Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Geturðu lýst þér í fimm orðum? Jákvæður, fjölskylduelskandi, vinnusamur, seinheppinn sælkeri. Hver er fallegasti staður á Íslandi? (spyr síðasti aðalsmaður, Matthías Matthíasson söngvari.) Það er erfitt að velja bara einn stað þar sem Ís- land er ægifagurt. Snæfellsnesið er í uppáhaldi, alltaf góðir straumar frá jöklinum, Hákarlalaug við Gjögur er án efa einn fallegasti staður sem ég hef verið á og Djúpavík á Ströndum. Hver er uppáhaldsdansarinn þinn? Louise Lacavaliere (getið googlað “About hum- an sex frá 8́5 ef þið viljið sjá hana í toppformi) og Erna Ómarsdóttir. Geturðu bitið í tærnar á þér án þess að beygja hné? Nei, þeir sem eru lappastuttir eiga meiri séns, ég næ að naga sköflunginn. Mér til varnar get ég þó í splitti sett tærnar á aftari fæti á ennið. Hver er tilgangur lífsins? Að finna það sem veitir þér ánægju og halda í það. Vera hamingjusamur. Ef þú værir ekki dansari og danshöfundur, hvað værir þú þá? Líklega að fljúga, ég var í einkaflugmanninum 2006 svo ég hefði líklega haldið áfram í því ef ég hefði ekki fengið svona mörg tækifæri í dans- inum. Annars ég hef mikinn áhuga á hand- ritaskrifum, kvikmyndagerð, myndlist, flestum skapandi greinum, gæti unnið við það allt. Ég væri líka til í að opna bakarí eða lítinn kampa- vínsbar, það er svo margt spennandi til í heim- inum. Þú ferð með hlutverk tvíbura í óperunni Red Wat- ers og dansverkinu We saw monsters. Ertu sér- staklega fær í því að leika tvíbura? Ég er a.m.k. í mjög góðri æfingu. Í verkinu We saw monsters er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir tví- burasystir mín, það er horrorverk eftir Ernu Ómars. Við erum algjörlega samhæfðar alla sýninguna. Minnstu smáatriði voru þaulæfð al- veg niður í fingra- og augnhreyfingar. Í Red Waters er tvíburabróðir minn Arnar Guð- jónsson úr hljómsveitinni Leaves, þar sem verkið er ópera er söngurinn í aðalhlutverki. Það var heiður að vera treyst fyrir því að syngja eitt af aðalhlutverkunum í óperu í ljósi þess að ég er dansari en ekki þjálfaður söngvari. Ég lærði ótrúlega mikið af þessu verkefni og sér- staklega af stelpunum í L&B-voices, rosalegar söngkonur. Virkilega skemmtileg reynsla. Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Kaótískur. Það eru gerðar miklar kröfur til manns sem dansara á djamminu, sem leiðir oft til feimni og óreiðukenndra hreyfinga. Eitt er að dansa á sviði, annað á tjúttinu. Annars fell ég algjörlega í skuggann af kærastanum mínum Trausta Viktori þegar kemur að djammdansi. Hann er listamaður á dansgólfinu, ég á ekki séns. Hvernig túlkar maður hreyfingar flugdreka í dansi? Það er ótrúlega margt líkt með hreyf- ingum flugdreka í lofti og fiska í vatni. Það fer eftir stærð/gerð flugdrekans hverjir hreyfieignleikar hans eru, fara frá hreyfingum sverðfiska til mar- glyttna. Þeir eru bundnir sömu lög- málum og við og áhugavert að sjá hvað sömu formin og hreyfingar koma end- urtekið fyrir í náttúrunni. Ég brýt niður hreyfim- unstur flugdrekanna og reyni að endurgera það með mismunandi líkams- pörtum. Dans er …? … atvinnugrein, vaxandi á Íslandi, sjúklega skemmtilegur. Eitthvað sem allir ættu að njóta og drífa sig á danssýningu sem fyrst! Verkið „Á“, eftir grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur er sýnt 4. des. Hvað færðu ekki staðist? Getur í splitti sett tærnar á aftari fæti á ennið Aðalsmaður vikunnar er dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem dansar og syngur í Red Waters, Teach us to outgrow our madness og We saw monsters auk þess að hafa framið dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í Hafnarhúsi, í gær. Fleur de oranger og lakkrís makkarón- urnar frá Ladurée, Siggakökurnar hennar Ömmu Gunn, sítrónur, kaffitrufflur frá Nehaus, mat- argerð móður minnar, er núna orð- in sólgin í snigla eftir Frakklands- dvölina. Flest sem viðkemur mat, ég er ekkert mikið að neita mér um bit- ann. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ætli leyndi hæfileikinn minn hafi ekki bara verið að koma í ljós í Red Wa- ters, að ég get sungið. Hvað fær þig til að skella upp úr? Andrea Hvannberg, litla frænka mín 3 ára, er sjúklega fyndin, hún framleiðir eigið bodylo- tion. Það fær mig til að hlæja upphátt hvar sem er. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Ef þú hefðir fæðst á öðrum tíma, hvaða ár/tímabil yrði fyrir valinu og af hverju? Fjölhæf Sigríður Soffía dansar, semur dansverk, fremur gjörninga og syngur. á allar sýningar merktar með grænu SPARB SEEKING JANUARY JONE AND GUY PEARCE S NICOLAS CAGESEEKING FRÁBÆR GAMAN- MYND MEÐ JASON SUDEIKIS ÚR HALL PASS OG HORRIBLE BOSSES SPARBÍÓ 3D 1.000 kr. MIÐASALA Á SAMBIO.IS NICOLAS CAGE HHHH- TIME OUT NEW YORK HHHH TIME ENTERTAINMENT "...A VERY FUNNY MOVIE" - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND „MÖGNUÐ OG VEL GERÐ MYND“ -H.V.A. - FBL HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK OG „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH FRÁBÆR SPENNUÞRILLER FRÁ LEIKSTJÓRANUM ROGER DONALDSON SÝND Í ÁLFABAKKA, KRSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI einstakt Ásgeir Smári opnar sýninguna PLÁSSIÐ laugardaginn 3. des. kl.14-17 ALLIR VELKOMNIR eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.