Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011
sjóð aldraðra.
Af nýjum sköttum má nefna auð-
legðarskatt sem lagður var á 2010
og hefur síðan hækkað um 20%.
Kolefnisgjald var einnig lagt á 2010
og hefur síðan hækkað um 50-100%,
samkvæmt yfirlitinu. Orkuskattur
var lagður á sama ár. Bankaskattur
bættist í flóruna á þessu ári.
Samkvæmt fjárlögum næsta árs
bætist við gistináttagjald, steinolíu-
gjald og fjársýsluskattur á heild-
arlaun fjármálafyrirtækja, lífeyris-
sjóða og tryggingafélaga.
Fjármagnstekju
skattur tvöfaldaður
Þeir skattar sem fyrir voru hafa
flestir hækkað frá 2007. Fjár-
magnstekjuskatturinn var tvöfald-
aður í þremur áföngum.
Tekinn var upp þrepaskiptur
tekjuskattur á einstaklinga 2010 og
álagningarprósentan hækkuð á
tekjur umfram ákveðið lágmark.
Viðskiptaráðið reiknar hækkunina
9%. Persónuafsláttur hefur hækkað
á móti. Útsvarsálagning hefur
hækkað um 11%.
Sömuleiðis hafa orðið breytingar
á uppbyggingu virðisaukaskatts og
almenn álagningarprósenta hækk-
uð um 1% en Viðskiptaráðið reikn-
ar heildarhækkun skattsins 4% frá
2007.
Áfengis- og tóbaksgjald hefur
hækkað um rúm 50% á þessum
tíma. Bensín- og olíugjald hefur
hækkað mikið. Þannig hefur al-
mennt bensíngjald nærri þrefald-
ast en samanlagt almennt og sér-
stakt bensíngjald hækkað um 81%.
Tryggingagjöld hafa sum hver
margfaldast, eins og til dæmis at-
vinnutryggingargjald, en í heildina
hafa þau hækkað um 45%.
Hundrað skattahækkanir
Fjöldi nýrra skatta lagður á síðustu fimm árin og eldri skattar hækkaðir
Tekjuskattur hækkað um 9%, útsvar um 11% og fjármagnstekjuskattur tvöfaldast
Áfengisgjald hefur hækkað um 50% og bensíngjald um rúm 80%
Fjármagnstekjuskattur
Hækkun frá 2007: 100%
2007
10%
2009
10/15%
2010
18%
2011
20%
Fjárl. 2010
20%
Dæmi um breytingar á skattakerfinu frá árinu 2007
ATH. vegna tíðra breytinga síðastliðin ár á flestum þáttum skattkerfisins og þar sem erfitt er að afla heildstæðra upplýsinga um þær frá opinberum gagnaveitum getur verið að einstaka tölur í yfirlitinu stemmi ekki.
Heimild: Viðskiptaráð Íslands
Dæmi um breytingar á skattlagningu:
Dæmi um nýja skattlagningu:
Auðlegðarskattur Lagður á 2010
2010
1,25%
2011
1,50%
Fjárlög f. 2012
1,50% / 2%
Hækkun frá 2010: 20%
NÝTT!
Kolefnisgjald á bensín Lagt á 2010
2010
2,60kr.
2011
3,80kr.
Hækkun frá 2010: 92%
NÝTT!
Fjárl. 2012
5kr.
Orkuskattar á rafmagn Lagður á 2010
2010
0,12kr.
2011
0,12kr.
Óbreytt frá 2010
NÝTT!
Fjárl. 2012
0,12kr.
Orkuskattur á heitt vatn Lagður á 2010
2010
2%
2011
2%
Óbreytt frá 2010
NÝTT!
Fjárl. 2012
2%
Steinolíugjald Lagt á 2012
Tekur gildi 1. janúar 2012
NÝTT!
Fjárl. 2012
54,88kr.
Gistináttagjald Lagt á 2011
Tekur gildi 1. janúar 2012
NÝTT!
Fjárl. 2012
100kr.
Tekjuskattur einstaklinga
Hækkun frá 2007: 9%
2007
23,75%
2008
22,75%
2010
24,1/27/33%
2011
22,9/25,8/31,8%
Fjárlög fyrir 2012
22,9/25,8/31,8%
Útsvar
Hækkun frá 2007: 11%
2007
11,24–13,03%
2010
11,24–14,61%
2011
12,44–14,48%
Fjárlög f. 2011
12,44–14,48%
Virðisaukaskattur
Hækkun frá 2007: 4%
2007
7/14/24,5%
2009
7/24,5%
2010
7/25,5%
Fjárl. 2012
7/25,5%
Bensíngjald (samanlagt almennt og sérstakt)
Hækkun frá 2007: 81%
2007
42,23kr.
2008
47,51kr.
2009
47,51/57,51kr.
2010
60,01kr.
2011
62,41kr.
Fjárl. 2012
76,31kr.
Tekjuskattur ehf/hf
Hækkun frá 2007: 11%
2007
18%
2008
15%
2009
18%
2011
20%
Fjárl. 2010
20%
Erfðafjárskattur
Hækkun frá 2007: 100%
2007
5%
2011
10%
Fjárl. 2012
10%
Áfengisgjald á bjór
Hækkun frá 2007: 56%
2007
58,70kr.
Fjárl. 2012
91,33%
2008
66,04kr.
2009
75,95kr.
2010
83,54kr.
2011
86,90kr.
Tryggingagjald - samtals
Hækkun frá 2007: 45%
2007
5,34%
Fjárl. 2012
7,74%
2009
5,34/7%
2010
8,65%
Tóbaksgjald á vindlinga
Hækkun frá 2007: 52%
2007
286,97kr.
Fjárl. 2012
459,29kr.
2008
322,84kr.
2009
371,27kr.
2010
408,40kr.
2011
437kr.
Hækkanir á vörugjaldi og kolefn-
isgjaldi um áramót leiða til þess að
bensín- og gasolíulítrinn hækkar um
3,50 kr. FÍB áætlar að hækkunin leiði
til þess að rekstrarkostnaður venju-
legs fjölskyldubíls hækki um 6-10
þúsund krónur á ári, miðað við 15
þúsund kílómetra akstur.
Virðisaukaskattur leggst ofan á
hækkun gjaldanna og verða áhrifin í
heild um 3,50 kr. á lítra. Algengt verð
á bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú
227,90 kr. lítrinn en fer að óbreyttu í
231,40 kr. þegar hækkunin verður að
fullu komin til framkvæmda. Dísil-
olíulítrinn fer úr 242,50 í 246 krónur.
Hluti skatta af eldsneyti er inn-
heimtur miðað við sölu og kemur sá
hluti skattahækkunarinnar til fram-
kvæmda á nýársnótt. Samsvarar það
1,50 kr. á bensínlítra. Hækkunin
kemur síðan að fullu til framkvæmda
á fyrstu vikum ársins.
Bensínkostn-
aður eykst
um 10 þúsund
Hækkun á áfeng-
isgjaldi leiðir til
þess að út-
söluverð á áfengi
hækkar að með-
altali um 2,05%
um áramót. Verð-
hækkunin kemur
þó aðeins mis-
munandi fram,
þannig hækkar
lagerbjór um
1,55%, hvítvín um 1,66% og rauðvín
um 2,04% en ókryddað brennivín og
vodka um 3,14%, samkvæmt upplýs-
ingum ÁTVR.
Rauðvínsflaska sem nú kostar
2.000 krónur mun kostar 2.041
krónu eftir áramót en hvítvínflaska í
sama verðflokki hækkar minna og
mun kosta 2.033 kr. Hækkunin er
því 30 til 40 krónur á flösku.
Hálfs lítra bjór sem kostaði 350
krónur mun kosta 355 krónur eftir
áramót.
Vodkaflaska sem kostar 5.300
krónur mun hækka um 166 krónur
og kosta 5.466 krónur eftir áramót.
Sterka vínið
hækkar mest
Venjulegt rauðvín
hækkar um 40 kr.
Útsöluverð vinsælla jepplinga mun
hækka um 200 til 250 þúsund krónur
um áramót vegna breytinga á vöru-
gjöldum sem taka gildi um áramót.
Dýrari jeppar gætu hækkað um 500
þúsund krónur.
Breytingar á vörugjöldum nýrra
bíla voru ákveðnar fyrr á þessu ári og
koma til framkvæmda í áföngum.
Vörugjöld á minnstu og sparneytn-
ustu bílana lækkuðu en hækkuðu á
meðalstórum og stærri bílum og því
meir sem þeir eru öflugri og eyðslu-
frekari.
Vakin er athygli á þessum breyt-
ingum á vefsíðu FÍB. Þar kemur
fram að breytingarnar leiða til hækk-
unar á flestum bílum sem henta Ís-
lendingum, til dæmis fjórhjóladrifn-
um fólksbílum, svokölluðum
jepplingum, Toyota RAV4, Honda
CRV, Kia Sportage og Mitsubishi
Outlander, svo nokkur dæmi séu tek-
in. Þeir hækka í verði um 200 til 250
þúsund um áramótin. Öflugri bílar,
eins og til dæmis Toyota Land-
Cruiser 150, hækka enn meira eða
um hálfa milljón eða svo. Allir þessir
bílar hækka síðan enn frekar eftir ár.
Jepplingar
hækka um
250 þúsund
Launþegar sem verða með tæpar
800 þúsund krónur í laun á mán-
uði á næsta ári þurfa að gera ráð
fyrir 26 þúsund króna tekjuskatti
á árinu, umfram það sem gert hef-
ur verið ráð fyrir. Þá mun stað-
greiðsla allra launþega hækka ör-
lítið, aðallega vegna hækkunar
útsvars sem ákveðin var í Reykja-
vík fyrr á þessu ári.
Tekjuskattur er lagður á í þrem-
ur þrepum og er álagning-
arprósentan óbreytt frá þessu ári.
Hins vegar var skattþrepunum
breytt frá því sem gert var ráð fyr-
ir við gerð síðustu kjarasamninga
þar sem miðað var við breytingar í
samræmi við launavísitölu. Alþingi
ákvað að hækka neðri fjárhæð-
armörk skattþrepa um 9,8% í stað
9% en efri mörkin um 3,5%.
Í grein sem Símon Þór Jónsson,
forstöðumaður
á skatta- og
lögfræðisviði
Deloitte hf.,
skrifaði í Morg-
unblaðið í
fyrradag kemur
fram að hækk-
un neðri fjár-
hæðarmarka
leiðir til þess
að ein-
staklingar sem verða með 233 til
241 þúsund kr. mánaðarlaun munu
greiða um 600 krónum minna í
skatt á árinu en þeir hefðu getað
átt von á. Hins vegar þurfi þeir
sem verða með 700 til 800 þús-
und króna mánaðarlaun að greiða
óvæntan viðbótarskatt sem geti
numið allt að 26 þúsund krónum
yfir árið.
Óvæntur viðbótarskattur
BREYTINGAR Á TEKJUSKATTSÞREPUMBAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Á annað hundrað breytingar hafa
orðið á skattkerfinu allra síðustu
árin. Flestar fela í sér álagningu
nýrra skatta eða hækkun. Örfá
dæmi eru um lækkun skatta eða að
skattur hafi verið felldur niður.
Á yfirliti sem Viðskiptaráð Ís-
lands hefur tekið saman um breyt-
ingar á skattkerfinu frá 2007 sést
að frá þeim tíma, á árunum 2008 til
2012, samkvæmt fjárlögum, hafa
orðið eða verða 110 til 120 skatta-
breytingar. Viðskiptaráðið hefur
áður varað við þessum öru breyt-
ingum og sagt að þær hafi flækt
umhverfi atvinnurekstrar og fjár-
festa til muna og „leitt til þess að
Ísland telst háskattaland í alþjóð-
legu samhengi“.
Nýir og hærri skattar
Einhverjar breytingar urðu til
lækkunar á árinu 2008 en síðan
hafa flestar breytingar orðið til að
hækka skatta og nokkrir nýir
skattar bæst við. Á yfirlitinu sem
dæmi eru birt úr hér að ofan koma
ekki fram breytingar á fjölda
skatta sem lagðir eru á í krónutölu
og breytast árlega, svo sem út-
varpsgjald og gjald í framkvæmda-
Tekjuskattsþrep-
unum var breytt.