Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt íbúum hafi fækkað mikið á
suðurhluta Vestfjarða á und-
anförnum árum virðist skortur á
íbúðarhúsnæði geta hamlað upp-
byggingu nýrrar atvinnugreinar.
Fasteignaverð er það lágt að fólk
vill ekki selja og ekki grundvöllur
til að byggja nýjar íbúðir.
Vesturbyggð og Tálknafjörður
eru eitt atvinnusvæði. Því á ekki að
skipta máli hvar fyrirtækin eru
byggð upp, fólk getur sótt vinnu á
milli staða.
Um síðustu áramót bjuggu tæp-
lega 1.200 manns í þessum sveit-
arfélögum og hafði fækkað um 400
á tíu árum, eða um fjórðung. Sam-
svarar fækkunin því að Tálkna-
fjörður hafi verið þurrkaður út af
landakortinu og gott betur eða að
allir núverandi íbúar Bíldudals hafi
flutt tvisvar í burtu.
Vegna aukinna umsvifa er þessi
þróun að snúast við og alger um-
skipti verða á næstu árum, gangi
áætlanir laxeldisfyrirtækjanna um
uppbyggingu eftir.
Upplýsingar um stöðuna undir
lok þessa árs liggja ekki fyrir en
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, segir að fjölgað
hafi um sextán á fyrri hluta ársins.
Treysta sér ekki til að byggja
Ef hundruð starfa verða til í
kringum fiskeldið verður að gera
eitthvað róttækt í húsnæðismál-
unum til að hægt verði að taka við
nýjum starfsmönnum. Magnús
Ólafs Hansson og Valgeir Ægir
Ingólfsson, verkefnisstjórar hjá At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða,
segja nauðsynlegt að byggja. Ýmis
ljón eru þó í veginum.
Lítið er orðið um iðnaðarmenn á
svæðinu, þeir hafa farið eins og
aðrir, og erfitt að takast á við upp-
byggingu með heimamönnum.
Vegna slæmra vega og mikils
flutningskostnaðar er dýrt að
byggja hús á svæðinu. Ein-
staklingar treysta sér ekki til þess
að byggja þegar fasteignaverð er
með því lægsta á landinu. Þeir geta
ekki selt á kostnaðarverði, til dæm-
is ef nauðsynlegt reynist að skipta
um húsnæði eða flytja vegna
breyttra aðstæðna hjá fjölskyld-
unni. Byggingafyrirtæki geta
ennþá síður byggt til að selja, því
markaðsverðið er langt undir
kostnaðarverði.
Íbúðarlánasjóður liðki fyrir
Það er einkennilegt að ekki skuli
vera nóg húspláss fyrir fólk sem
vill flytja á svæðið þegar haft er í
huga að 400 íbúar hafa flutt í burtu
á undanförnum árum. Eitthvert
svigrúm ætti að vera til að taka
við nýju fólki og það hefur svo
sem gengið til þessa.
Vegna stöðunnar á markaðnum
heldur fólk húsum sínum og getur
ekki eða vill ekki selja á því verði
sem í boði er. Einstaklingar eða
fullorðin hjón sitja eftir í stórum
einbýlishúsum enda eru minni og
þægilegri íbúðir ekki í boði.
Vesturbyggð á fjölda fé-
lagslegra íbúða sem sveitarfélagið
stendur varla undir að reka eða
greiða af. Veðbönd Íbúðalánasjóðs
eru langt yfir markaðsverði. Val-
geir bendir á að ef Íbúðalánasjóð-
ur fengist til að liðka til þannig að
hægt yrði að setja eitthvað af
þessum íbúðum á markað, gæti
tannhjólið farið að snúast. Ef til
dæmis fimm íbúða raðhús yrði los-
að úr veðböndum, endurbætt og
komið á markaðinn sem þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða gætu fimm
stór íbúðarhús losnað fyrir fjöl-
skyldufólk.
Þá er mikið um að fólk sem hef-
ur flutt í burtu haldi gömlu hús-
unum sem sumarhúsum. Það er
áberandi á Bíldudal.
Bíldudalur fór sérstaklega illa
út úr samdrættinum en þar eru
áform um mikla uppbyggingu,
bæði í fiskeldi og við stækkun
kalkþörungaverksmiðjunnar.
Bent er á það í gamni og alvöru
að byggja þurfi gámahverfi, eins
og við Kárahnjúka, til að útvega
starfsmönnum aðstöðu.
Dregur að sér aðra þjónustu
Ljóst er að fiskeldið er byrjað að
mynda nýja stoð undir byggðirnar
á suðurhluta Vestfjarða. Með tím-
anum gæti hún orðið jafn mikilvæg
og sjávarútvegurinn sem lengi hef-
ur verið stóriðja Vestfirðinga. Þá
gæti þessi nýja atvinnugrein dregið
með sér ýmsa þjónustu og fram-
leiðslu með tilheyrandi mögu-
leikum.
Nefna má umbúðaframleiðslu
sem stjórnendur sjávarútvegsfyr-
irtækja telja að þeirra fyrirtæki
gætu einnig nýtt sér. Eins gætu
beinar siglingar með lax til Am-
eríku skapað tækifæri fyrir önnur
fyrirtæki. Aukin umsvif og fjölgun
íbúa kallar á bættar samgöngur.
Miðað við reynsluna frá öðrum
uppbyggingarstöðum er líklegt að
oftar verði flogið.
Vegamálin eru mörgum íbúum
hugleikin enda hafa þeir orðið svo-
lítið útundan í þeirri miklu góð-
vegavæðingu sem verið hefur á
undanförnum áratugum. Það háir
framþróun og dregur úr sam-
keppnishæfni, bæði staðanna
sjálfra og framleiðslufyrirtækjanna.
Stefnt er að lagningu nýs vegar í
Múlasveit á næstu tveimur til
þremur árum og Gufudalssveitin
verður væntanlega tekin fyrir í
kjölfarið, þegar búið verður að
finna rétta vegstæðið. Allt tekur
þetta langan tíma og miðað við
reynsluna má gera ráð fyrir að
áratugur líði áður en þetta kemst í
lag. Uppbygging laxeldis hlýtur að
ýta á að framkvæmdum verði hrað-
að.
Eftir er þá tengingin við norður-
hluta Vestfjarða sem er mikilvægt
byggðamál á Vestfjörðum. Enginn
vill hins vegar minnast á Dýra-
fjarðargöngin á meðan ekki sér
fyrir endann á tengingu þéttbýlis-
staðanna við þjóðvegakerfið.
Húsnæði ekki á lausu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Ekkert íbúðarhúsnæði hefur verið byggt í Vesturbyggð í mörg ár. Fasteignaverð er þar með því
lægsta sem þekkist. Um fimmtíu trillur lönduðu á Patreksfirði á síðasta sumri og meiri afli kom á fiskmarkaðinn.
Lax Fiskeldið skapar fjölda starfa á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Húsnæðisskortur stendur uppbyggingu á Vestfjörðum fyrir þrifum
Enginn getur byggt á meðan byggingarkostnaður er langt yfir markaðsverði
Gömlu hjónin sitja sem fastast í húsum sínum og fjölskyldufólk kemst ekki að
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
Fiskeldi - Ný stjóriðja á Vestfjörðum
„Það var ekkert að gera í smíðinni fyrir sunnan. Ég
vann áður í fiskeldi í ellefu ár og ákvað að nota það
sem ég kann,“ segir Halldór Guðjónsson smiður sem
er stöðvarstjóri í seiðaeldisstöð Dýrfisks í Norð-
urbotni í Tálknafirði. Hann tók til starfa í haust.
„Þetta er skemmtilegt starf en vandasamt, eins og
að hugsa um húsdýr nema hvað búpeningurinn er á
kafi í vatni,“ segir Halldór.
Seiðin sem Halldór gætir eru regnbogasilungur.
Þau eru alin áfram í sjókvíum á Dýrafirði.
Halldór er dægurlagahöfundur og hefur samið
vinsæl lög. Hann hefur átt lög í undankeppni Evr-
ópusöngvakeppninnar og sigrað tvisvar í Ljósalags-
keppninni í Reykjanesbæ. Hann er þó hættur að
hugsa um keppnir, segist vera búinn að fá nóg af
þeim, og nefnir að reglur Ríkisútvarpsins um að
textar skuli allir vera á íslensku séu dæmi um for-
sjárhyggju sem erfitt sé að sætta sig við. Hann hef-
ur einmitt oft samið lög sín við texta erlendra
skálda.
„Ég er spenntur að sjá hvort það kemur ekki eitt-
hvað nýtt nú þegar ég skipti um umhverfi,“ segir
Halldór en tekur fram að lítill tími hafi gefist til að
semja lög vegna mikillar vinnu. Hann er þó staðráð-
inn í að flytja upptökugræjurnar vestur við fyrsta
tækifæri og þá er aldrei að vita hvað gerist. Hug-
myndirnar geta kviknað hvenær sem er, þess vegna
við flokkun seiða. „Ég forðast að taka upp gítarinn,
á meðan ég hef ekki tækin, því ég veit að ég gleymi
lögunum strax,“ segir hann.
Halldór nefnir að mörg lög hafi orðið til við lestur
minningargreina í Morgunblaðinu. Ljóð gömlu
meistaranna sem þar eru oft birt kveiki neista en
hann þurfi vitaskuld að færa þau til nútímans. „Ég
raula textann og þá kemur strax í ljós hvort lag
verður til eða ekki,“ segir hann.
Lögin geta orðið til við flokkun seiða
Regnbogi Halldór Guðjónsson annast
seiðaeldi Dýrfisks í Norðurbotni.
„Við erum farin
að finna fyrir
auknum um-
svifum. Fólk er
byrjað að flytja
hingað,“ segir
Ásthildur Sturlu-
dóttir, bæj-
arstjóri Vest-
urbyggðar, um
áhrif uppbygg-
ingar fiskeldis á
svæðinu.
Vesturbyggð nær yfir Patreks-
fjörð, Bíldudal og sveitirnar. Í
sveitarfélaginu búa tæplega 900
manns, meirihlutinn á Patreksfirði.
„Þessum fyrirtækjum fylgja fjöl-
breytt atvinnutækifæri og til stað-
anna flytur fólk með fjölbreytta
menntun og reynslu,“ segir hún og
bætir því við að þjónustan á svæð-
inu muni aukast og eflast með fjölg-
un íbúa.
„Á sama tíma er endalaus nið-
urskurður í þjónustu ríkisins,“ seg-
ir hún. Nefnir heilbrigðismálin. Þá
sé ekki lögfræðingur hjá sýslu-
mannsembættinu, svo dæmi sé tek-
ið, þótt embættið sé enn við lýði.
Hún nefnir mikilvægi þess að
stjórnvöld flýti samgöngubótum til
að fylgja eftir þróun á svæðinu.
Sjálf segist hún hafa fundið fyrir
því að slæmar vegasamgöngur
dragi kjarkinn úr fólki að flytja
vestur.
Finnum fyrir aukn-
um umsvifum
Ásthildur
Sturludóttir
„Fólk spyr um
vinnu, leikskóla
og grunnskóla.
Það vill stærri
íbúðir en eru í
boði og vill þær
strax,“ segir Ey-
rún Ingibjörg
Sigþórsdóttir,
oddviti Tálkna-
fjarðarhrepps,
um fólk sem hef-
ur samband við skrifstofu sveitarfé-
lagsins vegna hugleiðinga um að
flytja vestur. Liðlega 300 íbúar eru
í Tálknafjarðarhreppi, flestir bú-
settir í þorpinu.
Fasteignamarkaðurinn er í
spennitreyju vegna mismunar á
markaðsverði og byggingarkostn-
aði. Eyrún segir að engar íbúðir
séu nú til leigu í sveitarfélaginu.
Tálknafjörður byggðist upp í
kringum sjávarútveginn og Þórs-
berg er burðarásinn í atvinnulífinu.
Fjölbreytni er að aukast með upp-
byggingu fiskeldis. „Öll umsvif eru
til hagsbóta fyrir íbúana. Þeim
fylgja afleidd störf og aukin þjón-
usta,“ segir Eyrún.
Vill íbúð, leikskóla
og vinnu strax
Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir
„Þegar kvóta-
kerfið var sett á
hrundu allar
eignir á lands-
byggðinni í verði.
Þeir sem hingað
koma vilja allir fá
leigt, enginn vill
byggja,“ segir
Björgvin Sig-
urjónsson, fram-
kvæmdastjóri
Eikar trésmiðju á Tálknafirði.
Hann bætir því við að lánastofn-
anir, aðrar en Íbúðarlánasjóður, láni
ekki til húsbygginga úti á landi. Því
sé erfitt fyrir fólk að fjármagna hús-
byggingar.
Þróun hans fyrirtækisins er
dæmigerð fyrir iðnfyrirtækin á suð-
urhluta Vestfjarða. Hann var með
þrettán manna fyrirtæki þegar mest
var en þeir vinna þar fjórir nú.
Erfitt er fyrir þá fáu iðnaðarmenn
sem eftir eru að sinna uppbygging-
unni og dýrt að fá menn að. „Þetta
hefur gengið hingað til, með því að
ýta því á undan sér sem ekki liggur
eins mikið á.“
Ýti því á undan mér
sem ekki liggur á
Björgvin
Sigurjónsson