Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 SVIÐSLJÓS Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Það eru helst strákar og yngri karl- menn sem slasa sig um áramót,“ seg- ir María Soffía Gottfreðsdóttir augn- læknir og hún segir talsverðan mun vera á fjölda flugeldatengdra slysa milli ára. Erfitt sé að benda á hvað veldur þessu. „Fyrir um það bil tveimur árum var mikil aukning slysa vegna flugeldanotkunar en árið á eftir dró merkjanlega úr þeim fjölda.“ María Soffía segir langstærstan hluta þeirra sem koma á slysamót- töku vegna slysa í tengslum við flug- elda um áramót vera karlmenn á aldrinum 10-40 ára. Verstu slysin eiga sér gjarnan stað hjá drengjum á táningsaldri og þeim sem eru undir miklum áhrifum áfengis þegar flug- eldar eru meðhöndlaðir. Mjög sjald- gæft er að konur hljóti skaða af völd- um flugelda og segir María skýringuna að einhverju leyti liggja í meiri áhuga karlmanna á sprenging- um og púðri. „Ýmiss konar áverkar geta hlotist af völdum óvarlegrar notkunar á flugeldum, allt frá smávægilegum bruna á höndum, andliti og augnlok- um upp í alvarlegri slys þar sem aug- að hreinlega springur.“ Þó stundum sé hægt að draga úr afleiðingum slysa með aðgerðum er að sögn Maríu lítið hægt að gera við skemmdum sem hljótast af kraft- mestu sprengjunum. Hún segir mik- ilvægt að fólk noti hlífðargleraugu og hanska þegar flugeldar eru með- höndlaðir og að foreldrar brýni mik- ilvægi þess fyrir börnum sínum. Hættulegir leyndir gallar María Soffía segir stóran hluta slysa verða þegar fólk bograr yfir skoteldum sem virðast ekki virka en springa svo fyrirvaralaust. Í þeim geta leynst gallar og því býður það hættunni heim að reyna ítrekað að leggja að þeim eld. Fólk ætti þannig alls ekki að fikta frekar í skoteldum sem ekki kviknar í heldur láta þá vera, farga þeim eða hella á þá vatni. Flugeldarnir geta verið gallaðir og þá býður það hættunni heim að reyna ítrekað að kveikja í þeim. Foreldrar fargi afgangs- flugeldum eftir áramótin María Soffía segir slysin ekki ein- ungis bundin við áramótin heldur komi fólk á slysavakt með áverka eftir sprengjur og flugelda fram- eftir öllum janúarmánuði. ,,Ung- lingsstrákar stunda gjarnan að safna púðri og flugeldum og búa til sínar eigin sprengjur sem er mjög hættulegt. Erfitt getur ver- ið fyrir foreldra að fylgjast með þessu þar sem drengirnir eru oft í felum með þetta föndur, og því getur verið ráðlegt að losa heimilin við alla umframskot- elda eftir áramót.“ Unglingsdrengir slasast oftast  Miklir áverkar geta skapast af kraftmestu sprengjunum Morgunblaðið/Eggert Hlífðarbúnaður Örfá einföld atriði geta komið í veg fyrir að fögnuður snúist upp í martröð um áramót. ar á flugeldum og ég hef grun um að í mínu tilfelli hafi eitthvað verið að kveikjuþræðinum. Mér finnst að það mætti alveg almennt taka til skoð- unar hvers konar gæðaeftirlit er haft með þessum sprengjum.“ Hann seg- ist ekki ætla að skjóta upp flugeldum þessi áramót. „Ég persónulega mun halda mig frá þeim.“ Gæðaeftirlit með flugeldum fer fyrst og fremst fram í sjálfri fram- leiðslunni. Ekkert samræmt eftirlit er með flugeldum hér á landi og er það því undir hverjum og einum selj- anda komið. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að strangt eftirlit sé með fram- leiðslunni í Kína. Eftir innflutning séu teknar stikkprufur. Ef galli finnst sé viðkomandi vara kölluð inn. „Eins og byssu- kúla og skaust í augað á mér“  Missti sjón á öðru auga síðustu áramót Morgunblaðið/Ernir Flugeldar Sprengiefnið í 15-20 kílóa skottertum er öflugt. Skottertur innkallaðar » Terturnar Kópavogur og Breiðholt, sem Bomba.is selur, voru í gær innkallaðar. » Terturnar reyndust gallaðar því sumar þeirra skjóta flug- eldum sem springa í lítilli hæð. » Bomba.is prófar allar tertur sem eru á sölu. Í fyrstu at- rennu reyndust þær allar í lagi en í næstu atrennum kom gall- inn í ljós. VIÐTAL Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Sjónin kemur ekki til baka, það er búið að ganga úr skugga um það,“ segir Sveinn Björnsson verkfræð- ingur, sem missti sjónina á öðru auga í flugeldaslysi um síðustu ára- mót. Sveinn, sem er fjögurra barna faðir, var að skjóta upp flugeldum í faðmi fjölskyldunnar á gamlárskvöld og kveikti í tertunni Örlygsstaðabar- daga með þessum afleiðingum. „Ég er sannfærður um að þessi til- tekna terta hafi verið gölluð. Ég kveikti á þessu alveg eins og maður hefur alltaf kveikt á tertum, en hún skaut af skoti nánast í sömu andrá og ég bar eldspýtuna að kveikiþræðin- um. Þetta var bara eins og byssukúla og skaust í augað á mér þannig að ég missti sjón,“ segir Sveinn. Höggið á augað var mikið auk þess sem Sveinn fékk skurð á auga- brúnina og bein flísaðist úr höfuð- kúpunni. „Það var lán í óláni að hún sprakk ekki í loftinu heldur var það bara kúlan sjálf sem fór í augað, en nokkrum sekúndum seinna fór tert- an sjálf af stað.“ Þá var Sveinn sem betur fer kominn í skjól með hjálp konu sinnar og tengdaföður þakkar fyrir að hafa ekki vankast því þá hefði hann jafnvel getað dottið yfir tertuna. Öflugt sprengiefni Á Landspítala var Sveinn sendur í skurðaðgerð en það varð strax ljóst að augnskaðinn var alvarlegur. Nú er orðið ljóst að sjónina fær hann aldrei aftur á slasaða auganu, en hann segir þó ekki útlit fyrir að hann missi augað. „Það sem ég myndi vilja segja sem víti til varnaðar er að þetta eru stór- ar og öflugar tertur og fólk þarf að hafa í huga hvað það er með í hönd- unum, þetta getur verið gríðarlega hættulegt. Ég var ekki með hlífðar- gleraugu og það er miður, en hvað hefði gerst ef skotið úr tertunni hefði farið í ennið á mér eða munninn? Gleraugun eru ekki lokasvarið þótt auðvitað séu þau mjög mikilvæg.“ Sveinn bendir á að tívolíbomburn- ar hafi verið bannaðar á sínum tíma en stærstu terturnar séu ekki síður öflugar. „Þetta er ekki bara spurn- ing um klaufaskap í þeim sem er að sprengja heldur geta líka verið gall- Egill Ólafsson egol@mbl.is Þeir sem ekki vilja draga úr greiðslum í séreignarsparnað um áramót geta farið þá leið að semja við vinnuveitanda um launalækkun gegn því að hann hækki iðgjalda- greiðslur í séreignasparnað. Skatta- lega kemur þetta betur út en t.d. að auka eigin sparnað því af honum er greiddur tekjuskattur og fjármagns- tekjuskattur. Um áramót taka gildi lög sem fela í sér að fólk má aðeins leggja skattfrjálst 2% af launum í viðbót- arlífeyrissparnað, en ekki 4% eins og verið hefur. Óskynsamlegt er að halda áfram að greiða 4% því þá verður það sem er umfram 2% tvískattað. Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins, bendir á í grein á heimasíðu sjóðsins, að samkvæmt lögum má launagreið- andi hæst greiða 12% af launum plús tvær milljónir króna á ári fyrir hvern launþega í lífeyrissjóð og/eða í við- bótarlífeyrissparnað. Algengast er að launagreiðandi greiði 8% iðgjald í lífeyrissjóð og 2% í viðbótarsparnað. „Eftirlaunasparnaður er alltaf jafnnauðsynlegur og kannski aldrei nauðsynlegri en nú,“ segir Gunnar. „Ef fólk getur lagt meira fyrir og hefur tök á að semja við sinn vinnu- veitenda þá mæli ég með því við fólk að gera þetta. Þetta er allt í sam- ræmi við lög og reglur. Fólk sem vel- ur þessa leið greiðir ekki skatt af ið- gjaldinu og greiðir ekki fjármagnstekjuskatt. Það er hugs- anlegt að þegar þú tekur þetta út sértu í lægra skattþrepi. Það er líka hugsanlegt að þú takir þetta út áður en þú hefur töku ellilífeyris og þá ertu kannski með tímabil þar sem þú ert með ónýttan persónuafslátt. Ef þú fellur frá er ekki greiddur erfða- fjárskattur af upphæðinni.“ Semji um að vinnuveit- andi greiði iðgjaldið  Hægt að komast hjá skattlagningu Gunnar Baldvinsson Að sögn Maríu Soffíu er mik- ilvægt að hafa þrennt í huga varðandi meðhöndlun skotelda; að muna eftir hlífðargler- augum fyrir alla viðstadda, hvort sem þeir eru að skjóta upp eða einungis horfa á. Í annan stað er mikilvægt að hafa hanska á höndum. Æski- legt er að þeir séu úr leðri eða ull þar sem gerviefni geta fuðrað upp eða bráðnað og valdið slæmum bruna á hönd- um. Í þriðja lagi er mikilvægt að láta þá flugelda sem ekki kviknar á eiga sig, hella yf- ir þá vatni og henda. Hafa ber í huga að hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flug- eldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800-1200°C. Leið- beiningar á flugeldum taka mið af þessari hættu og því skiptir öllu máli að fara eftir þeim í hví- vetna. Þrjú mikil- væg atriði EINFALDAR ÖRYGGIS- RÁÐSTAFANIR María Soffía Gottfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.