Morgunblaðið - 13.12.2011, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 292. tölublað 99. árgangur
SKÍÐAGANGA
ER VAXANDI
ÍÞRÓTTAGREIN GÁFU TÓNINN Á HM
FROSTRÓSIR
KLASSÍK
TÓNLEIKARNIR
STELPURNAR OKKAR ÍÞRÓTTIR HÁTÍÐLEG STUND 32ULLUR Á GÖNGUSKÍÐUM 10
Stúfur kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
dagar til jóla
11
„Það er verið að auka álögur á at-
vinnulífið, sem kemur í veg fyrir að
hægt verði að minnka atvinnuleysið.
Það kemur líka verulega á óvart að
norræn velferðarstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur ætli að skerða raun-
gildi bóta almannatrygginga aldr-
aðra og öryrkja á næsta ári,“ sagði
Birkir Jón Jónsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, sem á sæti í
efnahags- og viðskiptanefnd Alþing-
is, að loknum fundi í gærkvöldi.
Nefndin samþykkti þá tillögur
meirihlutans um breytingar á „band-
orminum“, frumvarpi um ráðstafanir
í ríkisfjármálum. Þar má nefna
skattþrep tekjuskatts, séreignar-
sparnað, auðlegðarskatt og fjár-
sýsluskatt. Nefndin hélt tvo fundi í
gær. Helgi Hjörvar, formaður
nefndarinnar, kvaðst vonast til þess
að önnur umræða um frumvarpið
gæti hafist á Alþingi í dag og sú
þriðja þegar liði á vikuna.
„Það var verið að vinna tillögur
upp á margra milljarða skattlagn-
ingu á hlaupum frammi á gangi með-
an verið var að fresta fundum. Þetta
er náttúrlega óhæfa,“ sagði Tryggvi
Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins. Hann sagði eftir að meta
áhrifin af breytingatillögum til fjár
og því hefði hvorki meirihluti né
minnihluti vitað hver þau yrðu.
Fjárhagsleg áhrif óljós
Bandormurinn afgreiddur til 2. umræðu úr efnahags- og viðskiptanefnd
Minnihluti gagnrýnir afgreiðsluna og segir tillögur unnar á hlaupum
MBandormi breytt í nefnd 2
Tekist á um tillögur
» Minnihluti efnahags- og við-
skiptanefndar fékk tvær breyt-
ingartillögur teknar út í gær.
» Leggja á skatt á hagnað fjár-
sýslufyrirtækja sem er umfram
einn milljarð króna.
Lúsíuhátíð Sænska félagsins verður haldin í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl.
18.30 en 13. desember er Lúsíudagurinn. Urður Björg Gísladóttir, 15 ára,
er Lúsía ársins 2011 og leiðir Lúsíukórinn. Sungið er um heilaga Lúsíu við
kertaljós en fyrirsögnin er tekin úr þýðingu Elsu E. Guðjónsson á ljóðinu.
„Birtir af kertum brátt, blíð mærin eyðir nátt“
Morgunblaðið/Ómar
Hópar stofn-
fjárhafa í fölln-
um sparisjóðum
eru að kanna
lagalega stöðu
sína í kjölfar
dóms Hæsta-
réttar sem
leiddi til þess að
Íslandsbanki
felldi niður eftirstöðvar lána sem
veitt höfðu verið vegna aukn-
ingar stofnfjár í Byr sparisjóði.
Dómurinn nær ekki til þeirra
sem gert höfðu upp lánin, með
eða án fyrirvara, áður en dómur
féll, þótt lánin séu þau sömu.
Hæstaréttarlögmaður telur að
þeir sem greiddu með fyrirvara,
að minnsta kosti, geti krafist end-
urgreiðslu.
Þeir sem notuðu sparifé til að
auka stofnfé eða tóku lán annars
staðar eru í annarri stöðu. Þeir
eru að íhuga möguleika á skaða-
bótamáli vegna útgáfu Byrs á
auknu stofnfé. Stofnfjárhafar í
sparisjóðum víða um land eru
einnig að kanna lagalega stöðu
sína og undirbúa málaferli. » 18
Stofnfjárhafar
kanna stöðu sína
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við reyndum hvað við gátum
fram á síðustu stundu að koma í
veg fyrir þetta,“ segir Halldór
Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, og vísar
þar til áforma stjórnvalda um
breytingar á greiðslu atvinnuleys-
isbóta. Um áramótin á að taka
gildi sú breyting að þeir sem hafa
verið 42 mánuði samfellt á at-
vinnuleysisbótum detta út af skrá í
þrjá mánuði og verða á þeim tíma
að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveit-
arfélaganna.
Gert er ráð fyrir þessari breyt-
ingu í fjárlögum en frumvarp til
breytinga um almannatryggingar
er til meðferðar hjá velferðarnefnd
Alþingis fyrir 2. umræðu.
Sveitarfélögin eru mjög ósátt við
þessi áform en þau fá enga sér-
staka greiðslu frá ríkinu vegna
þessa. Talið er að viðbótarútgjöld
sveitarfélaganna geti numið um
1,5 milljörðum króna. Halldór ótt-
ast að sum sveitarfélög eigi mjög
erfitt með að taka á sig auknar
byrðar. Ljóst sé að einhver önnur
þjónusta geti þurft að víkja.
Að sögn Halldórs er talið að
þessi breyting geti í upphafi snert
um 1.000 manns, flesta í vor þar
sem viðmiðunartíminn var lengdur
úr 36 í 42 mánuði, en á næsta ári
geti sveitarfélögin fengið 4-5 þús-
und manns af langtímaatvinnu-
leysisskrá.
Í frumvarpi velferðarráðherra
segir að á næsta ári muni ríflega
2.100 manns hafa verið lengur á
atvinnuleysisbótum en 42 mánuði
en sveitarfélögin telja þennan hóp
stærri. Atvinnuleysið hefur verið
langmest á Suðurnesjum til þessa,
eða rúm 12% í nóvember sl.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, segir þessar breyt-
ingar geta haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir sveitarfé-
lagið, en hann gerir sér engu að
síður vonir um að þetta verði leið-
rétt.
Sveitarfélög taka á sig 1,5 milljarða
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga tekur við langtímaatvinnu-
lausum í þrjá mánuði á næsta ári Engin greiðsla fylgir með
MErum gapandi hissa »4
Skráð atvinnuleysi í nóvember
var 7,1% en að meðaltali voru
11.348 atvinnulausir í nóvember
og fjölgaði um 430 að meðaltali
frá október eða um 0,3 pró-
sentustig, skv. yfirliti Vinnu-
málastofnunar.
Þeir sem hafa verið atvinnu-
lausir lengur en sex mánuði eru
nú 6.734 talsins og hefur fjölgað
um 68 frá lokum október og eru
um 55% þeirra sem eru á at-
vinnuleysisskrá í lok nóvember.
Þeim sem verið hafa atvinnu-
lausir í meira en eitt ár fjölgar úr
4.491 í lok október í 4.549 í lok
nóvember. »16
Fleiri án vinnu
7,1% ATVINNULEYSI
Hljóðtækni-
nám Tækni-
skólans og
Stúdíós Sýr-
lands er vinsælt
og komast
færri að en
vilja í þriggja
anna námið.
Fjórði árgang-
ur námsins byrjar í janúar og sóttu
64 um að þessu sinni en 16 eru tekn-
ir inn hverju sinni.
Mjög erfitt er að velja úr hópi
umsækjenda, að sögn Valdemars G.
Valdemarssonar, skólastjóra Raf-
tækniskólans. »14
Færri komast að en
vilja í hljóðtækninám