Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Grýla gamla Engu máli skipti á hvaða aldri gestir jólaballs Morgunblaðsins voru, allir voru jafnskelkaðir þegar Grýla gamla mætti á svæðið, hótaði að éta börnin og hrelldi foreldra þeirra. Ómar Á undanförnum ár- um hefur gætt vax- andi áhuga á ræktun og sölu jólatrjáa með- al skógræktarmanna hér á landi. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 dró verulega úr innflutningi á jóla- trjám og því sæta menn lagi nú og vilja auka hlut innlendra framleiðenda á mark- aðnum. Kostir þess eru fjölmargir. Með því má spara gjald- eyri, skapa atvinnu, nýta innlenda auðlind og efla þekkingu á þessu sviði. Síðast en ekki síst er það mun umhverfisvænna að rækta og selja innlend tré en erlend. Byggt á reynslu og þekkingu Margir eru vanafastir þegar kemur að vali á jólatré. Þeir gera ákveðnar kröfur um þætti á borð við útlit og barrheldni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk velji íslenskt tré eingöngu vegna upp- runans heldur þurfa innlend tré að standast samanburð við þau er- lendu í verði og gæðum. Það er því mikilvægt að ræktun jólatrjáa sé markviss og skilvirk. Hér er þörf á langtímahugsun og fyrirhyggju. Hugsunarháttur gullgrafarans dugar skammt. Það þarf að tryggja stöðugt og gott framboð mörg ár fram í tímann með reglulegri gróð- ursetningu trjáa og umhirðu. Skóg- ræktarmenn verða að byggja á reynslu og þekkingu og vera jafn- framt óhræddir við að gera til- raunir með nýjar tegundir og kvæmi. Á undanförnum árum hafa skóg- ræktarfélögin verið leiðandi í rækt- un og sölu íslenskra jólatrjáa og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði. Innan raða þeirra er að finna fólk sem hefur ástríðu fyrir jólatrjám og leggur metnað og alúð í ræktun þeirra. Auk þess að selja tré á eig- in vegum og til ann- arra, hafa félögin í auknum mæli boðið fólki að koma í skóg- inn og velja sitt eigið tré. Það er orðinn ómissandi hluti af jólaundirbúningi margra fjölskyldna sem gera sér glaðan dag í skóginum, fjarri amstri hversdagsins og jólastressi. Fagleg og skipu- lögð vinnubrögð Skógarbændur hafa einnig sýnt aukinn áhuga á jóla- trjáaræktun. Í lok síðasta árs sam- þykktu Landssamtök skógareig- enda að hefja metnaðarfullt átak í akurræktun jólatrjáa sem nær til allra landshluta. Átakið stendur í 15 ár og verður áhersla lögð á fag- leg og skipulögð vinnubrögð í öllu ferlinu, allt frá skipulagi ræktunar- innar til sölu og markaðssetningar. Markmið verkefnisins er að ak- urræktun jólatrjáa verði að mark- vissri atvinnugrein um land allt. Allt ber þetta bjartsýni og stór- hug íslenskra skógræktarmanna fagurt vitni. Þeir eru staðráðnir í að efla og bæta innlenda jólatrjáa- ræktun. Jafnframt gera þeir sér grein fyrir því að til að svo megi verða er nauðsynlegt að viðhafa markviss og skipulögð vinnubrögð og taka mið af þörfum markaðar- ins. Það eru því spennandi tímar framundan hjá íslenskum jólatrjáa- ræktendum. Eftir Einar Örn Jónsson »Hér er þörf á langtíma- hugsun og fyr- irhyggju. Hugs- unarháttur gullgrafarans dugar skammt. Einar Örn Jónsson Höfundur er verkefnisstjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands. Góðar horfur í ræktun jólatrjáa Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans, 5. des- ember, er við hæfi að gefa gaum að hinu mikla og óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi, sem unnið er í þágu lands- manna. Löng hefð er fyrir sjálfboðaliðastarfi á Ís- landi og í Reykjavík er blómlegt félags- og mannræktarstarf að miklu leyti drifið áfram af sjálfboðaliðum. Ætla má að flestir lands- menn hafi einhvern tímann tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi en rannsóknir sýna að um 40% þeirra sinni nú slíku starfi af einhverju tagi. Fólk á öllum aldri ver þannig hluta frítíma síns í þágu mannbæt- andi starfs af ýmsu tagi. Vel má líta á sjálf- boðaliðasamtök sem þriðja geira þjóðfélags- ins, þ.e. sem mikilvæga viðbót við einkageirann og hinn op- inbera. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að eftir því sem sjálfboðaliðastarf í frjálsum félögum er öflugra, þeim mun traustari eru innviðir viðkom- andi samfélaga. Þjóðhagslegur ávinningur af starfi sjálfboðaliða er því mikill. Evrópuári sjálfboðaliðastarfs er ætlað að vekja athygli á starfi sjálf- boðaliða, hvetja fleiri til sjálfboða- vinnu og bregðast við vanda, sem þeir glíma við. Meginmarkmið Evr- ópuársins eru eftirfarandi:  Ryðja úr vegi hindrunum, sem standa í vegi fyrir auknu sjálf- boðaliðastarfi.  Styrkja samtök sjálfboðaliða og auka gæði sjálfboðaliðastarfs.  Verðlauna og veita sjálfboðaliðum viðurkenningu fyrir mikilvægt framlag þeirra til samfélagsins.  Auka skilning á gildi og mikilvægi sjálf- boðaliðastarfs í þágu almennings. Sjálfboðaliðum færðar þakkir Í tilefni af Evrópuári sjálfboðaliðastarfs, sem nú stendur yfir, lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu á borgarstjórnarfundi 15. nóvember sl: „Borgarstjórn Reykjavíkur þakkar af heilum hug fyrir fram- lag þeirra tugþúsunda Reykvíkinga, sem sinna fórnfúsu og óeig- ingjörnu sjálfboðaliða- starfi í þágu íbúa Reykjavíkur. Ljóst er að slíkt sjálfboðaliða- starf er drifkraftur í starfsemi fjölmargra fé- laga og samtaka, sem bæta mannlíf í borginni með ýmsum hætti, t.d. með íþróttaiðkun, æskulýðsstarfi, foreldrastarfi í skól- um, starfi í þágu eldri borgara, um- hverfisstarfi, kristilegu starfi, mann- úðarmálum o.s.frv. Borgarstjórn lýsir yfir stuðningi við meginmark- mið Evrópuárs sjálfboðaliðastarfs 2011 og samþykkir jafnframt að halda alþjóðlegan dag sjálfboðalið- ans, 5. desember, hátíðlegan ár hvert með því að efna þann dag til kynn- isheimsókna borgarfulltrúa til frjálsra félaga og samtaka í borginni, sem sinna sjálfboðaliðastarfi.“ Því miður sá borgarstjórnarmeiri- hluti Samfylkingar og Besta flokks- ins sér ekki fært að samþykkja ofan- greinda tillögu Sjálfstæðisflokksins óbreytta. Tillögunni var því vísað til borgarráðs, sem samþykkti svo breytta tillögu á fundi sínum 24. nóv- ember: „Borgarráð vill vekja athygli borg- arbúa á alþjóðlegum degi sjálf- boðaliðastarfs, 5. desember, og hinu mikilvæga starfi, sem sjálfboðaliðar í Reykjavík sinna. Borgarráð hvetur borgarbúa til þátttöku í sjálfboða- liðastarfi hinna fjölmörgu félaga- samtaka í Reykjavík. Reykjavíkur- borg mun vekja athygli á deginum á heimasíðu borgarinnar 5. desember nk. og felur jafnframt skrifstofu borgarstjórnar að skipuleggja heim- sóknir borgarfulltrúa til frjálsra fé- laga og samtaka í borginni til að sýna þakklæti borgarinnar í verki.“ Augljóst er að samþykkt borgar- ráðs gengur mun skemmra en sú til- laga, sem við sjálfstæðismenn lögð- um fyrir borgarstjórn. Þykir mér t.d. heldur dregið úr þökkunum og einnig veldur það vonbrigðum að meirihlut- inn skyldi ekki heldur fást til að lýsa yfir stuðningi við meginmarkmið Evrópuársins. Það fékkst þó í gegn að á alþjóðlegum degi sjálfboðalið- ans, sem er í dag, munu borg- arfulltrúar fara í kynnisheimsókn til sjálfboðaliðasamtaka. Að þessu sinni verður Slysavarnafélagið Lands- björg fyrir valinu. Á slík heimsókn vel við í ljósi fórnfúss starfs björg- unarsveitanna en aðeins eru nokkrar vikur síðan sveitirnar stóðu fyrir um- fangsmestu aðgerð síðari ára þegar leitað var að sænskum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Styrkjum starfsemi sjálfboðaliða Það er vel við hæfi að alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans sé í desember því þá standa fjölmörg samtök sjálf- boðaliða fyrir árvissu fjáröflunar- átaki, t.d. með flugeldasölu, happ- drætti, tónleikahaldi eða almennum samskotum í þágu þeirra, sem minna mega sín. Þegar hátíð ljóss og friðar fer í hönd er mikilvægt að við gleym- um ekki þessum samtökum, sem vinna stöðugt að betra þjóðfélagi, og styrkjum þau með einhverjum hætti. Eftir Kjartan Magnússon » Sjálfboða- liðastarf er drifkraftur í starfsemi fjöl- margra félaga og samtaka, sem bæta mannlíf með ýmsum hætti. Slíkt starf verð- ur seint full- þakkað. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Starf sjálfboðaliða er ómetanlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.