Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 10

Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 10
Tékkland Það þarf að kaupa rétta vatnakarfann fyrir jólahátíðina. Reuters París Mannfjöldi á jólamarkaði við Champs Elysees, upplýst eftirlíking af Eiffelturninum sést til hliðar. Þá er aðfangadagur runninn upp og víða um heim er fæðingu frelsarans fagnað á ólíkan hátt með ýmsum venjum og siðum. Eitt ætti þó mann- fólkið að eiga sameiginlegt yfir þessa hátíð en það er að sýna hvað öðru kærleik og hlýhug. Hér má sjá jólalegar myndir utan úr heimi þar sem vel sést hversu ólík- ur undirbúningurinn getur verið. Mis- jafnt er hvað fólk borðar og hvenær, hvenær það opnar gjafirnar og svo framvegis. En jólin miðast þó ætíð að því sama; að eiga notalegar stundir með ástvinum sínum. Jólahald Kærleikur og hlýhugur bindi mannfólkið saman á jólum Japan Nokkuð glæfralegur þvottajólasveinn með hreindýr sér til aðstoðar í Tókýó. Obama Forsetar þurfa líka að undirbúa jólin, hér skoðar Bandaríkjaforseti bein handa hundinum Bo sem virðist hafa mun meiri áhuga á leikföngunum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þær vilja ekki skyr,“ segirSkyrgámur alveg hissaþar sem hann býður önd-unum niðri við Tjörnina upp á skyr. Og fuglaskítinn á stétt- inni telur hann jafnvel vera eftir Bjúgnakræki bróður sinn. „Hann á þetta til. Hann er svo mikill jóla- sveinn.“ Það er mikið að gera hjá þeim bræðrum í desember, þeir heimsækja börnin, syngja fyrir þau, segja þeim sögur og gefa þeim í skó- inn. Og ekki gleyma þeir bræður ástinni og kærleikanum. „Börnin koma alltaf hlaupandi til okkar þeg- ar þau sjá okkur og þá gefum við þeim jólaknús. Flestir eru góðir við okkur, en einstaka sinnum reynir einhver að toga í skeggið okkar, það er afskaplega sárt. Sumir eru feimn- ir og einstaka barn er hrætt við okk- ur. Ef ég væri ekki ég, þá væri ég líka hræddur við mig. Ég verð smeykur af því ég tala svo hátt,“ segir Þvörusleikir. „En ég er mjög feginn að vera jólasveinn, því ef ég væri ekki jólasveinn, hvað ætti ég þá að gera? Ég þarf stundum að spyrja einhvern annan hver ég er. Ég held stundum að ég sé Bjúgnakrækir. Við ruglum okkur stundum saman bræðurnir. Við erum svo miklir jóla- sveinar.“ Vettlingarnir eru prjónaðir úr bakhárum Leppalúða En hvers vegna eru þeir ekki í sauðskinnsskóm og gæruskinni? „Af því að lopapeysan og gamla dótið eru náttfötin okkar heima í hellinum. Þetta hefur breyst. Mamma sendir okkur í þessum rauðu sparifötum til byggða. En ég er alltaf með stóru vettlingana mína, þeir eru prjónaðir úr bakhárunum á Leppalúða pabba okkar, hann er svo loðinn,“ segir Skyrgámur. „En hún móðir okkar hefur áhyggjur af því að við séum ekki enn gengnir út. Gætir þú hugsað þér að búa í helli,“ spyrja þeir blaðamann sem fær kröftugt knús. „Ef ég sé fýsilegan kvenmann þá stekk ég til með látum. Ég kann bara ekkert annað, þá flýja þær,“ segir Þvörusleikir. Við ruglum okkur stund- um saman Þeir voru á vappinu við Tjörnina, syngjandi og sprellandi, faðmandi fólk sem varð á vegi þeirra. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Jæja. Þá er ekki nauðsyn að bíða lengur. Aðfangadagur er í dag og klukkan sex munu kirkjuklukkur hringja jólin inn. Framundan eru þrír jóladagar með krásum og kertum, en um fram allt væntumþykju og sam- veru. Njótum þess að vera saman og hafa það gott. Borða matinn, opna pakkana og hafa ánægju af öllu þessu sem við höfum verið að und- irbúa síðustu vikur. Nú sem endra- nær er mikilvægast að lifa í núinu og njóta líðandi stundar. Eftir umstang og flandur er komið að því að slappa af og láta sér líða vel. Í kvöld eiga svo margir ný jólanáttföt til að smeygja sér í og allt í lagi að vera í þeim langt fram eftir jóladegi. Jólaboðin kalla líka næstu daga og þá er aftur mik- ilvægt að taka lífinu bara með ró og njóta samverunnar. Spilum, borðum, spjöllum og höfum það gott. Endilega … Morgunblaðið/Golli Aðfangadagur Seinasti sveinkinn er kominn í bæinn og jólin líka. … njótið jólanna út í ystu æsar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.