Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Jákvæður, fjölskylduelskandi, vinnusamur,
seinheppinn sælkeri.
Hver er fallegasti staður á Íslandi? (spyr síðasti
aðalsmaður, Matthías Matthíasson söngvari.)
Það er erfitt að velja bara einn stað þar sem Ís-
land er ægifagurt. Snæfellsnesið er í uppáhaldi,
alltaf góðir straumar frá jöklinum, Hákarlalaug
við Gjögur er án efa einn fallegasti staður sem
ég hef verið á og Djúpavík á Ströndum.
Hver er uppáhaldsdansarinn þinn?
Louise Lacavaliere (getið googlað “About hum-
an sex frá 8́5 ef þið viljið sjá hana í toppformi)
og Erna Ómarsdóttir.
Geturðu bitið í tærnar á þér án þess að beygja
hné?
Nei, þeir sem eru lappastuttir eiga meiri séns,
ég næ að naga sköflunginn. Mér til varnar get
ég þó í splitti sett tærnar á aftari fæti á ennið.
Hver er tilgangur lífsins?
Að finna það sem veitir þér ánægju og halda í
það. Vera hamingjusamur.
Ef þú værir ekki dansari og danshöfundur, hvað
værir þú þá?
Líklega að fljúga, ég var í einkaflugmanninum
2006 svo ég hefði líklega haldið áfram í því ef ég
hefði ekki fengið svona mörg tækifæri í dans-
inum. Annars ég hef mikinn áhuga á hand-
ritaskrifum, kvikmyndagerð, myndlist, flestum
skapandi greinum, gæti unnið við það allt. Ég
væri líka til í að opna bakarí eða lítinn kampa-
vínsbar, það er svo margt spennandi til í heim-
inum.
Þú ferð með hlutverk tvíbura í óperunni Red Wat-
ers og dansverkinu We saw monsters. Ertu sér-
staklega fær í því að leika tvíbura?
Ég er a.m.k. í mjög góðri æfingu. Í verkinu We
saw monsters er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir tví-
burasystir mín, það er horrorverk eftir Ernu
Ómars. Við erum algjörlega samhæfðar alla
sýninguna. Minnstu smáatriði voru þaulæfð al-
veg niður í fingra- og augnhreyfingar. Í Red
Waters er tvíburabróðir minn Arnar Guð-
jónsson úr hljómsveitinni Leaves, þar sem
verkið er ópera er söngurinn í aðalhlutverki.
Það var heiður að vera treyst fyrir því að syngja
eitt af aðalhlutverkunum í óperu í ljósi þess að
ég er dansari en ekki þjálfaður söngvari. Ég
lærði ótrúlega mikið af þessu verkefni og sér-
staklega af stelpunum í L&B-voices, rosalegar
söngkonur. Virkilega skemmtileg reynsla.
Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu?
Kaótískur. Það eru gerðar miklar kröfur til
manns sem dansara á djamminu, sem leiðir oft
til feimni og óreiðukenndra hreyfinga. Eitt er
að dansa á sviði, annað á tjúttinu. Annars fell ég
algjörlega í skuggann af kærastanum mínum
Trausta Viktori þegar kemur að djammdansi.
Hann er listamaður á dansgólfinu, ég á ekki
séns.
Hvernig túlkar maður hreyfingar flugdreka í
dansi?
Það er ótrúlega margt líkt með hreyf-
ingum flugdreka í lofti og fiska í vatni.
Það fer eftir stærð/gerð flugdrekans
hverjir hreyfieignleikar hans eru, fara
frá hreyfingum sverðfiska til mar-
glyttna. Þeir eru bundnir sömu lög-
málum og við og áhugavert að
sjá hvað sömu formin og
hreyfingar koma end-
urtekið fyrir í náttúrunni.
Ég brýt niður hreyfim-
unstur flugdrekanna og
reyni að endurgera það
með mismunandi líkams-
pörtum.
Dans er …?
… atvinnugrein, vaxandi
á Íslandi, sjúklega
skemmtilegur. Eitthvað
sem allir ættu að njóta og
drífa sig á danssýningu
sem fyrst! Verkið „Á“, eftir
grímuverðlaunahafann Valgerði
Rúnarsdóttur er sýnt 4. des.
Hvað færðu ekki staðist?
Getur í splitti sett tærnar á aftari fæti á ennið
Aðalsmaður vikunnar er dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem dansar og syngur í Red Waters, Teach us to outgrow our madness og
We saw monsters auk þess að hafa framið dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í Hafnarhúsi, í gær.
Fleur de oranger og lakkrís makkarón-
urnar frá Ladurée, Siggakökurnar
hennar Ömmu Gunn, sítrónur,
kaffitrufflur frá Nehaus, mat-
argerð móður minnar, er núna orð-
in sólgin í snigla eftir Frakklands-
dvölina. Flest sem viðkemur mat, ég
er ekkert mikið að neita mér um bit-
ann.
Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo
er þá hvern?
Ætli leyndi hæfileikinn
minn hafi ekki bara verið
að koma í ljós í Red Wa-
ters, að ég get sungið.
Hvað fær þig til að skella
upp úr?
Andrea Hvannberg, litla
frænka mín 3 ára, er
sjúklega fyndin, hún
framleiðir eigið bodylo-
tion. Það fær mig til að
hlæja upphátt hvar
sem er.
Hvers viltu spyrja næsta
aðalsmann?
Ef þú hefðir fæðst á öðrum
tíma, hvaða ár/tímabil yrði
fyrir valinu og af hverju?
Fjölhæf Sigríður
Soffía dansar, semur
dansverk, fremur
gjörninga og syngur.
á allar sýningar merktar með grænu SPARB
SEEKING
JANUARY JONE
AND GUY PEARCE
S
NICOLAS CAGESEEKING
FRÁBÆR GAMAN-
MYND MEÐ JASON
SUDEIKIS ÚR
HALL PASS OG
HORRIBLE BOSSES
SPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
NICOLAS CAGE
HHHH-
TIME OUT NEW YORK
HHHH
TIME ENTERTAINMENT
"...A VERY FUNNY MOVIE"
- OK
HHHHH
- THE SUN
HHHH
MÖGNUÐ GAMANMYND
„MÖGNUÐ OG VEL
GERÐ MYND“
-H.V.A. - FBL
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK OG
„FYNDIN,
TILKOMUMIKIL“
- BACKSTAGE
HHHH
FRÁBÆR
SPENNUÞRILLER
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
ROGER DONALDSON
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
einstakt
Ásgeir Smári
opnar sýninguna
PLÁSSIÐ
laugardaginn 3. des. kl.14-17
ALLIR VELKOMNIR
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is