Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 68
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir
íþróttina, eykur öryggi byrjendanna
og hjálpar til við að fjölga iðk-
endum,“ segir Sigurður Sveinn Sig-
urðsson, formaður Skautafélags
Akureyrar, um búningagjöf til fé-
lagsins frá styrktarsjóði leikmanna-
samtaka NHL, norður-amerísku ís-
hokkídeildarinnar, sem er sú
sterkasta í heimi.
Árið 1999 stofnuðu leikmanna-
samtök NHL styrktarsjóðinn Goals
& Dreams með það að leiðarljósi að
láta gott af sér leiða íþróttinni til
framdráttar. Á vef samtakanna
(nhlpa.com) kemur fram að sjóður-
inn sé sá öflugasti sinnar tegundar í
heiminum og hafi veitt yfir 20 millj-
ónir dollara, yfir 2,3 milljarða króna,
til styrktar uppbyggingarstarfi í ís-
hokkí víðs vegar í heiminum og
meira en 60.000 börn í 25 löndum
hafi notið góðs af framlaginu.
Breytt og bætt aðstaða
Þó íshokkí hafi lengi verið leikið á
Íslandi byrjuðu
Akureyringar fyrst
að leika á vél-
frystu svelli
1987 og sam-
bærileg aðstaða
varð að veru-
leika í Laug-
ardalnum í Reykja-
vík nokkrum árum
síðar, en áður höfðu
Reykjavíkurtjörn og Melavöllurinn
helst þjónað íshokkíspilurum í höf-
uðborginni. Skautahöllin í Laugar-
dal var opnuð 1998, Skautahöllin á
Akureyri var vígð 2000 og skauta-
svellið í Egilshöll var tekið í notkun
2003. Með bættri aðstöðu hafa al-
þjóðleg samskipti aukist og meðal
annars fara reglulega fram al-
þjóðleg mót í höllunum. Kanadískt
lið keppti til að mynda á Akureyri
2008 og 2010 og einn liðsmaður þess
benti Akureyringum á umræddan
sjóð. Í kjölfarið var sótt um styrk úr
sjóðnum og á dögunum barst félag-
inu þessi rausnarlega gjöf, en bún-
aðurinn er metinn á um 1,5-2 millj-
ónir króna.
Sara Smiley, þjálfari barnanna,
segir að búningarnir hafi runnið út
og aðeins séu tveir þeir minnstu eft-
ir. Um 110 krakkar séu í yngstu
flokkunum og þar sé sívaxandi efni-
viður. „Það skiptir máli að geta boð-
ið upp á allan búnaðinn,“ segir hún.
Þeir bestu styrkja þá yngstu
Leikmenn NHL gefa SA 20 galla,
hjálma, hlífar, skauta, kylfur og töskur
Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson
Allur búnaður Vel hefur gengið að koma nýju búningunum út og hér er Sara Smiley með fyrstu krökkunum sem fengu búnaðinn til afnota í vetur.
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Árni Páll sagður vera á útleið
2. „Besta partíið í Evrópu“
3. „Þetta er bara galið“
4. Nettó kastar stríðshanskanum
Guðrún Kristjánsdóttir mun fjalla
um vegglistaverk sitt í Peking, Múr-
inn, í Gallerí Ágúst í dag kl. 16. Verkið
vann hún úr íslenskri eldfjallaösku og
kínverskum glerbrotum.
Guðrún fjallar um
Múrinn í Peking
Óperukórinn í
Reykjavík mun
ásamt sinfóníu-
hljómsveit og ein-
söngvurum flytja
Requiem eftir
Mozart kl. 00.30
á morgun, á dán-
arstundu tón-
skáldsins sem
lést árið 1791. Tónleikarnir eru helg-
aðir minningu Mozarts og tónlistar-
manna sem létust á árinu 2011.
Stjórnandi er Garðar Cortes.
Requiem flutt á dán-
arstundu Mozarts
Flass 104,5 fagnaði sex ára afmæli
í gær. Nýr eigandi hefur nú tekið við
stöðinni og hefur hún gengið í gegn-
um nokkrar breytingar, ný heimasíða
hefur m.a. verið opnuð sem inniheld-
ur m.a. Flass TV. Þau Friðrik Fannar
Thorlacius, Frigore,
snýr þá heim af út-
varpsstöðinni
FM957 ásamt
Kristínu Ruth
Jónsdóttur og
söngdívan Íris
Hólm fer einnig í
loftið.
Flass 104,5 fær
andlitslyftingu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og él, þó síst inn til lands-
ins. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag Norðlæg átt, 8-13 m/s við norður- og austurströnd landsins, en annars
hægari. Víða bjartviðri en él við sjávarsíðuna. Frost víða 5 til 10 stig en allt að 20 inn til
landsins.
Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Breytileg eða norðlæg átt, 3-10
m/s með éljum, einkum úti við sjóinn. Áfram kalt í veðri.
Anton Rúnarsson hefur skorað 37
mörk í síðustu þremur leikjum Vals á
Íslandsmótinu í handbolta og hann er
leikmaður 10. umferðar hjá Morg-
unblaðinu. Anton hefur farið nýjar
leiðir í vetur því hann fer í einkaþjálf-
un hjá margföldum Íslandsmeistara í
karate klukkan sex á morgnana og
segist fyrir vikið vera bæði léttari á
sér og grimmari. »2-3
Skyttan í einkaþjálfun
hjá karatemeistara
Dregið var í riðla fyrir úr-
slitakeppni Evrópumóts
karlalandsliða í knatt-
spyrnu í Kiev í Úkraínu í
gærkvöldi en mótið fer
fram í Póllandi og Úkra-
ínu næsta sumar og hefst
8. júní. Óhætt er að tala
um B-riðilinn sem svo-
kallaðan dauðariðil en í
honum eru Þjóðverjar,
Hollendingar, Portúgalar
og Danir. »2
Danir lentu í
dauðariðlinum
Hrafnhildur Skúladóttir lék sinn
fyrsta landsleik í handbolta í Nuuk á
Grænlandi fyrir 15 árum,
gegn Færeyingum. Hún er
leikjahæst í íslenska
landsliðinu í dag en það
spilar sinn fyrsta leik í
lokakeppni heimsmeist-
aramóts frá upphafi þegar
það mætir Svartfjallalandi í
Santos í Brasilíu. »4
Hrafnhildur hóf lands-
liðsferilinn á Grænlandi
Íshokkísambandinu hefur verið
boðið að senda lið í svonefnda
Arctic-keppni átta landsliða
leikmanna 35 ára og eldri í St.
Pétursborg í Rússlandi í næstu
viku og greiða heimamenn ferð-
ir og uppihald. Leikmenn
mega ekki enn vera at-
vinnumenn en Ísland,
sem er í riðli með Kanada,
Svíþjóð og Finnlandi, má
senda yngri leikmenn.
Bandaríkin, Danmörk,
Rússland og Noregur
eru í hinum riðlinum.
Boðið til
Rússlands
ARCTIC-KEPPNIN