er gegnheill trúnaðurmilli hans og sagnaritarans,
Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttur.
Sumir hafa lifað ævintýri margra
mannæva þrátt fyrir að árin séu
endilega mörg. Fyrir vikið er full
ástæða til að þeirra sagan sé sögð.
Sögumaðurinn verður þá líka að
vera tilbúinn að leggja spilin á borð-
ið og vera hreinskilinn, rétt eins og
Jakob Frímann gerir. Fyrir vikið
verður útkoman býsna góð.
Æskan eru ljúfur tími í lífi okkar
flestrar. Aðstæður í foreldrahúsum
urðu þess valdandi að Jakob dvaldi
sem barn löngum stundum á heimili
móðurafi og –ömmu norður á Ak-
ureyri. Þar átti sveinninn ungi góða
daga og samfylgd með afa sínum,
Jakob Frímannsson, kaupfélags-
stjóri KEA. Og heilt í gegnum bók-
ina er skin frá samvinnuleiðtoganum
og athafnastjörnunni á Akureyri.
Arfleið hans er jafnan vegvísir Jak-
obs Frímanns í þeim fjölmörgu við-
fangsefnum sem hann hefur sinnt
um dagana, hvort sem hann er Stuð-
maður, pólitíkus, erindreki Íslands á
erlendri grund, fæst við kvikmynda-
gerð, er athafnaskáld og embætt-
ismaður í Reykjavíkurborg.
Djörfung þarf til þess að lýsa
mörgu því sem Jakob gerir, til dæm-
is því hvernig móðir hans féll fyrir
áfengi og náði ekki aftur tökum á líf-
inu. Auðvitað hefði verið hægur
vandi fyrir sögumann og skrásetjara
að skauta fram hjá þessum atriði en
hreinskilin frásögn um málið er hins
vegar virðingarverð og eykur vægi
bókarinnar.
Sum uppátækin sem Jakob Frí-
mann er hugmyndasmiður að hafa
orðið almenningseign. Allir Íslend-
ingar hafa séð kvikmyndina Með allt
á hreinu og lýsingar á tilurð hennar
eru drepfyndnar og eins ævintýrinu
við komu Bítilsins Ringo Starr á
Atlavíkurhátíð. Einnig á frægu búk-
sláttaratriði sem var sýnt í sjónvarpi
um veröld víða í tilefni af íslenskri
menningarkynningu í Lundúnum
fyrir tuttugu árum. Einnig segir frá
sínu hverju hnýsilegu sem gerðist
við stofnun Samfylkingar og síðar
Íslandshreyfingar.
Og aftur komum við að afanum á
Akureyri sem „kunni að mynda
vensla og lét til sín taka. Allir vor-
menn Íslands sem afi vann með í
uppbyggingu Fróns voru kappsamir
þjóðernismenn er vildu byggja upp
land í anda Jóns Sigurðssonar,“ seg-
ir Jakob Frímann sem sjálfur er vel
tengdur maður sem vill vinna þjóð
sinni gagn. Þannig eru í bókinni
nefnt til sögunnar margt af helsta
áhrifafólk þjóðfélagsins sem skýrir
auðvitað vel hve mikil áhrif Jakob
hefur í samfélaginu. Einstakur mað-
ur.
En það sem gerir bókin bitastæða
er einkum og helst að sögumaðurinn
er ekki í feluleik gagnvart lesendum
sínum. Jakob ærlegur nefnist einn
kafli bókarinnar og er vísað þar til
titils kversins sem listaskáldið Jónas
las á banabeiðnum í Kaupmanna-
höfn fyrir 170 árum eða svo. Nú höf-
um við eignast slíkan Jakob, sem í
bókinni birtist okkur sem frábær
sögumaður með einstakt tungutak -
en síðast en ekki síst er hann ærleg-
ur, svo af ber.
Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson
Einstakt Í bókinni birtist Jakob
okkur sem frábær sögumaður.
Með sumt á hreinu bbbbn
Með sumt á hreinu - Jakob Frímann
Magnússon lítur um öxl. Þórunn Erlu–
Valdimarsdóttir skráði. JPV-útgáfa,
Reykjavík, 2011. 400 bls.
BÆKUR
Jakob ærlegur
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
Þökkum frábærar viðtökur
við fyrstu óperuuppfærslu okkar í Hörpu
Hlökkum til að sjá ykkur á næstu óperusýningu okkar
La Bohème eftir Puccini
Frumsýning í mars 2012
Minnum á gjafakortin okkar – tilvalin jólagjöf!
WAMozart
F
A
B
R
IK
A
N