Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 31
STJÓRNMÁL 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Á rið 2011 var um ýmis efni tíð- indamikið. Þótt hægt hafi miðað í því meg- inverkefni stjórnvalda að vinna að bættum hag almennings gerðist margt í þjóðlífinu sem seint mun gleymast. Allt frá eldsumbrotum til nýs varðskips, frá opnun Hörpu til afmælishátíða Jóns Sigurðs- sonar og Háskóla Íslands og frá glæsilegum afrekum í íþróttum, ekki síst hjá íþróttakon- um, til óvæntra menningarviðburða eins og tónleikaraðar Mugisons í desember. Sundurlyndi á stjórnarheimilinu og stefnu- leysi í stærstu málum var hins vegar sem fyrr sjálfstætt efnahagsvandamál. Kapp án forsjár einkennir áfram stjórnarhætti núverandi rík- isstjórnar í hverju málinu á fætur öðru og áfram er haldið með þá vonlausu stefnu að kafa dýpra í vasa skattgreiðenda til að loka fjárlagagatinu. Náttúran lék stórt hlutverk Eitt öflugasta eldgos síðustu 100 ára varð í Grímsvötnum. Þegar mest var mældist kraft- urinn 10-20 sinnum meiri en í gosinu sem varð í Eyjafjallajökli á fyrra ári og varð að frétta- efni um heim allan. Óhætt er að segja að náttúran hafi minnt óþægilega á sig síðastliðinn áratug með öfl- ugum jarðskjálftum og gosum í megineld- stöðvum. Á líðandi ári sýndi það sig enn og aft- ur hve mikilvægu hlutverki vísindamenn okkar og viðbragðssveitir gegna. Í hafinu voru skilyrði hagfelld mikilvægustu atvinnugrein okkar. Góð veiði, ekki síst í upp- sjávartegundum, hefur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum útflutningsverðmætum. Aukning í útflutningi á árinu hefur verið borin uppi af sjávarafurðum og komið fram með jákvæðum hætti í efnahagsmælingum. Það er mikil mildi fyrir okkur Íslendinga að ríkisstjórnin skuli ekki ráða aflabrögðum, en ekki var við öðru að búast en að hún reyndi að eigna sér heiðurinn af jákvæðri þróun í nátt- úrunni umhverfis landið og segði efnahags- stefnuna vera að skila árangri. Sjávarútvegur líður fyrir stefnuleysi Ríkisstjórnin hefur haldið grundvall- aratvinnugrein landsins í ólíðandi óvissu und- anfarin ár með vanhugsuðum áformum um að kollvarpa fiskveiðistefnunni. Steininn tók úr þegar frumvarp um breytingar á stjórn fisk- veiða var lagt fram snemmsumars. Fékk málið falleinkunn allra sem um það fjölluðu. Utanríkisráðherra sagði nýlega að líkja mætti málinu við bílslys. Þessi pólitíski glæfra- akstur bitnar á mikilvægum hagsmunum landsmanna allra. Þar er þjóðin í hlutverki hins saklausa vegfaranda en ríkisstjórnin situr í sæti ökuníðingsins. Af verklagi við endurskoðun fiskveiðistjórn- unarinnar má ætla að ríkisstjórnin telji ávinn- ing af því að efna til ágreinings. Öllu samráði við hagsmunaaðila og stjórnarandstöðuflokka hefur fyrir löngu verið hætt. Málefnalegum ábendingum er svarað með óskiljanlegum hót- unum um að haldin skuli þjóðaratkvæða- greiðsla um kvótakerfið. Afleiðing þessa stjórnleysis er hrun fjárfest- inga í greininni en þær eru forsenda framfara og samkeppnishæfni gagnvart öðrum þjóðum. Forskot okkar í sjávarútvegsmálum á al- þjóðamörkuðum er ekki sjálfgefið, skaðinn er nú þegar allt of mikill og því verður að binda enda á þetta ástand á nýju ári. Ógild kosning og þjóðaratkvæði Hæstiréttur Íslands komst að þeirri nið- urstöðu í byrjun árs að kosning til Stjórnlaga- þings skyldi ógilt. Þvergirðingsháttur for- sætisráðherra og meirihluta stuðningsmanna stjórnlagaþingsins réð því að sú niðurstaða æðsta dómstóls landsins var að engu höfð með skipan stjórnlagaráðs. Ráðið lauk störfum, til- lögur þess voru afhentar forseta Alþingis en hafa ekki enn verið ræddar. Þrátt fyrir digrar yfirlýsingar meirihluta allsherjarnefndar og ýmissa þingmanna á fyrri stigum um mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar hefur ekkert heyrst lengi um slík áform. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru helst nefndar af stjórnarflokkunum til að skreyta mál eða í hótunartóni eins og áður var vikið að. Þegar mikið liggur við, líkt og átti við í Ice- save-deilunni og ESB-málinu, er þjóð- aratkvæðagreiðsla það síðasta sem stjórn- arflokkunum kemur til hugar. Eftir ræðu forseta Íslands við þingsetningu 1. október varð ljóst að grundvallarágrein- ingur er um túlkun á tillögum stjórnlagaráðs- ins og athygli vekur að enginn alþingismaður hefur gert þær að sínum. Tillögurnar, sem þegar hafa kostað um hálfan milljarð króna, verður því fyrst og fremst að skoða sem inn- legg í vinnu Alþingis þótt þær séu í mörgu sundurlausar. Í þeirri vinnu sem fram undan er mun Sjálf- stæðisflokkurinn leggja áherslu á að viðhalda því sem vel hefur reynst í stjórnskipun okkar og gera einungis þær breytingar sem skýr þörf er fyrir og til framfara horfa. Evrópa á krossgötum Tregða stjórnarflokkanna til að horfast í augu við þær miklu breytingar sem eru að verða á Evrópusambandinu og tengjast upp- námi í myntsamstarfinu og skuldastöðu ein- stakra aðildarríkja var hvort tveggja í senn, fyrirsjáanleg og óábyrg. Fyrirsjáanleg vegna þess að það er erfitt fyrir ríkisstjórn sem hefur jafn veikan stuðn- ing við umsóknarferlið og raun ber vitni að horfast í augu við þessar breyttu aðstæður. Óábyrg, því nú eru að eiga sér stað grundvall- arbreytingar á efnahagssamstarfi Evrópuríkj- anna sem taka verður tillit til í umræðu um málið. Þessar breytingar eru einar og sér tilefni til endurskoðunar á málinu í heild, hversu óþægi- legt sem það kann að vera ríkisstjórninni. Er þá ónefnt hvernig málinu var hrint af stað í upphafi með stuðningi ýmissa þeirra sem nú kalla málið endaleysu. Lýðræðið og ESB Undanfarin ár hefur nokkuð hröð og mark- viss þróun orðið í styrkingu lýðræðis á Íslandi. Þetta má einkum sjá í sveitarstjórnum, þar sem samráð við íbúa hefur vaxið mjög með íbúaþingum, kosningum um einstök mál og al- mennt opnari stjórnsýslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur, umræða um val frambjóðenda á lista og um kosningakerfið eru auk þessa merki um að hér á landi er uppi sterk krafa um aukin áhrif fólksins í landinu á framgang þjóðmála. Nauðsynlegt er að aðildarumsókn að ESB verði rædd í þessu ljósi þar sem helstu breyt- ingar sem nú eru til umræðu innan sam- bandsins ganga í öfuga átt við lýðræðisþróun hérlendis. Þar nægir að nefna að það er meg- inefni leiðtogafunda ESB-ríkjanna þessar vikurnar að færa enn frekari völd frá þjóð- ríkjunum til hins yfirþjóðlega ESB. Þegar forsætisráðherra Breta hreyfði and- mælum við þessari þróun var því haldið fram að hann væri að einangrast. En hver er að einangrast frá hverjum þegar grannt er skoð- að? Getur verið að það séu miðstýringaröflin í Brussel sem eru að einangrast frá þegnum ESB ríkjanna? Forsætisráðherrann breski er ef til vill að einangrast frá valdaöflum í Evr- ópu en hann er í það minnsta í góðum takti við landsmenn sína. Forsendur nýs framfaraskeiðs Af framansögðu má sjá að í þeim málum sem ríkisstjórnin hefur sett á dagskrá hefur skort alla forsjá. Áherslan hefur verið á mál sem engin eining er um, breytingar breytinga vegna og glórulaus réttarhöld gegn fyrrver- andi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Eins og í umferðinni er slíkt stefnuleysi uppskrift að slysi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram efna- hagsáætlun í haust sem byggist á því að draga til baka skattahækkanir ríkisstjórn- arinnar og önnur skemmdarverk á skatt- kerfinu, ljúka skuldaúrvinnslu heimila og fyrirtækja, styrkja stöðu lítilla og með- alstórra fyrirtækja og stórefla fjárfestingar. Verði þessi leið farin mun ský draga frá sólu í efnahagslífinu og kraftmikið framfaraskeið hefjast. Leið ríkisstjórnarinnar hefur einungis leitt til stöðnunar og vonleysis en við hana er til skýr valkostur. Meginatriðið er að virkja framtakssemi fólksins í landinu. Stjórn- arstefna sem byggist á slíkri áherslu mun leysa úr læðingi þá krafta sem þjóðfélagið þarfnast til að hefja næsta framfaraskeið. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Við áramót Morgunblaðið/Ómar Bjarni Benediktsson „Leið ríkisstjórnarinnar hefur einungis leitt til stöðnunar og vonleysis en við hana er til skýr valkostur. Meginatriðið er að virkja framtakssemi fólksins í landinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.