Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Ný viðhorfskönnun bendir til þess að þeir sem hafa tekið þátt í mótmælunum gegn Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hafi mjög ólíkar skoðanir á því hver eigi að verða næsti for- seti landsins. Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum á laugardag gegn Pútín og meintum kosn- ingasvikum flokks hans í þingkosningum sem fram fóru 4. desember. Viðhorfskönnun óháðrar stofnunar, Levada-miðstöðvarinnar, bendir til þess að þátttakendurnir í mótmælunum séu vel menntaður en sundurleitur hópur. Um 62% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust vera með háskólapróf og um tveir þriðju þeirra sögðust nota netið reglulega eða annað veifið. Um 69% sögðust styðja frjálslynda eða „lýðræðislega“ flokka en tölurnar voru lægri þegar þeir voru spurðir hvaða leiðtoga þeir styddu. Flestir nefndu sjónvarpsmanninn og fréttamanninn Leoníd Parfjonov, eða 41%. Næstir komu rithöfundurinn Boris Akunin og bloggarinn Alexej Navalní, um 35% og 36% þátt- takendanna nefndu þá. Þegar spurt var hvern þeir myndu kjósa í for- setakosningum nefndu aðeins 22% Navalní og 21% sögðust ætla að kjósa Grígorí Javlínskí, leiðtoga flokksins Jabloko. Um 13% sögðust myndu kjósa Alexej Kúdrín, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Navalní getur ekki boðið sig fram í kosningunum 4. mars þar sem fresturinn til að skrá framboð er runninn út. bogi@mbl.is Sundurleitur hópur gegn Pútín  Ný skoðanakönnun bendir til þess að enginn stjórnarandstöðuleiðtogi njóti mikils stuðnings meðal mótmælendanna í Rússlandi  Þorri mótmælendanna með háskólapróf Reuters Kosningasvikum mótmælt Einn þátttakenda í fjölmennum mótmælum í Moskvu um helgina. Hafnar rannsókn » Vladímír Pútín gerði í gær lítið úr mótmælunum, sagði að þátttendurnir hefðu engin skýr markmið og engan leiðtoga sem þeir gætu fylkt sér um. » „Þeir hafa enga sameigin- lega áætlun, benda ekki á nein- ar skýrar leiðir til að ná fram markmiðunum – sem eru líka óljós – og enga menn sem gætu fengið einhverju áorkað,“ sagði Pútín. » Forsætisráðherrann hafnaði kröfu mótmælandanna um rannsókn á meintum svikum í þingkosningunum 4. desem- ber. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir þúsunda manna söfnuðust saman á götum borgarinnar Homs í Sýrlandi í gær til að mótmæla blóð- ugum árásum öryggissveita. Andstæðingar einræðisstjórnar- innar í Sýrlandi sögðu að skriðdrek- ar hefðu farið frá einu hverfa Homs áður en eftirlitsmenn Arababanda- lagsins komu þangað í gær. Eftirlits- mennirnir eiga að framfylgja friðar- áætlun sem stjórn Sýrlands samþykkti 2. nóvember og kveður m.a. á um að hersveitir verði fluttar frá bæjum og íbúðarhverfum borga, árásum á óbreytta borgara verði hætt og pólitískir fangar verði látnir lausir. Ráðamennirnir í Sýrlandi eru sakaðir um að hafa þvert á móti hert árásirnar á óbreytta borgara og ekk- ert lát er því á blóðsúthellingunum. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að yfir 5.000 manns hafi beðið bana í árásum öryggissveit- anna frá því í mars, þeirra á meðal um 300 börn. Fregnir hermdu í gær að minnst 34 manns hefðu beðið bana í árásum sem öryggissveitir hófu í Homs í fyrradag. Sýrlensk mannréttinda- samtök sögðu að skriðdrekar hefðu verið fluttir frá einu hverfa borgar- innar áður en eftirlitsmenn Araba- bandalagsins komu þangað. Mark- miðið væri að blekkja eftirlitsmennina. Um 70.000 mótmæltu Svo virðist sem koma eftirlits- mannanna hafi orðið til þess að mót- mælendurnir sóttu í sig veðrið. Stjórnarandstæðingar í Homs sögðu að um 70.000 manns hefðu safnast saman á götunum og öryggissveitir hefðu beitt táragasi til að dreifa þeim. Einræðisstjórnin segir hernaðinn nauðsynlegan vegna árása „hryðju- verkamanna“ sem hafi orðið fjölda her- og lögreglumanna að bana. Sakaðir um að blekkja eftirlitsmenn Reuters Ólga Sýrlenskir mótmælendur með teikningu af Bashar al-Assad forseta.  Skriðdrekar fluttir frá íbúðarhverfi í Homs áður en eftirlitsmenn Arababandalagsins komu þangað  Tugir manna biðu bana í árásum öryggissveita þótt einræðisstjórnin hafi lofað að stöðva hernaðinn Ferðamenn á hundasleða við stórt snjólistaverk sem sýnt verður á Snjó- og íshátíðinni sem haldin er árlega í kínversku borginni Harbin. Hátíðin hefst 5. janúar og verður það í 28. skipti sem hún er haldin. Fjölmargir ferðamenn sækja hátíðina til að skoða snjólistaverk og íshallir sem eru eins og klipptar út úr ævintýrabókum. Harbin er höfuðstaður Heilongjiang, nyrsta héraðs í Kína, og hefur verið nefnd „ísborgin“. Reuters Ævintýraheimur í ísborginni Mikill læknaskortur er í Bretlandi samkvæmt nýjum opinberum tölum sem benda til þess að sumir heim- ilislæknar þar í landi hafi allt að 9.000 sjúklinga á sinni könnu. Sett í íslenskt samhengi jafnast þetta næstum því á við að fyrir alla íbúa Garðabæjar væri aðeins einn heim- ilislæknir. Tölurnar sýna að þær heilsu- gæslustöðvar þar sem erfiðast er að fá tíma hjá lækni innan tveggja sólarhringa hafa að meðaltali um 3.000 sjúklinga á hvern lækni, en meðaltalið er um 1.600 sjúklingar. Læknar hafa varað við því undanfarið að þeir læknar, sem flesta sjúklinga hafa, geti ekki veitt góða þjónustu og að lengi þurfi að bíða eftir að fá tíma hjá þeim. Þeir hafa líka varað við því að vanda- málið versni líklega með þeim breytingum sem heilbrigðis- ráðherrann, Andrew Lansley, hef- ur boðað. Um 25.000 heimilislæknar eru í Bretlandi, en margir þeirra láta af störfum vegna aldurs á næstunni. Fréttavefur The Telegraph skýrði frá þessu. Mikill skort- ur á læknum í Bretlandi Með allt að 9.000 sjúklinga hver Um ein og hálf milljón manna býr í Homs sem margir líta á sem höfuðborg uppreisnarinnar í Sýrlandi. Homs var á meðal fyrstu borganna sem risu upp gegn einræðisstjórninni og hermt er að minnst 50 manns hafi beðið bana í einni árásanna í apríl þegar öryggissveitir réð- ust á mótmælendur á torgi í borginni. Íbúarnir hafa sýnt mikla þrautseigju og láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir blóðsúthellingarnar. Þrautseigja BJÓÐA HERNUM BIRGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.