Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Heimsferðir bjóða beint morgunflug með Icelandair til Munchen í vetur og þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Flestar dagsetnin- gar eru uppseldar, en við eigum nokkur sæti laus 21. janúar á frábærum kjörum. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar á þessum frábæru kjörum! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Austurríkis Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 21. janúar í viku Frá kr. 129.900 með hálfu fæði Síðustu sætin á skíði Verð kr. 149.500 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í viku. Kr. 129.900 vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í viku. til í vetur Margir lögðu leið sína í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í gær þegar hann var í fyrsta sinn opnaður almenningi. Var það gert í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Hannesar Hafstein. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fræddi gesti um sögu bústaðarins en hann var upphaflega reistur á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1882. Var bú- staðurinn fluttur til Reykjavíkur í byrjun 20. ald- arinnar og endurbyggður í núverandi mynd. Ráðherrar bjuggu í húsinu til ársins 1943 en frá þeim tíma hefur húsið verið notað til fund- arhalda og fyrir ýmiss konar móttökur. Ráðherrabústaðurinn opinn almenningi í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ómar Gestir fræddir um sögu Ráðherrabústaðarins Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er algerlega ljóst að þetta er mjög skammsýnisleg ráðstöfun,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, og vísar til frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum og þá þeim lið er snertir breytingar á viðbótarlífeyr- issparnaðarkerfi einstaklinga. En með fyrirhuguðum breytingum verður hámark frádráttarbærra ið- gjalda launþega tvö prósent launa í stað fjögurra líkt og kveðið er á um í núgildandi lögum. Að mati Tryggva Þórs kann þessi lækkun að hafa í för með sér víð- tækar afleiðingar og segir hann þær vera mjög vanhugsaðar. „Við þurf- um sparnað núna, eins mikinn og hægt er,“ segir Tryggvi Þór og bendir á nauðsyn þess að bankakerf- ið búi yfir nægu lánsfjármagni sem nota megi til fjárfestinga og upp- bygginga í landinu. „Við sjálfstæðis- menn leggjumst mjög eindregið á móti þessari ráðstöfun.“ Gæti breytt eftirlaunaaldri Tryggvi Þór segir að um tíma- bundna lækkun sé að ræða en bendir á að hvergi sé minnst á sjálfkrafa hækkun í frumvarpinu á ný að gild- istíma loknum. En slíkt er varhuga- vert að hans mati. Segir Tryggvi Þór ennfremur að komi staða ríkisfjár- mála ekki til með að batna í náinni framtíð kunni slíkt að leiða til hækk- unar á ellilífeyrisaldri einstaklinga. Að auki segir hann breytingarnar til þess fallnar að fólk sitji uppi með minni eftirlaun í framtíðinni en ella og það muni svo auka álagið á al- mannatryggingakerfi. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur langtímaáhrif þessara breytinga ekki verulegar. „Það er ósköp eðli- legt að hafa áhyggjur af sparnaði og það væri auðvitað gott ef við hefðum efni á því að hvetja til hans í ríkari mæli,“ segir Helgi og bætir við að sökum þeirra aðstæðna sem nú eru uppi sé gripið til þessara ráðstafana tímabundið. „Það er hins vegar ekk- ert tilefni til að efast um grundvöll íslenska lífeyriskerfisins […] við höf- um sem betur fer verið forsjálli en margar þjóðir í þessum efnum.“ Aðspurður hvort breytingarnar gætu leitt til hækkunar á ellilífeyr- isaldri segir Helgi svo ekki vera. „Að draga lítillega úr inngreiðslum tíma- bundið mun ekki ráða úrslitum um það atriði,“ segir hann og bætir við að ákjósanlegast væri ef ríkissjóður þyrfti ekki að grípa til aðgerða sem þessara en þær séu óhjákvæmilegar. Breytingar sagðar vanhugsaðar  Tryggvi Þór segir breytingar á fyrirkomulagi viðbótarlífeyrissparnaðar m.a. vera varhugaverðar og að sjálfstæðismenn leggist gegn slíkum áformum  Óhjákvæmilegar aðgerðir, segir stjórnarþingmaður Tryggvi Þór Herbertsson Helgi Hjörvar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta var mjög róleg og auðveld skák,“ segir Dagur Ragnarsson, fjórtán ára skákíþróttamaður, en hann lagði stórmeistarann Friðrik Ólafsson í fjöltefli sem fram fór í Hörpu síðastliðinn laugardag. Það voru Skákskóli Íslands og Skákaka- demía Reykjavíkur sem stóðu fyrir uppákomunni en þar kepptu fram- tíðarskákmenn við stórmeistarann. Dagur segir viðureign þeirra hafa verið einstakt tækifæri,einkum í ljósi þess að Friðrik hefur verið honum fyrirmynd í skákinni frá unga aldri. „Ég hef lesið alla bókina hans og hann hefur verið fyrirmynd mín í skákinni […] þetta var mjög merki- legt.“ Aðspurður hvernig tilfinning fylgdi því að sigra stórmeistara og fyrirmynd sína sagði Dagur hana vera fremur einkennilega. Skákin hefur átt hug hans allan allt frá sex ára aldri og framtíðar- markmiðin eru skýr; „ég stefni að því að verða stórmeistari og fara út að tefla þar sem ég verð vonandi í toppbaráttunni.“ Lagði fyrirmynd sína og stórmeistara í viðureign  Stefnir sjálfur á stórmeistaratit- ilinn í framtíðinni Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Viðureign Dagur Ragnarsson skákíþróttamaður teflir við Friðrik Ólafsson stórmeistara í fjöltefli sem fram fór í Hörpu liðna helgi. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um aðild að skotárás í austurhluta Reykjavíkur 18. nóvember síðast- liðinn, hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð- inn til Hæstaréttar en hann hefur ítrekað komið við sögu lögreglu áð- ur. Þá er talið að hann sé forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws á Ís- landi. Í kjölfar handtöku, síðastlið- inn föstudag, fór fram húsleit á heimili mannsins þar sem lagt var hald á skotvopn sem hann hafði í fórum sér. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er um að ræða afsagaða haglabyssu auk skotfæra. Málið er í rannsókn og er m.a. unnið að því að athuga hvort umrætt skotvopn hafi verið notað við skotárásina í austur- hluta borgarinnar. Síðastliðinn föstudag staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir öðrum karlmanni, sem jafnframt er grunaður um aðild að skotárásinni í austurbæ, en sá var handtekinn 28. nóvember og er hon- um gert að sæta gæsluvarðhaldi til 8. desember nk. Forsprakki Outlaws settur í gæsluvarð- hald til 8. desember Afsöguð hagla- byssa fannst. Í athugasemdum Allianz á Ís- landi um frumvarpið er m.a. tekið dæmi um sjóðsfélaga með 300.000 kr. á mánuði. Þar segir að jafnvel þótt hann hækki hlut- fallið aftur upp í 4% tveimur ár- um síðar muni hann hafa ríflega 900.000 kr. minni eign eftir 40 ára ávöxtunartíma m.v. 3,5% raunvexti en ef engin breyting á viðbótarlífeyrissparnaði yrði gerð. Athugasemd við frumvarp RAUNHÆFT DÆMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.