Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 33

Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 33
Innblásinn Spurning hvort Bakkus sé aðalinnblástur Kemp. Í það minnst a kemur hann mikið við sögu. Það ætlar að verða seintsem ég læri af reynslunniog fer að hlusta á það semfólkið á netinu segir. Þeir sem tjá sig um hluti eins og bíó- myndir og tónlist hafa oft eitthvað til síns máls. Ég virti hins vegar skoðanir þessa fólks að vettugi og byggði mér góða trú og nokkrar væntingar sem brotnuðu á nokkr- um korterum og urðu að engu. Ég fór sem sagt í bíó og sá The Rum Diary og það er lífsreynsla sem ég hefði viljað vera án. Ekki það að ég gráti þessa upplifun sem tvo og hálfan tíma af lífi mínu sem ég fæ aldrei aftur heldur hefði ég alveg getað nýtt þá í eitthvað ann- að. Þessi ræma gerist í Púertó Ríkó árið 1960 og það fyrsta sem við sjáum er Kemp (Depp) helþunnur á hótelherbergi. Hann er óútgefinn rithöfundur sem hefur gefist upp á að reyna að finna röddina sína og hefur því snúið sér að blaða- mennsku. Hann flytur til eyjarinnar til að hefja störf við blað sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri og er strax úthlutað ómerkilegum íhlaupastörfum sem honum finnst sér ekki samboðin. Hann kynnist Sala (Rispioli), ljósmyndaranum á blaðinu, og þeir fara að brasa eitt og annað í samkrulli við Moburg (Ribisi) sem er með áhugaverðari persónunum í myndinni. Hann er ógeðslega til fara, örlagafíkill með nasískar sálarflækjur og Hitlers- blæti. Þeir félagar eru gjarnir á að koma sér í vandræði víðsvegar um eyjuna og eru meira eða minna full- ir, nema þá helst þegar þeir eru þunnir. Kemp kemst fljótlega í kynni við misjafna menn, kaup- sýslumenn sem hafa í hyggju að græða á tá og fingri með því að stjórna umfjöllun um verkefnin sem þeir vinna, og þar kemur áhuga- verða nálgunin. Að vissu leyti mætti líta á þessa mynd sem merki- lega ádeilu á fjármálamarkaðina og auðvaldsstefnuna sem viðgengst þar en sú hugmynd náði ekki að dvelja lengi í huganum. Helsti vald- ur þess er væntanlega sá að sagan er skrifuð í kringum 1960 og þeir viðskiptahættir sem fjallað er um vel þekktir í dag, þó svo þeir séu fordæmdir. Myndin átti vissulega góða spretti en þeir voru fáir, skamm- vinnir og gisnir og langt frá því að ná að bera myndina uppi. Hún er byggð á bók eftir Hunter S. Thom- son og eftir að ég kynnti mér málið lauslega held ég það það geti ekki verið að einni einustu blaðsíðu hafi verið sleppt. Uppbygging mynd- arinnar var frekar bókarleg og lyk- ilatriði kvikmyndahandrita, svo sem uppbygging, flétta, hvörf og lausn, víðs fjarri. Þegar farið var að nálg- ast tveggja og hálfs tíma setu í bíóinu var ég orðinn tvístígandi (þó svo ég hafi setið á óæðri endanum). Mér reiknaðist til að nú væri að koma tími á að myndin færi að klárast en ég sá engin merki þess að það væri að gerast fyrr en allt í einu að menn kvöddust og Kemp sigldi inn í sólarlagið. Mér fannst þetta alveg stórundarlegt. Mér finnst að á tveimur tímum af jafn- innihaldslítilli ræmu sé algjört lág- mark að klára söguþráðinn en um leið var ég hálfpartinn feginn því að hún væri búin. Í fáum orðum; lang- dregin mynd með undarlega upp- byggingu og eiginlega alveg enda- laus. Langdregin drykkja Laugarásbíó og Borgarbíó The Rum Diary bbnnn Leikstjóri: Bruce Robinson. Aðalleikarar: Johnny Depp, Michael Rispioli og Giovanni Ribisi. Bandaríkin, 2011, 120 mín. HJALTI ST. KRISTJÁNSSON KVIKMYNDIR MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 Það verður ekki annað sagten Bjarni Bernharður séástríðufullt skáld og af-kastamikið. Það er varla hálft ár síðan hann gaf út ljóðabók og nú er komin önnur sem hann nefnir Heimsósómaljóð. Á hitt er að líta að líkt og oft áður, þegar mikið er skrifað, er viðbúið að niðurstaðan verði misjöfn að gæðum. Fyrstu ljóð bókarinnar eru fínlega spunninn óður til ljóðsins. Margt er þar vel ort og þekkilega. Ljóðið er brothætt og nakið, það er „gullinn þráður / á hvítri örk // fíngerður orðavefur // táknmynd / sem hrópar í þögn“. Í þessum hluta bókarinnar er höfundurinn trúr þessari lýsingu. Ljóð hans eru haganleg myndsmíð og hann virðir að mestu hið brot- hætta eðli ljóðsins sem þó hefur svo mikinn endurnýjunarmátt: Ljóð opna dyr lýsa og verma falla í gleymsku birtast splunkuný. Svo er eins og Bjarna Bernharði sé nóg boðið. Það hleypur í hann hrópandi og vandlætari. Oft hefur Bjarni ort ágæt ljóð full með þjóð- félagsgagnrýni og drepið á ýmsar meinsemdir samfélagsins. En nú reisir hann sjálfum póstmódernism- anum níðstöng í nokkuð langri ádrepu og ég er það mikil tepra að mér finnst það ekki alltaf smekk- legur skáldskapur þó að ég geti í sjálfu sér verið sammála ýmsum gagnrýnisatriðum Bjarna. Hann hefur svo sem engar fyrirætlanir í þá veru að vera þægilegt skáld eða að virða borgaralegar dyggðir. Í lokahlutanum er þjóðfélagsrýnin sett fram á öllu skaplegri máta og líkist orðræðan á kafla meira spá- dómsritum en nokkru öðru. Honum finnst framtíðin fremur daufleg, kvartar undan orðkúluhríð fjölmiðla, þrasi og fjasi um ekki neitt. Hann gagnrýnir veraldarhyggjuna og spyr háleitra spurninga um tilveruna. Einhvern veginn finnst mér þó skáldskapur Bjarna í þessari bók ósamstæðari og mótsagnafyllri en í mörgum fyrri bókum hans. Ef til vill liggur honum of mikið á hjarta um þessar mundir til fága skáldskapinn í anda sýnar sinnar á ljóðið. Mér finnst hann stundum hafa ort betur. Ljóð Heimsósómaljóð bbmnn Bjarni Bernharður. Egoútgáfan. 2011, 48 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Ljóðið og vandlætingin MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 750kr. - 3D 1.000kr. HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L PUSS IN BOOTS Enskt tal kl. 10:10 3D L A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:40 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 9:20 2D VIP THEHELP kl. 8 2D L TOWERHEIST kl. 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 10:45 2D 16 / ÁLFABAKKA HAROLD & KUMAR kl. 5:40 - 8 - 10:10 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:40 3D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:40 2D L AGOODOLDFASHIONEDORGY kl. 8 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:40 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl.8 -10:30 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 10:20 2D 14 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 - 10:10 3D 16 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10 2D 16 THEHELP kl. 7 2D L BANGSÍMON kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L PUSS IN BOOTS Enskt tal kl. 8 3D L TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:40 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 10:10 2D 12 HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 - 10 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 6 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 6 2D L AGOODOLDFASHIONEDORGY kl. 10 2D 16 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI SEEKING OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI KLIKK AÐAS TA GR ÍNMY ND ÁR SINS BELLA ER Í LÍFSHÆTTU OG EDWARD OG JACOB ÞURFAAÐ SAMEINA KRAFTA SÍNA EF ÞEIR ÆTLA BJARGA LÍFI HENNAR 100/100 „MERRILY OUTRAGEOUS, OVER-THE-TOP FUN“ -ENTERTAINMENT WEEKLY FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „NIÐURSTAÐAN ER SVO FYNDIN OG AÐLAÐANDI AÐ ÁHORFENDUR HLJÓTA AÐ FALLA FYRIR ÞESSUM KATTAHEIMI“ -BOXOFFICE MAGAZINE HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH MÖGNUÐ ÞRÍVÍDDARMYND SÝND Í KRINGLUNNI STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 6 2D L SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16 TOWERHEIST kl.5:50-8-10:20 2D L WHAT́ SYOURNUMBER kl. 8 2D LSÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 10. DES kl.18:00 bein útsending 14. des kl. 18:00 endurflutt Faust Gounod Faust Jonas Kaufman Marguerite Marina Poplavskaya Méphistophélés René Pape Conductor Yannick Nézet-Séguin ENDURFLUTT 14. DES KL. 18:00 á 3D sýning ar1000 kr. á 3D sýning ar1000 kr. Til boð 750 kr. á 3D sýning ar1000 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. NÝIR MATREIÐSLUÞÆTTIR Í MBL SJÓNVARPI! UNDIR 2.000 KR. MATUR FYRIR FJÓRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.