Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 13
Skuldavandi heimila Við efldum ráðgjafastofu einstak- linga og lukum endurútreikningi á öllum erlendum húsnæðislánum sem féllu undir lög um vexti og verðtryggingu. Að meðaltali lækk- aði höfuðstóll erlendra húsnæðis- lána um 41%. Við lækkuðum skuldir viðskipta- vina um 23milljarða króna til við- bótar við önnur úrræði sem áður höfðu verið kynnt. Skuldalækk- unin hafði áhrif á 60.000 viðskipta- vini og skipti verulegu máli fyrir heimilin. Skuldavandi fyrirtækja Öll lífvænleg fyrirtæki í viðskipt- um sem uppfylltu ákveðin skilyrði fengu fyrir mitt ár tilboð um endurskipulagningu í samræmi við Beinu braut stjórnvalda. Skuldir fyrirtækja hafa nú þegar verið færðar niður um 400millj- arða króna og það er sannfæring okkar að sú ráðstöfun skili samfé- laginu heilbrigðari fyrirtækjum og bankanum betri viðskiptavinum. Hreyfiafl Við höfum tekið þátt í fjölmörgum fjármögnunarverkefnum á árinu vítt og breitt um landið. Eitt umfangsmesta verkefni þessa árs hefur verið undirbúningur að skráningu tveggja félaga á markað. Fasteignafélagið Reginn og eignar- haldsfélagið Horn verða skráð í Kauphöllina á fyrri hluta ársins 2012. Þá höfum við selt fyrirtæki í óskyldum rekstri. Við höfum komið á fót sérstakri nýsköpunarþjónustu sem er sniðin að þörfum nýrra fyrirtækja. Þá höfum við haldið atvinnu- og nýsköpunarhelgar í samstarfi við Innovit þar semmarkmiðið er að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla um leið atvinnusköpun í landinu. Bætt þjónusta Með einkunnarorð bankans, við hlustum, lærum og þjónum, að leiðarjósi buðum við starfsfólki upp á markvissa fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni þess í starfi. Þá áttum við samtal við yfir 30.000 viðskipta- vini um þjónustu okkar og birtum ábendingar þeirra og viðbrögð okkar við þeim á vef okkar. Starf umboðsmanns viðskiptavina var eflt til muna með ráðningu sér- staks umboðsmanns fyrirtækja, en þangað geta viðskiptavinir leitað sem telja sig ekki hafa fengið sann- gjarna úrlausn sinna mála. Samfélagsleg ábyrgð Við kynntum nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð á árinu. Stefnan byggist á fimm megin málaflokkum og verður komin að fullu til framkvæmda árið 2015. Þá var ný stefna um samskipti við birgja með samfélagslegum áherslum kynnt, stjórnarhættir bankans gerðir opinberir og kynjahlutfall í stjórnum dótturfélaga jafnað. Samfélagssjóður Landsbankans var settur á laggirnar til að styrkja verðug samfélagsverkefni á ýmsum sviðum. Siðasáttmáli Við skrifuðum siðasáttmála sem leggur grunn að góðum viðskipta- háttum og siðferði í starfi. Allir starfsmenn bankans skrifuðu undir sáttmálann á árinu og munu gera það árlega hér eftir. landsbankinn.is 410 4000 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Landsbankinn milljarða skuldalækkun 23 þúsund viðskiptavinir 60 Siglufjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.