Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Munið að slökkva á kertunum Athugið hversu langur brennslutími er gefinn upp Slökkvilið höfuborgasvæðisins Morgunblaðið/Kristinn Í spilaboðum og jafnvel í áramóta- boðinu er sniðugt að bera fram litla smárétti eða snarl. Í þá getur verið alveg tilvalið að nota ýmiss konar afganga sem annars daga uppi í ísskápnum. Kalt kjöt reynist vel í slíkt og svo eiga margir smá- ananas eða kannski ferskt salat sem eitthvað þarf að gera við. Á vefsíðu breska tímaritsins BBC Go- od Food má finna ótal hugmyndir að girnilegum smáréttum. Til að finna uppskriftirnir skal slegin inn slóðin hér að ofan og síðan skrifað „finger food“ í leitarvél síðunnar. Þá opnast manni heilll heimur af sniðugum og einföldum hug- myndum. Sama hvort þú vilt galdra slíkt fram með skemmtilegu spili eða sem forrétt um áramótin. Í safninu má meðal annars finna uppskrift að einföldum litlum hvít- laukspitsum, fíkjum með pros- ciutto-skinku og ýmiss konar út- færslur af kokkteilpylsum. Þær eru ódýrt hráefni og tilvaldar til að búa til litla snarlrétti. Afgang af góðum osti má líka vefja inn í beikon og stinga í ofninn. Svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða sem mest. Vefsíðan www.bbcgoodfood.com Morgunblaðið/Golli Smáréttir Skemmtilegt er að nostra við útfærsluna á réttunum. Ljúffengur fingramatur Á milli jóla og nýárs færist nokkur ró yfir lífið eftir hamagang jólahátíð- arinnar. Margir hafa verið á hlaupum síðustu daga og ekki hefur endilega gefist tími til að hitta alla vini og ættingja. Nú næstu daga gefst ein- mitt góður tími til þess að hitta vini og halda skemmtilegt spilakvöld. Margir fá skemmtileg spil í jóla- gjöf og er fjölbreytnin orðin það mikil að auðvelt ætti að vera að finna spil við allra hæfi. Sama hvort fólki finnst fjörug spurningaspil eða heilabrotsæfingar skemmtilegastar. Ef margir eru samankomnir er líka hægt að koma upp tveimur spila- borðum. Þannig er hægt að spila kannski tvo klukkutíma á hverju borði og eftir þann tíma er skipst á. Spilaboð eru líka tilvalin til að klára afganga af mat, sælgæti og ýmiss konar nasli sem fyrirfinnst á heim- ilinu. Kannski borðar einhver vinur þinn molann sem þér finnst verstur í konfektdósinni og þá er ekki ama- legt að losna við þá alla á einu bretti. Jólin líða alltaf svo hratt og það þýðir víst ekkert að fást um það. Frekar að njóta nú daganna fram að áramótum til að hafa það kósí með góðum vinum og fjöl- skyldu. Svo er líka langt í þrett- ándann og alveg hægt að halda í spilakvöld með jólastemningu dálítið inn í nýja árið. Sumir fara líka í bú- stað á þessum tíma og þá er auðvit- að tilvalið að taka með sér skemmti- legt spil. Endilega … … haldið skemmtilegt spila- kvöld og prófið nýju jólaspilin Morgunblaðið/Ernir Spilað Það getur fokið dálítið í fólk í spilum, en oftast er það ekkert alvarlegt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.