Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 32
32 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Í áramótagreinum er venjan að líta yfir farinn veg og huga að þeim tækifær- um og úrlausnarefnum sem fram- undan eru. Hvað þetta varðar hefur svo lítið breyst undanfarin ár að ég hefði getað endurbirt áramótagrein ársins 2009. Enn á eftir að grípa til þeirra lausna sem orðnar voru aðkallandi fyrir þremur árum. Íslenskt samfélag hefur verið vel til þess fallið að nýta tækifæri og byggja upp. En nú hriktir í innviðum samfélagsins. Þjóðin býr við stjórnvöld sem skilgreina sig sem bylting- arstjórn. Þau ala því á sundrung og tortryggni í stað þess að nýta það sem sameinar þjóðina sem traustan grunn til að byggja á. Nú er svo komið að jafnvel jólahald Íslendinga er gert að sundrungarmáli. Vegið er að sjálfri samfélags- gerðinni til að réttlæta pólitíska öfgastefnu. Slík stefna er sérstaklega hættuleg nú því að á komandi árum stöndum við samtímis frammi fyrir óviðjafnanlegum tækifærum og ógnunum. Ríki Evrópusambandsins munu þurfa að takast á við mestu erfiðleika frá stríðslokum og fyrir vikið mun hagkerfi heims- ins leika á reiðiskjálfi. Á sama tíma blasa við Íslendingum meiri tækifæri en við höfum áður haft innan seilingar. Í desembermánuði fagnaði Framsókn- arflokkurinn á 95 ára afmæli sínu. Það er því vel við hæfi að líta aðeins um öxl. Eftir því sem tíminn líður og hlutirnir breytast þeim mun betur sést að sumt breytist ekki. Íslendingar takast stöðugt á við sambærileg álitamál og ávallt duga sömu ráðin best, skynsemi, með- alhóf og trúin að landið og þjóðina. Jónas Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði áramóta- grein í Tímann í ársbyrjun 1938. Þá höfðu Ís- lendingar búið við afleiðingar heimskrepp- unnar í átta ár. Átökin höfðu verið mikil í stjórnmálunum og Jónas lýsti því hvernig Framsóknarflokkurinn hefði unnið að því að leiða menn saman til samvinnu um framfara- mál í þinginu. Það væri eðlilegt hlutverk miðjuflokks. Hins vegar áréttaði Jónas að miðjuflokkur gæti aldrei fellt sig við skaðlega stefnu eða sýnt öfgum umburðarlyndi. Gegn slíku þyrfti að berjast af öllu afli. Jónas benti á að eftir erfiðleikaárin væri Al- þýðuflokkurinn „að hálfu leyti orðinn bylting- arflokkur og í makki um samsteypu við bylt- ingarflokk“ en á þeim tíma hafði verið unnið að því að sameina kommúnista og jafnaðarmenn í einn flokk. Jónas útskýrði að Framsókn væri alltaf reiðubúin til að vinna með vinstrimönn- um að framförum en um leið og þeir færðu sig yfir í byltingarstefnu myndi Framsókn berjast gegn því með hverjum sem vildi standa vörð um réttarríkið. Nú eins og í heimskreppunni verða Íslend- ingar og allir stjórnmálaflokkar að standa vörð um lög og rétt og verja grunnreglur réttarrík- isins og það samfélag sem byggt hefur verið upp í landinu. Innviðir samfélagsins eru grunnur sem við þurfum á að halda svo nýta megi þau tækifæri sem bíða okkar og byggja upp samfélag velferðar og jafnræðis. Hermann Árið eftir að Jónas frá Hriflu skrifaði ára- mótagreinina sem vitnað var í hér að ofan flutti Hermann Jónasson áramótaávarp sem forsætisráðherra og birti það í Tímanum. Kreppan hafði þá enn dregist á langinn og dýpkað með aflabresti og lokun markaða. Við bættist að mjög ófriðlega horfði í heiminum. Engu að síður benti Hermann á að Íslendingar hefðu fulla ástæðu til að vera bjartsýnir ef þeir gerðu sér grein fyrir kostum landsins og tryðu á möguleika þess. Trúin á þjóðina og landið er það sem hefur einkennt stefnu flokksins frá upphafi en hún er undirstaða hinna miklu framfara 20. aldar. Ávarp Hermanns hófst á eftirfarandi vísu: Ef að væri Ísland eins með farið og Holland, held ég varla Holland hálfu betra en Ísland. Auðugt mjög er Ísland af ýmsu er skortir Holland, eða hví mun Holland hjálpa sér við Ísland? Vísan var ort af 18. aldar skáldinu Gunnari Pálssyni. Í tíð hans var Holland stórveldi og eitt ríkasta land heims. Ísland hafði hins vegar mátt þola mikla fátækt og hörmungar um ald- ir. Samt sá Gunnar að Ísland væri auðugt, jafnvel af því sem stórveldin skorti og að ef vel væri á haldið mætti nýta þann auð þjóðinni til heilla. Í ávarpi sínu rakti Hermann þá miklu kosti og tækifæri sem landið veitti en benti á að þótt kostir landsins ættu að vera Íslendingum aug- ljósir geti verið gagnlegt að lesa umfjöllun er- lendra fjölmiðla um Ísland til að gera sér grein fyrir hinum gríðarlegu möguleikum þess. Hermann sá mikil tækifæri í því að auka á matvælaframleiðslu í landinu og lagði til að gerð yrði vísindaleg rannsókn á mataræði ís- lensku þjóðarinnar. Um það sagði hann: „En trúað gæti ég, að þær rannsóknir myndu ekki leiða til einhliða krafna um innflutning á er- lendum matvörum, heldur engu síður að við höfum of mikið af erlendum matartilbúningi, höfum okkar gamla mataræði of lítið í heiðri og leggjum ekki næga áherzlu á garðrækt.“ Ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá Her- manni. Eysteinn Við árslok 1962 ritaði Eysteinn Jónsson, þá- verandi formaður Framsóknarflokksins, ára- mótagrein í Tímann. Í samræmi við málflutn- ing flokksins fram að því og þar eftir gekk hún út á að benda á tækifærin sem við þjóðinni blöstu og hvað gera þyrfti til að nýta þau. Mörgum gramdist þá að stjórnmálamenn skyldu ekki vinna betur saman að lausn þeirra vandamála sem við blöstu. Um það sagði Ey- steinn: „Sumir segja að stjórnmálamenn geri aldrei annað en rífast og láti sér allt verða að ágrein- ingsefnum í tíma og ótíma. Ekki tel ég þetta réttmætan dóm, en hitt er rétt, að minna beri á því, sem menn eru sammála um en hinu, og fer það að vonum. Má vera, að menn gætu líka orðið sammála um fleira en verður, ef öðruvísi vinnuaðferðir væru viðhafðar og meira sam- band haft á frumstigi mála en hér tíðkast. Hef- ur ástandið um skeið farið versnandi í þessu tilliti, …“ Allt er þetta kunnuglegt. Þá eins og nú mátti ná betri árangri með betri vinnubrögðum en aldrei kom til greina að styðja skaðlega öfga- stefnu, samstarfið þyrfti að snúast um skyn- samleg viðbrögð við ástandinu. Mestu öfga- stefnu þess tíma töldu Eysteinn og Hermann reyndar liggja í hugmyndum um að færa Ís- land inn í nýtt ríkjasamband Evrópu. Um þær áhyggjur fjallaði Eysteinn á heilli opnu: „Ýmsir spyrja sjálfa sig, hvað til komi að menn gerast talsmenn og það ákafir talsmenn þess að Ísland gangi inn í Efnahagsbandalagið og inn í nýtt stórríki Vestur-Evrópu, ef því er að skipta. Þessir menn virðast magna sig þeirri fjarstæðu, að Íslendingar geti ekki tryggt sér góð lífskjör framvegis, ef þeir standi algerlega á eigin fótum og eigi aðeins eðlileg viðskipti og samvinnu við aðra. […] Þá kemur hér til sú múgsefjun, sem ætíð verður veruleg, þegar stórir atburðir gerast og miklar hræringar verða – og það jafnvel þótt minni séu í sniðum en sameining flestra ríkja Vestur- Evrópu. Þessi sefjun grípur suma föstum tök- um: Íslendingar verði að vera með, fylgja þró- uninni — annað sé í raun og veru að bregðast vestrænni samvinnu og lýðræðinu, það dugi ekkert hik né hálfvelgja o.s.frv. […] Allar þessar bollaleggingar um að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum og hljóti að græða á því að sameinast öðrum þjóðum og verða hluti af þeim, fara gersamlega í bága við aldalanga reynslu Íslendinga sjálfra og reynslu þá, sem blasir við allt í kringum okkur.“ Niðurstaðan Á tuttugustu öld komust Íslendingar í gegn- um stóráföll og náðu undraverðum árangri við að byggja upp velferð í landinu. Það hefur æv- inlega byggst á trúnni á landið og þjóðina og að beita þeim lausnum sem best eiga við frem- ur en öfgastefnu. Þjóð sem hefur ekki trú á sjálfri sér nær ekki miklum árangri. Það er því frumskylda stjórnvalda við erfiðar aðstæður að haga reglum þannig að jafnræðis sé gætt og fólki gefið tækifæri til að byggja upp en einnig að veita þjóðinni framtíðarsýn, sýna hvers vegna það er ástæða til að vera bjartsýnn á Ís- landi. Eysteinn lauk grein sinni með sömu orðum og Hermann hafði gert nærri aldarfjórðungi fyrr, með tilvitnun í aldamótaljóð Einars Benediktssonar: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. Ég óska landsmönnum öllum velfarnaðar á komandi ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins Áramót fyrr og nú Morgunblaðið/Eggert Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Það hefur ævinlega byggst á trúnni á landið og þjóðina og að beita þeim lausnum sem best eiga við fremur en öfgastefnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.