Morgunblaðið - 13.12.2011, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Stuttar fréttir ...
● Fjárfestar virðast
síður en svo sann-
færðir um að það
samkomulag sem
leiðtogar Evrópu-
sambandsins náðu
um liðna helgi dugi
til að leysa þann
djúpstæða skulda-
vanda sem evru-
svæðið glímir við
um þessar mundir.
Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu
lækkuðu umtalsvert á mörkuðum í gær.
DAX-vísitalan í Þýskalandi lækkaði mest,
eða um ríflega 3,15%. CAC-vísitalan í
Frakklandi lækkaði hins vegar um 2,39%
og FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi
lækkaði um 1,5%. Sama var upp á ten-
ingnum á hlutabréfamörkuðum vest-
anhafs og lækkaði gengi S&P 500-
vísitölunnar um meira en 1,5% við opnun
markaða.
Gengi evrunnar lækkaði að sama skapi
töluvert og var tæplega 1% lægra gagn-
vart Bandaríkjadal við lok viðskipta í Evr-
ópu í gær.
Áhættuálagið á spænsk og ítölsk rík-
isskuldabréf hækkaði sömuleiðis. Ávöxt-
unarkrafan á tíu ára ítölsk ríkisskuldabréf
hækkaði um 27 punkta – úr 6,36% í
6,57%. Skuldastaða ítalska ríkisins er á
mörkum þess að vera ósjálfbær miðað
við slíkan fjármögnunarkostnað.
Fjárfestar bregðast fá-
lega við tillögum ESB
Þýska kauphöllin.
● Það sem af er þessu ári hefur velta á
fasteignamarkaði verið 126,3 milljarðar
króna, en var 76,5 milljarðar á sama
tímabili í fyrra. Gerðir hafa verið 4.345
samningar en þeir voru 2.729 í fyrra.
Þetta er samkvæmt tölum frá Þjóð-
skrá. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 2. desember til og
með 8. desember var 105. Þar af voru
77 samningar um eignir í fjölbýli og 18
samningar um sérbýli. Heildarveltan var
3.104 milljónir króna og meðalupphæð
á samning 29,6 milljónir króna.
Velta á fasteignamark-
aði aukist á milli ára
Fjárhagsstaða Haga er betri sem
nemur ríflega 510 milljónum króna í
kjölfar endurútreiknings Arion banka
á gengistryggðum lánum félagsins að
því er fram kemur í viðauka við
skráningarlýsingu Haga sem félagið
birti síðasta föstudag.
Greinendur sem Morgunblaðið
ræddi við eru sammála um að það sé
óheppilegt að slíkar fjárhagsupplýs-
ingar hafi ekki legið fyrir áður en
hlutafjárútboðið fór fram. Líklegt má
telja að hægt hefði verið að fá hærra
verð á hlut í úboðinu sökum betri fjár-
hagsstöðu félagsins en áður hafði leg-
ið fyrir. Hins vegar er ljóst að sá aðili
sem ber skarðan hlut frá borði er
fyrst og fremst seljandi bréfanna, Ar-
ion banki.
Við lok fyrri hluta yfirstandandi
rekstrarárs Haga nam handbært fé
félagsins um 1.800 milljónum króna.
Endurútreikningur Arion banka á
gengistryggðum lánum Haga bætir
því þá stöðu umtalsvert og veitir fyr-
irtækinu svigrúm til að greiða hraðar
niður skuldir félagsins.
Í hlutafjárútboði Haga, sem fram
fór 5.-8. desember, var áttföld um-
framspurn eftir bréfum í félagið og
því óhjákvæmilegt að áskriftir yrðu
skornar niður. Fjárfestum sem
skráðu sig fyrir kaupum að andvirði
25-500 milljónir króna var úthlutað
bréfum fyrir 1,5-90 milljónir króna.
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsinga-
fulltrúi Arion banka, segir í samtali
við Morgunblaðið að einu aðilarnir
sem fengu að kaupa hlut að andvirði
90 milljónum króna – sem er 18% af
500 milljónum – hafi verið lífeyris-
sjóðir og aðrir sjóðir í almannaeigu.
Aðrir aðilar sem töldu sig hafa sam-
bærilega fjárfestingagetu – bæði ein-
staklingar og fyrirtæki – fengu hins
vegar aðeins 6% af þeirri upphæð
sem þeir skráðu sig fyrir í útboðinu.
Aðspurður hvort sú aðferðafræði
gangi ekki í berhögg við markmið
seljandans um dreifða eignaraðild
segir Haraldur svo alls ekki vera og
bendir á að þúsundir einstaklinga
standi að baki lífeyrissjóðum og verð-
bréfasjóðum.
Fjárhagsstaða Haga batn-
ar um 510 milljónir króna
Morgunblaðið/Ómar
Útboð Lífeyrissjóðir og aðrir sjóðir í almannaeigu voru einu aðilarnir sem
fengu úthlutað bréfum að andvirði 90 milljón króna í útboði Haga.
Lífeyrissjóðir
fengu að kaupa
mest í útboði Haga
Hu Jintao, forseti
Kína, hefur lofað
að auka innflutn-
ing til Kína í þeim
tilgangi að ýta
undir heims-
viðskipti. Hann
sagði þetta í ræðu
sem hann flutti í
tilefni þess að 10
ár eru liðin frá
því að Kína fékk aðild að Heims-
viðskiptastofnuninni, WTO.
Hu sagði að hann vænti þess að
innflutningur til Kína myndi aukast
um átta billjónir dollara árlega (átta
milljón milljónir) á næstu fimm ár-
um.
Heimsviðskipti hafa dregist sam-
an á þessu ári vegna samdráttar í
Evrópu, en í Evrópu er mikilvægasti
markaður fyrir kínverskar vörur.
Kínverjar selja miklu meira út til
Evrópu en Evrópa flytur inn til
Kína. Hu hét því í ræðunni að koma
á meira jafnvægi í viðskiptum milli
Kína og helstu viðskiptalanda.
Hu Jintao
Lofar að
auka inn-
flutning
Matsfyrirtækið
Moody’s tilkynnti
í gær að það ætl-
aði á fyrsta árs-
fjórðungi næsta
árs að endur-
meta lánshæf-
ismat Evrópu-
sambandsríkj-
anna. Ákvörð-
unin kemur í kjölfar leiðtogafundar
ESB í síðustu viku þar sem mistókst
að ná fullri samstöðu um aðgerðir
til að taka á skuldakreppunni.
Ákveðinnar taugaveiklunar gæt-
ir á mörkuðum eftir að Bretar
ákváðu að taka ekki þátt í sam-
komulagi ESB-ríkja. Standard &
Poor’s varaði við því í síðustu viku
að fyrirtækið kynni að lækka láns-
hæfismat evruríkja.
Lánshæfi
ESB-ríkja
Moody’s endur-
skoðar lánshæfið
David Cameron
Óttinn við atvinnuleysi er mjög vax-
andi í heiminum. Spilling og fátækt
eru enn efst á listanum yfir það sem
fólk hefur mestar áhyggjur af, en
atvinnuleysi var nefnt af 18% af
þeim 11.000 manns sem tóku þátt í
könnun BBC World Service í 23
löndum. Þegar könnunin var fyrst
gerð árið 2009 voru það ekki nema
3% sem nefndu atvinnuleysi. Á
Spáni var óttinn við atvinnuleysi
mestur, en 54% Spánverja höfðu
áhyggjur af því.
Spilling er samt áfram á toppi
listans en um fjórðungur þátttak-
enda í könnuninni hafði gert hana
að umræðuefni síðustu fjórar vik-
urnar áður en könnunin var gerð.
Þónokkur munur var á áhyggjum
fólks af því hvort um þróuð eða þró-
unarríki var að ræða. Hlýnun jarð-
ar var ekki mesta áhyggjuefnið hjá
neinum nema Bretum og Þjóð-
verjum.
Í Bandaríkjunum, Frakklandi og
Japan voru efnahagsaðstæður í
heiminum aðaláhyggjuefnið á með-
an í ríkjum eins og Nígeríu, Ind-
landi, Tyrklandi, Indónesíu og Perú
var spilling aðaláhyggjuefnið.
Í löndum eins og Kína, Rússlandi,
Kenía og Filippseyjum var aðal-
áhyggjuefnið hækkandi matar- og
orkuverð. borkur@mbl.is
Óttinn við atvinnu-
leysi mjög vaxandi
Máttleysi Víða um heim hafa áhyggjur af atvinnuleysi aukist undanfarið.
Skráð atvinnuleysi í nóvember var
7,1%, en að meðaltali voru 11.348 at-
vinnulausir í nóvember. Í október var
skráð atvinnuleysi 6,8% og fjölgaði at-
vinnulausum um 430 að meðaltali frá
október eða um 0,3 prósentur sam-
kvæmt því sem fram kemur í skýrslu
Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi,
sem gerð var opinber í gær.
Fram kemur í skýrlsunni, að yfir-
leitt versni atvinnuástandið frá nóv-
ember til desember, m.a. vegna árs-
tíðasveiflu. Í desember 2010 var
atvinnuleysi 8%, en 7,7 % í nóvember
2010. Vinnumálastofnun áætlar að at-
vinnuleysið í desember 2011 aukist
lítils háttar og verði á bilinu 7,2
%-7,4%.
Körlum á skrá fjölgaði um 322
Körlum á atvinnuleysisskrá fjölg-
aði um 322 að meðaltali og konum um
108. Atvinnulausum fjölgaði um 168 á
höfuðborgarsvæðinu en um 262 á
landsbyggðinni. Atvinnuleysið var
7,9% á höfuðborgarsvæðinu en 5,7% á
landsbyggðinni. Mest var það á Suð-
urnesjum, 12,3%, en minnst á Norð-
urlandi vestra, 2,6%. Atvinnuleysið
var 6,9% meðal karla og 7,3% meðal
kvenna.
Alls var 2.021 erlendur ríkisborgari
án atvinnu í lok nóvember, þar af
1.186 Pólverjar eða um 59% þeirra út-
lendinga sem voru á skrá í lok mán-
aðarins. Flestir atvinnulausra er-
lendra ríkisborgara voru starfandi í
byggingariðnaði eða 405.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir
lengur en sex mánuði eru nú 6.734 og
fjölgar um 68 frá lokum október og
eru um 55% þeirra sem eru á atvinnu-
leysisskrá í lok nóvember. Þeim sem
verið hafa atvinnulausir í meira en ár
fjölgar úr 4.491 í lok október í 4.549 í
lok nóvember.
Atvinnulausum fjölgaði um 430 á milli október og nóvember
Skráð atvinnuleysi í
nóvember mældist 7,1%
Morgunblaðið/Golli
Skýrslan Fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi hafi
ekki mælst meira á Íslandi í sex mánuði, en það gerði nú í nóvember.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/0-1
++0-2.
.+-.,2
.3-40
+5-43.
+./-1,
+-41.2
+/2-/5
+4/-1/
++,-45
+/0-54
++0-50
.+-140
.3-0.+
+5-441
+./-54
+-410,
+/4-2.
+4/-/.
.+4-0/,1
++,-/4
+/5-.
++5-+
.+-2+/
.3-0/.
+5-032
+.,-++
+-42+2
+/4-,5
+4,-.0
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á