Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 21
✝ Helga DóraSkúladóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1941. Hún lést á líkn- ardeild Land- spítalans í Kópavogi 26. nóvember 2011. Foreldrar hennar voru Þuríður Auð- unsdóttir, f. 6.6. 1900 á Ey- vindarmúla í Fljótshlíð, d. 27.6. 1995, og Skúli Jón Magnússon, f. 21.1. 1904 á Fossi í Seyðisfirði, d. 13.9. 1963. Systur Helgu eru: Sig- ríður Skúladóttir, f. 4.6. 1930, Hallfríður Birna Skúladóttir, f. 25.12. 1932, og Auður Skúladóttir, f. 28.1. 1936. Helga giftist eftirlifandi dóttir, f. 1981, b) Margrét Helga, f. 1988, sambýlis- maður hennar er Andrés Við- arsson, f. 1988. Barn þeirra er Telma Svava, f. 2011, c) Arnór Gísli, f. 1997. Börn Gyðu eru: a) Heiðrún, f. 1983 b) Hildur, f. 1985, c) Óskar, f. 1990 d) Arnar, f. 1995 e) Guð- mundur, f. 1999. 2) Kristinn, f. 1.9. 1965, maki Ragna Sigurðardóttir, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Helga, f. 1992, unnusti hennar er Arnar Bogi Jónsson, f. 1992, b) Alexand- er, f. 1996. Helga ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum á Óðins- götunni og á unglingsárunum í Skipholtinu. Helga vann ým- is verslunarstörf á sínum yngri árum en hóf síðan störf á leikskólanum Kvistaborg í Fossvogi 1975, en þar starf- aði hún í hartnær 25 ár m.a. sem deildarstjóri yngstu deildar. Útför Helgu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 5. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. eiginmanni sínum, Alexander Jóhann- essyni frá Reykja- vík, hinn 26.11. 1960. Foreldrar Al- exanders voru Kristín Ketilríður Alexandersdóttir frá Frakkanesi á Skarðsströnd, f. 27.8. 1898, d. 15.12. 1986 og Jóhannes Steinn Ólafsson, f. 14.5. 1900 í Stóradal á Fells- strönd, d. 11.5. 1979. Helga Dóra og Alexander eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Skúli Þór, f. 25.5. 1960, maki Gyða Breiðfjörð, f. 1965. Skúli var áður í sambúð með Sigríði Gísladóttur, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Elmar Björg- vin, f. 1984, sambýliskona hans er Linda Björk Péturs- Elsku mamma mín, það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin úr þessu jarðneska lífi, en þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og fylgja mér hvert sem ég fer. Það var mjög mikið sjokk þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm sama dag og við pabbi vorum að fara í nýrnaaðgerðina í byrj- un september. Þú varst alltaf mjög næm á allt, vissir alltaf ef eitthvað bjátaði á í fjölskyld- unni og var ekki hægt að leyna þig því. Þú fylgdist alltaf vel með okkur bræðrunum og ef eitthvað var að þá var alltaf hægt að leita til þín og pabba. Þú fylgdist líka mikið með barnabörnunum og spurðir allt- af um þau og varðst mjög stolt þegar þú varðst langamma í apríl á þessu ári. Þú varst mikil húsmóðir og snillingur að elda mat og baka allskonar góðgæti og aldrei fór neinn svangur frá þér, enda passaðir þú vel upp á það. Þú varst alltaf svo upp- tekin að uppfarta gestina þína að þú gleymdir oft sjálfri þér, enda stríddi ég þér oft á því. Þú varst snillingur að halda heimilinu hreinu og glansandi enda var aldrei hægt að finna eitt rykkorn hjá þér. Þú varst glæsileg kona og leist ávallt vel út og varst dugleg að skamma mig ef þér þótti ég ekki nógu snyrtilegur til fara. Þér þótti mjög gaman að því að ferðast bæði hér innanlands og utanlands og allir veiðitúr- arnir sem við fjölskyldan fórum í lifa sterkt í minningunni um þig. Elsku mamma mín, þín verð- ur sárt saknað en ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur og ég veit að þú verður hjá mér það sem ég á eftir ólifað hér á jarð- ríki. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur, Skúli Þór. Til minnar yndislegu tengda- móður. Ég kynntist þér fyrst fyrir tveimur árum þegar ég kynnt- ist honum Skúla mínum. Ég man þegar Skúli kom með mig fyrst í heimsókn til þín og tengdapabba, ég var með fléttur í rauðu úlpunni minni og með tattó. Veit að þér brá við og hélst ég væri eitt- hvað gaga. En þú skynjaðir það fljótt að svo var ekki. Þegar við svo byrjuðum að búa, ég og Skúli, hálfum mánuði eftir kynni okkar hélstu að hann sonur þinn væri endanlega genginn af göflunum. Frá fyrsta degi hefur þú reynst mér og mínum börnum/ barnabörnum mjög vel og varst bara yndisleg við okkur og tókst þeim eins og þínum eigin. Þú fylgdist vel með Arnari sér- staklega og spurðir alltaf um hann, og af og til spurðir þú um Óskar elsta son minn sem býr í Danmörku og eyddi síðustu jól- um með okkur. Þú fylgdist vel með okkur Skúla og varst mjög ánægð að hann hafði loksins fundið það sem hann vantaði, mig, og ánægð varstu sérstak- lega með það að nú yrði hugsað vel um hann „Skúla minn“ eins og þú sagðir ávallt. Þú varst mér fyrirmynd og þegar þú fórst að gefa mér föt af þér og klæðaburður minn breyttist urðu krakkarnir mínir frekar hissa en ánægðir og sögðu hvað mamman væri orðin dömuleg, og er það allt þér að þakka elsku tengdamamma mín enda varstu stórglæsileg og smekkmanneskja, og var ég reyndar heppin að passa í fatn- að þinn og jú skó, enda voru það ófáir pokar sem ég fékk heim með mér eftir næstum hverja heimsókn til þín. Við urðum mjög góðar vinkonur og nánar þennan stutta tíma sem við áttum saman. Töluðumst við nánast daglega um allt og ekkert og ég gat treyst þér fyr- ir öllu. Mér fannst reyndar eins og ég hefði verið í fjölskyldunni miklu lengur en tvö ár. Man sérstaklega með ykkur Hildi og blingið sem þið gátuð talað um og svo var ætlunin hjá ykkur að fara saman í Kringl- una í þessar bling bling búðir sem náðist því miður ekki. Gæti skrifað endalaust en hef það bara í huga mínum. Þín verður svo sárt saknað og munt þú vera í huga og hjarta mér alla daga. Þín tengdadóttir, Gyða. Elsku Helga, aldrei hefði mér dottið í hug að þú kæmir ekki aftur heim eftir að þú varst lögð inn á Landspítalann. Þú þoldir lyfjameðferðina illa og varst orðin mikið veik. Þetta var erfið átta vikna barátta og þú kvaddir þennan heim á 51 árs brúðkaupsafmæli ykkar Al- exanders. Ég kynntist þér fyrir rúm- lega 20 árum, þú reyndist mér frábær tengdamamma og ekki síður vinkona, það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Það var alltaf gott að koma til þín því við gátum alltaf talað sam- an um allt. Þú varst snillingur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, t.d. bakstri og prjóna- skap. Þær eru ófáar peysurnar sem þú hefur prjónað á fjöl- skylduna. Ég verð líka að minnast á ömmu Helgu nuddið eins og það er alltaf kallað af krökkunum því það var alltaf besta nuddið sem þau fengu. Ég á eftir að sakna þess núna í desember að hafa þig með mér í jólainnkaupunum en þau voru alltaf fastur liður hjá okkur. Þín verður sárt saknað, enda frábær tengdamóðir, móðir og amma í alla staði. Ég kveð þig elsku Helga með þakklæti fyrir allt. Guð veri með þér. Ragna. Elsku systir, það er svo erf- itt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég sakna þín óend- anlega mikið. Þú varst 11 ára þegar Skúli sonur minn fædd- ist. Þið voruð mikið saman eins og systkin enda bjuggum við í sama húsi. Svo kom Siggi og þú passaðir þá báða. Svona leið tíminn, yndislegir dagar. Svo kom að því að þú varst orðin ung og falleg stúlka og kynntist Adda þínum, yndisleg- um manni og eignuðust þið Skúla og Kidda. Enn vorum við í sama húsi og oft var glatt á hjalla, með þessa fjóra stráka. En allt tekur enda. Þið fluttuð í Kelduland og bjugguð ykkur fallegt heimili þar og voruð svo samtaka í því að gera allt fal- legt í kringum ykkur. Snyrti- mennskan var einstök. Síðustu árin bjugguð þið í Ársölum í Kópavogi og leið ykkur vel þar. Elsku Addi minn, missir þinn er mikill, en þú átt ynd- islega fjölskyldu sem umvefur þig. Þökk fyrir allt, elsku Helga mín. Þín systir, Sigríður. Elsku amma mín. Það er svo skrýtið að þú sért farin frá okkur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt allar þessu góðu og skemmtilegu stundir með þér. Það var aðdáunarvert hversu ungleg, fín og glæsileg kona þú varst. Þú varst svo falleg og ég var alltaf svo stolt af ömmu minni. Heimilið þitt í Keldul- andinu og svo í Ársölum var alltaf svo glæsilegt og notalegt. Ég á eftir að sakna jólaboð- anna hjá þér og góða matarins. Ég á líka eftir að sakna þess að fá þig ekki til okkar á gamlárs- kvöld og sitja við hliðina á þér við matarborðið eins og alltaf. Það verður skrýtið að við nöfn- urnar sitjum ekki saman í næsta jólaboði en þú munt örugglega vera mér við hlið í anda. Ég á svo góðar minningar með þér þegar ég var lítil í pössun hjá ykkur og við hlust- uðum alltaf á sama bláa diskinn sem ég vildi alltaf hlusta á og sérstaklega á uppáhaldslagið okkar sem var lag númer 2. Þennan disk mun ég alltaf varðveita og spila fyrir mig og börnin mín þegar að því kemur. Ég og Alexander gleymum heldur aldrei „kósýkvöldunum“ og sumarbústaðarferðunum með þér og afa. Það var alltaf yndislegt að vera í kringum þig. Þú vildir alltaf að það færi svo vel um okkur. Ef manni var kalt á fót- unum var sko strax brugðist við og manni hlýjað. Nuddið var alltaf það besta hjá þér enda rifumst við Alexander um þig og þú þurftir stundum að nudda okkur bæði í einu. Ég á eftir að sakna sérstöku knús- anna þinna og spjalla við þig um lífið og tilveruna. Alltaf þegar ég kom illa upplögð til þín sást þú til þess að ég fór heim endurnærð. Ég vildi að við hefðum kom- ist í stelpuferðina okkar til út- landa sem ég, þú og mamma vorum byrjaðar að skipuleggja. Það var draumur okkar. Ekki datt mér í hug þegar við töl- uðum síðast um ferðina að þú ættir svona stutt eftir. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði og þakk- læti fyrir allt. Guð geymi þig og varðveiti. Helga Kristinsdóttir. Helga móðursystir okkar er nú fallin frá eftir stutt veikindi. Eftir standa margar góðar minningar úr Skipholtinu, Kel- dulandinu og úr silungsveiði- ferðum á sumrin svo eitthvað sé nefnt. Það var oft mikið hlegið, því alltaf var stutt í fliss og hlátrasköll þar sem Helga fór. Helga var barngóð og hlý. Hún hafði lag á að róa lítil kríli með faðmi og strokum. Margt ungviðið hefur fengið að njóta hlýju hennar og erum við og dætur okkar þar á meðal. Við þökkum fyrir allar góðu stund- irnar og kveðjum Helgu með söknuði. Elsku Addi, Skúli, Kiddi, og fjölskyldur, ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þuríður, Auður og fjölskyldur. Helga Dóra Skúladóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Gvendur dúllari Fornbókabúð á vefnum www.gvendur.is Gisting Gisting allt árið í notalegum bústöðum Heitir pottar og notalegheit. Þú átt það skilið að slappa af fyrir jólin. Fjölskyldur og hópar. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Heilsa Vilt þú bæta heilsuna þína? Auka orkuna eða koma þér í form? Prófaðu Herbalife! Hafðu samband: 774 2924, Baldur. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Fjarstýrðar innanhússþyrlur og margt fl. Mikið úrval af fjarstýrðum innanhúss- þyrlum á góðu verði. Netlagerinn slf. Verslun í Dugguvogi 17-19, 2. hæð. Sími 517-8878. Vefsíða Tactical.is Frí heimsending til jóla. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Málarar Málarar Alhliðamálningarþjónusta. Getum bætt við okkur verkefnum, til- boð eða tímavinna. Vönduð vinnu- brögð, hagstæð verð í boði og góðir greiðsluskilmálar. Sími 823 8547 og 659 9676. Bílaþjónusta SÖLUSKOÐANIR BIFREIÐA Ertu að kaupa bíl? Láttu fagmenn greina ástand hans áður en þú gengur frá kaupunum. Skoðunin kostar frá kr. 9.900. Ekki þarf mikið til að hún borgi sig margfalt. Fáðu aukna vissu í bílakaupin með söluskoðun Frumherja. Tímapantanir í síma 570 9090. Frumherji – örugg bifreiðaskoðun. Hjólbarðar Kebek vetrardekk Hönnuð og prófuð í Kanada. Frábær dekk á góðu verði. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Auris '11. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.