Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þetta er náttúrlega búið að vera að
keyrast bara á fullu seinustu fjóra
daga og við erum bara að undirbúa
það sem koma skal í næstu viku,“
sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, í samtali við Morg-
unblaðið í gær spurður um stöðuna í
kjölfar þess að fjórir einstaklingar,
sem gegnt höfðu ábyrgðarstöðum
hjá Glitni fyrir bankahrun, voru
handteknir fyrir helgi og þrír þeirra
síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Gerir ekki athugasemdir
Ólafur vildi þó aðspurður ekki tjá
sig að öðru leyti um það hvað kynni
að vera framundan í málinu. Gær-
dagurinn hefði verið nýttur til und-
irbúnings og engar frekari yfir-
heyrslur farið fram.
Spurður út í ummæli Evu Joly í
Silfri Egils í gær þess efnis að það
hefði tekið langan tíma að rannsaka
þau mál sem embætti sérstaks sak-
sóknara væri með á sinni könnu og
að fleiri ákærur ættu að hafa séð
dagsins ljós sagðist Ólafur ekki gera
neina athugasemd við þau. Rann-
sóknarstarf embættisins hefði sinn
gang. Tvær ákærur hefðu verið
gefnar út og tíu mál yrðu kláruð
fyrir áramót eins og komið hefði
fram.
Undirbýr það sem koma skal
Engar frekari yfirheyrslur fóru fram hjá sérstökum sak-
sóknara í gær og dagurinn notaður fyrir undirbúning Vegna breytingar á flug-
flota býður Iceland Ex-
press flugmiða í desem-
bermánuði á 2.475 krónur
hvora leið, en við bætast
flugvallarskattar. Tilboðið
gildir í allar ferðir en sam-
kvæmt upplýsingum frá
félaginu er það tilkomið
vegna stærðarmunar á
milli nýju og gömlu flugvéla fé-
lagsins. Verða í boði 4.576 tilboðs-
miðar eða sem nemur aukningu
sætaframboðs félagsins. Byrjað
verður að selja miða í há-
deginu í dag og gildir til-
boðið í tólf klukkustundir.
Þá tilkynnti Iceland Ex-
press í gær að sumar-
áætlun félagsins hefði ver-
ið endurskoðuð og áfanga-
stöðum fækkað. Hlé gert
á flugi til Bandaríkjanna
ásamt því að felldar verða
niður ferðir á milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar næsta sumar,
en þaðan hefur verið flogið í fimm
ár.
Iceland Express býður
flug fyrir 2.475 krónur
„Það skyldi ekki vera að útgerðin
þurfi að bjarga þjóðfélaginu og út-
gerðin skuli líka bjarga Kolaportinu
fyrir Reykvíkinga,“ segir Guð-
mundur Kristjánsson, eigandi Brims,
sem hyggst skoða hvort hægt sé að
nýta skemmu í eigu fyrirtækisins á
móti Kolaportinu á hafnarbakkanum
í miðbæ Reykjavíkur til að halda
starfsemi Kolaportsins áfram.
Fyrirhuguð er átján mánaða lokun
Kolaportsins ef byggingarfram-
kvæmdir á Tollhúsinu ganga eftir.
Mikil óánægja ríkir meðal sölumanna
auk þess sem Kolaportið er talið vera
nauðsynleg menningarmiðstöð fyrir
mannlífið í borginni.
Guðmundur hafði reyndar ekki
leitt hugann að þeim möguleika að
nýta skemmuna fyrr en blaðamaður
spurði hvort hann sæi það fyrir sér,
en leist vel á hugmyndina. Smávegis
starfsemi er í skemmunni, sem er
geymsla fyrir skip og starfsemi í
kringum þau. Guðmundur segir að í
henni þurfi að vera hafnsækin starf-
semi samkvæmt núverandi reglum
en mögulega sé hægt að breyta þeim.
mep@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar
Mannlíf Áætlað er að loka Kola-
portinu vegna framkvæmda.
Á útgerðin
að bjarga
Kolaporti?
Mikil óánægja með
fyrirhugaða lokun
Hver var Ingi-
björg Einars-
dóttir, eiginkona
Jóns Sigurðs-
sonar þjóðhetju
Íslendinga, og
hversu sönn er
sú mynd sem
dregin hefur ver-
ið upp af henni?
Þessu mun Margrét Gunnarsdóttir
sagnfræðingur velta fyrir sér og
fleiri spurningum í erindi sem hún
flytur í fyrirlestrarsal Þjóð-
arbókhlöðu fimmtudaginn 5. des-
ember kl. 12-13.
Fyrirlesturinn er í boði Kvenna-
sögusafns Íslands, en 5. desember
var afmælisdagur Önnu Sigurð-
ardóttur, frumkvöðuls að Kvenna-
sögusafni.
Hver var
Ingibjörg
Einarsdóttir?