Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Björn Halldórsson í Sauðlauksdal er aðal- persóna nýrrar skáldsögu Sölva Björns Sig- urðssonar, Gestakomur í Sauðlauksdal. Heiti bókarinnar er reyndar lengra því fullur titill er Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunar- aðferð og gestakomur í Sauðlauksdal eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó. Í bókinni snýr Björn aftur á heimaslóðir í Sauð- lauksdal, aldurhniginn og blindur, en tíminn hefur ekki slegið á framsæknar hugmyndir hans um nýtingu landsins. Með honum eru tvö ungmenni og síðan birtist óvæntur gestur. Björn ákveður síðan að bjóða til mikillar veislu. Af hverju valdi Sölvi Björn að skrifa skáld- sögu um 18. aldar manninn Björn í Sauðlauks- dal? „Björn er ein af þeim persónum Íslands- sögunnar sem hafa alltaf vakið áhuga minn, án þess að ég hafi almennilega vitað hvers vegna,“ segir Sölvi Björn. „Í fyrra fór ég að lesa bækur hans og heillaðist af stíl hans og honum sem rithöfundi. Mér fannst fyrsti kart- öflubóndinn á Íslandi vera spennandi söguefni. Þannig að það voru nokkrir hlutir sem röð- uðust saman og urðu til þess að ég skrifaði um hann bók.“ Í bókinni talar Björn til hins látna mágs síns Eggerts Ólafssonar, sem er falleg tenging. Fannst þér mikilvægt að Eggert kæmi við sögu í þessari bók? „Tengingin við Eggert er ekkert höfuðatriði í bókinni. Hann er fimmta aðalpersónan en gegnir hlutverki trúnaðarmanns Björns í þeim mikla veisluundirbúningi sem hvílir á honum. Eggert er hans athvarf í öllu þessu vafstri.“ Skemmtilegheit í orðanna hljóðan Lagðistu í mikla heimildarvinnu við gerð bókarinnar? „Ég las flest það sem ég komst yfir um Björn, sem eru reyndar engin ósköp. Það hef- ur ekki verið skrifuð heildstæð ævisaga hans en stuttur æviannáll var ritaður á sínum tíma og ýmsir hafa skrifað stuttar ritgerðir um hann sem hafa birst í safnritum gegnum tíðina. Þetta fann ég bara með grúski á bókasafninu. Ég las líka Ferðabók Eggerts og Bjarna og einnig nokkuð af annálum og ýmsu öðru frá þessum tíma til að ná aldarblænum. Bæði skrifaði Eggert Ólafsson annál og Björn skrif- aði sjálfur Sauðlauksdalsannál og þar er eitt og annað að finna. Þar er að vísu farið hratt yf- ir sögu en maður fær tilfinningu fyrir stórum viðburðum þessa tíma. Mér fannst skemmti- legt að þar eru nefnd skrímsli sem fólk átti að vera dauðhrætt við og ég nýti mér það í sög- unni. Það er líka eitthvað við tungumálið á þess- um bókum sem mér finnst launfyndið. Þar liggja bara svo mikil skemmtilegheit í orðanna hljóðan. Ég skemmti mér vel yfir þessum bók- um og í minni stuttu bók er ég að kinka kolli til þessa tíma. Mér fannst mjög gaman að setja mig í spor 18. aldar manns. Það hefur alltaf verið smáfortíðardraugur í mér og 18. öldin heillaði mig mjög þegar ég fór að skoða hana.“ Þetta er tiltölulega stutt bók, ákvaðstu strax að hafa hana stutta og knappa? „Já, það var alltaf hugmyndin. Það hefði verið hægt að stækka söguefnið og blása það meira út en mér fannst þessi heimur rúmast innan þessa knappa forms.“ Kaldur raunsæismaður en líka mjúkur Í bókinni er það Björn sjálfur sem segir sögu sína og gerir það þannig að manni fer að þykja mjög vænt um hann. Er þetta þín vænt- umþykja sem smitast svona til lesandans? „Í gegnum væntumþykju á bókum Björns fór mér að þykja mjög vænt um hann sjálfan. Hann tilheyrði hópi hugsjónamanna sem höfðu að miklu leyti menntast úti í Danmörku, fluttu framsæknar hugmyndir með sér heim og vildu drífa íslensku þjóðina áfram. Björn virðist hafa verið fremur nútímalegur í hugsun og það kemur manni á óvart hvað hann hefur fram- farakenndar hugmyndir um landbúnað og mikilvægi þess að rækta jörðina. Hann skrifar mikla leiðarvísa um það hvernig bóndi eigi að koma sér upp býli og það er ótrúlegt hvað hann fer út í mikil smáatriði í því sambandi og hvað hann ætlar fólki að leggjast í miklar framkvæmdir. Maður hélt að tól og tæki þessa tíma hefðu ekki boðið upp á miklar stór- framkvæmdir. Þegar hann kom í Sauðlauksdal var þar allt í auðn en hann var fljótur að taka til hendinni. Hann lét sveitunga sína til dæmis hlaða garð af því að hann leit á það verkefni sem þjóðþrifaverk fyrir sveitina. Sveitung- arnir gáfu garðinum nafnið Ranglátur því þeim fannst afar óréttlátt að þurfa að standa í þeirri vinnu án þess að fá borgað fyrir. Leifar af þessum garði standa enn þann dag í dag þannig að þeir hafa greinilega vandað sig við verkið. Björn var í aðra röndina kaldur raunsæis- maður sem vildi nýta öll færi til að fá sem mest út úr öllum í kringum sig og var að einhverju leyti harður húsbóndi. En hann var einnig mjúkur maður og mýktin birtist til dæmis í bókum hans sem bera vott um mikla vænt- umþykju hans til mannlífsins. Hann bar hag landa sinna mjög fyrir brjósti um leið og hann var ákveðinn í því að láta þá ekki komast upp með neinn aumingjaskap.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sölvi Björn Sigurðsson Í gegnum væntumþykju á bókum Björns fór mér að þykja mjög vænt um hann sjálfan. Ég er að kinka kolli til 18. aldar  Björn í Sauðlauksdal er aðalpersónan í nýrri skáldsögu Sölva Björns Sigurðssonar  Gaman að setja sig í spor 18. aldar manns og sú öld heillaði mig þegar ég fór að skoða hana, segir höfundurinn » Björn var í aðra röndinakaldur raunsæismaður sem vildi nýta öll færi til að fá sem mest út úr öllum í kringum sig og var að einhverju leyti harð- ur húsbóndi. En hann var einn- ig mjúkur maður og mýktin birtist til dæmis í bókum hans sem bera vott um mikla vænt- umþykju hans til mannlífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.