Morgunblaðið - 13.12.2011, Page 15
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Birna Guðrún Konráðsdóttir
Borgarfjörður
Mikið var um um dýrðir í Stafholti
í Borgarfirði 4. desember sl. Bar-
áttumál sóknarbarna var í höfn,
presturinn var að flytja heim eftir
þriggja ára fjarveru. Kirkjan var
troðfull af fólki og biskup Íslands,
Karl Sigurbjörnsson, heiðraði söfn-
uðinn með heimsókn sinni.
Það var árið 2008 að sr. Elínborg
Sturludóttir tók við embætti prests
í Stafholtsprestakalli af sr. Brynj-
ólfi Gíslasyni sem þjónaði hafði
söfnuðinum í nær fjörutíu ár. Af
nægjusemi hafði sr. Brynjólfur og
hans fjölskylda búið í íbúðarhúsinu
sem síðustu árin í hans prestskap
var þó orðið óíbúðarhæft. Var nýi
presturinn því fluttur í leigu-
húsnæði í Borgarnesi. Sóknarbörn
vildu ekki una þessu fyrirkomulagi
til frambúðar, hófu undir-
skriftasöfnun í prestakallinu, áskor-
un til kirkjuyfirvalda um að byggt
yrði nýtt íbúðarhús í Stafholti.
Gamla húsið verður líklega
rifið á nýju ári
Óskir sóknarbarna og prests
hafa nú ræst, staðurinn setinn að
nýju og sóknarpresturinn kominn
heim.
Stafholt er í Vesturlandspró-
fastsdæmi og þar hafa ekki verið
byggð mörg prestssetur undanfarin
ár. Líklega er um hálf öld síðan
sérstaklega var byggt íbúðarhús
fyrir prest í prófastsdæminu þótt
íbúðarhús hafi verið keypt sem
prestssetur.
Gamla húsið í Stafholti var byggt
árið 1938 og mun að líkindum
verða rifið á nýju ári en prestar
hafa setið staðinn nærri óslitið síð-
an á tólftu öld.
Biskup bað staðnum og
sóknarbörnum blessunar
Gleðiathöfnin hófst með guðs-
þjónustu í Stafholtskirkju þar sem
Karl Sigurbjörnsson biskup prédik-
aði. Hann óskaði prestsfjölskyld-
unni og sóknarbörnum til hamingju
með uppbygginguna og nýja
prestssetrið í prédikun sinni, bað
staðnum og sóknarfólki öllu Guðs
blessunar.
Að messu lokinni var haldið heim
í nýja prestsbústaðinn þar sem for-
ráðamenn JS Skjanna afhentu hús-
ið formlega en það var fyrirtæki
Eiríks Ingólfssonar, EJI í Borg-
arnesi, sem sá um bygginguna sem
undirverktaki JS Skjanna. Prófast-
urinn í Vesturlandsprófastsdæmi,
sr. Þorbjörn Hlynur Árnason,
sóknarprestur á Borg, blessaði síð-
an húsið.
Fyrir hönd sóknarbarna presta-
kallsins þakkaði Jón G. Guðbjörns-
son Lindarhvoli biskup Íslands fyr-
ir hans þátt í uppbyggingunni og
bað fyrir þakkir og kveðjur til
kirkjuráðs sem heimilaði bygg-
inguna.
Sóknarbörn í Stafholtsprestakalli
lögðu á það áherslu, þegar nýr
prestur var ráðinn, að þeim góða
sið væri haldið í prestakallinu að
bjóða í kaffi eftir messu. Svo hefur
orðið og þennan dag var engin und-
antekning á, borðin í nýja prests-
setrinu svignuðu undan veisluföng-
um.
Höfðu sóknarbörn á orði að nú
væri sannkallaður gleðidagur í
Stafholti og buðu prestinn sinn
hjartanlega velkominn heim.
Gleðidagur í Stafholti
eftir langa baráttu
Gleðidagur í Stafholti Nýja prestsetrið í Stafholti er hannað af Sigríði Sig-
þórsdóttur frá Einarsnesi. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason blessaði húsið.
Prestssetrið tekið í
notkun, hið fyrsta sem
byggt er á Vesturlandi
í nærri hálfa öld
Haminguóskir
» Sóknarpresturinn í Staf-
holti, sr. Elínborg Sturludóttir,
er fluttur á prestssetrið eftir
þriggja ára fjarveru.
» Biskup Íslands, Karl Sig-
urbjörnsson, óskaði prestsfjöl-
skyldunni og sóknarbörnum til
hamingju með uppbygginguna
og bað staðnum og sóknarfólki
öllu Guðs blessunar.
Morgunblaðið/BGK
Hátíð Sr. Elínborg Sturludóttir og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í
hátíðarguðsþjónustu í Stafholtskirkju í Borgarfirði.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Munið að
slökkva á
kertunum
Hafið hæfilegt bil
á milli kerta,
almenn viðmiðun
er að hafa a.m.k.
10 cm bil
á milli kerta
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Pakki á pakka
Fallegt pakkaskraut hannað af Arca
Design Island. Aðrir sem standa að
þessu eru Lógóflex og Markó- Merki.
Jólatréð verður selt á 500 kr.
hjá Arca design, Grímsbæ við
Bústaðaveg og fer öll upphæðin
óskipt til stuðnings
Fjölskylduhjálpar Íslands.