Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 5. desember, kl. 18, í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Ássgrímur Jónsson Skjálftinn innan ríkisstjórnar-innar er farinn að taka á sig ýmsar myndir, sumar broslegar og aðrar síður.    Árni Páll Árna-son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sem kominn er í skotlínuna hjá Jóhönnu og Stein- grími J., reyndi að þyngja í sér pundið með því að koma sér í drottningarviðtal í Silfri Ríkisstjórnar- útvarpsins og sat þar sællegur á að líta.    Boðskapurinn var síðri og sumtverður að teljast til nýbreytni í samskiptum ráðherra hér á landi, jafnvel ráðherra þessarar sundur- lyndu ríkisstjórnar.    Í umræðum um vilja Kínverja tilað eignast hér gríðarlegt land- flæmi var Árni Páll ómyrkur í máli og taldi vinnubrögð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra hafa verið stórskaðleg. Hann hefði átt að ræða við Kínverjann í stað þess að úrskurða í málinu.    Árni Páll sagði einnig að svonamál ætti að nálgast betur á grundvelli greininga. Hann gerði engar athugasemdir við það að menn hefðu efasemdir um að selja Kínverjum stóran hluta lands, „en ég geri athugasemdir við það að menn komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli kviksagna, flökkusagna og ógeðfelldrar kynþáttahyggju“.    Auðvitað er skiljanlegt að ör-væntingin grípi menn sem finna að þeir eru að missa fótanna á hinu pólitíska svelli, en er líklegt að staða þeirra styrkist með slíkum spjótalögum í garð samráðherra sinna? Árni Páll Árnason Hin breiðu spjótin STAKSTEINAR Ögmundur Jónasson Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -4 skýjað Bolungarvík -5 alskýjað Akureyri -11 alskýjað Kirkjubæjarkl. -3 alskýjað Vestmannaeyjar -1 skýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn -2 snjókoma Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 3 skúrir Lúxemborg 7 skúrir Brussel 8 skýjað Dublin 3 skýjað Glasgow 2 léttskýjað London 8 skúrir París 12 súld Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -8 snjókoma Montreal 6 léttskýjað New York 9 alskýjað Chicago 11 alskýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:56 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:34 15:13 SIGLUFJÖRÐUR 11:18 14:55 DJÚPIVOGUR 10:33 15:03 Ólafur Þórðarson, tónlistar- og út- varpsmaður, lést á Grensásdeild Land- spítalans í gærmorg- un, 62 ára að aldri. Hann hafði legið á sjúkrahúsi síðan 14. nóvember á síðasta ári og aldrei komist til meðvitundar eftir líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu sama dag. Árásarmað- urinn, sonur Ólafs, var í Hæstarétti 6. október síðastliðinn dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir verknaðinn. Ólafur Þórðarson fæddist í Glerárþorpi á Akureyri 16. ágúst 1949, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar og Helgu Sigurð- ardóttur. Tónlist skipaði veigamikinn sess í lífi Ólafs en hann var menntaður tónlistarkennari og mikill djassunnandi. Ólafur átti glæstan feril að baki innan tónlistarheimsins og ber þar hæst stöðu hans í Ríó tríóinu en að auki lék hann með hljómsveitunum Kur- an Swing og South River Band. Þá kom Ólafur jafnframt að fram- kvæmd Djasshátíðar Reykjavíkur sem og Þjóðlagahátíðar Reykjavíkur en einn- ig átti hann þátt í stofnun Létt- sveitar Ríkisútvarpsins. Þá var Ólafur vel þekktur fyrir störf sín á Ríkisútvarpinu þar sem hann stjórnaði djassþætti um árabil. Ólafur lætur eftir sig eig- inkonu, Dagbjörtu Helenu Ósk- arsdóttur, tvo syni og uppeld- isson. Ólafur Þórðarson Andlát Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það var bara greinilega mikil óráðsía þarna og bókhaldið var ekki gott,“ segir Hildur Sólveig Pétursdóttir, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri Írska barsins ehf., sem tekinn var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári. Skiptum lauk um miðjan síðasta mánuð og fundust engar eign- ir á móti kröfum upp á hátt í 148 millj- ónir króna auk áfallinna vaxta og kostnaðar. Aðspurð um upphæðina segir Hild- ur að kröfur séu væntanlega ekki lengi að safnast upp þegar óráðsía sé annars vegar. Mætti ekki í skýrslutöku „Það var ekkert bókhald sem ég gat fengið þarna. Þetta voru bara ein- hverjir strimlar í svörtum pokum,“ segir Hildur. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki veitt upplýsingar um reksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins en ekki mætt þrátt fyrir að vera ítrekað boð- aður meðal annars með ábyrgðar- pósti. Upplýsingar hafi þannig verið mjög takmarkaðar um reksturinn. Hún segir að á kröfufundi hafi eng- inn viljað leggja fram frekari trygg- ingar til þess að hugsanlega væri hægt að rifta einhverju þegar eftir því hafi verið spurt. Því hafi ekki verið annað að gera en að ljúka skiptunum. Bókhaldið strimlar í svörtum pokum Gjaldþrot Háar kröfur voru í þrotabú Írska barsins ehf. „Það er eindreg- in skoðun Af- stöðu að ekki sé þörf á fleiri ör- yggisfangelsum í íslensku fangels- iskerfi, heldur er þvert á móti skortur á opnum úrræðum, þó að vissulega hafi fangelsið á Bitru leyst þar nokk- urn vanda.“ Þetta segir í ályktun stjórnar Afstöðu, félags fanga, og er einnig tekið undir með alls- herjar- og menntamálanefnd Al- þingis um að ekki sé mikil skyn- semi í þeim hugmyndum sem Páll Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, hefur talað fyrir varðandi það að þörf sé á miklum fjölda rýma í öryggisfangelsi á Hólmsheiði. Þá segja þeir allt of litla umræðu hafa farið fram um málið. Fangar ósammála forstjóra sínum Einangrunarklefi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.