Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011
Bakleikfimi
Betri líðan í hálsi, herðum og baki
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Hádegis- og eftirmiðdagstímar
í sundlaug Hrafnistu við Laugarás.
Með sambaívafi í Heilsuborg og Sporthúsinu.
Innritun í síma 897 2896
www.bakleikfimi.is
Hefst 9. janúar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það var svolítið erfitt fyrir hana að
átta sig á því að hún myndi ekki
keppa á skíðum aftur og að líf hennar
hefði tekið 180 gráða beygju. Það
kom svolítið í dag. En hún var fljót að
jafna sig á því og við bjuggum til já-
kvæða hluti í kringum það sem var að
gerast. Það er svakalegt keppnisskap
í henni,“ sagði Guðmundur Á.
Björnsson kjálkaskurðlæknir um
gærdaginn í lífi dóttur sinnar, Fann-
eyjar, sem lamaðist fyrir neðan háls í
skíðaslysi í Noregi á aðfangadag.
„Nú í morgun [gærmorgun] gat
hún fyrst örlítið hreyft olnbogann til
hliðar á vinstri hendinni. Hún er með
gifsið á þeirri hægri. Hún gat þetta
ekki áður og greip auk þess miklu
fastar með fingrunum en hún gat dag-
inn áður. Þetta var langbesti dagurinn
hennar. Hún hefur verið tekin af
verkalyfjum og er orðin skýrari. Við
höfum líka farið yfir andlegu hliðina.
Allt gengur þetta framar vonum. Það
hefur komið meiri styrkur í fæturna.
Svo er að koma meiri vöðvakraftur í
handleggina þótt veikir séu enn sem
komið er. Ég var ekki á staðnum þeg-
ar hún var reist upp í fyrsta skiptið.
Fanney er ótrúlega sterk.“
Vildi hitta vinkonurnar
„Ég spurði hana hvort hún vildi
fá vinkonur sínar í heimsókn. Fanney
sagðist þá endilega vilja hitta þær.
Það urðu svo fagnaðarfundir þegar
vinkonurnar komu með hjálminn sem
hún var með í slysinu,“ segir Guð-
mundur.
Sár stund þegar ljóst var
að ferlinum væri lokið
Baráttukona Fanney safnar kröft-
um á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló.
Skíðadrottning
sýnir mikinn styrk
Anna Lilja Þórisdóttir
Hjörtur Jónas Guðmundsson
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu á
fundum sínum í gær tillögu forsætisráðherra
um breytingar á ríkisstjórn. Ljóst er að Jón
Bjarnason og Árni Páll Árnason eru á leið út úr
stjórn og að Oddný Harðardóttir, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar, tekur við fjár-
málaráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni.
Engar frekari þreifingar hafa verið við Hreyf-
inguna um samstarf.
Þingflokkar beggja stjórnarflokkanna fund-
uðu í gærkvöldi um tillögu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra um breytingar á skip-
an ráðherra. Tillagan var samþykkt í báðum
þingflokkum, hjá VG sátu þau Ögmundur Jón-
asson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hjá, auk
Jóns. Þeir Kristján Möller og Sigmundur Ernir
Rúnarsson greiddu atkvæði á móti á fundi Sam-
fylkingarinnar og Árni Páll sat hjá. Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir
þingflokksfundinn að tillögunni hefði verið vel
tekið. „Flokkstjórnin ræður málinu,“ sagði Árni
Páll að loknum þingflokksfundinum. Spurður
að því hvort hann væri vonsvikinn vegna þróun-
ar mála sagðist Árni una þeim stað sem flokks-
menn ákvæðu. Hann sagðist ekki hafa nein
áform um að segja sig úr Samfylkingunni og
sagðist ekkert geta sagt til um á þessari stundu
hvort þessar breytingar myndu styrkja eða
veikja ríkisstjórnina.
Hefðu viljað stærri hlut
Eftir að fundi þingflokks Samfylkingarinnar
lauk í gær tók við fundur stjórnar flokksins. Þar
voru heitar umræður, margir voru á mælenda-
skrá og gekk fundarfólk inn og út af fundinum
og fundaði í skotum víðs vegar um hótel Nor-
dica, þar sem fundurinn var haldinn. Tillögurn-
ar voru síðan samþykktar síðla kvölds af 77 af
105 fundarmönnum. „Það var upp og ofan hvort
menn væru ánægðir með þessa niðurstöðu,“
sagði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, eftir fundinn í gærkvöldi. „Líklega
hefðu flestir viljað fá stærri hlut út úr þessum
skiptum. Fyrst og fremst var tekist á um hvort
það væri hagkvæmt og skynsamlegt fyrir flokk-
inn að vera með fjármálaráðuneytið, það var
lykilatriðið í umræðunni.“
Jón Bjarnason segir atburðarásina bein-
tengda Evrópumálunum. „Þeir gleðjast í
Brussel og þeir sem vilja hér hraðast ganga inn
í Evrópusambandið, þeir gleðjast yfir þessu,
það er ekki nokkur vafi á því. En þetta er ann-
ars bara áskorun um að taka upp enn harðari
baráttu í þeim efnum.“ Jón sagði bakland rík-
isstjórnarinnar hafa veikst í gær og sagði það
brýnna en nokkru sinni að flokkurinn færi eftir
hugsjónum og stefnu sinni. Í sama streng tekur
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Mér finnst þetta
vera mistök vegna þess að nú er farin úr rík-
isstjórn langsterkasta röddin gegn aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu.“ Hún sagði
ákvörðunina augljóslega tengjast inngönguvið-
ræðum í ESB, og að hún veikti málefnastöðu
stjórnvalda í umsagnarferlinu.
Hefði viljað aðra niðurstöðu
Ögmundur Jónasson sagðist hafa kosið að
niðurstaðan hefði orðið önnur. „Það er ekkert
launungarmál að mér er mikil eftirsjá að Jóni úr
ríkisstjórn og hefði kosið að niðurstaðan hefði
orðið önnur en þessi.“
Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands
skal ákveða fjölda ráðuneyta og heiti þeirra
með forsetaúrskurði samkvæmt tillögu for-
sætisráðherra. Tillagan skal lögð fyrir Alþingi í
formi þingsályktunartillögu sem komi þegar til
umræðu og afgreiðslu áður en forsetaúrskurð-
ur er gefinn út. Ráðherraskiptin verða á rík-
isráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið.
Eftir breytingarnar á ráðuneytunum og skip-
an ríkisstjórnarinnar gerist það í fyrsta skipti,
svo vitað sé, að sami flokkurinn fari með þrjú
stærstu ráðuneytin hér á landi: Forsætis-, fjár-
mála- og utanríkisráðuneytið. „Þetta er mjög
sögulegt, hreint út sagt,“ segir Grétar Þór Ey-
þórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skólann á Akureyri. „Nú er þjóðin að vinna sig
út úr efnahagshruni og sækja um aðild að ESB
og sami stjórnmálaflokkurinn með þau ráðu-
neyti auk forsætisráðuneytisins. Það er því
einsdæmi í stjórnmálasögunni að flokkur hafi
svo sterka stöðu í samsteypustjórn og hlýtur á
margan hátt að koma á óvart. Hins vegar meg-
um við ekki horfa framhjá því að VG eru núna
með alla atvinnuvegina og umhverfismálin. Það
voru ekki nein efnisleg rök varðandi Árna Pál
en það að fórna honum fyrir þennan sögulega
styrkleika í einni ríkisstjórn er ekki mikil fórn.“
Morgunblaðið/Ómar
Vinstri grænir VG samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á ráðherra-
liðinu. Ögmundur Jónasson og Guðfríður L. Grétarsdóttir sátu hjá, auk Jóns Bjarnasonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Upphaf og endir Oddný G. Harðardóttir tekur við fjármálaráðuneytinu eftir breytingarnar á
ríkisstjórn. Árni Páll Árnason, lætur af embætti efnahags- og viðskiptaráðherra á sama tíma.
Jón og Árni út, Oddný inn
Þrjú stærstu ráðuneytin á hendi eins flokks Konur í meirihluta í ríkisstjórn Ólga á fundi stjórnar
Samfylkingarinnar Jón Bjarnason segir niðurstöðuna áskorun um harðari baráttu gegn ESB
Steingrímur J. Sig-
fússon: Atvinnu-
vegaráðherra.
Jóhanna
Sigurðardóttir:
Forsætisráðherra.
Ögmundur
Jónasson: Innan-
ríkisráðherra.
Katrín Júlíusdóttir:
Iðnaðarráðherra.
Svandís Svavars-
dóttir: Umhverfis-
ráðherra.
Ríkisstjórn Íslands eftir samþykktar breytingar
Oddný Harðardóttir:
Fjármálaráðherra
Guðbjartur Hann-
esson: Velferðar-
ráðherra.
Össur Skarphéð-
insson: Utanríkis-
ráðherra
Katrín Jakobsdóttir:
Menntamála-
ráðherra.