Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Messur á morgun BORGARNESKIRKJA | Gaml- ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Org- anisti Steinunn Árnadóttir, prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. FELLA- og Hólakirkja | Gaml- ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson, kór Fella- og Hólakirkju og Guðný Ein- arsdóttir organisti leiða söng og ann- ast tónlistarflutning. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur er sr. Einar Sigurbjörnsson, kór Fella- og Hólakirkju og Guðný Einarsdóttir organisti leiða söng og annast tónlist- arflutning. GRAFARVOGSKIRKJA | Gaml- ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Sigurður Grétar Helgason, kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Sigrún Hjálm- týsdóttir „Diddú“. Organisti er Hákon Leifsson. Nýársdagur. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Prestur er sr. Lena Rós Matthíasdóttir, kór Grafarvogs- kirkju syngur. Einsöngvari er Einar Clausen. Organisti er Hákon Leifsson. Morgunblaðið/Sverrir Grafarvogskirkja ORÐ DAGSINS: Flóttinn til Egypta- lands. (Matt.2) ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og sambýlismanns, KRISTJÁNS SIGFÚSSONAR, Hálsvegi 5, Þórshöfn. Við óskum ykkur heillaríks nýs árs. Helena Kristjánsdóttir, Sigurður Þórðarson, Sigfús Kristjánsson, Lilja Ólafsdóttir, Natalia Kravtchouk og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og systir, LAUFEY SIGURJÓNSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 23. desember. Hún verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 31. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Magnús Halldórsson, Þóra Laufey Pétursdóttir, Halldóra Sigurjónsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Anna Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ari Magnús Sigurjónsson og barnabörn hinnar látnu. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GÆFLAUG BJÖRNSDÓTTIR leikskólakennari, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 19. desember. Jarðarförin fer fram frá Safnaðarheimilinu á Akranesi mánudaginn 2. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á LAUF - samtök áhugafólks um flogaveiki. Nína Margrét Andersen, Kristján Már Arnarson, Daníel Örn A. Kristjánsson, Katrín Gæfa A. Kristjánsdóttir, Björn Eiríkur Andersen, Íris Sigurðardóttir, Þórdís Alda Hákonardóttir, Gréta Rún Björnsdóttir, Auður Björnsdóttir, Valdimar Sæmundsson, Fríða Frank. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 24. desember, verður jarðsungin frá Selja- kirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Björgvin J. Jóhannsson, Sigríður Þórsdóttir, Eggert Þ. Jóhannsson, Valborg Harðardóttir, Hörður Jóhannsson, Anne Malene Skårberg, Herdís Jóhannsdóttir, Ingvar J. Jóhannsson, Árborg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum innilega mikinn hlýhug og vináttu sem okkur var sýnd í veikindum og við andlát og útför elsku mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ERLENDAR BJÖRNSSONAR prentara, sem lést þriðjudaginn 1. nóvember. Með einlægri ósk um gleðilegt nýtt ár. Aðalheiður Jónsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Björn Vilhelmsson, Björn Erlendsson, Vilhelm Bergmann Björnsson, Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Björn Aron Björnsson, Atli Viktor Björnsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURGEIRS INGVARSSONAR, Geira í Múla, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grænumarkar 5 og Ljósheima Selfossi. Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Pálmar Sölvi Sigurgeirsson, Valgerður K. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar yndislega eiginkona, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, BERGLIND MARÍA KARLSDÓTTIR, Krossholti 12, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök sykursjúkra. Kristinn Einarsson, Bára Erna Lúðvíksdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Arna Lind Kristinsdóttir, Bára Erna Ólafsdóttir, Ellert Pétursson, Arnbjörg Eiðsdóttir, Helgi Kristjánsson, Hörður Már Karlsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Einar Jónsson, Fanney Kristinsdóttir, Magnea Sif Einarsdóttir, Einar Friðrik Brynjarsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför KARLS JENSEN SIGURÐSSONAR frá Djúpuvík á Ströndum. Nanna Hansdóttir, Annþór Kristján Karlsson, Þórunn Anna Karlsdóttir, Friðrik Jensen Karlsson, Arnfríður Wíum Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA TRYGGVADÓTTIR, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boðaþingi í Kópavogi að kvöldi miðvikudagsins 28. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 2. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Tækjakaupasjóð Hrafnistu í Kópavogi, bankareikningur 0545-04-254000, kt. 480210-2040. Bjarni Jónasson, Anna S. Guðmundsdóttir, Tryggvi Jónasson, Kristín Hraundal, Helga Jónasdóttir, Snæbjörn Geir Viggósson, Jónas Jónasson, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Herdís Jónasdóttir, Jóhanna Jónasdóttir, Ásgeir Jónasson, Stanislava Toneva Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, stjúpi, afi, langafi, langa- langafi, bróðir, frændi okkar og vinur, JÓN GUÐNI GUÐNASON, Háagerði 63, áður Landakoti á Vatnsleysuströnd, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 9. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir þeim er heiðruðu minningu hans og veittu okkur hlýhug, stuðning, samúð og ástúð. Starfsfólki hjartadeildarinnar eru færðar alúðarþakkir fyrir kærleiksríka og góða umönnun. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hanna Heiðbjört Jónsdóttir, Ólafur Bjarni Sigurðsson, Magnús Jóhann Sigurðsson, Margrét Guðmunda Guðnadóttir. ✝ Stefán Jónssonvar fæddur 18. mars 1952. Hann andaðist á krabba- meinsdeild Land- spítalans hinn 12. desember 2011. Kjörforeldrar Stefáns voru hjónin Jón Ragnar Finn- bogason, látinn, og Júnía Sumarrós Stefánsdóttir, látin. Foreldrar, Magnús Gunnarsson, látinn, og Indíana Sigríður Jón- asdóttir, f. 1932. Eiginkona Stefáns var Halldóra Jóns- dóttir, f. 1957. Þau giftu sig 1987 og eignuðust tvær dætur, þær eru Elísabet. f. 1979, og Helena Júnía, f. 1988. Stefán ólst upp á Vífilsgöt- unni fyrstu árin en síðar á Kirkjuteig. Árið 1981 keyptu þau sér íbúð á Hverfisgötu 92c, og bjuggu þar til ársins 2007, þeg- ar þau keyptu íbúð í Gnoð- arvogi 80. Stefán byrjaði snemma að vinna eins og al- gengt var hér áður fyrr, 14 ára var hann farinn að vinna ýmis störf, hann réð sig til véladeild- ar Garðyrkjustjórans í Reykja- vík, og starfaði þar lengst af, hann færði sig síðar yfir til íþróttavallanna í Laugardal, hann varð síðar starfsmaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og vann þar uns yfir lauk. Stefán var um margt sér- stakur maður, hann var vel lesinn og fjölfróður, og hafði afbragðsgott minni, hann var stórskemmtilegur sögumaður og góð- ur félagi, hann eins og margur annar góður drengur, var mikill dellukarl, til dæmis sem ung- lingur þá var það fótboltinn og komst þá fátt annað að. Hjá Garðyrkjunni varð hann sjálf- lærður garðyrkjumaður, stang- veiðin átti til að mynda lengi hug hans allan, og átti hann þaðan stóran vinahóp. Stefán greindist með Krabbamein í nýra 1998, og var sýkta nýrað fjarlægt, síðan liðu 11 ár og þá greinist hann aftur með krabbamein og núna í hinu nýr- anu og í lungum, læknar gáfu honum litla von, en lífsneistinn var sterkur í Stefáni og sjaldan kvartaði hann, hann sýndi þrek og styrkleika í sínum veikindum og lifði í tvö og hálft ár með lokastig sjúkdómsins. Hann mætti í hádeginu upp í Orku- veitu og lék á als oddi við sam- starfmenn sína til margra ára, þannig kvaddi Stefán í raun alla með því að sýna styrk alveg fram á hinstu stund. Jarðarför Stefáns fór fram í kyrrþey 16. desember 2011. Við vinnufélagar Stefáns Jónssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur minnumst hans allir með virðingu og þökkum fyrir ánægjuleg og skemmtileg samskipti. Stefán var góður fé- lagi sem kunni skil á ótal skemmtilegum sögum og hafði mikla frásagnar hæfileika. Hann vitnaði í bækur sem hann hafði lesið, sagði sögur af mönnum sem hann kynntist við veiðar eða á böllum í Glaumbæ þar sem hann starfaði sem rót- ari á sínum yngri árum, skemmtilegar uppákomur hjá fólki sem hann hafði kynnst, já Stefán kom víða við þegar hann hafði sínar „sögustundir“ sem hann hélt stundum fyrir okkur þegar búið var að klára ákveðin verk eða verkhluta, þá hlustuðu allir af andakt meðan kaffið var drukkið. Hann starfaði við jarðlínu- lagnir hjá Orkuveitunni og var snyrtimennska hans og frá- gangur allur á verkum hans til fyrirmyndar, bæði á yfirborði þeirra svæða sem þurfti að fara um og tækja og tóla sem hann notaði við verkin. Stefán var mikið náttúru- barn og veiðimaður og bjó til flugur sem hentuðu á hinum og þessum stöðum við veiðar, fræði og handbragð sem ekki er öllum gefið. Hann gaukaði oft að vinnufélögunum réttu græjunum og ráðunum ef hann frétti að fara ætti í veiði hvort sem um vötn eða ár var að ræða. Stefán starfaði einnig sem leiðsögumaður við stangveiðar í mörgum laxveiðiám, meðal ann- ars Rangánum. Hann hóf störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1998 og starfaði þar og síðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur fram til ársins 2011 er hann varð að láta af störfum vegna veikinda sinna. Stefán lét þó ekki af tengslum við vinnufélagana og heimsótti okkur flesta daga, okkur til ánægju þó að honum liði ekki alltaf sem best í sinni hörðu baráttu í veikindum sín- um. Hann barðist hetjulega og bar höfuðið hátt fram á síðasta dag. Starfsmenn og stjórnendur Orkuveitunnar minnast Stefáns sem heiðarlegs og góðs félaga sem varð að kveðja okkur ára- tugum of snemma hinn 12. des- ember 2011. Fjölskyldu Stefáns sendum við hlýjar kveðjur. F.h. vinnufélaga og vina Stefáns hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Leifur Eyjólfur Leifsson. Stefán Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.