Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Umræðan á árinu 5. september | Gísli Sigurðsson Virkjun útrýmir göngufiskum í Þjórsá Óskhyggja Landsvirkj- unar um að við Urriðafoss séu kjöraðstæður til að láta seiðafleytur bjarga seiðunum á ekki við nein rök eða rannsóknir að styðjast. 6. september | Ari Trausti Guðmundsson 400 PPM Magn koltvísýrings eykst hratt og mælist nú í fyrsta sinn um 400 milljónustu hlutar yfir Íslandi. Hlýnunin hefur ekki stöðvast. 7. september | Eiður Guðnason Óþurftarverk í Skálholti Það er óskiljanlegt að yfirvöld í Skálholti skuli hafa leyft mönnum að böðlast áfram með þessa óþurftarframkvæmd á helgum stað. 8. september | Gísli Páll Pálsson og Pétur Magnússon Velferðarráðuneyti steinsteypunnar … og kannski er vel- ferð stein- steypunnar mikilvægari en velferð þeirra landsmanna sem þurfa á þjónustu velferðar- og heilbrigðisstofn- ana að halda? 9. september | Sturla Friðriksson Ekki selja Kínverja Grímsstaði Alþingi á að taka ákvörðun um að selja ekki Kínverja Grímsstaði. 10. september | Ingibjörg H. Baldursdóttir Það gerir þetta enginn að gamni sínu Með hugleiðingum mín- um langar mig að vekja at- hygli á Alþjóðadegi sjálfs- vígsforvarna í dag ... 10. september | Una María Óskarsdóttir Bakslag hjá Jafnréttisráði Ákvörðunin er mér mikil vonbrigði og er bakslag í baráttunni fyrir auknu jafnrétti í landinu. 12. september | Birgir Tjörvi Pétursson Réttarbrot við með ferð gjaldeyrismála Þar sem engar gildar refsiheimildir eru til staðar er enginn tilgangur með þessum rannsókn- arathöfnum. 14. september | Ólafur Hauksson Takk, Arion banki Ég og allir hinir launa- greiðendurnir erum fullir þakklætis yfir að fá að taka þátt í hagsæld Arion banka. 15. september | Hjörleifur Sveinbjörnsson Huang á Grímsstöðum Umræðan um þessi jarðakaup ber íslenskri umræðuhefð ófagurt vitni. Ófáir stungu sér á auga- bragði í skotgrafir og hafa síðan kallast á með stóryrðum. 16. september | Jón Helgi Björnsson Álver á Bakka slegið af Enginn friður verður um virkjun orkunnar í Þingeyj- arsýslu nema hún nýtist til þess að byggja upp störf og umsvif í Þingeyj- arsýslum. 17. september | Ragnheiður Elín Árnadóttir Afar síðbúið frumkvæði – eft- irásöguskýring Jóns Baldvins Staðreynd málsins er sú að Sjálfstæð- isflokkurinn átti frá upphafi frumkvæði að viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. 17. september | Jón Bjarnason Um skilyrði ESB og valdmörk ráðherra Hafi ríkisstjórnin lagt fyrir ESB áætlun hefur hún sjálfstætt laga- bindandi gildi og getur þá beinlínis skert sjálf- ræði þess þings sem ókjörið er. 17. september | Karl Sigurbjörnsson Um Þorláksbúð í Skálholti Skálholt skipar dýr- mætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt og friður ríki um uppbyggingu stað- arins og það starf sem þar fer fram. 17. september | Helgi Laxdal Ein lög, einn siður Af hverju var LÍÚ á móti skýru ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á sjávarauðlindinni í stjórnarskrána? 19. september | Stefán Svavarsson Uppgjör bankanna Við viljum framfarir, ekki aðeins í rekstri og viðskiptaháttum bank- anna, heldur líka í gerð reikningsskila þeirra. 19. september | Árni Johnsen Ósannindi Eiðs Guðnasonar um Þorláksbúð í Skálholti Stjórn Skálholts, Fornminjavernd rík- isins, Kirkjuráð og byggingarnefnd Blá- skógabyggðar, allir réttbærir aðilar samþykkja verk- efnið. 21. september | Snorri Magnússon Súpugerð Lögreglumenn eru fyrir löngu orðnir hund- leiðir á innantómum lofsyrðum stjórnvalda um ágæti okkar á ögur- stundu. 22. september | Garðar Halldórsson Skálholt – Athugasemd vegna ónákvæmni í grein- arskrifum um Þorláksbúð Í mínum huga er ljóst að ég hef ekki far- ið með höfundarrétt Skálholtskirkju, þótt ég hafi annast ráðgjöf að beiðni afkomenda Harðar Bjarna- sonar, fyrrv. húsameistara ríkisins. 24. september | Einar Bollason Heilsustofnun á heimsmælikvarða Nú er svo að stofn- uninni þrengt að ekki verður lengur við þetta unað og reyndar óger- legt að reka þennan stærsta vinnu- stað bæjarfélagsins við þessar kringumstæður. 26. september | Jón Steindór Valdimarsson Val er vald Enginn veit hver staðan verður þegar að kjördegi kemur. Þannig er það bara. Sviptum samt ekki þjóðina vald- inu til að velja eigin framtíð. 27. september | Helga Ingólfsdóttir Nauðsynlegt að endursemja um skuldir Hafnarfjarðar Hætta er á að þessi háu vaxtakjör muni sliga bæj- arsjóð næstu árin og jafn- vel áratugina. 29. september | Vigdís Hauksdóttir Alþýðusamband Íslands og Samfylkingin Hvar eru útifundirnir, hvar eru kröfugerðirnar, hvar er gagnrýnin á rík- isstjórnina, hvar er krafan um eflingu atvinnulífsins frá verkalýðshreyfingunni? 30. september | Gylfi Arnbjörnsson Vegna þrálátra rangfærslna Vigdísar Hauksdóttur um starfslok sín hjá ASÍ Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki áður lent í jafn óheiðarlegum og ósanngjörnum rógburði af hálfu nokkurs manns. 1. október | Þór Magnússon Um Grímsstaði Varla hefur verið ætlun lagasmiða að undanskilja jarðakaup einstaklinga, en hér virðist samt vera glufa í lögunum. 3. október | Róbert Guðfinnsson „Heillandi þorp“ Það er til mikils að vinna fyrir siglfirskar fjölskyldur að íbúðarverð í byggð- arlaginu nálgist það sem það er í Stykkishólmi. 3,6 milljarðar væru ágæt viðbót við eigna- safn Siglfirðinga. 5. október | Sólmundur Tr. Einarsson Rjúpnaveiðar á Íslandi heyra brátt sögunni til Í ár eru þessir höfð- ingjar frá Náttúru- fræðistofnun enn á ferð- inni með sína bölspár og vilja takmarka eða banna alfarið veiðar á rjúpu. 5. október | Margrét Kristmannsdóttir Eru störf í verslun ómerkilegri en önnur störf? Verslunin telur að standa eigi vörð um hinn hefðbundna landbúnað í sveitum landsins – en að ekki eigi að setja iðn- aðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt, þar sem framleiðslan fer að mestu fram í verksmiðjum í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins, undir sama hatt. 5. október | Gunnar Smári Egilsson Berjumst gegn fordómum Það eru líka fordómar þegar stjórnvöld bregðast ekki sérstaklega við til að verja áfengis- og vímu- efnasjúklinga í kreppunni. 6. október | Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson „Delete samdægurs“ Engir op- inberir sjóðir, eða nokkrir aðrir, hafa tap- að fé vegna viðskipta okkar. 7. október | Ólafur Helgi Marteinsson Órökstuddar dylgjur um Fjallabyggð og fasteignaverð Samkvæmt sömu upp- lýsingum hefur fast- eignaverð á Siglufirði hækkað um 45% eða úr 62 þús. á hvern fermetra í 90 þús. á fermetra. 8. október | Guðlaug Kristjánsdóttir Mannauðsmál ríkisins í kreppu Enn er óskrifað blað hvernig ríkið ætlar að laða til sín og umbuna framtíð- arstarfsfólki fyrir vel unnin störf og brýnt að bætt verði úr þeirri óvissu. 10. október | Atli Harðarson Á að hætta með alvöru framhaldsskóla? Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga á enn að minnka kennsluna sem nemendur fá í framhalds- skólum – eins og eyðilegg- ingin sé ekki meiri en nóg nú þegar. 12. október | Elsa B. Friðfinnsdóttir Hver er stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum? Enn eitt árið birtist óskýr skammtímastefna stjórnvalda í heilbrigð- ismálum í frumvarpi til fjárlaga. 12. október | Margrét K. Sverrisdóttir Samstarf skóla og trúfélaga Námsskrá grunnskóla í kristnum fræðum er og verður óbreytt og vandséð að kristni sé úthýst meðan svo er. 13. október | Ísólfur Gylfi Pálmason Landeyjahöfn fyrir þjóðina alla Í mínu sveitarfélagi opn- ar höfnin nýja möguleika og er spennandi kostur, hvað varðar atvinnumál, samstarf sveitarfélaga og fjölbreyttara mannlíf. 14. október | Ragnar Önundarson Viltu vinna milljarð? Þeir félagar Árni og Hall- björn veittu gríðarháu fölsku söluverði Húsa- smiðjunnar viðtöku. 14. október | Stefan Füle Samvinna í átt að gagnkvæmum ávinningi Ég er fullviss um að við getum tekið tillit til sér- stöðu Íslands og væntinga innan núverandi ramma samningaviðræðna… 17. október | Bolli Héðinsson Hvað er málið með LÍÚ, hvers vegna sættast þeir ekki á tilboðsleiðina? … 95% kvótans yrðu strax afhent, án sérstakrar gjaldtöku, núverandi kvótahöfum til afnota næstu 20 árin. 19. október | Símon Þór Jónsson og Jakob Björgvin Jakobsson Almenn hækkun tekjuskatts einstaklinga boðuð í fjárlagafrumvarpinu Einnig er ljóst að efast má um gildi yfirlýsingar fjár- málaráðherra þegar hann segir að frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum almennum skattahækkunum. 20. október | Guðlaug Gísladóttir Enn einn sigurinn gegn atvinnu- uppbyggingu á Íslandi Það er af framsýni en ekki skammsýni sem sveit- arfélögin í Þingeyj- arsýslum töldu skyn- samlegt að vinna að uppbyggingu álvers á Bakka. 22. október | Skúli Skúlason Ísland á alls ekki að styðja Palestínuaraba Össur vill endilega að við verðum fyrsta Evr- ópuríkið til að viðurkenna goðsagnaríkið Palestínu. Ég segi nei takk – aldrei. 24. október | Þorbjörn Hlynur Árnason Biskupsmál og kirkjan Mér þykir það ekki sanngjörn krafa að biskup segi af sér vegna þessa máls, og reyndar fráleit, þrátt fyrir þau mistök sem urðu í málsmeðferð. 27. október | Glúmur Jón Björnsson Bestuvinavæðing í Vesturbæ Eigandinn, sem hagnast á þessari eftirgjöf borg- arinnar, er nefnd- arformaður hjá núverandi meirihluta borgarstjórnar, Samfylkingar og Besta flokks. 28. október | Kristín Einarsdóttir Kaldur heimsendur matur – Aukin lífsgæði? Margir sem nýttu sér þessa þjónustu, munu hreinlega hætta að nærast á þann hátt sem eðlilegt telst. 28. október | Kristinn Ingi Jónsson Skuldaklafi ríkisins Á það var bent marg- sinnis, að lausnin á skulda- vanda ríkissjóðs væri ekki sú að kæfa hagkerfið, heldur að opna það upp á gátt. 29. október | Daníel Sigurðsson Útrýmingarfýsn borgarstjóra Það eru ekki aspirnar sem eru skemmdarvargar í borginni heldur borg- arstjórnin sjálf með borg- arstjórann í fararbroddi… Morgunblaðið/RAX Landsdómsmál Skömmu fyrir jól var lagt til að mál- ið gegn Geir H. Haarde yrði fellt niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.