Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 68
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir íþróttina, eykur öryggi byrjendanna og hjálpar til við að fjölga iðk- endum,“ segir Sigurður Sveinn Sig- urðsson, formaður Skautafélags Akureyrar, um búningagjöf til fé- lagsins frá styrktarsjóði leikmanna- samtaka NHL, norður-amerísku ís- hokkídeildarinnar, sem er sú sterkasta í heimi. Árið 1999 stofnuðu leikmanna- samtök NHL styrktarsjóðinn Goals & Dreams með það að leiðarljósi að láta gott af sér leiða íþróttinni til framdráttar. Á vef samtakanna (nhlpa.com) kemur fram að sjóður- inn sé sá öflugasti sinnar tegundar í heiminum og hafi veitt yfir 20 millj- ónir dollara, yfir 2,3 milljarða króna, til styrktar uppbyggingarstarfi í ís- hokkí víðs vegar í heiminum og meira en 60.000 börn í 25 löndum hafi notið góðs af framlaginu. Breytt og bætt aðstaða Þó íshokkí hafi lengi verið leikið á Íslandi byrjuðu Akureyringar fyrst að leika á vél- frystu svelli 1987 og sam- bærileg aðstaða varð að veru- leika í Laug- ardalnum í Reykja- vík nokkrum árum síðar, en áður höfðu Reykjavíkurtjörn og Melavöllurinn helst þjónað íshokkíspilurum í höf- uðborginni. Skautahöllin í Laugar- dal var opnuð 1998, Skautahöllin á Akureyri var vígð 2000 og skauta- svellið í Egilshöll var tekið í notkun 2003. Með bættri aðstöðu hafa al- þjóðleg samskipti aukist og meðal annars fara reglulega fram al- þjóðleg mót í höllunum. Kanadískt lið keppti til að mynda á Akureyri 2008 og 2010 og einn liðsmaður þess benti Akureyringum á umræddan sjóð. Í kjölfarið var sótt um styrk úr sjóðnum og á dögunum barst félag- inu þessi rausnarlega gjöf, en bún- aðurinn er metinn á um 1,5-2 millj- ónir króna. Sara Smiley, þjálfari barnanna, segir að búningarnir hafi runnið út og aðeins séu tveir þeir minnstu eft- ir. Um 110 krakkar séu í yngstu flokkunum og þar sé sívaxandi efni- viður. „Það skiptir máli að geta boð- ið upp á allan búnaðinn,“ segir hún. Þeir bestu styrkja þá yngstu  Leikmenn NHL gefa SA 20 galla, hjálma, hlífar, skauta, kylfur og töskur Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson Allur búnaður Vel hefur gengið að koma nýju búningunum út og hér er Sara Smiley með fyrstu krökkunum sem fengu búnaðinn til afnota í vetur. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Árni Páll sagður vera á útleið 2. „Besta partíið í Evrópu“ 3. „Þetta er bara galið“ 4. Nettó kastar stríðshanskanum  Guðrún Kristjánsdóttir mun fjalla um vegglistaverk sitt í Peking, Múr- inn, í Gallerí Ágúst í dag kl. 16. Verkið vann hún úr íslenskri eldfjallaösku og kínverskum glerbrotum. Guðrún fjallar um Múrinn í Peking  Óperukórinn í Reykjavík mun ásamt sinfóníu- hljómsveit og ein- söngvurum flytja Requiem eftir Mozart kl. 00.30 á morgun, á dán- arstundu tón- skáldsins sem lést árið 1791. Tónleikarnir eru helg- aðir minningu Mozarts og tónlistar- manna sem létust á árinu 2011. Stjórnandi er Garðar Cortes. Requiem flutt á dán- arstundu Mozarts  Flass 104,5 fagnaði sex ára afmæli í gær. Nýr eigandi hefur nú tekið við stöðinni og hefur hún gengið í gegn- um nokkrar breytingar, ný heimasíða hefur m.a. verið opnuð sem inniheld- ur m.a. Flass TV. Þau Friðrik Fannar Thorlacius, Frigore, snýr þá heim af út- varpsstöðinni FM957 ásamt Kristínu Ruth Jónsdóttur og söngdívan Íris Hólm fer einnig í loftið. Flass 104,5 fær andlitslyftingu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og él, þó síst inn til lands- ins. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag Norðlæg átt, 8-13 m/s við norður- og austurströnd landsins, en annars hægari. Víða bjartviðri en él við sjávarsíðuna. Frost víða 5 til 10 stig en allt að 20 inn til landsins. Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Breytileg eða norðlæg átt, 3-10 m/s með éljum, einkum úti við sjóinn. Áfram kalt í veðri. Anton Rúnarsson hefur skorað 37 mörk í síðustu þremur leikjum Vals á Íslandsmótinu í handbolta og hann er leikmaður 10. umferðar hjá Morg- unblaðinu. Anton hefur farið nýjar leiðir í vetur því hann fer í einkaþjálf- un hjá margföldum Íslandsmeistara í karate klukkan sex á morgnana og segist fyrir vikið vera bæði léttari á sér og grimmari. »2-3 Skyttan í einkaþjálfun hjá karatemeistara Dregið var í riðla fyrir úr- slitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knatt- spyrnu í Kiev í Úkraínu í gærkvöldi en mótið fer fram í Póllandi og Úkra- ínu næsta sumar og hefst 8. júní. Óhætt er að tala um B-riðilinn sem svo- kallaðan dauðariðil en í honum eru Þjóðverjar, Hollendingar, Portúgalar og Danir. »2 Danir lentu í dauðariðlinum Hrafnhildur Skúladóttir lék sinn fyrsta landsleik í handbolta í Nuuk á Grænlandi fyrir 15 árum, gegn Færeyingum. Hún er leikjahæst í íslenska landsliðinu í dag en það spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeist- aramóts frá upphafi þegar það mætir Svartfjallalandi í Santos í Brasilíu. »4 Hrafnhildur hóf lands- liðsferilinn á Grænlandi Íshokkísambandinu hefur verið boðið að senda lið í svonefnda Arctic-keppni átta landsliða leikmanna 35 ára og eldri í St. Pétursborg í Rússlandi í næstu viku og greiða heimamenn ferð- ir og uppihald. Leikmenn mega ekki enn vera at- vinnumenn en Ísland, sem er í riðli með Kanada, Svíþjóð og Finnlandi, má senda yngri leikmenn. Bandaríkin, Danmörk, Rússland og Noregur eru í hinum riðlinum. Boðið til Rússlands ARCTIC-KEPPNIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.