Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 19
✝ MatthildurSigurjóns-
dóttir fæddist á
Eskifirði 21. sept-
ember 1929. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. nóv-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Guðmundsson, f.
1905, d. 1948, og
Jóhanna Hjelm, f. 1905, d.
1975. Systkini Matthildar eru:
Gunnar Erling, f. 1928, d.
2009, Guðmundur Hannes, f.
1931, Haraldur, f. 1936, d.
2008, Ásthildur Ingibjörg, f.
1941, Brynhildur Hrönn, f.
1945.
Börn Matthildar með Jóni
Adólfssyni eru 1) Jóhanna
Björk, f. 1954, gift Magnúsi
Rúnari Kjartanssyni, f. 1946.
Börn þeirra eru Andrea Þór-
ey, f. 1977, Elísa Sóley, f.
1979, Guðrún Björk, f. 1990,
og Helgi Ársæll, f. 1991. 2)
Sigurjón Víðir, f. 1954. Börn
Sigurjóns með fyrrverandi
ömmubörn Matthildar eru sex.
Matthildur ólst upp í Bald-
urshaga á Eskifirði hjá for-
eldrum sínum, var hún næst-
elst fimm systkina. Eftir
fullnaðarpróf fór hún suður
og stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni þar
sem hún útskrifaðist með
gagnfræðapróf 1948. Á sumrin
vann hún sem ritari á Sýslu-
skrifstofunni á Eskifirði. Síðan
lá leiðin til Reykjavíkur 1949
þar sem hún vann við af-
greiðslustörf í apóteki uns hún
réðst til starfa hjá Bifreiða-
stöð Steindórs. Vann hún þar
við bókhald í nokkur ár. Þar
kynntist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Elíeser Jóns-
syni, og hófu þau sambúð
1955. Matthildur gerðist
heimavinnandi í nokkur ár eft-
ir það og hafði að aukastarfi
að skera út blaðagreinar fyrir
ýmis fyrirtæki. Á sumrin rak
hún heimagistingu fyrir ferða-
menn. Árið 1963 stofnuðu
hjónin ásamt nokkrum vinum
flugfélagið Flugstöðina hf. Sá
Matthildur um bókhald þess
meðfram heimilisstörfunum
allt til ársins 2004 er eignir
félagsins voru seldar.
Útför Matthildar fer fram
frá Neskirkju í dag, 5. desem-
ber 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
eiginkonu Sigrúnu
Sigurðardóttur, f.
1955, eru Jóhann
Pétur, f. 1975,
Snorri, f. 1983,
Birkir, f. 1993, og
Hlynur, f. 1993.
Eiginkona Sig-
urjóns er Guðrún
Ásta Árnadóttir, f.
1975. Börn þeirra
eru Matthildur
Dís, f. 2001, og
Árni Snær, f. 2003.
Matthildur giftist 18. águst
1956 Elíeser Jónssyni, f. 20.
apríl 1926. Börn þeirra eru 1)
Guðlaug Sóley, f. 1957, gift
Alain Knudsen, f. 1953. Börn
þeirra eru Christina, f. 1979,
Matthildur, f. 1982, og Davíð
William, f. 1990. 2) Jón Eyjólf-
ur, f. 1962. Sambýliskona hans
er Guðríður Sæmundsdóttir, f.
1968. Börn þeirra eru: Rakel,
f. 1996, og Klara, f. 1999.
Grétar Ingi Steindórsson er
sonur Guðríðar frá fyrra
hjónabandi, f. 1986. Reynir, f.
1950, er sonur Elíesers frá
fyrra hjónabandi. Lang-
Ég minnist mömmu sem ein-
staklega skapgóðrar konu. Hún
var eiginlega alltaf í góðu skapi.
En hún gat líka orðið hvöss ef
henni var misboðið en það bráði
fljótt af henni og hún erfði aldrei
neitt. Hún hafði góðan húmor og
gat alltaf haldið uppi skemmti-
legum samræðum. Hún var
heimakær og naut þess að ann-
ast fjölskylduna og taka á móti
gestum. Það var alltaf glatt á
hjalla þegar vinir og vandamenn
komu í heimsókn. Þegar hún og
systkini hennar voru samankom-
in urðu samræðurnar yfirleitt
háværari og gálgahúmorinn
flaug hægri vinstri. Og svo þeg-
ar barnabörnin komu í heiminn
urðu þau henni hugleikin og þau
sóttust eftir að fá að heimsækja
ömmu og afa og fá að gista.
Mamma átti sér mörg áhuga-
mál. Hún stundaði fimleika á
yngri árum, spilað síðar brids í
spilaklúbbi og þótti vel liðtæk,
saumaði út og prjónaði, las mik-
ið íslenskar, enskar og danskar
bækur og blöð og glímdi við
krossgátur á sömu tungumálum.
Hún kláraði alltaf þær íslensku,
oft á ótrúlega skömmum tíma.
Hún lagði mikið upp úr að tala
og skrifa rétt mál og hafði mjög
fallega rithönd.
Svo var hún fyrirtaks kokkur,
átti nokkur hundruð eða þúsund
uppskriftir sem hún hafði safnað
saman og raðað í möppur og
skráð eftir efni. Hún gluggaði í
þær fyrir veislur ef hún vildi fá
hugmyndir að nýjum réttum.
Þrátt fyrir stórt heimili sá
mamma um bókhaldið fyrir
Flugstöðina nánast alla tíð. Þeg-
ar við krakkarnir fórum í sveit-
ina á sumrin var hún með
heimagistingu fyrir erlenda
ferðamenn. Það fannst henni
virkilega skemmtilegt. Sumir
gestanna voru svo ánægðir að
þeir sendu henni jólakort ár eft-
ir ár.
Seinna þegar verkefni Flug-
stöðvarinnar höfðu þróast út í að
vera nær eingöngu loftmynda-
flug erlendis, fór hún stundum
með pabba í skemmri eða lengri
ferðir til annarra heimsálfa. Það
átti nú við hana.
Mamma skipulagði öll sín
verk fyrirfram. Hún gerði áætl-
anir með því að skrifa lítil tákn
sem hún ein skildi inn í fyr-
irfram gerða reiti aftan á notuð
A4 umslög. Umslögin voru þétt-
skrifuð með þessum smáu tákn-
um, einn reitur fyrir hvern dag.
Það var allt sem hún gaf upp.
Umslagið var alltaf við höndina
svo hún gæti strikað yfir eða
bætt við táknum.
Nú hefur mamma fengið hvíld
eftir erfið veikindi. Ég bið Guð
um að blessa minningu hennar.
Sigurjón.
Elsku tengdamamma mín,
hún Matta, er látin. Það var sárt
að kveðja. Ég kvaddi hana
kvöldið áður með koss á kinn og
loforð um að við myndum sjást á
morgun. En svo varð ekki,
Matta kvaddi um nóttina.
Það var æðislegt að fá að
kynnast þér Matta mín. Þú
varst mjög fróð um svo margt,
hafðir sterkar skoðanir og þar af
leiðandi var alltaf gaman að tala
við þig. Það voru ófáir kaffiboll-
arnir sem við drukkum saman.
Við gátum talað um allt og hleg-
ið saman. Það var svo gott að
geta leitað til þín þegar mig
vantaði ráðleggingar eða hug-
hreystingu.
Árið 2002 fórum við fjölskyld-
an í útilegu til Grundarfjarðar.
Þar bjuggu Gunni bróðir Möttu
og konan hans Gulla. Matta,
Inda og Jóhanna voru líka í
Grundarfirði í heimsókn hjá
Gunna og Gullu. Það var tekið
mjög vel á móti okkur og reist-
um við tjaldið í garðinum hjá
þeim. Við fórum öll saman í
langa göngu í leit að fallegum
steinum. Systurnar Matta og
Inda voru mjög áhugasamar um
steina og gat Gulla vísað okkur á
góðan stað. Matta fann stóran
og að hennar mati mjög flottan
stein. En hann var allt of þung-
ur til að hún gæti komið honum
að bílnum. Ég gat ekki annað en
boðist til að halda á honum fyrir
hana því hana langaði svo mikið
í hann. Ég gleymdi að gera ráð
fyrir að ég þurfti að halda á
Möttu Dís dóttur minni líka sem
þá var eins og hálfs árs gömul
og varð þetta því heilmikið puð.
Puðið var samt þess virði að
gleðja tengdamömmu.
Það var einnig stutt í húm-
orinn hjá Möttu. Við fórum oft
saman í Bónus. Einu sinni þegar
við vorum að versla, sennilega
árið 2007, fann hún ekki það
sem hún var að leita að. Hún
snéri sér þá að næsta starfs-
manni og ávarpaði hann „Do you
speak Icelandic?“
Matta var æðislegur kokkur.
Það voru margar veislur á
Hörpugötunni og síðar á Strand-
veginum þar sem við borðuðum
á okkur gat. Pönnukökupannan
var einnig mjög mikið notuð.
Upprúllaðar með sykri eða með
sultu og rjóma. Pönnuköku-
hræran var ekki alltaf hefðbund-
in. Smá skvetta af kaffi gerði
svo fallegan lit sagði hún. Einu
sinni man ég að pönnukökurnar
voru grænar, en þær brögðuðust
ágætlega samt.
Matta mín, ég þakka þér
allar góðar stundir.
Hef í hjarta mínu trú
að aftur verði endurfundir.
Guðrún Ásta.
Elskuleg mágkona og vin-
kona, Matthildur, er kvödd í
dag, eftir erfið veikindi í tvö ár.
Ég kynntist Möttu fyrir 53 ár-
um þegar Halli bróðir hennar
fór með mig í heimsókn til syst-
ur sinnar og kynnti mig fyrir
þeim hjónum. Hún faðmaði mig
og bauð mig velkomna í fjöl-
skylduna. Matta var mikil og
góð húsmóðir, henni var margt
til lista lagt, eldaði góðan mat,
prjónaði og saumaði á börnin sín
og fékkst líka við að mála á
striga. Alltaf var gott að koma á
Hörpugötuna og þá var spjallað
og rifjaðar upp minningar frá
Eskifirði.
Matta vann í mörg ár hjá
Bifreiðastöð Steindórs og þar
hitti hún Ella sinn. Þau gengu í
hjónaband að morgni 18. ágúst
1956 og brugðu sér með Gull-
fossi í brúðkaupsferð til Skot-
lands og svo á mótorhjóli niður
England og yfir til Evrópu, allt
á hjóli. Alltaf var gaman þegar
þau komu í heimsókn til okkar
hjóna og þá var heilsað sæl
gæska, sæll gæskur. Börnunum
mínum var hún góð frænka og
fylgdist hún með þeim, enda
kölluðu þau hana Möttu frænku.
Elsku Matta mágkona, ég
þakka þér fyrir allar góðu og
skemmtilegu stundirnar. Og
þegar þú kemur yfir til sum-
arlandsins þá taka þeir á móti
þér bræður þínir, Haraldur og
Gunnar. Guð geymi þig. Elsku
Elli minn, Jóhanna, Sigurjón,
Guðlaug, Jón og fjölskyldur.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Rannveig Leifsdóttir.
Mig langar til að minnast
Möttu móðursystur minnar með
fáeinum orðum eða Möttu
frænku eins og ég kallaði hana.
Þar sem ég fæddist á fertugs-
afmælisdaginn hennar var ég
skírð í höfuðið á henni og Ella
eiginmanni hennar. Sem barn og
unglingur átti ég margar góðar
stundir hjá þeim hjónum á
Hörpugötunni og frá þeim tíma
á ég margar ljúfar minningar.
Matta frænka var mjög dugleg
að bjóða mér til sín í „frí“ eins
og hún orðaði það, og mér
sveitastelpunni þótti alltaf mjög
spennandi og mikið til þess
koma að fara til Reykjavíkur í
slíkar ferðir og upplifa eitthvað
nýtt og spennandi. Með Möttu
frænku fór ég til dæmis í mína
fyrstu bíóferð, fyrsta skipti á
veitingahús og í fínar verslanir
svo að eitthvað sé nefnt.
Matta frænka ferðaðist víða
og hún færði mér gjarnan gjafir
þegar heim var komið og sagði
skemmtilegar sögur frá ferðum
sínum. Hún var mjög fróð kona,
gædd góðri kímnigáfu og var
einstaklega handlagin. Hún
prjónaði til dæmis mikið, fékkst
aðeins við að mála og mér þótti
hún hafa ákaflega fallega rit-
hönd. Ég gat dáðst að skrift
hennar tímunum saman og
eyddi miklum tíma í að reyna að
skilja talnaspekina hennar sem
hún skrifaði á stóru umslögin,
en þá ráðgátu náði ég ekki að
leysa. Matta frænka bjó til mjög
góðan mat og átti ekki í neinum
vandræðum með að töfra fram
dýrindis veislur og kræsingar án
mikillar fyrirhafnar, bæði fyrir
sig og aðra.
Ekki er gott að vita hvað nú
tekur við hjá Möttu frænku en
mér þykja orðin „opnast þá veg-
ir í eilífðar geim“ eiga vel við á
stundu sem þessari, en þetta eru
lokaorðin í ljóði sem Matta
frænka gaf mér einu sinni. Það
ljóð hafði Guðlaug, móðir Ella,
ort til hans árið 1935. Um leið
og ég kveð kæra frænku með
söknuði og þakka henni fyrir allt
gamalt og gott, sendi ég Ella og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Matthildur Elísa
Vilhjálmsdóttir.
Matthildur
Sigurjónsdóttir
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
JÓN JÓSEFSSON
flugvirki,
Markarflöt 10,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 7. desember kl. 13.00.
Kristín Gísladóttir,
Brynja Hrönn Jónsdóttir,
Hildur Edda Jónsdóttir, Bragi Smith,
Sverrir Már Jónsson,
Gunnar Hrafn Jónsson,
Helgi Hrannar og Brynjar Orri,
Anna Guðrún Jósefsdóttir,
Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir.
Lokað
Í dag, mánudaginn 5. desember, verða afgreiðsla og
skrifstofa Vegagerðarinnar í Borgartúni lokaðar frá kl.
12.00 á hádegi vegna jarðarfarar AUÐAR EYVINDS.
Vegamálastjóri.
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
geðlæknir,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
sem andaðist sunnudaginn 27. nóvember,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 6. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Margrétar
Oddsdóttur (s. 565 2260) til styrktar skurðlækningum við
brjóstakrabbameini við Landspítala.
Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson,
Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir,
Grétar Örn Guðmundsson, Arndís Huld Hákonardóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURGEIR INGVARSSON,
Geiri í Múla,
fyrrv. kaupmaður,
Selfossi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljós-
heimum mánudaginn 28. nóvember, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 10. desember kl. 13.30.
Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir,
Pálmar Sölvi Sigurgeirsson, Valgerður K. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUNNLAUGSSON
frá Súðavík,
sem lést mánudaginn 28. nóvember, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 7. desember kl. 13.00.
Ólöf Steinunn Einarsdóttir,
Gunnlaugur Magnússon, Valdís Jóna Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Grétar Magnússon,
Svanhvít Magnúsdóttir,
Ægir Magnússon, Anna Bragadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín og systir
HULDA MARGRÉT WADDELL
Guðfræðinemi
sem andaðist á Landspítalanum við
Hringbraut fimmtudaginn 1. desember,
verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 9.desember kl 13.00.
Örn Valsson ( Gulli ),
Systkinni og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn minn-
ingargrein", valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.Formáli | Minning-
argreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn.
Þar koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar