Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 6

Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Una Sighvatsdóttir Hallur Már „Ef við lendum aftur úr með tækja- búnaðinn okkar getum við hreinlega lokað spítalanum,“ sagði Aron Björnsson, yfirlæknir á heila- skurðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, í gær þegar kynnt var nýtt tölvustýrt staðsetningartæki sem tekið hefur verið í notkun á heila- og taugaskurðdeild. Tækið hefur gríðarmikla þýð- ingu fyrir starfsemi deildarinnar að sögn Arons og má ætla að það verði notað í aðgerðir á um 50-100 sjúk- lingum á ári, sem annars hefði hugs- anlega þurft að senda úr landi. Tækið, sem er af fullkomnustu gerð frá fyrirtækinu Medtronic, nýt- ist best við aðgerðir á æxlum í heila og gerir að verkum að skurðaðgerðir verða bæði nákvæmari og öruggari. Nákvæmni í staðsetningu er um það bil 1 mm, sem leiðir til þess að nú er hægt að taka sýni úr æxlum eða fjar- læga æxli úr heila frá stöðum sem áður var illmögulegt að nálgast. Sjúklingurinn fyrr heim Tækið nýtist einnig við ýmsar aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna og bæklunarskurðlækna. Með til- komu þess verður skurðaðgerðin sjúklingunum léttbærari, hættan á aukaverkunum minni og sjúkling- urinn kemst fyrr á fætur og heim. Verðmæti nýja staðsetningar- tækisins er um 25 milljónir króna og er það gjöf frá Arion banka og sjóði í vörslu bankans, sem stofnaður var á sínum tíma til að styðja tækjakaup á Landspítala. Háð góðum tækjakosti „Við höfum ekki haft fé til tækjakaupa að neinu ráði hérna í nokkur ár og nú var bara kominn tími á að endurnýja tækið,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Landspítala. „Ef við hefðum ekki getað keypt tækið hefðum við lent í því að ís- lenska ríkið hefði þurft að senda fleiri sjúklinga úr landi.“ Skurðdeildir Landspítala, ekki síst heila- og taugaskurðdeild, eru mjög háðar því að tækjakostur sé góður svo aðgerðir séu sem örugg- astar og sjúklingunum sem auðveld- astar. Fram kemur í tilkynningu frá LSH að með þessari gjöf sé Land- spítali eins vel tækjavæddur og best gerist erlendis hvað þessa tækni varðar. Gjöfin sé því afar kærkomin. Tækjasjóður Landspítala var stofnaður 1983 að frumkvæði Bún- aðarbanka Íslands til stuðnings kaupum á mikilvægum tækjum. Síð- ustu ár hefur sjóðurinn verið í vörslu Arion banka sem nýverið lagði hon- um til viðbótarfé svo af kaupum tæk- isins fyrir heila- og taugaskurðdeild gæti orðið. Bylting í heilaskurðlækningum  Nýtt tæki af fullkomnustu gerð kemur í veg fyrir að senda þurfi fjölda sjúklinga úr landi  25 milljóna króna gjöf frá Arion banka  Aðgerðir verða bæði nákvæmari og öruggari LSH Tæki til skurðaðgerða eru dýr. Eldsneytisfyrir- tækin N1 og Olís hækkuðu í gær verð, bensínlítr- inn hjá N1 fór í 231,4 kr. í sjálfs- afgreiðslu en 231,9 kr. hjá Olís. Hækkunin nemur 3,5 kr. hjá N1 og 4 kr. hjá Olís. Aðrar stöðvar höfðu ekki hækkað verð. En hvers vegna þessar hækk- anir, aðeins nokkrum dögum áður en bandormur ríkisstjórnarinnar hækkar lítraverðið um á að giska 3,50 kr.? „Við erum að bregðast við hækk- unum á olíuverði á heimsmarkaði að undanförnu en auk þess hefur doll- arinn hækkað gagnvart krónunni,“ sagði Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1. „Það varð skörp og óvænt hækkun á olíumörkuðum í gær og fyrradag en annars hefur olíuverðið verið nánast óbreytt í 10-12 daga.“ Þessi þróun gæti breyst snögglega og verð þá lækkað á ný. kjon@mbl.is Óvænt hækk- un á olíuverði Dropinn hækkar. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við höfum verið að bíða eftir skýrslu sem við báðum um frá IFS-ráðgjöf og fáum hana vonandi bara á allra næstu dögum, vonandi fyrir áramót,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra spurður um stöðu mála varð- andi Vaðlaheiðargöng. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir jól hefur umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskað eftir því að forsætisnefnd gefi grænt ljós á að Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands verði fengin til þess að leggja óháð mat á gerð ganganna í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hafn- aði því að taka að sér það verkefni einkum vegna þess að það væri ekki á verksviði stofnunarinnar. Forsætisnefnd hefur ekki gefið heimild fyrir því að Hagfræðistofnun verði fengin í verkefnið á þeim for- sendum að beðið sé eftir áðurnefndri skýrslu frá fjármálaráðuneytinu að sögn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, formanns umhverfis- og samgöngu- nefndar. Steingrímur segir að IFS-greining hafi ekki hafið vinnu við mat sitt á Vaðlaheiðargöngum fyrr en í byrjun þessa mánaðar og því hafi sú vinna í sjálfu sér ekki tekið mjög langan tíma. Hins vegar hafi fyrirtækið farið mjög rækilega ofan í málið í samráði við alla þá aðila sem að því koma. „En við erum sem sagt bara að bíða eftir þeirri skýrslu og þá verður bara farið með hana nákvæmlega eins og boðað var. Við byrjum náttúrlega á því að kynna hana í fjárlaganefnd og sjáum svo til,“ segir Steingrímur. Vonast eftir skýrslunni á allra næstu dögum  Vaðlaheiðargöng bíða eftir matsskýrslum um gerð þeirra Steingrímur J. Sigfússon Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um tækið. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að hún skoði á nýjan leik grunn ráðgjaf- ar sinnar hvað varðar ýsu. Ráðuneyt- ið vísar til umfjöllunar undanfarið um aukna gengd ýsu á grunnslóð. Bent er á að fram hafi komið hjá Landssamtökum smábátaeigenda að samtökin telji að það sem af er fisk- veiðiárinu hafi ýsugengd á grunnslóð verið mun meiri en á sama tíma 2010. Þá fer ráðuneytið þess jafnframt á leit við stofnunina að hún skoði ít- arlega hvort næg þekking er fyrir hendi til að mögulegt sé að taka upp svæðisbundna veiðiráðgjöf fyrir fleiri veiðistofna en nú er gert. Nýta þarf nýjustu upplýsingar Í bréfi ráðuneytisins varðandi ýs- una segir m.a: „Að mati Landssam- taka smábátaeigenda er þessi mikla ýsugengd ekki í samræmi við það sem fram kemur í ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar um að ýsu- stofninn muni halda áfram að minnka á næstu árum. Þetta sé hins vegar í fullu samræmi við niðurstöður haust- ralls um rúmlega 20% stærri stofn en líkön byggð á stofnmælingunni í mars og ráðgjöfin 2011/2012 eru byggð á. Ástæða er til að endurskoða aflamark í ýsu á grundvelli framan- greindra upplýsinga að mati Lands- samtakanna.“ Í bréfinu segir að ráðuneytið taki undir það sjónarmið að á hverjum tíma þurfi að nýta allar þær nýjustu upplýsingar sem fyrir hendi eru. Þess er farið á leit við Hafrannsókna- stofnun að hún sendi niðurstöðu sína til ráðuneytisins að athugun lokinni og eigi síðar en 20. janúar 2012. Varðandi svæðisbundna veiðiráð- gjöf fyrir fleiri veiðistofna en nú er gert, segir í bréfi ráðuneytisins að þekkt sé svæðisbundin veiðistjórnun á innfjarðastofnum rækju og skel- fisks. Svæðisbundin veiðistjórnun hvað varðar aðra stofna í þessari merkingu sé hins vegar ekki fyrir hendi. Umræða hafi verið um mis- munandi stofna þorska við landið og vaknað hafi spurningar um hvort þörf sé á að vera með stofna- eða svæðisbundna ráðgjöf og veiðistjórn- un og hvernig hægt væri að koma slíku við. Óráð að skilgreina alla land- helgina sem eitt veiðisvæði Þá hafi verið settar fram skoðanir í þá veru að hafrannsóknir við Ísland ættu jafnhliða og í auknum mæli að beinast að rannsóknum staðbund- inna stofna. Tilteknir stofnar séu svo sérgreindir að óráð sé að skilgreina alla landhelgina sem eitt veiðisvæði og því verði áherslur í fiskveiði- stjórnun að breytast. „Á það hefur síðan verið bent að við núverandi skipan sé sú hætta fyr- ir hendi að sumir fiskstofnar innan sömu tegundar séu ofveiddir en aðrir vannýttir vegna þess að sóknin deil- ist ójafnt niður á milli svæða. Það sé því ávallt umfjöllunarefni að skipta veiðinni niður eftir svæðum og skil- greina þannig staðbundið aflamark. Forsenda þessa hlýtur að vera fiski- fræðileg þekking,“ segir í bréfi ráðu- neytisins. Óskað er eftir að greinargerð stofnunarinnar um þetta tiltekna efni berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. febrúar 2012. Skoði ráðgjöf um ýsuafla  Sjávarútvegsráðuneytið beinir tilmælum til Hafró vegna fregna um aukna ýsugengd á grunnslóð  Meti hvort næg þekking er fyrir hendi til að taka megi upp svæðisbundna ráðgjöf fleiri veiðistofna Ýsur í kari Farið er fram á að Hafrannsóknastofnun skoði á nýjan leik grunn ráðgjafar sinnar hvað varðar ýsu. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.