Morgunblaðið - 24.12.2011, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Í dag verður mér hugsað til
míns kæra vinar Jónasar Jón-
assonar sem ávallt hringdi á
aðfangadag og tjáði jólakveðju
sína og vinarhug. Veit ég að
mörgum þótti vænt um hans
„talandi jólakort“ og verður
hugsað til hans nú með hlýju og
söknuði.
Jónas Jónasson var maður
orðsins, á hann var hlustað og
Jónas Jónasson
✝ Jónas Jónassonfæddist í
Reykjavík 3. maí
1931. Hann lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 22. nóv-
ember 2011.
Jónas var jarð-
sunginn frá Hall-
grímskirkju 2. des-
ember 2011.
hann hlustaði. Fá-
ir kunnu þá list
betur en Jónas.
Hann hlustaði með
athygli og af ein-
lægum áhuga.
Hann var okkar
reyndasti útvarps-
maður og eftir
hann liggur ómet-
anlegur menning-
ararfur, heimildir
og hljóðupptökur
liðins tíma. Jónas var sann-
arlega vörður íslenskrar þjóð-
menningar sem af næmi og at-
hygli fangaði samtíma sinn og
miðlaði í útvarpi. Með hans
langa útvarpsferli varð þannig
til einstakur arfur og merkur
samtímaspegill hins reynda út-
varpsmanns Jónasar Jónasson-
ar. Verðugt væri að halda vel
utan um þann arf.
Jónas kom til liðs við Árbæj-
arsafn – Minjasafn Reykjavíkur
fyrir tæpum tveimur áratugum
og starfaði við safnið. Þá hóf
hann störf við safnið sem sá
fagmaður sem hann var í við-
talstækni og heimildaöflun um
liðinn tíma. Um tveggja ára
skeið heimsótti hann fólk á veg-
um safnsins og skráði ítarleg
viðtöl við þá sem mundu tímana
tvenna. Þá tókst með okkur vin-
átta og áttum við á þeim tíma
mörg samtöl um lífið og til-
veruna, ekki síður en varðveislu
menningararfsins. Við ræddum
mikilvægi þess að beina sjónum
að daglegu lífi fólks í fortíð og
samtíð í tengslum við starf á
sviði þjóðminjavörslu og safn-
astarfs. Þannig mætti fá innsýn
í veruleika fólksins sem minj-
arnar vitna um, og um leið sam-
búð lands og þjóðar. Á ég hon-
um margt að þakka.
Jónas hafði einlægan áhuga á
samferðafólki sínu. Fjölskyldan
var honum afar kær og varð ég
oft vitni að því þau ár sem við
störfuðum saman. Eftirminni-
leg er hamingja hans þegar
hann fékk þau gleðitíðindi að
dótturdóttir væri fædd og
einnig þegar fjölskylda hans
var að koma sér fyrir á Kambs-
veginum. Og sömuleiðis sam-
gladdist hann með okkur sam-
tarfsfólkinu á
hamingjustundum okkar, og
var einnig til staðar þegar á
móti blés. Eftirminnilegt er
þegar hann heimsótti mig og
kæra vinkonu á Fæðingarheim-
ilið þar sem við tvær vorum
samtímis með börn okkar ný-
fædd. Þá var hann kominn til
að samgleðjast okkur. Jónas
var sannur vinur og tryggur.
Ég mun ávallt minnast Jónasar
með þökk og virðingu. Með
þeim orðum votta ég fjölskyldu
hans mína innilegustu samúð.
Heiðruð sé minning Jónasar
Jónassonar.
Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður.
Eftirvænting
ríkti í fjölskyldu Önnu ömmu
og Friðfinns afa í Ólafsfirði í
ársbyrjun 1926, þegar systkinin
Rósa, Kristín og Gunnlaugur
Friðfinnsbörn biðu eftir að þrjú
ömmu- og afabörn kæmu í
heiminn. Þá var enginn læknir í
Ólafsfirði, engin rafveita, sími
aðeins til Dalvíkur og símstöðin
opin tvær klukkustundir á dag,
engar samgöngur mögulegar
um hávetur nema á skíðum um
brött fjallaskörð til Dalvíkur,
engin höfn og allir opnir bátar
Anna
Gunnlaugsdóttir
✝ Anna Gunn-laugsdóttir
fæddist í Ólafsfirði
15. mars 1926. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku
29. nóvember 2011.
Útför Önnu var
gerð frá Ólafsfjarð-
arkirkju 10. desem-
ber 2011.
þorpsbúa fenntir í
kaf á fjörukambin-
um. Þilfarsbátarn-
ir lágu í öruggri
höfn á Akureyri.
Fyrstur fæddist
undirritaður 12.
febrúar 1926, son-
ur Rósu, Rögn-
valdur, sonur
Kristínar, fæddist
10. mars og Anna,
dóttir Gunnlaugs,
15. mars sama ár.
Ekki nutu amma og afi þess-
ara þriggja barnabarna sinna
lengi, amma lést í október 1926
og afi ári síðar. Rögnvaldur
Gíslason, faðir Rögnvaldar,
fórst í sjóslysi utarlega í Ólafs-
firði tæpum sex mánuðum fyrir
fæðingu sonar síns. Þar á ofan
andaðist Gunnlaugur, faðir
Önnu, í febrúar 1927 aðeins 33
ára. Ingibjörg, alsystir hennar,
var þá á fjórða ári og ólust þær
systur fyrst upp með elskulegri
móður sinni, sem síðar giftist
Sigursveini Árnasyni, bátafor-
manni, sem reyndist systrun-
um umhyggjusamur og góður
stjúpfaðir. Þessi ár heimsótti
dauðinn fjölskylduna sorglega
oft.
Við Anna áttum heimili í
Ólafsfirði öll bernsku- og ung-
lingsárin, en Rögnvaldur flutt-
ist með móður sinni til ýmissa
staða þar sem hún vann við
hjúkrunarstörf, en oft var
Rögnvaldur í Ólafsfirði hjá
frændfólki sínu og við öll þrjú
saman og bundumst nánum
böndum sem héldust til hinstu
stundar. Rögnvaldur bjó alla
starfsævi sína á Akureyri og
andaðist þar 14. nóvember
2007.
Nú er Anna einnig fallin frá.
Hún lést í Hornbrekku í Ólafs-
firði 29. nóvember sl. Ég man
hana unga sem afar fallega og
skemmtilega telpu.
Við vorum samstiga í bekk í
barnaskólanum. Hún var
snöggtum fljótari en ég að
læra að skrifa og skrift hennar
betri en hjá mér. Bæði vorum
við vel læs en mér gekk betur
að reikna. Hún skaraði fram úr
í söng enda bráðmúsíkölsk og í
skólakórnum öll skólaárin og æ
síðan í ýmsum kórum og liðtæk
var hún í leiklistinni heima.
Sönn vinátta tengdi okkur
systkinabörnin órofaböndum.
Anna eignaðist sitt heimili
og auðvitað í Ólafsfirði. Hún
giftist draumaprinsinum sín-
um, sjóhetjunni og öðlingnum
Þorsteini M. Einarssyni, í júní
1946. Heimili þeirra var at-
hvarf og skjól samhentrar fjöl-
skyldu. Þau hjónin eignuðust
sex börn, hvert öðru myndar-
legra, og eru niðjar Önnu og
Dodda nú um 50 talsins.
Þegar ég heimsótti Ólafs-
fjörð var bankað upp á hjá
þeim hjónum og ætíð var mér
og fjölskyldu minni tekið opn-
um örmum og áður en varði sat
maður við hlaðið borð af hvers-
kyns góðgæti. En efst í minn-
ingunni varir ávallt einlæga og
hjartanlega heimilishlýjan sem
umvafði mann þegar á dyra-
hellunni.
Við vottum aðstandendum
öllum dýpstu samúð.
Baldvin Tryggvason,
Halldóra J. Rafnar, Dýrleif
Tryggvadóttir, Gunn-
laugur Friðfinnur Jóhanns-
son.
Menning, mannvit og hlýja.
Það var sá andi sem mætti
gestkomendum á heimili Soffíu
og Jóns Hafsteins.
Glaðværð og glettni hús-
freyju var skemmtun og skap-
bætir þeim sem meta kunnu.
Alvara lífsins var þó aldrei
langt undan. Einlæg ósk um
betra samfélag og varðstaða um
mannlega reisn knúði Soffíu til
Soffía
Guðmundsdóttir
✝ Soffía Guð-mundsdóttir
tónlistarkennari
fæddist í Reykjavík
25. janúar 1927.
Hún lést 8. desem-
ber 2011.
Útför Soffíu fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík
mánudaginn 19.
desember 2011.
óþreytandi þátt-
töku í þjóðmálum.
Sú barátta var
ekki létt og ekki
alltaf þakklát.
En framgöngu
Soffíu mun minnst
með virðingu af öll-
um sem hafa fé-
lagslega skynsemi
og samkennd til að
bera.
Að Soffíu geng-
inni er eftirsjáin mikil, en
minningin um hana er mikils
virði.
Helgi Haraldsson, Ósló.
Soffíu Guðmundsdóttur
kynntist ég fyrst sem nemandi
við Tónlistarskólann á Akur-
eyri. Heldur þótti henni dreng-
urinn ungur til að nema flókna
tónfræði, en ég sat í tímum
hennar í tónfræði og síðar tón-
listarsögu, sumt af því fór fyrir
ofan garð og neðan! En ávallt
fylgdist hún af áhuga með
framgangi píanónámsins allt
þar til ég yfirgaf skólann. Eftir
framhaldsnám hóf ég kennslu
við gamla skólann minn á Ak-
ureyri, þá var Soffía þar enn,
nú deildarstjóri píanódeildar.
Soffía var mikil heimsdama,
ávallt glæsileg og fín í tauinu,
með óbilandi áhuga á tónlist og
menningu, íslenskri tungu og
þýskum ljóðum. Ég man eftir
henni á námskeiði í ljóðasöng
þar sem hún fékk það hlutverk
að snara speki erlends kennara
á íslenska tungu, þar var hún í
essinu sínu! Tónlistarorð vildi
hún hafa á íslensku, og liggur
eftir hana merkilegt efni á því
sviði. Ekkert var henni óvið-
komandi, enda lét hún líka til
sín taka í stjórnmálum og
kvennabaráttu. Gamli Bach var
í uppáhaldi, æfður og kenndur
af kappi, vafalaust innblásinn af
námi hennar í Leipzig.
Síðar lá leið okkar hjóna suð-
ur um heiðar, og aftur skör-
uðust leiðir okkar Soffíu, nú á
skólabekk í námi Suz-
ukipíanókennara. Enn vildi hún
bæta við sig færni og þekkingu,
sem var lýsandi fyrir lifandi
áhuga hennar á faginu. Síðar
urðum við aftur vinnufélagar og
sífellt kunni ég betur að meta
persónuleika Soffíu og viðhorf
eftir því sem ég kynntist henni
betur. Fersk og sköruleg var
hún í allri orðræðu, ávallt hress
í anda og mikil selskapsdama.
Síðar varð tengslanetið við fjöl-
skylduna enn þéttar ofið er
barnabörn Soffíu fóru að feta
tónlistarbrautina, einkum dótt-
ursonur hennar Kjartan Orri
sem var í hópi „dáðadrengja“ er
tömdu hug og hönd í fiðlunámi
hjá Lilju konu minni.
Mikil sómakona er kvödd
með trega, aðstandendum sendi
ég innilegustu samúðarkveðjur.
Kristinn Örn Kristinsson.
„Gætirðu hugsað þér að kíkja
með mér á An die ferne Ge-
liebte?“ Ekki þurfti að bíða eft-
ir svari, það var sjaldan hik á
henni Soffíu, allra síst þegar
Beethoven átti í hlut. Hún
kunni þetta allt, leiðrétti fram-
burð og sagði til. Svo var
blaðað fram og aftur, Adelaïde
og fleiri gullkorn og aldrei látið
í annað skína en að við stæðum
jafnfætis. Svona voru samskipt-
in við þessa glæsilegu og gáf-
uðu konu.
Við munum vel eftir því er
Soffía hóf störf við Tónskólann,
sem þá var til húsa í Hellusundi
7. Hún bar með sér nýjan og
ferskan anda. Á kaffistofunni
fóru umræðuefni að snúast um
aðra hluti, íslenskt mál, heim-
speki, bókmenntir, stjórnmál
auk tónlistarinnar. Sýn Soffiu á
mannlíf og samfélag og fjöl-
breytt áhugamál hennar voru
hressandi fyrir okkur öll. Hún
var ekki bara vel að sér og fal-
lega klædd, hún var einnig vel
lesin.
Eftir að hafa staðið fram-
arlega í sókn kynsystra sinna
fyrir jafnrétti og betra lífi og
verið kjörin til ábyrgðarstarfa á
sviði félags- og stjórnmála bjó
hún yfir dýrmætri reynslu. Um
þetta talaði hún reyndar sjald-
an, en framkoma hennar og
samskipti báru þessu vott. Hinn
lifandi áhugi, hin sívökula já-
kvæðni, starfsgleði og hlýja var
smitandi og við, nemendur
hennar og samkennarar, feng-
um að njóta þessara eðliskosta
hennar. Að leiðarlokum þökk-
um við farsæla samfylgd og
vottum fjölskyldu Soffíu Guð-
mundsdóttur innilega samúð.
Sigursveinn Magnússon.
✝
Elskuleg systir mín, mágkona og frænka
okkar,
ANNA STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Drápuhlíð 39,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík
fimmtudaginn 22. desember.
Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir,
Ágústa Lyons Flosadóttir, John Lyons,
Sigurður Flosason, Vilborg Anna Björnsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
sambýlismaður,
KRISTJÁN SIGFÚSSON,
Hálsvegi 5,
Þórshöfn,
sem lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn
miðvikudaginn 21. desember, verður jarð-
sunginn frá Þórshafnarkirkju fimmtudaginn 29. desember
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Helena Kristjánsdóttir, Sigurður Þórðarson,
Sigfús Kristjánsson, Lilja Ólafsdóttir,
Natalia Kravtchouk
og barnabörn.
✝
BERGÞÓRA SIGFÚSDÓTTIR
er látin.
Útför verður auglýst síðar.
Sigfús Grétarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR,
Kambsvegi 16,
Reykjavík,
andaðist á taugalækningadeild Landspítalans
Fossvogi miðvikudaginn 21. desember.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
30. desember kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Anna Ingólfsdóttir, Jörgen Sigurjónsson,
Þorbjörg Ingólfsdóttir, Hilmar Bergsteinsson,
Guðbjörg Ingólfsdóttir, Bragi Finnbogason,
Rögnvaldur Ingólfsson,
Gísli Jónas Ingólfsson, Lucrecia Dugay Ingólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTHILDUR JÓHANNSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 14. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þuríður Steinþórsdóttir, Jóel Fr. Jónsson,
Einar Steinþórsson, Helga Steindórsdóttir,
Trausti Steinþórsson, Rannveig Hafberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
móður okkar, ömmu og systur,
VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
deildar A4, Hrafnistu Reykjavík fyrir góða
umönnun.
Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Ingvar Pétursson,
Þorbjörg Jónsdóttir,
Sigfríður Jónsdóttir,
Hildur Jónsdóttir,
Magnea Jónsdóttir.