Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  285. tölublað  99. árgangur  dagar til jóla 19 Sendu jólakveðjur á www.jolamjolk.is DÝRINDIS HNOSSGÆTI Í REYKHÚSINU FUGLALÍFI VIÐ TJÖRNINA HRAKAR ENN KINKAR KOLLI TIL 18. ALDAR EKKERT KRÍUVARP 2 GESTAKOMUR Í SAUÐLAUKSDAL 26HÓLMAVAÐ Í AÐALDAL 10 Morgunblaðið/Golli Unnið Lítið er orðið um iðnaðarmenn á Vestfjörðum, enda lítið verið byggt.  Eitthvað róttækt þarf að eiga sér stað í húsnæðismálum á Vest- fjörðum ef hundruð starfa verða til í kringum fiskeldið. Fulltrúar At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða telja nauðsynlegt að byggja. Það mun reynast erfitt þar sem skortur er á iðnaðarmönnum og mjög dýrt er að byggja á svæðinu vegna mik- ils flutningskostnaðar. Bygging- arfyrirtæki geta ekki byggt þar sem markaðsverð er langt undir kostnaðarverði. »12 Skortur á hús- næði vandamál á Vestfjörðum Niðurstaða fundarins » Álit og tillögur meirihluta fjárlaganefndar verða lagðar fyrir Alþingi í dag. » Reikna má með umræðum á þinginu um álit meirihlutans á morgun. » Þá er gert ráð fyrir atkvæða- greiðslu um fjárlögin í þinginu á miðvikudag. Kristján H. Johannessen Ingveldur Geirsdóttir „Vöxturinn í útgjöldum til Fjár- málaeftirlitsins virðist vera sjálf- krafa og án nokkurra hafta eða skilmála af hálfu stjórnarliða […] og við sjálfstæðismenn í fjárlaga- nefndinni höfum varað við því að verða við óskum Fjármálaeftirlits með þeim hætti sem tillaga meiri- hlutans gerir ráð fyrir,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samþykkt var á fundi fjárlaganefndar í gær að leggja til við efnahags- og við- skiptaráðherra að hann léti fara fram rannsókn á starfsemi FME og fjárþörf þess. Hálfur milljarður króna er settur í Fjármálaeftirlitið í fjárlögunum 2012, sem voru afgreidd út úr nefndinni í gær. „Maður hefði þá talið eðlilegt að þau heimiluðu ekki þessi útgjöld fyrr en sú rannsókn hefði farið fram sem þau vilja að eigi sér stað,“ segir Kristján Þór „Við horfum upp á gríðarlega aukn- ar fjárveitingar í eftirlit. Þetta er illa rökstutt og með ólíkindum að horfa á að þessi stofnun eigi að geta vaxið því sem næst hömlu- laust, eins og þarna er lagt til, á meðan aðrar stofnanir eru sveltar.“ Kristján Þór er ósáttur við af- greiðslu meirihlutans á fjárlögunum og segir að meiri tíma þurfi til um- ræðu og yfirferðar. Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, formaður nefnd- arinnar, vildi ekki tjá sig um innihald fjárlaganna og sagði til- lögur fjárlaganefndar trúnaðarmál þar til þær birtust á þingskjölum. MFjárlögin afgreidd »6 Kalla eftir rannsókn á FME  Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur kallað eftir rannsókn á fjárveitingum til Fjármálaeftirlitsins  Heimildir til útgjalda upp á hálfan milljarð í fjárlögum Ofbeldi Barngerving verður refsi- verð með breytingum á lögum. Andri Karl andri@mbl.is Markaður með teiknimyndir af barnaníði hefur vaxið mikið á und- anförnum árum, meðal annars hér á landi, en ekki er hægt að dæma menn fyrir vörslu slíks efnis eins og staðan er í dag. Það breytist ef Al- þingi samþykkir frumvarp innanrík- isráðherra sem gerir „barngerv- ingu“ refsiverða. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara, segir að slíkar teiknimyndir sjáist æ oftar í barnaníðsmálum og séu oftar en ekki mun ofbeldisfyllri en þegar um raun- veruleg börn er að ræða. Þá sé á stundum erfitt að gera greinarmun á þeim og hefðbundnum ljósmyndum, svo líkar eru þær. Hún segir að vegna þess hversu nátengdar teiknimyndirnar eru raunverulegu barnaníði sé eðlilegt að varsla þeirra sé refsiverð og fagn- ar því frumvarpinu. »9 Meira um teiknað barnaníð  Tekið á „barngervingu“ með frumvarpi innanríkisráðherra Óhætt er að segja að andi jólanna hafi svifið yfir vötnum á jólasýningu Árbæjarsafns í gær. Þann- ig mættu íslensku jólasveinarnir á svæðið, hrekkjóttir og stríðnir að vanda, og tóku þátt í dansi í kringum jólatréð þar sem leikið var undir á harmóníku. Ýmislegt fleira var boðið upp á eins og sýningu á jólahaldi í byrjun 20. aldar og hvernig jólamaturinn var eldaður fyrr á tíð. Þá var hestvagninn á sínum stað. Andi jólanna á Árbæjarsafni Morgunblaðið/Ómar  Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, gagn- rýnir harðlega hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi viðbótarlífeyr- issparnaðar. Hann segir þær vera bæði vanhugsaðar og var- hugaverðar og ljóst sé að sjálf- stæðismenn leggist gegn fyr- irhuguðum breytingum. »4 „Mjög skammsýn- isleg ráðstöfun“ Tryggvi Þór Herbertsson  Evrópusambandið fær friðhelgi gagnvart málsóknum frá þriðja aðila vegna verkefna tengdra IPA-aðstoð þess hér á landi, beint eða óbeint, samkvæmt ramma- samningi um hana við íslensk stjórnvöld sem Alþingi hefur til umfjöllunar og ber íslenska rík- inu að standa vörð um þá frið- helgi meðal annars fyrir dóm- stólum. Þá fær framkvæmdastjórn sam- bandsins víðtækar heimildir til eftirlits með aðstoðinni hér á landi og m.a. til aðgangs að rík- isstofnunum og upplýsingum. »6 ESB fær friðhelgi og eftirlitsheimildir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.