Morgunblaðið - 13.12.2011, Page 12
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Íslensk stjórnvöld hafa um langa
hríð barist fyrir því að í samningum
um aðgerðir í loftslagsmálum sé tek-
ið tillit til kolefnisbindingar vegna
skógræktar, landgræðslu og endur-
heimtar votlendis. Þessir þættir eru
nú teknir með í reikninginn í heild-
arbókhaldi yfir útblástur frá ein-
stökum ríkjum í tengslum við Kýótó-
bókunina en þeir eru á hinn bóginn
ekki hluti af þeim markaði sem er að
verða til með útblástursheimildir á
vettvangi Evrópusambandsins. Hag-
ræna hvata fyrir því að endurheimta
landgæði í þeim tilgangi að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
hefur því vantað og loftslagsráð-
stefnan í Durban í Suður-Afríku sem
lauk um helgina breytti engu þar
um.
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í
umhverfisráðuneytinu og formaður
samninganefndar Íslands á fundin-
um í Durban, segir ekki útilokað að
svo verði síðar. Enginn undirbúning-
ur sé þó hafinn að því.
Í ljósi þess að Íslendingar hafa
ræst fram langstærstan hluta af vot-
lendi á láglendi hafa þeir töluvert
svigrúm til að endurheimta þetta
sama votlendi.
Ísland verður hluti af evrópskum
markaði með losunarheimildir um
áramótin. Hugi segist reikna með að
það muni taka töluverðan tíma að
bæta vísindin í kringum bindingu
kolefnis með endurheimt landgæða
til að hægt sé að setja ávinninginn á
markað. „En ég reikna með að þetta
geti skipt máli fyrir okkur í framtíð-
inni,“ segir Hugi. Það sé þó mikil-
vægt að tillaga Íslands um að tekið
verði tillit til landgræðslu og endur-
heimtar votlendis hafi náð fram að
ganga og þar með séu forsendur til
að koma þessum þáttum inn í við-
skiptakerfi með losunarheimildir.
Hann bendir einnig á að ýmislegt
fleira sé ekki inni í viðskiptakerfum
með losunarheimildir, s.s. útblástur
frá einkabílum. Samdráttur í slíkum
útblæstri hjálpi þó til við að standast
Kýótó-skuldbindingarnar.
Kýótó-kerfið hrundi ekki
Í Durban náðist samkomulag um
að hefja vinnu við nýtt lagalega bind-
andi samkomulag um samdrátt í út-
blæstri. Samningum á að ljúka 2015
og það á að taka gildi 2020. Hugi seg-
ir ljóst að samkomulagið í Durban
gangi ekki nógu langt. Á hinn bóginn
sé mikilvægt að í Durban hafi verið
komið í veg fyrir að það kerfi sem þó
væri við lýði, þ.e. sem tengist Kýótó-
bókuninni, hryndi.
Þótt ekki sé til lagalega bindandi
kerfi á heimsvísu um losun gróður-
húsalofttegunda hafa ríki sett sér
einhliða markmið og tilkynnt þau til
Sameinuðu þjóðanna. Ef ríkin
standa við markmiðin er talið, af sér-
fræðingum SÞ, að það muni leiða
til þess að meðalhiti
verði 3°C hærri en fyrir
iðnbyltinguna en í þess-
um fræðum er jafnan mið-
að við að meiri en
2°C hlýnun leiði til
stórfelldra og óaftur-
kræfra hörmunga.
Telur í bókhaldi
en ekki á markaði
Samkomulagið sem tókst í Durban gengur ekki nógu langt
Morgunblaðið/ÞÖK
Stenst Samkvæmt spá umhverfisráðuneytisins mun Ísland uppfylla markmið Kýótó-bókunarinnar. Um 44% af út-
blæstri eru vegna iðnaðar og efnanotkunar, um 20% frá samgöngum, 14% frá útgerðinni og 12% frá landbúnaði.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Í gær, 12. desember, voru 300 ár
liðin frá fæðingu Skúla Magn-
ússonar landfógeta. Af því tilefni
var opnuð sýningin „Hinar nýju
innréttingar. Skúli Magnússon og
Reykjavík 18. aldar“ á Minjasafni
Reykjavíkur – Landnámssýning-
unni, Aðalstræti 16.
Skúli Magnússon fæddist í Keldu-
nesi í Norður-Þingeyjarsýslu 12.
desember 1711. Hann lést 9. nóv-
ember 1794. Hann er jafnan nefnd-
ur Skúli fógeti enda var hann land-
fógeti Íslands í rúmlega 40 ár.
Hann var einn helsti drifkrafturinn
á bak við stofnun Innréttinganna í
Reykjavík. Skúli hefur stundum
verið nefndur faðir Reykjavíkur.
Þá var hann einn helsti boðberi
upplýsingarinnar á Íslandi.
Stofnað var til Innréttinganna
árið 1751. Starfsemin varð fjölþætt,
tók til jarðræktartilrauna, brenni-
steinsvinnslu, ullarvefsmiðju, lit-
unar, kaðlagerðar, skinnaverk-
unar, skipasmíða og útgerðar svo
það helsta sé nefnt. Starfsemin fór
fram víða um land, en miðstöð
framkvæmdanna var í Reykjavík.
Skúli fékk Viðey til ábúðar og
var Viðeyjarstofa reist sem emb-
ættisbústaður á árunum 1753-55.
Hann lét af embætti landfógeta
1793 og lést ári síðar í Viðey.
Sýning opnuð í tilefni 300 ára afmælis
Skúla Magnússonar landfógeta
Morgunblaðið/Ómar
Skúli fógeti Minnisvarði um Skúla Magn-
ússon er í fógetagarðinum í Reykjavík.
Jólakötturinn 2011 var valinn um
helgina í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum á kattakynningu
Kynjakatta en það voru gestir
garðsins sem kusu. Kynntir voru 13
kettir af nokkrum tegundum.
Kötturinn sem hreppti nafnbótina
Jólakötturinn 2011 var persneski
kötturinn Max en hann er hvítur og
grár á litinn með mikinn og fallegan
feld sem er vel við haldið af eigand-
anum Önnu Maríu Moestrup. Max
minnir lítið á jólaköttinn sem flestir
kannast við og hefur lifað í manna
minnum í kvæðum Jóhannesar úr
Kötlum. Max er nefnilega mjög
vandlátur á mat og drykk og drekk-
ur til að mynda vatn einungis úr
hvítvínsglasi að sögn Önnu Maríu.
Jólaköttur ársins
drekkur einungis
vatn úr hvítvínsglasi
Leikskólakennarar og Félag stjórn-
enda í leikskólum telja þörf á að
grípa til aðgerða til að draga úr há-
vaða í leikskólum. Komið hefur fram
í rannsóknum að hávaði í leikskólum
mælist víða yfir hættumörkum.
„Það er algjörlega óviðunandi að
börn og kennarar búi við skaðlegar
vinnuaðstæður sem geta haft alvar-
legar og langvarandi afleiðingar á
heilsu þeirra,“ segir í ályktun félag-
anna. „Leikskólakennarar og stjórn-
endur eru tilbúnir til þess hér eftir
sem hingað til að að leita lausna á
hávaða í leikskólum og krefjast þess
að rekstraraðilar og skólayfirvöld
axli sína ábyrgð strax.“
Hávaði á leikskólum
Tvö hundruð og fjörutíu ökumenn
voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæð-
inu um helgina í sérstöku umferð-
areftirliti lögreglu. Þrír ökumenn
reyndust ölvaðir og eiga þeir öku-
leyfissviptingu yfir höfði sér. Þrem-
ur til viðbótar var gert að hætta
akstri sökum þess að þeir höfðu
neytt áfengis en voru þó undir leyfi-
legum mörkum. Margir ökumenn
höfðu ekki ökuskírteini meðferðis
en slíkt kostar viðkomandi 5.000 kr.
Þrír voru ölvaðir
STUTT
Hjálpræðisherinn í Reykjavík verð-
ur ekki með jólaaðstoð í ár eins og
síðastliðin ár. Að sögn Sigurðar H.
Ingimarssonar, forstöðumanns
Hjálpræðishersins, er það vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu sem þessi
ákvörðun var tekin.
„Síðasta ár var erfitt að mæta
allri þörfinni, þar sem útdeilt var
matargjöfum allt árið sem að lokum
tæmdi sjóðinn sem ætlaður var til
hjálpar,“ segir Sigurður. Í staðinn
hefur Hjálpræðisherinn ákveðið að
vinna í samstarfi við aðra sem sinna
hjálparstörfum og styrkja önnur
hjálparsamtök með ýmsum hætti.
Um 200 manns í jólamat
Eitt af stóru verkefnum Hjálp-
ræðishersins um jólin er jólamat-
urinn á aðfangadag og verður höf-
uðáhersla lögð á hann. Klukkan 18
á aðfangadag koma yfirleitt um 200
manns í mat til Hjálpræðishersins
og koma þar margir sjálfboðaliðar
við sögu að sögn Sigurðar.
„Við erum þakklát öllum þeim
fyrirtækjum sem styrkja okkur í
þessu, en samt erum við á mörgum
stöðum í bænum með svokallaða
jólapotta.“ Í pottana er safnað
framlögum og er allt sem þannig
safnast eyrnamerkt velferðarstarfi
Hjálpræðishersins, sem snýst ein-
göngu um að gefa mat.
„Draumastaðan okkar er að sjálf-
sögðu að þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af því að hafa ekki næga peninga
til að geta hjálpað til,“ segir Sig-
urður. „Aðaltakmark okkar er að
geta veitt alhliða umhyggju, sem er
okkar slagorð.“
Ekki með jólaaðstoð
Erfið fjárhagsstaða hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík
Ríkiskaup mun sjá um uppboð á
þeim losunarheimildum sem Ís-
landi verður úthlutað í við-
skiptakerfi Evrópusambandsins
með losunarheimildir gróð-
urhúsalofttegunda. Ísland tekur
þátt frá og með 2012 en kerfið
mun fyrst í stað einungis taka
til flugstarfsemi.
Tvö íslensk flugfélög munu
falla undir viðskiptakerfið, þ.e.
Icelandair og Flugfélag Íslands.
Önnur flugfélög eru ýmist of lít-
il eða eru með meginhluta starf-
semi sinnar utan EES en það á
við um Atlanta og Bluebird
Cargo.
Gert er ráð fyrir að fram til
ársins 2020 verði 85% los-
unarheimilda í bandalaginu út-
hlutað endurgjaldslaust til flug-
rekenda en 15% boðnar upp.
Frá 2013 nær viðskiptakerfið
einnig til staðbundins iðnaðar.s.
ál-, járnblendi- og steinullar- og
fiskimjölsframleiðslu.
Flugið fellt
inn í kerfið
UPPBOÐ ÁRIÐ 2012
Matarsendingar
til útlanda
Láttu okkur sjá um
alla fyrirhöfnina –
útvega vottorð,
pakka og senda.
Evrópa: 19. desember
USA og Kanada: 19. desember
Önnur lönd: 19. desember
Síðustu dagar til að senda
jólamat til útlanda fyrir jól
KL
AS
SÍS
KT Á JÓLUNUM
B
R
E
G
ST
A L D R E I M E Ð
N Ó
AT
Ú
N
I
www.noatun.is