Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 13

Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 13
Skuldavandi heimila Við efldum ráðgjafastofu einstak- linga og lukum endurútreikningi á öllum erlendum húsnæðislánum sem féllu undir lög um vexti og verðtryggingu. Að meðaltali lækk- aði höfuðstóll erlendra húsnæðis- lána um 41%. Við lækkuðum skuldir viðskipta- vina um 23milljarða króna til við- bótar við önnur úrræði sem áður höfðu verið kynnt. Skuldalækk- unin hafði áhrif á 60.000 viðskipta- vini og skipti verulegu máli fyrir heimilin. Skuldavandi fyrirtækja Öll lífvænleg fyrirtæki í viðskipt- um sem uppfylltu ákveðin skilyrði fengu fyrir mitt ár tilboð um endurskipulagningu í samræmi við Beinu braut stjórnvalda. Skuldir fyrirtækja hafa nú þegar verið færðar niður um 400millj- arða króna og það er sannfæring okkar að sú ráðstöfun skili samfé- laginu heilbrigðari fyrirtækjum og bankanum betri viðskiptavinum. Hreyfiafl Við höfum tekið þátt í fjölmörgum fjármögnunarverkefnum á árinu vítt og breitt um landið. Eitt umfangsmesta verkefni þessa árs hefur verið undirbúningur að skráningu tveggja félaga á markað. Fasteignafélagið Reginn og eignar- haldsfélagið Horn verða skráð í Kauphöllina á fyrri hluta ársins 2012. Þá höfum við selt fyrirtæki í óskyldum rekstri. Við höfum komið á fót sérstakri nýsköpunarþjónustu sem er sniðin að þörfum nýrra fyrirtækja. Þá höfum við haldið atvinnu- og nýsköpunarhelgar í samstarfi við Innovit þar semmarkmiðið er að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla um leið atvinnusköpun í landinu. Bætt þjónusta Með einkunnarorð bankans, við hlustum, lærum og þjónum, að leiðarjósi buðum við starfsfólki upp á markvissa fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni þess í starfi. Þá áttum við samtal við yfir 30.000 viðskipta- vini um þjónustu okkar og birtum ábendingar þeirra og viðbrögð okkar við þeim á vef okkar. Starf umboðsmanns viðskiptavina var eflt til muna með ráðningu sér- staks umboðsmanns fyrirtækja, en þangað geta viðskiptavinir leitað sem telja sig ekki hafa fengið sann- gjarna úrlausn sinna mála. Samfélagsleg ábyrgð Við kynntum nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð á árinu. Stefnan byggist á fimm megin málaflokkum og verður komin að fullu til framkvæmda árið 2015. Þá var ný stefna um samskipti við birgja með samfélagslegum áherslum kynnt, stjórnarhættir bankans gerðir opinberir og kynjahlutfall í stjórnum dótturfélaga jafnað. Samfélagssjóður Landsbankans var settur á laggirnar til að styrkja verðug samfélagsverkefni á ýmsum sviðum. Siðasáttmáli Við skrifuðum siðasáttmála sem leggur grunn að góðum viðskipta- háttum og siðferði í starfi. Allir starfsmenn bankans skrifuðu undir sáttmálann á árinu og munu gera það árlega hér eftir. landsbankinn.is 410 4000 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Landsbankinn milljarða skuldalækkun 23 þúsund viðskiptavinir 60 Siglufjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.