Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 31. október | Elvar Árni Lund Gegnsæ stjórnsýsla? Svo virðist sem þetta árið hafi komið skipun frá umhverfisráðuneytinu um hvaða niðurstöðu UST og NÍ hafi átt að komast að. 1. nóvember | Sturla Böðvarsson Áskorun til sjávarútvegs- ráðherra Ég minnist þess ekki all- an þann tíma sem við sjáv- arútvegsráðherra áttum samleið á þingi að hann hafi haft svo stríðar skoð- anir um að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu. 1. nóvember | Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir Vegalagning í Reykhólahreppi Að leggja nýjan veg um Hjallaháls er fráleit hug- mynd... 3. nóvember | Einar Kristinn Guð- finnsson Veitum sjávarútveginum tækifæri Það verður engin alvöru viðreisn í efnahagslífinu nema sjávarútvegurinn geti tekið þátt í henni. 5. nóvember | Ásgerður Jóna Flosadóttir Hví getur Fjölskylduhjálp Íslands ekki boðið upp á úttektarkort? Hvað eigum við að gera fyrir hin 90% fjölskyldna sem enga aðstoð fá? 5. nóvember | Kristján Pálsson Lýsing Reykjanesbrautar er mikið öryggismál Ég mótmæli þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að slökkva á lýsingunni og lýsi þá ábyrga fyrir afleið- ingum þess. 7. nóvember | Friðbert Traustason Fjársýsluskattur er árás á konur Vonandi sjá þingmenn það óréttlæti sem þessi starfsstétt er beitt með sérstökum launaskatti... 8. nóvember | Bjarni Benediktsson Tækifæri framtíðarinnar Tillögur þingflokks Sjálf- stæðisflokksins eru í senn einfaldar, róttækar og ít- arlegar. 8. nóvember | Bryndís Bjarnarson Zonta – 70 ár á Íslandi Zontasamtökin eru einu alþjóðasamtökin sem nota styrki sína eingöngu í þágu kvenna. 9. nóvember | Óttar Guðmundsson Íslensk handrit á hrakhólum Mig rak í rogastans þeg- ar ég sá þetta fullkomna virðingarleysi sem handrit- unum var sýnt. 10. nóvember | Katrín Jakobsdóttir Starf dagforeldra mjög mikilvægt ...ætlun mín var alls ekki að gera lítið úr starfi dag- foreldra... 10. nóvember | Guðrún Nordal Handritin í Frankfurt Stofnunin fylgir ströng- um öryggisreglum við meðferð handrita og sýn- ingu á þeim. 11. nóvember | Bjarni Harðarson Húsafriðun eða annarlegur pirringur Tóftir Þorláksbúðar eru einar ofanjarðar af minjum um sögu staðarins. Sjálf- sagt er að refta yfir þær eins og gert var. Slíkar minjar færa menn ekki. 14. nóvember | Níels Árni Lund Íslandsklukkur til sölu Um er að ræða afsal á stórum hluta Íslands – ja, fyrr má nú gagn gera. Mætti ekki hefjast handa á einhverjum hekturum. 16. nóvember | Ásta Stefánsdóttir Þegar ekki fara saman orð og athafnir Þvert gegn fyrirheitum ríkisstjórnar um samráð og gegn fyrirliggjandi fag- legum rökum ákveður LSH að flytja starfsemi á Sogni á Klepp. 17. nóvember | Halldór Halldórsson Landsbyggð – höfuðborg Það er mikill styrkur fyr- ir okkur sjálfstæðisfólk að geta valið á milli a.m.k. tveggja glæsilegra fulltrúa á komandi landsfundi. 18. nóvember | Ólafur E. Rafnsson Mikilvægi stuðnings og íþrótta Afleiðingum nið- urskurðar er einfaldlega velt yfir á næsta kjör- tímabil stjórnvalda, sem þar með felur í sér umtals- vert aukinn kostnað. 19. nóvember | Guðlaugur Gylfi Sverrisson Kastljós drottnar og deilir Við sem greiðendur nef- skatts og eigendur RÚV eigum rétt á því að reynt sé eftir fremsta megni að koma að báðum hliðum mála þannig að borgararnir séu vel upplýstir um mál. 22. nóvember | Lýður Árnason og Jónas Bjarnason Er sýndarsátt sæmandi? Þjóð- arsáttin var einstök en „sátt“ um fisk- veiðistjórnun er „sýndarsátt.“ Prívat- sátt stjórnmálastéttar. 23. nóvember | Baldur Ágústsson Er fjallkonan föl? Íslensk þjóð er ekki aðeins við sem nú byggjum landið. Er Ísland okkar að selja? Við höfum það að- eins að láni frá komandi kynslóðum. 24. nóvember | Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson Um trúfélög og lífsskoðunarfélög Ástæða er til að gera at- hugasemd við það hvernig lífsskoð- unarfélög eru skilgreind og aðgreind frá trúfélögum í drögum frumvarps til laga. 26. nóvember | Þuríður Rúrí Jónsdóttir Falskar minningar frá sjónarhóli taugasálfræðings Minnið er ekki líffæri eins og hjarta og heili, og minn- ingar eru síbreytilegar, en það á einkum við um per- sónulegar minningar. 28. nóvember | Hjálmar Árnason Söfnum fyrir Færeyinga Færeyingar hafa alltaf rétt okkur hjálparhönd. Nú er komið að okkur. 29. nóvember | Eygló Ingadóttir og Anna Gunnarsdóttir Verjum þjónustu Landspítalans Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 á enn og aftur að skera niður framlög til Landspítala. Nú er komið að þolmörkum. 30. nóvember | Þorgeir Eyjólfsson Skref að losun gjaldeyrishafta Markmiðið er að auð- velda losun gjaldeyr- ishafta, án þess að það valdi óstöðugleika í geng- is- og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu. 1. desember | Magnús Thoroddsen Hárrétt ákvörðun Samkvæmt því sem ég hefi nú rakið tel ég það mikla skammsýni hjá for- sætisráðherra vorum að láta sér verða gramt í geði vegna ákvörðunar innanríkisráðherra í máli þessu. 1. desember | Atli Gíslason Er framganga Jóhönnu Sigurðardóttur í fiskveiðistjórn- unarmálinu boðleg? Er það á ábyrgð Jóns Bjarnasonar að bullandi ágreiningur var um frum- varpið innan stjórnarflokk- anna? 2. desember | Árni Gunnarsson Grímsstaðamálið og samskiptin við Kína Vart hvarflar það að nokkrum manni að selja útlendingum 300 ferkíló- metra af fiskimiðunum. 3. desember | Gísli Jónasson Ætla stjórnvöld að leggja starfsemi trúfélaganna í rúst? Staðreyndin er sú að skil ríkisins á innheimtum sóknargjöldum hafa verið skorin þannig niður að rík- ið stendur trúfélögunum aðeins skil á tæplega tveimur þriðju þeirra sóknargjalda sem innheimt eru. 5. desember | Bragi Björnsson Sjálfboðastörf verða ekki metin til fjár Sjálfboðaliðastörf eru ekki ólaunuð vegna þess að þau séu einskis virði, heldur vegna þess að þau eru ómetanleg. 6. desember | Aðalsteinn Leifsson Öflugt fjármálaeftirlit er forsenda endurreisnar Unnið hefur verið að nauðsynlegri uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins eftir hrun með öflugum stuðn- ingi löggjafans. 6. desember | Ómar Ragnarsson Opið svarbréf til Ólafs H. Jóns- sonar um verndun Gjástykkis Ólafur minn, nú fórstu sjálfur „yfir strikið í at- hugasemdum þínum og fullyrðingum. Slíkt verður að leiðrétta.“ 7. desember | Jón Steinar Gunnlaugsson Bók um „síðustu vörnina“ Hæstiréttur er stofnun sem fer með afar þýðing- armikið þjóðfélagsvald. Við sem þar störfum þörfn- umst ekki síður en hand- hafar ríkisvalds á öðrum sviðum þess aðhalds sem felst í málefnalegri gagn- rýni á störf okkar. 8. desember | Þórður Harðarson Greinargerð í siðanefndarmáli Allir sjá að Bjarni hefur ýmsar málsbætur, til dæmis vegna þess ofur- kapps sem Vantrúarmenn hafa lagt á að sækja að honum eftir að málið hófst. 9. desember | Pétur Pétursson Rangfærslur Þórðar Harðarsonar formanns siðanefndar H.Í. Það er rétt sem Þórður segir í greinargerð sinni að ég vonaðist eftir sáttum en sáttaviljinn hjá honum var yfirskin eitt. 10. desember | Óskar Magnússon Viðbjóður og Vantrú Hér er tvinnað saman meiðyrðum; svívirðingum og svigurmælum á hendur látnum heiðursmanni, af slíkri lágkúru og lít- ilmennsku að einsdæmi hlýtur að telj- ast hér á landi. 12. desember | Guðmundur Karl Jónsson Veggjald borgar aldrei Vaðlaheiðargöng Þessi fjármögnunarleið gengur aldrei án þess að 9-10 þúsund bílar á sólar- hring fari í gegnum göngin undir heiðina ef kostn- aðurinn við svona dýrt mannvirki verð- ur um 13 milljarðar króna. 13. desember | Þorgrímur Þráinsson Ætlum við að eyðileggja börnin? Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í heim- inum hvað varðar heilbrigt uppeldi, holla næringu og öfluga hreyfingu. 14. desember | Stefán Thors Skiljanleg reiði Það er mjög mikilvægt að þeir sem vilja hella úr skálum reiði sinnar á op- inberum vettvangi kynni sér áður og lesi álit Skipu- lagsstofnunar. 14. desember | Þórólfur Halldórsson Villigötur Skipulagsstofnunar Sem betur fer eru sveit- arstjórnir ekki bundnar af áliti Skipulagsstofnunar við töku ákvörðunar um útgáfu framkvæmdaleyfis... 15. desember | Guðríður Arnardóttir Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2012 Það sem skiptir bæj- arbúa mestu máli er ábyrg fjármálastjórn, faglegt starf í grunn- og leik- skólum og góð þjónusta við alla aldurshópa. 15. desember | Sveinn Rúnar Hauksson Dagur til góðra verka Í dag verða þau tímamót að Íslendingar ganga fet- inu framar en nágrannar sínir og viðurkenna Palest- ínu sem sjálfstætt og full- valda ríki. 17. desember | Halla Gunnarsdóttir Opin og lokuð þinghöld Það er ótrúlegt … að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið sér það vald að ákveða að blaðamenn telj- ist aðeins blaðamenn fyrir réttinum að þeir starfi fyrir ákveðinn miðil. 20. desember | Ólafur H. Jónsson Ómar Ragnarsson – Gjástykki – Yellowstone? Ómar minn, nú ættir þú að koma inn til lendingar á Frúnni því mér sýnist vera orðið lágskýjað eða jafnvel þoka þar sem þú ert. 20. desember | Tryggvi Gíslason Hengja bakara fyrir smið Fyrsta skrefið er að aft- urkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde. 21. desember | Sigríður Ólína Haraldsdóttir Takmarkanir reykinga, Ísland og önnur lönd Það er með ólíkindum hve mikið er reykt í ís- lenskum kvikmyndum og á leiksviði. 21. desember | Jón Kristjánsson Sjö ár eru óviðunandi tími Ég vænti þess að þeir sem fjalla um vegaáætlun á Alþingi fjalli af skilningi um þær kröfur sem nú eru gerðar um samgöngur landsbyggðarinnar. 22. desember | Már Wolfgang Mixa Brostnar forsendur lífeyris Ef vaxtagólfið yrði af- numið myndu vaxtagjöld slíks heimilis sem skuldar 30 milljónir lækka strax um 300.000 krónur. 23. desember | Einar Magnús Magnússon 90 sinnum meiri líkur á alvarlegu slysi Samkvæmt útreikn- ingum Umferðarstofu eru u.þ.b. 90 sinnum meiri lík- ur á að maður sem er und- ir áhrifum áfengis valdi banaslysi en sá sem er allsgáður. 24. desember | Reimar Pétursson Aðhaldsleysi fjölmiðla fyrir og eftir hrun Vandi fjölmiðla hefur ekki breyst frá því fyrir hrun. Í dag lýsir það sér m.a. í skorti á gagnrýni á forsendur rannsókna sér- staks saksóknara. 27. desember | Gunnlaugur Snær Ólafsson Hugrökk hjörtu Það var einmitt hin „nýja“ hagfræði og „nýja“ efnahagsstefna sem stuðl- aði meðal annars að heimskreppunni, og nú á að skapa hið „nýja“ Ísland. 30. desember | Hanna Birna Kristjánsdóttir Þau munu ekki gera betur Í landi sem er fullt af tækifærum, áskorunum og auðlindum er aðeins eitt sem stendur í vegi fyrir því að nýtt ár verði betra en það fyrra Morgunblaðið/Golli Formannsslagur Hanna Birna Kristjánsdóttir bauð sig fram gegn Bjarna Bene- diktssyni formanni Sjálfstæð- isflokksins, sem hafði sigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.