Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Barnið einsamalt í brennandi bíl 2. Ólafur Þórðarson látinn 3. Játar frjálslegt kynlíf 4. Ofurfyrirsætur fitaðar með forriti »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýtt lag Páls Óskars Hjálmtýsson- ar og Redd Lights, Megi það byrja með mér, hefur vakið athygli – ekki síst fyrir hjartnæman texta. Margir hafa þó velt fyrir sér hvað orð hans „tanky plenty“ þýða. Að sögn upplýsingafulltrúa UNI- CEF á Íslandi eru orðin úr kreóla- málinu krio sem talað er í Síerra Leóne, þangað sem Páll fór fyrir UNICEF, og þýðir kærar þakkir. Með laginu vonast Palli til að opna augu fólks fyrir degi rauða nefsins og starfi UNICEF. Páll Óskar syngur á kreóla-málinu krio  Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir messósópran syngur jólalög frá Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Íslandi ásamt aríum úr óp- erunni Carmen á hádegistónleikum Hafnarborgar á morgun klukkan 12.00. Guðrún Jóhanna syngur jólalög  Steingrímur Þórhallsson, nemi við LHÍ, heldur útskriftar- tónleika í Neskirkju á morgun kl. 20 og flytur Magnificat eftir Bach og nýtt verk sem hann hef- ur samið og byggist á verki Bachs. Nýtt Magnificat frumflutt Á þriðjudag og miðvikudag Breytileg eða norðlæg átt, 3-10 m/s, og léttskýjað að mestu sunnantil, annars skýjað með köflum. Dálít- il él úti við sjóinn. Frost 5-22 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-8 m/s, él norðantil en bjart- viðri syðra. Dálítil él við suðurströndina í kvöld. Frost 4 til 20 stig, kaldast í innsveitum, en mildast úti við sjóinn. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Svartfellingum á HM í Brasilíu í fyrrakvöld þegar það mætti Angóla í öðrum leik sínum í keppninni í gærkvöld. Ísland átti á brattann að sækja allan tímann og tapaði með fjög- urra marka mun, 28:24. Næsti leikur Íslands er gegn Norðmönnum á morgun. »4-5 Stelpurnar lágu gegn Angóla Ragna Ingólfsdóttir varð fyrir því óláni að meiðast á læri og varð af þeim sökum að gefa úrslitaleikinn á alþjóðlega velska mótinu í badminton sem lauk í gær. Ragna fékk engu að síð- ur dýrmæt stig í baráttunni um að komast á ÓL. »1 Ragna neyddist til að gefa úrslitaleikinn Haukar sýndu bræðraliði sínu í Val enga miskunn þegar þau áttust við í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í gær. Hauk- arnir kafsigldu ríkjandi bikarmeist- ara og það á heimavelli þeirra en Hafnfirðingar hrósuðu ellefu marka sigri, 32:21. Haukarnir hafa verið á mikilli siglingu og tróna á toppi úrvalsdeildarinnar. »3 Haukarnir kafsigldu bikarmeistarana ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Andri Karl andri@mbl.is Með frosthörkunum undanfarið hef- ur tjarnir og vötn lagt og glaðbeittir skautaáhugamenn getað skerpt skauta sína og rennt sér að vild. Kópavogsbúar telja sig ýmsir hafa farið halloka þegar kemur að þess- um gæðum og endurvakti bæjar- fulltrúinn Hjálmar Hjálmarsson gamla hugmynd á fundi fyrir helgi; að fá skautasvell á Vallargerðisvöll. Hjálmar óskaði eftir því á bæjar- ráðsfundi fyrir helgi að fá upplýs- ingar um möguleika þess að koma upp skautasvelli á Vallargerðisvelli ásamt kostnaðaráætlun. „Þetta var bara hugmynd um að starfsmenn Kópavogsbæjar myndu sprauta vatni á völlinn og láta frjósa þannig að fólk gæti rennt sér þarna á skautasvelli þegar aðstæða væri til þess, og með sem minnstum til- kostnaði,“ segir Hjálmar. Um er að ræða malarvöll sem stendur nærri Kársnesskóla, skammt frá Sundlaug Kópavogs. Yrðu á eigin ábyrgð Hjálmar segist sjá þetta fyrir sér líkt og um væri að ræða skautasvell frá náttúrunnar hendi, þ.e. eins og ísilagða tjörn eða vatn, og að ekki þyrfti að girða það sérstaklega af eða loka fyrir aðgang. „Ég hugsaði mér þetta eiginlega með gamla lag- inu, að hver væri á sína ábyrgð. Það þyrfti ekki að loka fyrir frekar en Tjörninni í Reykjavík þegar frystir. Þá er bara handskafið til að búa til svæði. Og þar er heitt svæði þar sem krakkar geta lent ofan í tjörninni en það er engin sérstök öryggisgæsla.“ Hugmynd Hjálmars verður varla sögð ný af nálinni. Valdimar Kr. Valdimarsson reyndi að hafa skauta- svell við og á Vallargerðisvelli þau ár sem hann sá um völlinn, þ.e. á ár- unum 1966-1978. Sonur hans, Valdi- mar Valdimarsson, segir hins vegar að heimildir séu um skautasvell á vellinum frá 1965. „Þá var svell á vellinum fyrstu mánuði ársins og næstu ár á eftir var reynt að hafa svell á sjálfum vellinum á sama hátt og sprautað var vatni á Melavöllinn.“ Lítill skúr stendur við Vallargerð- isvöll og Valdimar segir að vatn hafi verið leitt úr krana á útisalerni sem þar stóð. „Þaðan var leidd slanga og vatninu sprautað á svæðið. Salerni og aðstaða til að skipta um skó og fatnað var í baðhúsinu. Eins og ég man þetta þá var mikil ánægja hjá fólki með framtakið og fólk á öllum aldri mætti og skemmti sér vel.“ Valdimar segir föður sinn hafa verið mikinn áhugamann um skautaiðk- un og barist fyrir því að sett yrði upp aðstaða fyrir skautasvell. Hjálmar segir að vel væri hægt að nota skúr- inn litla ef vilji væri fyrir því að koma upp lág- marksgæslu. Um yrði að ræða ódýra gamaldags skemmtun. Vill skautasvell á Vallargerðisvöll  Heimildir um skautasvell frá 1965  Rætt um stórtækari hugmyndir Morgunblaðið/Ómar Völlurinn Komið var upp skautasvelli við og á Vallargerðisvelli í Kópavogi á árunum 1966-1978, þegar aðstæður leyfðu. Nú vilja menn endurvekja þá hefð. Skautafélagið Fálkar í Kópavogi hefur barist fyrir því að und- anförnu að byggð verði skauta- höll í Kópavogi og sent formlegt erindi þess efnis til borgarráðs. Vilhelm Patrick Bernhöft, for- maður félagsins, segir að verið sé að skoða alls kyns mögu- leika. Hann segist spenntur fyr- ir skautasvelli á Vall- argerðisvelli. „Við áttum okkur á því að einhvers staðar verður að byrja. Við viljum geta byrjað – jafnvel þótt það sé bara garðslanga og sprautað yfir völl!“ Fara fram á skautahöll SKAUTAFÉLAGIÐ FÁLKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.