Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
Tónleikastund Gott er að fá sér ylj-
andi drykk og hlýða á tónlist.
Næstu tónleikar í Te og tónlist tón-
leikaröðinni verða haldnir á Bóka-
safni Seltjarnarness klukkan 17:30 í
dag. Að þessu sinni eru það nem-
endur Helgu Þórarinsdóttur sem
leika fyrir gesti og gleðja með að-
ventu og jólatónum. Helga er víólu-
leikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands
og kennir við Tónlistarskóla Seltjarn-
arness. Te og tónlist er samstarfs-
verkefni skólans og bókasafnsins og
er í boði fyrsta mánudag í hverjum
mánuði yfir vetrartímann. Þá leika
kennarar tónlistarskólans eða lengra
komnir nemendur fyrir gesti.
Tónleikaröð
Te og tónlist
á bókasafni
Fuglavernd vill minna landsmenn á að nú þegar jarðbönn og
snjór eru um allt land, eiga fuglarnir erfitt. Í tilkynningu seg-
ir að Fuglavernd hvetji landsmenn að hugsa til þessara
smáu meðbræðra nú þegar vetur er genginn í garð af fullum
þunga. Fuglarnir þurfa fjölbreytta fæðu og eiginlega hefur
hver tegund sinn matseðil og í kuldum brenna þeir miklu til
að halda á sér hita. Sem dæmi um matseðla má nefna
brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa þröstum, stör-
um og hröfnum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa
auðnutittlingum, kurlaðan maís og hveitikorn handa snjó-
tittlingunum. Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum
vel í kuldum og má blanda matarolíu og eða tólg eða smjöri
við afganga og korn.
Gott er að gefa reglulega og hugsa fyrir því að hafa vatn
aðgengilegt. Fuglarnir þurfa mest á næringu að halda kvölds
og morgna. Ýmsir framandi gestir úr heimi fugla sem hafa
lent hér í hrakningum leita oft á staði þar sem fuglum er
gefið. Nánar á vef Fuglaverndar: www.fuglavernd.is
Fjölbreytt fóður nýtist best
Fuglalíf Silkitoppa og skógarþröstur gæða sér á epli.
Munið eftir smáfuglunum
Söngfjelagið er nýstofnaður kór í
Reykjavík sem heldur sína fyrstu
aðventutónleika sunnudagskvöldið
11. desember kl. 20 í Háteigskirkju.
Þá frumflytja Söngfjelagið og Val-
skórinn nýtt jólalag eftir Báru
Grímsdóttur við ljóð eftir Erlend
Hansen, en Bára er stjórnandi Vals-
kórsins sem er gestur Söngfjelags-
ins á tónleikunum. Stjórnandi
Söngfjelagsins er Hilmar Örn Agn-
arsson en einsöngvarar á tónleik-
unum eru þau Björg Þórhallsdóttir
sópran og Óskar Pétursson tenór.
Á efnisskránni eru innlend jafnt
sem erlend lög tengd aðventu og
jólum. Hljóðfæraleikarar eru þau
Peter Tompkins á óbó, Kristín Lár-
usdóttir á selló, Sophie Schoonj-
ans á hörpu og Kári Þormar á org-
el.
Söngfjelagið, sem var stofnað í
Söngfjelagið
Söngvarar Söngfjelagið var stofnað nú á haustdögum.
Fyrstu aðventutónleikar kórsins
haust, er skipað vönu söngfólki,
sem hyggst ráðast í verkefni af af-
ar fjölbreyttum toga næstu miss-
eri.
Forsala aðgöngumiða er hjá fé-
lögum í Söngfjelaginu og Val-
skórnum, og á netfanginu song-
fjelagid@gmail.com. Einnig verður
hægt að kaupa miða við inngang-
inn á tónleikakvöldi.
vill eiga þau eftir að taka sér aðferðir
forfeðranna á Hólmavaði til fyr-
irmyndar og halda því til haga sem
gert er í dag.
Hráskinka
Stundum kemur fólk og vill
gera ýmsar tilraunir og nýlega úr-
beinaði Benedikt tvö læri af full-
orðnum ám og kryddaði eftir aust-
urrískri fyrirmynd. Síðan verður
kjötið reykt og notað eins og hrá-
skinka.
Kryddblandan er þessi
nítrítsalt
svartur pipar (malaður)
mulin einiber
allrahanda
rósmarín
Kryddblöndunni er nuddað á
kjötið og það síðan vakúmpakkað.
Geymt í kæli í þrjár vikur. Þá er
kjötið þvegið með volgu vatni og lát-
ið þorna í einn dag. Síðan er það
reykt. Benedikt finnst gaman þegar
fólk vill gera eitthvað nýtt og bráð-
um ætlar hann að gera tilraun með
að reykja bygg og sjá hvernig það
kemur út.
Morgunblaðið/Atli V.
Nýjung Benedikt með úrbeinuð kindalæri sem verka á sem hráskinku.
Næsta kynslóð Krakkarnir koma í reykhúsið eftir skóla og fylgjast með.
Hólmavað í Aðaldal
» Á Hólmavaði í Aðaldal búa
hjónin Benedikt Kristjánsson
og Elín Ívarsdóttir ásamt
þremur börnum sínum. Þau
stunda sauðfjárrækt og vinna
auk þess bæði utan bús.
sérstaklega kjöt sem er samsett úr
bitum þannig að það lítur út fyrir
að vera heilt stykki. Sama á við um
fisk. Ef meira en 5% af vatni hefur
verið bætt í fisk- og kjötvörur sem
líta út eins og stykki, sneiðar eða
skrokkhlutar skal það koma fram í
heiti vöru. Húðun á matvælum s.s.
íshúð skal ekki reiknast inn í nettó-
þyngd matvæla.
Samkvæmt nýju reglunum skal
upprunamerkja svína-, kinda-,
geita- og alifuglakjöt, en nú þegar
er skylt að upprunamerkja nauta-
kjöt innan Evrópusambandsins. Á
næstu árum verður skoðað hvort
gera eigi kröfur um upprunamerk-
ingar fleiri kjöttegunda og mjólkur,
bæði fyrir hreinar vörur og þegar
þessi hráefni eru meira en 50% af
samsettri vöru.
Reglugerðin sameinar margar
reglugerðir um merkingar matvæla
undir einum hatti og felur í sér
fleiri breytingar en þær sem hér
eru nefndar. Jafnframt býður hún
upp á setningu sérstakra lands-
ákvæða og liggur endanleg birting-
armynd hennar hérlendis ekki fyrir
að svo stöddu.
Matvælastofnun heldur fræðslu-
fund um nýjar reglur um merking-
ar matvæla þriðjudaginn 6. desem-
ber kl. 15-16 í inn- og
útflutningsskrifstofu stofnunarinnar
á Stórhöfða 23, 110 Reykjavík
(gengið inn í húsið að norðanverðu).
Allir velkomnir.
Matvælastofnun – www.mast.is Jón-
ína Þ. Stefánsdóttir, fagsviðstjóri hjá
Matvælastofnun
Munið að slökkva
á kertunum
Forðist að hafa
kerti í dragsúgi
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins