Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 29
Gengið á hinum alþjóðlega myndlist- armarkaði hefur verið rysjótt á árinu og þrátt fyrir að gott verð hafi fengist hjá alþjóðlegu uppboðshús- unum á fyrri hluta ársins hefur evr- ukrísan tekið sinn toll á seinni hluta ársins, samkvæmt frétt The Tele- graph. Tölur á heimasíðu Sotheby’s sýna engu að síður fram á að lista- verk og listmunir hafi verið seldir á uppboðum um allan heim fyrir tæp- lega fimm milljarða dala, sem er rúmlega tólf prósenta hækkun frá árinu 2010. Hæsta verðið á uppboðum hefur fengist fyrir verk módernista og samtímalistamanna. Mikil hækkun hefur verið á verði verka súrrealista. Metverð var greitt fyrir verk eftir Salvador Dali, 13,5 milljónir punda, fyrir verk eftir Belgann Delvaux, níu milljónir dala, og í nóvember var málverk eftir Max Ernst slegið kaupanda fyrir 16,3 milljónir dala. Í ár voru það kaupendur frá Asíu, Rússlandi og Mið-Austurlöndum sem keyptu dýrustu verkin. Kaup- andi frá Asíu tryggði sér dýrasta Pi- casso-verkið, á 21,4 milljónir dala, Rússar greiddu mest fyrir verk eftir Francis Bacon, 23 milljónir punda, og Rússar og Asíubúar tókust á um abstraktverk eftir Gerhard Richter sem fóru á allt að að 21 milljón dala. Dýrasta listaverk ársins var þó ekki selt í New York eða London, heldur í Peking. Þar var hefðbundin blekteikning eftir vinsælasta kín- verska myndlistarmanninn, Qi Ba- ishi (1864-1957), af erni í furutré, slegið hæstbjóðanda á um sjö og hálfan milljarð króna. Dýrasta verk ársins selt í Kína Dýrasta myndverkið Þetta málverk Qi Baishis seldist á uppboði í Peking á árinu fyrir 65 milljónir dala, um sjö og hálfan milljarð króna. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Allir eiga minningar og allirhafa sögu að segja enekki er öllum gefið aðkoma efninu til skila. Gaute Heivoll lýsir ritstíflu sinni við gerð sögunnar Meðan enn er glóð um leið og hann rifjar upp örlaga- söguna um brennuvarginn í norsku sveitinni þar sem hann ólst upp. Frábær saga sem getur í raun gerst hvar sem er og hvenær sem er. Á yfirborðinu virðist allt vera svo kyrrlátt í sveitinni, þar sem hver unir glaður við sitt og með sitt. Þeir sem eiga minningar fjarri skarkala borganna kannast við þessa róm- antík en þekkja líka áföllin. Tala bara minna um þau. Rétt eins og fólkið í Finnslandi í Suður-Noregi, sem haldið var í klóm brennuvargs í um fjórar vikur vorið 1978. Mar- tröðinni lauk um það leyti sem Gaute Heivoll var skírður tæplega þriggja mánaða gamall, en þegar hann er orðinn eldri og reyndari rifjar hann upp atburðina um leið og hann segir frá líðandi stundu í lífi sínu. Þetta er ekki aðeins saga um lífið í sveitinni á afmörkuðum tíma held- ur saga um vonir og þrár, fjöl- skyldutengsl, einkum foreldraást- ina. Umhyggjuna. Brjálæðið. Yfirhylminguna. Synirnir eru um- vafðir ást og þegar grannt er skoð- að er saga eins ótrúlega lík sögu annars. Það hefur ekkert orðið úr mér, segir Dagur. Þú mátt ekki eyðileggja líf þitt þó pabbi þinn sé dáinn, segir amma sögumanns við hann. Og Kári veslast upp. En fólkið á sína drauma, þar sem hæst ber keppni í skíðastökki á Ól- ympíuleikum, og í sjónvarpinu er reglulega sýnt frá heimsmeist- arakeppninni í fótbolta. Samt fer enginn á Ólympíuleika og enginn virðist hafa áhuga á fótboltanum. Í sveitinni er allt í föstum skorðum, nema þegar brennuvargurinn geng- ur laus. Þá vígbúast hinir rólegustu menn og í ljós kemur að sumir kunna að fara með vopn, þó sú kunnátta hafi verið dulin jafnvel þeim nánustu. Maður finnur fyrir svolítið ein- kennilegri tilfinningu við að lesa þessa sögu eftir ódæðið í Útey og Osló í sumar sem leið vegna þess að það er svo margt líkt með vitfirr- ingunum. Annars vegar í skáldsög- unni og hins vegar í veruleikanum. Meðan enn er glóð vekur líka upp ýmsar spurningar um mannlegt eðli, refsingar og umgengni við sakamenn. Sagan er vel skrifuð og vel þýdd. Hún greinir frá að því er virðist venjulegu lífi en segir svo margt og skilur mikið eftir sig. Hver hefur sinn djöful að draga. Endurtekn- ingar eru ívið miklar en engu að síður er þetta holl og góð lesning. Meðan enn er glóð bbbbn Skáldsaga eftir Gaute Heivoll. Þýðandi Sigrún Árnadóttir. Mál og menning 2011. Kilja. 298 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Gaute Heivoll „Þetta er ekki aðeins saga um lífið í sveitinni á afmörkuðum tíma heldur saga um vonir og þrár, fjölskyldutengsl, einkum foreldraástina.“ Brennuvargur gengur laus Í Bentonville í Arkansas hefur verið opnað af miklum metnaði nýtt lista- safn, Crystal Bridges Museum of American Art. Safnið er gamall draumur stofnandans Alice Walton, eins erfingja Walmart-verslunar- keðjunnar, en það tók einungis sex ár frá því tilkynnt var um hugmynd- irnar að safninu þar til það var opn- að í síðasta mánuði. Arkitektinn Moshie Safdie hannaði safnið sem stendur við Cristal Spring-ána og yf- ir henni í bænum þar sem faðir eig- andans, Sam Walton, opnaði fyrstu lágvöruverðsverslun sína árið 1951. Að sögn Robertu Smith, gagnrýn- anda The New York Times, er í safn- inu afar gott úrval verka, að verð- mæti mörg hundruð milljónir dala, og hefur það alla burði til að verða viðkomustaður listpílagríma alls staðar að úr heiminum. Það er sérstaða safnsins að því er ætlað að tengja bandaríska myndlist við sögu landsins sem og veita að- gang að náttúrunni umhverfis á heillandi hátt, ætíð þó með megin- áherslu á listina. Yfir 400 verk frá síðustu öldum til dagsins í dag eru til sýnis, og þar á meðal lykilverk lista- manna á borð við Gilbert Stuart, Thomas Cole og Thomas Eakins. Safn fyrir Walmart- peninga Safnið Tengir söguna við listina. Heimsljós (Stóra sviðið) Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn. Sýningum lýkur í janúar! Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 síð.sýn Sýningum lýkur í janúar! Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Mið 28/12 kl. 13:30 Frums. Fös 30/12 kl. 13:30 4.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn Fim 29/12 kl. 13:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 15:00 5.sýn Fim 29/12 kl. 15:00 3.sýn Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn Hjartnæm og fjörmikil sýning Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 8/1 kl. 16:00 On Misunderstanding (Kassinn) Mið 28/12 kl. 19:30 Frums. Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 3.sýn Frumsýnt 28.desember Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN GLEÐILEG JÓL “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 30/12 FÖS 20/01 L AU 21 /01 FÖS 27/01 KL . 20:00 KL . 20:00 NÝ SÝNING KL . 22:00 NÝ SÝNING KL . 20:00 NÝ SÝNING Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 5/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 6/1 kl. 19:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00 Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Nýdönsk í nánd (Litla sviðið) Fös 6/1 kl. 22:00 1.k Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Aftur á svið - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.