Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 29
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í vikunni var tilkynnt hvaða tólf plöt- ur eru tilnefndar til Norrænu tónlist- arverðlaunanna eða Nordic Music Prize (sjá ramma til hliðar). Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá hreppti Jónsi okkar hnossið fyrir plötu sína Go. Verð- laununum svipar til Mercury- verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöt- urnar eru. Í ár eru tvær íslenskar plötur til- nefndar, plata Gus Gus, Arabian Horse og svo plata Bjarkar, Biop- hilia. Óþarfi er að gera nánari grein fyrir innihaldi og stíl þeirra platna hér en hlaupum aðeins yfir hinar tíu. Svíar eiga fjórar plötur í þessu holli og fyrst ber að nefna framsækið popp söngkonunnar Lykke Li en Wounded Rhymes er önnur plata hennar. Þá koma Anna Järvinen með plötuna Anna Själv Tredje (hlý- legt, einlægt og sálarríkt söngva- skáldapopp með undirleik frá Dun- gen), Goran Kajfes með plötuna X/Y (Ævintýraleg blanda af djassi, heims- og raftónlist) og að lokum er það Looping state of mind með teknólistamanninum The Field. Vert er að taka það fram að það að Svíar eigi fjórar plötur en restin af lönd- unum bara tvær er sökum sameig- inlegrar ákvörðunar samnorrænnar dómnefndar, ekki vegna fyrirfram ákveðins kvóta. Þannig náði Noregur inn tveimur plötum. It All Starts With One er eftir Ane Brun (fram- sækið, dramatískt popp) en Rendi- tions Of You er eftir Montée (hátim- brað, uppsprengt nútíma eitíspopp). Finnarnir eiga þá plötuna Solar með Rubik (hágæða indípopprokk, lyklað bæði og skælt) og Olympic Games með Siinai (Kraftwerkskotið súr- kálsrokk en súrkálsrokksbylgja mik- il hefur skekið neðanjarðartónlist- arheim Finna undanfarin fimm ár eða svo). Danirnir tefla svo fram kol- brjálaðri, fáránlega ungri nýs- íðpönkssveit, Iceage (platan kallast New Brigade og meðlimir eru átján og nítján ára. Sveitin sló í gegn á Airwaves) og svo plötunni Toback To The Fromtime með Malk De Koijn (framsækin rappsveit, þekkt fyrir nýstárlega og skapandi notkun sína á danskri tungu). Það er erfitt að spá fyrir um það hver eigi svo eftir að fara alla leið í ár. Björk er augljós kostur en spurning hvort að hin al- þjóðlega dómnefnd (skipuð sjö manns, leidd af Rob Young, fyrrum ritstjóra Wire) spili út einhverju óvæntu. Persónulega er ég að dýrka Iceage, ungæðislegur og ferskur tónn hennar er ekkert minna en heillandi og Montée er líka æðisleg, þetta 100% popp hennar er stórkost- lega útfært. En sá á kvölina sem á völina, öll tylftin er afskaplega árennileg verður að segjast. Síðpönk frá Danmörku Iceage er kornung sveit frá Baunalandi og stór- efnileg, vinkill hennar á síðpönksformið óhemju hressandi og spennandi. Skandinavísk tónasúputylft  Spáð í Norrænu tónlistarverðlaunin MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 - US WEEKLY HHHH - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND - US WEEKLY HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 - 10:10 2D 16 TRESPASS kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 9:30 2D VIP THEHELP kl. 8 2D L THEHELP kl. 6 2D VIP TOWERHEIST kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 5:40 - 10:45 2D 16 / ÁLFABAKKA A GOOD OLD FASHIONED kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 2D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:20 2D 14 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10:20 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 THEHELP kl. 7:30 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Enskt tal kl. 5:40 Ótextuð 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16 THEHELP kl. 5:10 2D L A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 6 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:40 - 8 2D 12 SEEKINGJUSTICE kl. 10:20 2D 16 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAGSVIKRÁÐ SÝND Í ÁLFABAKKA 100/100 PHILADELPHIA INQUIRERNICOLAS CAGE AND GUY PEARCE JANUARY JONES SEEKING SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „BRAD PITT OG MATT DAMON ERU SPRENGHLÆGILEGIR.“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH MYNDIR ÞÚ FARA YFIR STRIKIÐ FYRIR HEFNDINA? FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ JASON SUDEIKIS ÚR HALL PASS OG HORRIBLE BOSSES SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið  Ane Brun – It All Starts With One  Lykke Li – Wounded Rhymes  Rubik – Solar  Gus Gus – Arabian Horse  Malk De Koijn – Toback To The Fromtime  Siinai – Olympic Games  Björk – Biophilia  Iceage – New Brigade  Montée – Renditions Of You  Anna Järvinen – Anna Själv Tredje  Goran Kajfes – X/Y  The Field – Looping state of mind Plöturnar tólf sem eru tilnefndar - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.