Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 11

Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn Gaurar Þeir bræður voru harla góðir með sig þar sem þeir fóru um miðbæinn með þvöru og skyr. Ég er allur að visna Skyrgámur er afskaplega hrif- inn af skyri og skilur ekki við sig skyrdósina. „Skyrið er svo hollt og gott, þetta er það eina sem ég borða, þess vegna er ég líka svona sterkur.“ Þvörusleikir grípur fram í fyrir bróður sínum og segist aldrei borða skyr. „Þess vegna er ég allur að visna upp, ég er svo ræfilslegur og mjór. Ég fæ lítið að borða af því það eru engar þvörur til fyrir mig leng- ur. Ég er alveg í vandræðum. En ég fann eina áðan og hún var með soja- sósu, svolítið skrýtin, en ég hef verið að sleikja hana í nokkurn tíma. End- urnar fengu líka að smakka hjá mér.“ Grýlu vantar stóra húfu Nú gerast sveinarnir harla óró- legir og vilja æða af stað og þegar þeir eru beðnir að vera rólegir svara þeir að bragði: „Það er ekki okkar fag að vera rólegir, við erum jóla- sveinar. Við eigum erindi í Ráðhúsið. Hana Grýlu mömmu okkar vantar svo húfu af því henni er alltaf svo kalt á hausnum. Hún sá fallegu lopa- peysu borgarstjórans, Jóns Gnarrs, þessa með Reykjavíkurmerkinu, og hún vill nota hana sem húfu, af því hún er með svo stóran haus. Erm- arnar passa fyrir eyrun hennar. Við ætlum að athuga hvort við getum ekki nælt í þessa peysu,“ segja þeir og hlaupa yfir í Ráðhúsið. Viljið þið smakka? Þvörusleikir bauð öndunum að bragða á sojasósunni. Fyrir þá sem vilja fá þessa bræður í heimsókn er hægt er að hafa samband við umboðsmann þeirra á netfanginu: skyr.og.thvara@gmail.com Eða á facebook: jolasveinarnir DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 omandi ár leðileg jól Við hjá Bílabúð Benna óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Chevrolet varð 100 ára á þessu ári. Af því tilefni gerðu Bílabúð Benna og SOS Barnaþorpin á Íslandi með sér samstarfssamning sem fól í sér að með öllum seldum Chevrolet, á árinu, fylgdi framlag frá Bílabúð Benna. Það rennur beint til SOS Barnaþorpa í Afríku, í verkefni sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, uppeldi og menntun. Í stað þess að senda jólagjafir til viðskiptavina lagði fyrirtækið Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur lið fyrir hátíðarnar með matargjöf. SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA WWW.SOS.IS - WWW.BENNI.IS Eigendur Bílabúðar Benna, hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, afhentu Mæðrarstyrksnefnd 100 Nóatúns hamborgarhryggi fyrir hátíðarnar. Margrét Beta Gunnarsdóttir með stúlku sem bræddi hjörtu viðstaddra. Myndin er tekin fyrir utan SOS heimili í Afríku. Það eru ekki allir jafn flinkir í að skreyta borð og brjóta fimlega sam- an servíettur. Eða móta úr þeim hin ýmsustu form. Þó ber eigi að ör- vænta fyrir kvöldið ef þú vilt geta gert glæsilegt servíettubrot á jóla- borðið. Farðu einfaldega inn á vefsíð- una napkinfoldingguide.com og veldu þar það brot sem þér líst best á. Svo er bara að fylgja leiðbeining- unum eftir skref fyrir skref. En hvert brot er útskýrt með leiðbeiningum og myndum. Það er jú alveg nauðsynlegt að sjá hvernig þetta á allt saman að líta út að lokum. Svona getur netið nú oft komið manni til bjargar. Bæði á jólum jafnt og aðra daga. Nú er bara að skoða og æfa sig kannski smá fyrir kvöldið. Fallegt er að hafa jólaservíetturnar hvítar eða rauðar. Jafnvel nota báði liti. Þá eiga margir líka sérstakar tauservíettur sem þeir nota eingöngu á jólunum. En hvort tveggja má auðvitað nota í falleg servíettubrot til að skreyta veisluborðið. Vefsíðan www.napkinfoldingguide.com Morgunblaðið/Kristinn Jólaborðið Servíettur og skreytingar setja fallegan svip á borðið. Fallegar servíettur á jólaborðið Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.