Morgunblaðið - 24.12.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég
var nýkominn af sjónum þegar
starfsmenn DAS höfðu samband. Ég
hafði aldrei unnið neitt hjá þeim áð-
ur,“ segir færeyski sjómaðurinn Ról-
ant Poulsen um þau óvæntu tíðindi
er honum var tilkynnt um tæplega
19 milljóna króna vinning í happ-
drætti DAS.
Borgarstjóri til sjós
Poulsen er jafnframt borgarstjóri
eins og það heitir upp á færeyska
vísu í Eiði, 669 manna bæjarfélagi á
Austurey í Færeyjum. Hann er þjóð-
þekktur í Færeyjum, meðal annars
vegna formennsku sinnar í Línu-
skipum, félagi færeyskra línuskipa-
útgerða.
Hann hafði árum
saman keypt miða
hjá DAS þegar
stóri vinningurinn
kom í hans hlut á
reikningsnúmerið
60076.
Dregið var um
18,9 milljónir
króna að þessu
sinni og var aðalvinningurinn Toyota
Avensis-bifreið á einfaldan miða, eða
Toyota Land Cruiser 150-jeppi á
tvöfaldan miða.
Nýr bíll kæmi sér vel
„Ég átti tvöfaldan miða og get val-
ið um að fá jeppann eða taka vinn-
inginn allan út í reiðufé. Þetta er svo
nýskeð að ég hef enn ekki ákveðið
mig. Þetta er enn að síast inn. Ég á
þrettán ára gamlan skrjóð og það er
kannski kominn tími til að endur-
nýja,“ sagði Poulsen léttur í bragði.
Poulsen er mikill Íslandsvinur.
Hann hefur verið í siglingum í ára-
tugi og lýsir síðustu sjóferðinni svo:
„Við vorum í stórsjó á Íslands-
miðum. Ölduhæðin náði 25 metrum.
Ég hef sjaldan eða aldrei lent í öðru
eins. Svo kemur maður heim og fær
þessi tíðindi.“
– Hvernig brást eiginkonan,
Magnina, við tíðindunum?
„Hún fékk vægt áfall,“ segir
Poulsen og hlær.
Íslendingar eru bræðraþjóð
Hann þagnar síðan og vill koma
þakklæti sínu á framfæri.
„Ég er undrandi og glaður að hafa
unnið stóra vinninginn, ekki síst þar
sem hann kemur frá bræðraþjóð
okkar í vestri. Íslendingar eru okkar
nánustu vinir og ættingjar meðal
þjóða. Ég hef fiskað við Íslands-
strendur síðan 1964 og hef ekkert
nema gott að segja um Ísland og
fólkið sem þar býr. Vil ég nú endur-
taka þakklæti mitt og óska Íslend-
ingum gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs,“ segir Poulsen og færir
vinum á Íslandi sínar bestu kveðjur.
Greiða með gíróseðlum
Að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðs-
sonar, forstjóra Happdrættis DAS,
var Færeyingum boðið að spila með
árið 1996 og hafa þeir tekið þátt síð-
an. Heitir happdrættið Happadrátti
DAS á færeysku.
Fer þátttakan þannig fram að
Færeyingar kaupa miða með gíró-
seðlum sem þeir fá senda mán-
aðarlega. Hafa þeir fengið marga að-
alvinninga auk smærri vinninga í
þessi 16 ár.
Heppni Færeyinga í happdrætt-
inu er eftirtektarverð því íbúafjöldi
landsins stendur nú í tæpum fimm-
tíu þúsundum.
Færeyskur sjómaður og borgarstjóri vann aðalvinning í Happdrætti DAS Hefur ekki ákveðið
hvort hann vill jeppa eða tæpar 19 milljónir í reiðufé Eiginkonan fékk vægt áfall við tíðindin
Náði landi á öldum lukkunnar
Morgunblaðið/Ómar
Höfuðstaður Tinganes í Þórshöfn.
Poulsen er búsettur á Austurey.
Rólant Poulsen
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Menn eru mikið að spá í hvort þeir séu að fá síðustu
lúðuna,“ sagði Þráinn Sigfússon, starfsmaður í fiskbúð-
inni Hafrúnu í Reykjavík, í gær. Hann sagði að margir
viðskiptavinir hefðu spjallað um bann við lúðuveiðum og
spekúlerað í afleiðingum þess. Lúðusala hefur verið tals-
vert mikil fyrir jólin alla jafna í Hafrúnu, enda lúða hátíð-
armatur. Í gær var svolítið til af smálúðu og von á meiri
lúðu í búðina. Þráinn sagði vinsælt að borða lúðu um há-
tíðirnar. Hann sagði að þeir seldu einungis ferskan fisk
og ef lúðan fengist ekki fersk yrði hún ekki til í búðinni.
„Umræðan um lúðuna er besta auglýsing sem fisk-
búðir hafa fengið frá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs-
ráðherra, því það eru allir að spyrja eftir lúðu. Eftir-
spurnin hefur aukist alveg gífurlega. Menn eru að taka
lúðu í paté og til að eiga milli jóla og nýárs,“ sagði Kári
Þór Jóhannsson, fisksali á Ísafirði, í framhjáhlaupi þegar
rætt var við hann í fyrradag um kæsta skötu.
Lúða verður fágætari í fiskbúðum á næsta ári en
hingað til vegna banns við lúðuveiðum frá næstu áramót-
um. Þá verða sjómenn skyldaðir til að sleppa aftur í sjó-
inn lífvænlegri lúðu sem veiðist. Sú lúða sem berst að
landi á næsta ári verður seld en andvirðið mun renna til
rannsókna.
Ragnar H. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðs Suðurnesja, sagði að í fyrra hefðu borist 169
tonn af lúðu á fiskmarkaði landsins og meðalverðið verið
1.004 krónur kílóið. Hann sagði að þeir hefðu ekki orðið
varir við aukna spurn eftir lúðu eftir boðað bann við veið-
um. Heildarlúðuaflinn í fyrra var líklega upp undir 500
tonn en lúða veidd á haukalóð fór mest beint í útflutning.
„Við höfum áhyggjur af því að þetta hverfi af mark-
aðnum,“ sagði Ragnar. „Við sjáum ekki hvernig á að
vigta eins, tveggja og þriggja kílóa lúðu á 50 tonna hafn-
arvog.“ Hann sagði að þeir teldu að þetta yrði að fara í
annan farveg en ráðgert væri og hafa gert tillögu um það
til ráðuneytisins. „Við teljum eðlilegt að lúða verði seld
sem „VS-afli“,“ sagði Ragnar. Það er þau 5% sem mega
vera framyfir kvóta svo menn hendi ekki neinu.
Andvirði lúðu á að renna í sama sjóð og andvirði VS-
aflans. Seldur VS-afli skiptist þannig að 80% fara til rík-
isins og 20% til útgerðarinnar. „Okkur finnst eðlilegt að
útgerðin fái eitthvað, hún getur ekki stjórnað því hvort
það kemur lúða í veiðarfærin eða ekki,“ sagði Ragnar.
Mikið spáð í síðustu
lúðuna, segir fisksali
Lúða verður fágætari eftir að lúðuveiðibann tekur gildi
Morgunblaðið/Kristinn
Lúðan er eftirsótt Þráinn Sigfússon í Hafrúnu sagði að viðskiptavinirnir spáðu mikið í áhrif lúðuveiðibannsins.
Vinnubrögðum hefur hrakað á Al-
þingi að mati Sigurðar Kára Krist-
jánssonar, sem hefur kvatt stjórn-
málin og er orðinn meðeigandi að
Lögmönnum Lækjargötu. Hann tel-
ur að endurnýjunin hafi orðið of hröð
og það komi niður á störfum þings-
ins. Þetta kemur fram í samtali við
hann í Sunnudagsmogganum.
„Mér finnst að vinnubrögðum hafi
hrakað á Alþingi, fagmennskan hef-
ur minnkað og mér hefur fundist að
þeir sem þarna eiga sæti beri ekki
nægilega virðingu fyrir því verkefni
sem þeim hefur verið falið og kasti
oft til höndunum varðandi mikilvæg-
ar lagabreytingar, sem þyrftu miklu
meiri yfirlegu í þingstörfum.“
Vantraustið meira en áður
Þá segir hann andrúmsloftið
miklu verra, togstreitan og van-
traustið sé meira en áður. Það ásamt
árangursleysi ríkisstjórnarinnar
valdi því að almenningur beri minna
traust til Alþingis. „Mér finnst að
stjórnmálamenn þurfi til framtíðar
að líta til þeirra verkefna sem þeim
hefur verið falið að leysa, fremur en
að horfa á alla hluti út frá sinni eigin
persónu og
flokksskírteinum.
Þannig er pólitík-
in að mörgu leyti
orðin, persónuleg
og rætin. Þar
bera þeir þyngstu
sökina sem hæst
hafa talað um
breytt vinnu-
brögð.“
Svo segir hann
að skapa þurfi þau starfsskilyrði að
það sé eftirsóknarvert að starfa á Al-
þingi. „Til þess að fá frambærilegt
fólk til að sinna þessum störfum þarf
það að vera að minnsta kosti sæmi-
lega vel launað. Það þorir varla
nokkur þingmaður að segja þetta, og
ég er illa svikinn ef ég verð ekki
gagnrýndur fyrir það, en þing-
mennska getur verið fulldýrt áhuga-
mál. Ég held að fólk átti sig ekki á
því, að þingmenn eru í rauninni alltaf
í vinnunni og launakjör eru ekki
sambærileg því sem býðst á almenn-
um vinnumarkaði, að minnsta kosti
ekki fyrir fólk sem hefur annaðhvort
aflað sér mikillar menntunar eða
reynslu.“ pebl@mbl.is
Vinnubrögðum
hrakar á þingi
Sigurður Kári Kristjánsson kveður
stjórnmálin og snýr sér að lögmennsku
Sigurður Kári
Kristjánsson
Efnahags- og viðskiptaráðherra
mun leggja fram frumvarp á vor-
þingi til nýrra laga um neytendalán
sem eiga að ná yfir lán smálánafyr-
irtækja samkvæmt upplýsingum úr
ráðuneytinu. Frumvarpinu er ætlað
að innleiða tilskipun Evrópuþingsins
nr. 2008/48/EB um neytendalán sem
fellir smálán inn í ramma neytenda-
lánalaga.
Samkvæmt upplýsingum frá smá-
lánafyrirtækinu Hraðpeningum
kappkostar fyrirtækið að allar upp-
lýsingar um smálán, lántökur, lána-
skilmála og greiðslur séu aðgengi-
legar, skýrar og skiljanlegar og að
enginn falinn kostnaður sé á lánum
þeirra. Þá séu skilyrði lántöku þau
að lántakandi þurfi að vera orðinn 18
ára, megi ekki vera á vanskilaskrá
hjá Creditinfo og ekki skráður hjá
Umboðsmanni skuldara.
Þá bendir fyrirtæki á að smálán
leysi einungis tímabundinn fjár-
skort, ekki almenn fjárhagsvanda-
mál einstaklinga til lengri tíma litið.
Neytendalög munu
ná yfir smálán
Ábyrg lánastarfsemi
» Neytendalög ná yfir smálán
samkvæmt nýju frumvarpi ráð-
herra.
» Ekki hagur neytenda að
banna þeim að taka smálán
enda allar upplýsingar um þau
skýr og skiljanleg og enginn
falinn kostnaður.