Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. SKINNY handsturtuhaus verð kr. 1.990.- SPRING sturtuhaus kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.- ESPRITE CARRÉ ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400- EMOTION sturtuhaus kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.- STURTUHAUSAR Í ÚRVALI GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI www. tengi.is Fuglalífið við Tjörnina aldrei verra  Ekkert kríuvarp við Tjörnina í sumar  Þær fáu andartegundir sem eru eftir eru við það að deyja út  Fá egg klekjast út og enn færri ungar komast á legg vegna fæðuskorts  Skýrslu skilað fyrir áramót Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is „Fuglalífið við Tjörnina var mjög lé- legt í ár og varpið líka. Það er það versta sem við höfum séð síðan við hófum að vakta hana árið 1973,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð- ingur en hann og Ólafur K. Nielsen vistfræðingur hafa árlega gert úttekt á fuglalífinu við Reykjavíkurtjörn. Þeir eru nú að leggja lokahönd á skýrslu fyrir árið 2011 og ráðgera að skila henni til borgarinnar fyrir ára- mót en slæm staða fuglalífsins í fyrra vakti mikla athygli í sumar. „Það var ekkert kríuvarp við Tjörnina í sumar og varp allra anda var lítið auk þess sem fáir ungar komust upp,“ segir Jóhann Óli. „Gæsin er eini fuglinn sem virðist pluma sig nokkuð vel þarna.“ Hann segir að mikil uppbygging hafi verið í tengslum við fuglalífið á Tjörninni á sjötta áratugnum. Þá hafi verið flutt þangað hundruð anda af nokkrum tegundum og hafi ræktunin staðið fram undir 1970. Nú séu hins vegar aðeins örfáar tegundir eftir og þær séu að deyja út. „Við viljum að þessari þróun verði snúið við og reynt að rækta aftur upp fuglalífið þarna,“ segir Jóhann Óli en að hans mati er þrennt sem útskýrir lélegt varp. Í fyrsta lagi þurfi að gera friðland- ið í Vatnsmýrinni fýsilegra fyrir fuglana. Hins vegar séu uppi áætl- anir hjá Norræna húsinu um að end- urheimta votlendið og girða svæðið af með síkjum og ætti það að auka varp á svæðinu. Í öðru lagi sé mikill fæðuskortur. Ungarnir lifi aðallega á rykmýi fyrstu vikurnar en minna sé af því við Tjörnina en áður. Fá egg klekist út og enn færri ungar komist á legg. „Við höfum stungið upp á því að það verði reynt að fæða fuglana en það hefur ekki gengið upp. Það þýðir ekki að gefa þeim brauð því það er ekki nógu næringarríkt fyrir ungana, þeir þurfa próteinríka fæðu en ekki kolvetni,“ segir Jóhann Óli. Þriðja ástæðan sé ásókn mannsins í svæðið og almennar þrengingar fyr- ir fuglana, eins og hvönnin í Þorfinns- hólma sem gerir það nær ómögulegt fyrir kríuna að hreiðra um sig þar og verpa. „Þetta eru allt smáatriði sem á að vera hægt að leysa.“ „Við erum búin að hafa samband við Nubo og bjóða hon- um að fara með honum í gegnum fjárfestingaumhverfið á Íslandi,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Við töldum að hann hefði farið ansi torvelda leið með því að ætla að fara í jarðakaup sem eru samkvæmt lögum ekki heimiluð. En það eru aðrar leiðir sem eru heimilaðar enda eru erlendar fjárfestingar ekki lokaðar á Íslandi, nema í ákveðnum geirum sem eru orkugeirinn, sjávar- útvegurinn og síðan jarðakaup,“ segir Katrín. Katrín segir að Fjárfestingastofa sjái um slík sam- skipti fyrir ríkisvaldið en slíkar ráðgjafarstofur um fjár- festingar starfi hjá öllum ríkjum heims. Telur Katrín að það hafi einfaldlega verið eðlilegt að bjóða honum þessa þjónustu. Segir ráðherra að Nubo hafi ekki sóst eftir því að tala við hana persónulega en að hún muni ekki neita að hitta hann ef þess verður óskað. mep@mbl.is „Erlendar fjárfestingar ekki lokaðar á Íslandi“  Mun ekki neita að hitta Nubo ef þess er óskað Átján sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina (e. World Wide Friends) frá Japan, Kóreu, Taívan, Rússlandi, Póllandi og Ítalíu heimsóttu jólaþorpið í Hafnarfirði í gær. Að sögn Malgorzötu Myl frá Póllandi, sem hefur umsjón með hópnum, var vilji fyrir því að kynna þeim hvernig Íslendingar halda jólin, enda hefur hópurinn mikinn áhuga á íslenskri menningu. „Þeim þótti jólaþorpið mjög notalegt og voru hrifin af tónlistinni og andrúmsloftinu sem myndaðist í þorpinu. Þau voru þó sammála um að aðeins of kalt væri í veðri,“ segir Malgorzata. „Mér finnst persónulega mjög áhugavert hversu snemma Íslendingar byrja á því að setja upp jólaskreytingar og ég myndi vilja taka siðinn um íslensku jólasveinana þrettán upp í Póllandi.“ Nutu andrúmsloftsins og undirbúnings jólanna Morgunblaðið/Ómar „Það sem við þurfum að gera fyrst og fremst er að vita hvers lags fjárfestingu hann er hugsa um að ráðast í og svo ráðleggjum við honum út frá því, hvar takmarkanir eru í lögum og hvar ekki,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Í samtali við Ríkisútvarpið í gær sagðist hún undrast ummæli Ög- mundar Jónassonar innanrík- isráðherra og að hann skuli dylgja um að menn ætli sér að leið- beina fjárfestum fram hjá ís- lenskum lögum. Undrast ummæli NUBO TÓK JÁKVÆTT Í VIÐRÆÐUR Katrín Júlíusdóttir Ólafur K. Nielsen segir borgaryfirvöld hafa verið skeyt- ingarlaus í garð Tjarnarinnar undanfarin ár og verið lítt um- hugað um að þar þrífist fjölskrúð- ugt líf, líkt og eitt sinn var. „Tjörnin er ekki nátt- úrulegt kerfi heldur er eins og blóma- garður sem þarf að sinna. Það vantar allt ræktunarstarf og eftir- lit þarna og hefur það í rauninni skort í áratugi,“ segir hann. Ólafur bætir við að hann og Jóhann Óli séu orðnir lang- þreyttir á að tala fyrir daufum eyrum. Þeir muni í nýju skýrsl- unni koma með tillögur að endurbótum, líkt og í fyrri skýrslum. „Aðalatriðið er það að ef við viljum hafa þarna fjöl- breytt lífríki, fjölbreytta fugla- fánu, þá þurfum við rækt- unarstarf. Það þarf að hlúa að þessu ef þetta á að dafna.“ Ræktunarstarf aðalatriðið SKORT HEFUR EFTIRLIT Í ÁRATUGI „Alþjóðlegir ráðgjafar sem hafa gert úttekt á starfsemi FME hafa bent okkur á að það sé mikilvægt að launakjör og starfsumhverfi sé með þeim hætti að okkur haldist á starfsfólki í samkeppni við eftirlits- skylda aðila,“ segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjár- málaeftirlitsins, en eins og greint hefur verið frá fóru heildarlaun stjórnarmanna úr 13,5 milljónum króna í 24 milljónir kr. þegar þau voru hækkuð á síðasta ári. Aðalsteinn segir að samkeppni um starfsfólk sé nokkuð sem öll fjármálaeftirlit í heiminum þurfi að glíma við og tíðar breytingar hafi verið á stjórn FME eftir hrun. „Það eru mörg mál sem þarf að vinna og ákvarðanir sem við þurf- um að taka og fást við lögum sam- kvæmt eru íþyngjandi fyrir þá sem málið varðar. Um er að ræða erf- iðar og alvarlegar ákvarðanir sem krefjast mjög mikillar yfirlegu. Gríðarlega mikill tími og hugsun fer í þessa vinnu.“ Miklar breytingar eru fyrirhug- aðar á starfsemi eftirlitsins á næst- unni. Verið sé að leggja niður þau svið sem hafa verið og stofna þrjú ný í staðinn sem á að endurspegla nýja stefnu eftirlitsins. mep@mbl.is Helst illa á stjórnar- mönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.