Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Mér fannst ég strax hverfa aftur um nokkra ára-tugi við að hlusta á Olof Sings, ábreiðuplötuÓlafar Arnalds. Platan hafði þau notaleguhughrif á mig að mér fannst ég sitja í grænni
brekku með blóm í hárinu. Já ég var stödd einhvers stað-
ar undir lok sjöunda áratugarins og ólgublandin gleði lá í
loftinu.
Það er kannski ekki
skrýtið að platan veki
slík hughrif en á plöt-
unni hefur Ólöf tekið
upp á arma sína fimm
þekkt lög sem öll eru í
dálitlum „Woodstock-
fíling“.
Smæð plötunnar gerir
hana sérstaka en meðal
laganna er Bob Dylan-
lagið „She belongs to
me“ og „Solitary man“
með Neil Diamond.
Ábreiðurnar sem Ólöf
velur á plötuna hefur
hún sungið á tónleikum
í gegnum tíðina og það
heyrist í gegnum flutn-
inginn að Ólöfu þykir
vænt um þessi lög. Ólöf og gítarinn eru í fyrirrúmi og hún
flytur lögin af natni en rödd hennar hentar þessum dálítið
angurværa og þægilega tónlistarstíl einkar vel.
Ólöf sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að þessi
plata væri nokkurs konar brú yfir í breiðskífu hennar sem
kemur út á næsta ári og verður á ensku. Það er ekki ann-
að hægt að segja en þessi brú sé byggð á sterkum stoðum
og lögð undurværri og fallegri skreytingu í meðförum
Ólafar.
Fallegt Ólöf flytur tökulögin á
nýrri stuttskífu sinni af natni.
Brú byggð á
sterkum stoðum
Geisladiskur
Ólöf Arnalds - Olof Sings bbbmn
MARÍA
ÓLAFSDÓTTIR
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Bassaleikarinn Jakob Smári Magn-
ússon sendi frá sér plötuna Bassajól
árið 2003. Þar lék hann tólf þekkt
jólalög á bassa eingöngu. Eitthvað
sem hljómaði nett galið á pappír
fékk síðan frábærar viðtökur og
platan seldist upp. Jakob hafði látið
pressa nokkur hundruð eintök en
það að heyra vel kunn aðventulög í
ljúfum bassameðförum höfðaði til
mun fleiri en fjölskyldu- og kunn-
ingjahóps bassaskáldsins.
Í næstu viku kemur svo út fram-
haldsplata, Annar í bassajólum. Á
meðal laga eru „Jólakötturinn“, „Ó,
Helga nótt“, „Marýs boy child“, „Er
líða fer að jólum“, „Joy to the world“
og eitt frumsamið, „Dimmrauð jól“
sem var framlag Jakobs í jólalaga-
keppni Rásar 2 fyrir nokkrum árum.
„Ég sit hérna með bassann í fang-
inu,“ segir Jakob, ekki svo djúpri
röddu, er ég slæ á hann.
„Þannig að þetta er vel við hæfi,“
bætir hann glaðvær við. Jakob segir
að átta ár séu liðin frá síðustu plötu
og því sé viðeigandi að ný plata komi
út nú, þar sem það tók átta ár að
koma fyrstu plötunni af hugmynd-
astiginu og yfir á band.
„Ástæðan fyrir framhaldinu er tví-
þætt, bæði voru lög afgangs frá
fyrra verki og svo voru nýjar hug-
myndir að fæðast,“ útskýrir Jakob.
„Ég ætlaði upprunalega að hafa
þessa poppaðri en síðustu en hætti
við. Það hæfir bassanum betur að
vera á hátíðlegum nótum þannig að
ég leitaði upp hátíðlegri lög, sálma
og slíkt. Fólk talaði um hvað hin
platan hefði róað það mikið niður og
sefað og ég ákvað að vera áfram í
þeim gírnum, koma með eitthvert
mótvægi við brjálæðið.“
Jakob segist hafa orðið hissa á þeim góðu
viðtökum sem fyrri platan fékk.
„Ég hélt að vinir, fjölskylda og bass-
anördar væru eini hópurinn sem myndi
nenna að hlusta á þetta. Útkoman kom líka
sjálfum mér pínulítið á óvart. Þetta kom
betur út en ég þorði að vona. Ég vandaði
mig þá aðeins betur við þessa, hin var unn-
in mjög hratt og var t.d. ekki masteruð.
Það gaf henni reyndar skemmtilegan hrá-
leika. En þessi er semsagt masteruð, við er-
um að passa að smáatriðin komi í gegn,
þetta sé ekki bara ein löng druna.“
Samverkamenn Jakobs í þessum hljóm-
fræðum voru þeir Hrafn Thoroddsen, Arn-
þór Örlygsson, eða Addi 800 og
Finnur Hákonarson. Þess má geta
að lokum að eingöngu var stuðst
við fjögurra strengja bassa við
gerð plötunnar.
„Ég er prinsipp-maður í þeim
efnum,“ segir Jakob. „Það er líka
mun meiri áskorun að gera þetta
þannig.“
Höfum það djúpt um jólin
Bassaskáld Jakob Smári Magnússon.
Jakob Smári Magnússon gefur út Annar í Bassajólum
Stórstjörnurnar Kristen Stewart,
Robert Pattinson og Taylor Lautner eru
mætt í vinsælustu myndinni í heiminum í dag !
KLIKKAÐASTA G
RÍNMYND ÁRSINS
á allar sýningar merktar með appelsínuguluBÍÓ 750 kr.
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 - 10:10 2D 16
TRESPASS kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1 - 3:30 - 5:30 3D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1 - 3:30 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 12
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 9:20 2D VIP
THE HELP kl. 8 2D L
THE HELP kl. 3 - 6 2D VIP
TOWER HEIST kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 2D 12
THE INBETWEENERS kl. 5:40 - 10:45 2D 16
FOOTLOOSE kl. 1 - 3:20 2D 10
J0HNNY ENGLISH REBORN kl. 1 2D 7
HAROLD & KUMAR kl. 10:30 2D 16
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:10 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 12:30 - 3 - 5:30 3D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1 - 3:20 - 5:40 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 12
SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 5 - 10 2D 16
TRESPASS kl. 10:20 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1:30 - 3:40 3D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:40 - 8 2D 12
THE HELP kl. 7 2D L
BANGSÍMON kl. 2 - 3:30 2D L
/ AKUREYRI
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 6 - 8 2D 16
TRESPASS kl. 10:20 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 2 - 4 3D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:40 - 8 2D 12
SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16
BANGSÍMON kl. 2 - 4 2D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D L
WHAT´S YOUR NUMBER kl. 5:40 - 8 2D 12
SEEKING JUSTICE kl. 10:10 2D 16
THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14
THE THREE MUSKETEERS kl. 2 - 10:10 2D 16
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
/ KRINGLUNNI
/ EGILSHÖLL
/ ÁLFABAKKA
Handel´s RODELINDA - Ópera í beinni útsendingu - laugardag kl. 5:30 L
TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 12:30 - 3 (Sun 12:30 - 3 - 5:30) 3D L
HAPPY FEET 2 Enskt tal / ótextuð kl. 5:40 3D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 12:30 - 3 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 - 10:30 (Sun 2:30 - 8 - 10:30) 2D 12
SEEKING JUSTICE kl. 10:20 (Sun 8 - 10:20) 2D 16
THE HELP kl. 5:10 2D L
BANGSÍMON Íslenskt tal sunnudag kl. 12:30 2D L
FORSÝNING
-ENTERTAINMENT
WEEKLY
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
„BESTA
KVIKMYND
ÁRSINS“
- CBS TV
HHHH
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
„HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL
BETRI EN FYRRI MYNDIN!“
„HIN FULLKOMNA
HELGIDAGASKEMMTUN“
- MARA REINSTEIN / US
WEEKLY
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKARINGLUNNI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL
Kimmidoll
á Íslandi
Ai „Femininity“
My spirit is unique
and diverse
Ármúla 38 | Sími 588 5011