Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 60

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 60
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eftir að ég hætti forystu fyrir Kammersveit Reykjavíkur í árs- byrjun 2010 fannst mér eins og margir héldu að ég hefði hætt að spila og jafnvel sest í helgan stein. Til að leiðrétta þann mis- skilning ákvað ég að gefa út þenn- an disk með krefjandi en hugljúfri tónlist. Ég er enn í fullu fjöri og alls ekki hætt að spila, enda æfi ég mig daglega,“ segir Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikari og vísar þar í diskinn Sónötukvöld þar sem hún leikur sónötur eftir W.A. Mozart og César Franck ásamt Richard Simm píanóleikara. „Þetta eru uppáhaldsverk sem ég hef oft spilað áður og lengi langað til þess að taka upp. Hver og einn hefur sinn tón, ekki síst á strengjahljóðfæri, og þarna má heyra minn tón, sem vissulega hefur breyst í tímans rás því mað- ur breytist og þroskast með aldr- inum, sem hefur áhrif á túlk- unina.“ Með mörg járn í eldinum Óhætt er að segja að Rut hafi mörg járn í eldinum um þessar mundir því auk Sónötukvölds hef- ur hún veg og vanda af tveimur öðrum diskum sem Smekkleysa gefur út fyrir þessi jól. Fyrst ber að nefna útgáfu á hljómsveit- arsvítum J.S. Bachs sem Kamm- ersveitin flutti á jólatónleikum sínum á menningarborgarárinu 2000 og tók upp í kjölfarið. Jafn- framt er að koma út diskurinn Brautryðjandinn þar sem Kamm- ersveitin leikur kammerverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, en þessi diskur er í röð diska með verkum íslenskra tónskálda sem Kammersveitin hefur á und- anförnum árum gefið út í sam- vinnu við Smekkleysu, Íslenska tónverkamiðstöð og Ríkisútvarpið. Loks má nefna að Rut stendur fyrir endurútgáfu á einleiksdiski sínum, Íslensk tónlist fyrir ein- leiksfiðlu. Diskurinn hefur verið uppseldur í nokkur ár en Íslensk tónverkamiðstöð gaf hann út í fyrsta sinn árið 1998. Sinnir útgáfumálum Kammersveitarinnar „Vissulega má spyrja sig hvers vegna við séum að gefa út verk sem eru til í óteljandi útgáfum. Að mínu mati er mikilvægt fyrir íslenska tónlistarunnendur að eiga stórvirki á borð við hljómsveit- arsvítur Bachs líka með okkar fólki. Reynslan segir mér að hlustað er öðruvísi þegar maður þekkir tónlistarfólkið, hefur jafn- vel verið á tónleikunum sem upp- takan byggist á, veit hvernig flytj- endur líta út og þekkir tón þeirra. Ég lít svo á að það sé skylda okkar sem Íslendinga að gefa út íslenska tónlist, því aðrir munu ekki gera það. Hins vegar er líka skemmtilegt fyrir okkur tónlist- arfólkið að spila tónlist erlendu meistaranna,“ segir Rut og bendir á að Kammersveitin hafi nú þegar gefið út fimm diska með erlendri tónlist og ellefu diska með verk- um íslenskra tónskálda, en þeirra á meðal eru Jón Leifs, Jón Nor- dal, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson og Leifur Þór- arinsson. „Auk þess eigum við upptökur í átta íslenska diska til viðbótar og efni í fimm diska með erlendu efni. Það verður mitt verkefni næstu ár að stýra bæklingagerð, eftirvinnslu og klippingum á þess- um upptökum svo hægt verði að gefa þær út,“ segir Rut og tekur fram að bagalegt sé hins vegar hversu þungur róðurinn sé við út- gáfu klassískra diska hérlendis, sérstaklega útgáfu á íslenskum tónverkum. Bendir hún sem dæmi á að Brautryðjandinn hafi beðið fullfrágenginn í fjögur ár áður en hægt reyndist að fjármagna fram- leiðsluna. Sárt að missa starfið hjá Sinfóníunni eftir 40 ára feril Aðspurð segist Rut oft sakna alls umstangsins sem fylgdi því að vera í forsvari fyrir Kammersveit- ina, þótt hún leiki enn með sveit- inni á tónleikum. „Og ég sakna þess að koma ekki eins mikið fram og áður,“ segir Rut og vísar þar m.a. til starfsmissis síns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir tæpum þremur árum. Eftir fjöru- tíu ára farsælt starf hjá Sinfóní- unni í hlutastarfi var Rut með tölvupósti tilkynnt að samningur hennar yrði ekki endurnýjaður og samdrætti í kjölfar efnahags- hrunsins borið við. „Ég sýndi því auðvitað skilning á sínum tíma, en mér þykir mjög sárt að fá ekki að koma aftur til starfa nú þegar tekið er til við að ráða hljóðfæraleikara til starfa á ný,“ segir Rut og tekur fram að fyrir sér snúist málið um að fá að ljúka starfsferlinum með sæmd. „Ætli ég hætti ekki þessari bar- áttu og einbeiti mér í staðinn að uppbyggilegri málum eins og út- gáfumálunum og sjálfstæðu tón- leikahaldi,“ segir Rut að lokum. „Ég er enn í fullu fjöri“  Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari gefur út einleiksdisk með verkum eftir W.A. Mozart og César Franck  Hefur jafnframt veg og vanda af tveimur diskum með upptökum Kammersveitar Reykjavíkur Morgunblaðið/Golli Uppáhaldsverk „Hver og einn hefur sinn tón, ekki síst á strengjahljóðfæri og þarna má heyra minn tón,“ segir Rut um nýjasta einleiksdiskinn sinn. „Útgáfa Kammersveitarinnar á Hljómsveitarsvítum J.S. Bachs undir listrænni stjórn Rein- hards Goebels er þriðji og síð- asti hlutinn í nokkurs konar trílógíu með verkum Bachs. Hinir tveir geisladiskarnir eru Fiðlukonsertarnir frá árinu 2009 og Brandenborgarkons- ertarnir frá árinu 2000 þar sem Jaap Schröder leiddi Kammersveitina,“ segir Rut Ingólfsdóttir, en þess má geta að Kammersveitin hlaut Ís- lensku tónlistarverðlaunin ár- ið 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenborgarkonsertum Bachs. „Það var mikill fengur fyrir okkur að fá þessa tvo heims- þekktu fiðluleikara og stjórn- endur til samstarfs við okkur. Schröder fékk okkur til að spila Brandenborgarkonsert- ana á skemmtilegan barokk- hátt þótt við spiluðum á nú- tímahljóðfæri. Goebel var mjög kröfuharður, en hann er þekktur fyrir hressileg tempó, sem virka mjög vel að mínu mati,“ segir Rut og tekur fram að það sé á við nám- skeið að fá að vinna með svona miklum meisturum hvort sem er í barokktónlist eða í nýrri tónlist. Síðasti hluti Bach-trílógíu VALDI HRESSILEGT TEMPÓ 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 SÖNGLEIKIR MEÐ MARGRÉTI EIR OG KVÖLDVERÐUR FRÁ FRIÐRIKI V! Í sýningunni „Söngleikir með Margrét Eir“ mun Margrét að syngja lög úr nýjum, gömlum, þekktum og óþekktum söngleikum. Maturinn kemur frá hinum þekkta kokki Friðriki V sem er þekktur fyrir gæði í mat og þjónustu. Almennt verð á sýningu með mat: 5.400 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 4.400 kr. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Sýningin er 10. des. Húsið opnað kl. 18:30 og matur- inn er borinn fram um kl. 19:00. Sýningin hefst kl. 20:00 Miðasala Tjarnarbíó er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 15:00 og klukkutíma fyrir viðburði. Símanúmer 527 2102. Einnig má senda póst á midasala@tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.