Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Framan afári varðmönnum tíðrætt um vorið í Arabalöndunum. Harðstjórar virt- ust vera að falla fyrir sjálfsprott- inni andstöðu fólksins og sumir gerðu það vissulega á árinu þó að aðrir haldi enn um valdatauma. Einn vandinn var hins vegar sá að aldrei var alveg ljóst hvað tæki við og enn er óvissan mikil um það atriði, sem þó verður að telj- ast einna mikilvægast. Til lít- ils var barist og til lítils var blóði úthellt ef við taka nýir harðstjórar í stað hinna föllnu. Vitaskuld vonast allir til að niðurstaðan verði farsæl og að mannréttindi og lýðræði taki við í þessum löndum. Þó væri mikill barnaskapur að telja sjálfsagt að svo fari, þó ekki væri nema vegna þess að því fer fjarri að allir andstæð- ingar harðstjóranna föllnu eða fallvöltu séu trúaðir á vestrænt fyrirkomulag í þess- um efnum. Eins má horfa til sögunnar og annars vors, þó að að- stæður séu um margt afar ólíkar. Árið 1968 var talað um vorið í Prag og ýmsir trúðu því að Sovétríkin og Varsjár- bandalag þeirra mundu leyfa tilslakanir frá því sósíalíska alræði sem þar ríkti. Stjórn- völd í Prag á þeim tíma ætl- uðu sér aldrei að taka upp vestrænt lýðræði, en þau reyndu að sannfæra stjórn- völd annarra austantjalds- ríkja um að vorið í Prag yrði annars vegar staðbundið og hins vegar að það mundi ekki leiða af sér sól og sumar. Þetta þótti ekki trúverðugt og vorið breyttist skyndilega í vetur með innrás Varsjár- bandalagsins. Frostið ríkti í rúma tvo áratugi uns múrinn með sína mannfjandsamlegu stefnu féll að lokum. Í Arabalönd- unum stafar vor- inu ekki helst hætta utanfrá, ógnin er miklu fremur innanrík- isvandi. Og múr- inn sem þarf að fella er ekki á landamærum við Vesturlönd heldur innan- lands. Ekki þó innan lands í hefðbundnum skilningi held- ur innra með fjölda manns. Sá múr verður erfiður viður- eignar og óvíst hvort hann mun molna á tveimur áratug- um líkt og hinn efnislegi. Og þó að flestir voni það besta gæti þessu vori víða fylgt langt haust og jafnvel harður vetur áður en sumarið gerir vart við sig. Annað risavaxið alþjóðamál á því ári sem nú er að líða snýr ekki að fólki – ekki beint að minnsta kosti – heldur að pen- ingum, nánar tiltekið evrum. Evran er ung og segja má að hjá evrunni hafi vorið varla verið liðið þegar haustið skall á og svo í beinu framhaldi vetrarhörkur af miklum þunga. Alls óvíst er hvort eða hvenær sólin mun rísa á ný og hvort evran mun nokkru sinni kynnast sumrinu. Eitt er þó víst að evran hefur ekki staðið undir væntingum sem gerðar voru til hennar. Í stað þess að efla viðskiptalíf evrulandanna hefur hún orðið til að valda þeim verulegum efnahagserf- iðleikum og um leið átt þátt í að skekja efnahag heimsins alls. Nú er reynt að tjasla upp á evruna með því að seilast meira í fullveldi aðildarríkj- anna. Óvíst er hvernig það endar, en hættan er sú að með því sé verið að flytja vanda peningamálanna í evruríkj- unum yfir á mun breiðara svið. Fari svo, sem margt bendir til um þessar mundir, er óhætt að segja að evran hafi reynst afar dýrkeypt til- raunastarfsemi. Hætt er við að veturinn taki við af vorinu, jafnt í Arabalöndum sem evruríkjum} Vorvindar og vetrarhörkur Árið sem nú er á enda hefurreynst Morgunblaðinu farsælt. Forysta í fréttaþjón- ustu hefur haldist, jafnt í blaði sem á vef, og í miðlum Morgunblaðsins fer fram öfl- ug umræða um þjóðmál og kröftug umfjöllun um flest það sem landsmenn hafa áhuga á. Þessu til viðbótar hafa orðið jákvæð umskipti í rekstrinum, eins og greint hefur verið frá. Því má með sanni segja að árið 2011 hefur verið gleðilegt fyrir Morgunblaðið sem horf- ir björtum augum fram á veg- inn með hækkandi sól. Morgunblaðið þakkar les- endum sínum samfylgdina á árinu og óskar þeim velfarn- aðar á komandi ári. Gleðilegt ár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ 3. janúar | Hjörleifur Guttormsson Rýnt í landslag stjórnmálanna í ársbyrjun Vinstri grænir sem komu óspjallaðir frá hruninu og gerðust burð- arás í ríkisstjórn fyrir tveimur árum, hafa ekki megnað að veita samtímis forystu í vandasömum ráðuneytum og halda lif- andi glóðinni í lýðræðislegu og stefnu- markandi flokksstarfi... 4. janúar | Helgi Magnússon Loksins sammála Jóni Bjarnasyni Eigum við að steypa tekjuöfluninni í eitt ráðu- neyti en hafa eyðsluráðu- neytin því öflugri? Við segjum nei við því. 5. janúar | Atli Gíslason Um íslenska stjórnmálamenn- ingu - Vitum vér enn eður hvað? Forystumenn Samfylk- ingarinnar hafa ekki látið sitt eftir liggja, kallað okk- ur ketti, Lilju Mósesdóttur hryssu og okkur Ásmund folöld hennar og þar fram eftir göt- unum. 5. janúar | Friðrik Friðriksson 365 afstýrir metáhorfi á HM Ég tel slys vera í upp- siglingu sem verður að koma í veg fyrir að gerist aftur. Af því leiðir að fyr- irkomulagið varðandi út- sendingarnar verður hvorki 365 né handboltalandsliðinu til framdráttar, þvert á móti. Í húfi eru mikilvægir hags- munir fyrir þjóðina, að hún geti samein- ast í stolti af sínu besta landsliði í flok- kaíþrótt sem handboltalandsliðið sannarlega er. 7. janúar | Pétur Hafsteinn Pálsson og Gunnar Tómasson Árangur íslenskra saltfiskverkenda í 100 ár Á 100 árum hafa íslenskir saltfisk- framleiðendur og við- skiptavinir þeirra í Suður-Evrópu þróað saman vöru sem aukist hefur að gæð- um, aðlagast nútíma neysluvenjum og staðið af sér alla samkeppni við önnur sambærileg matvæli frá öðrum lönd- um. 8. janúar | Eiríkur Bergmann Einarsson Fyrrverandi vara Ég skal reyna að segja þetta eins skýrt og mér frekast er unnt: Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hvorki Samfylkingunni né öðrum. Og ég geng ekki erinda Sam- fylkingarinnar fremur en annarra stjórnmálaafla. 9. janúar | Birgir Ármannsson Eina stefnan sem stjórnar- flokkarnir eru sammála um? Afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar eru því miður þær að dýpka kreppuna og seinka þeirri uppbyggingu sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. 12. janúar | Sigurður Kári Kristjánsson Opið bréf til Ögmundar Jónassonar Því skora ég á þig og ráðuneyti þitt að virða sjálfsagðan rétt þessa unga drengs að fá útgefið íslenskt vegabréf nú þegar svo hann geti ferðast til Íslands eins og aðrir íslenskir ríkisborgarar. 13. janúar | Elliði Vignisson Að sameina í stað þess að sundra Stjórnvöld eru trausti rúin. Rík- isstjórnin er svo að fótum fram komin að hennar eina markmið nú er að lifa af næsta dag, að halda völdum. 15. janúar | Ögmundur Jónasson Meint tregða innanríkis- ráðuneytisins Ég staldra mjög við full- yrðingar Sigurðar Kára um „tregðu“ innanríkisráðu- neytisins í málefnum barnsins. 17. janúar | Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hvert stefnir í málefnum aldraðra? Málefni eldri borgara eru málaflokkur sem snertir alla og eru athafnir stjórnvalda á þeim vett- vangi mælikvarði á það siðferðisstig sem ríkir í samfélaginu. 19. janúar | Tómas Már Sigurðsson og Eggert Benedikt Guðmundsson Ábyrgð Viðskiptaráðs Vel skipu- lagður, agaður markaðs- búskapur á grunni athafna framtakssamra einstaklinga mun varða leið út úr núverandi efnahagskreppu. 20. janúar | Björgvin G. Sigurðsson Villigötur og veggjöld Kjördæmisráðið hafnar með öllu hugmyndum um sértæka gjaldheimtu á íbúa Reykjaness og Suður- lands. 20. janúar | Gunnar Bragi Sveinsson Fyrst var það Icesave, svo heim- ilin og núna vinnandi fólk Í raun ætti það að vera ASÍ sem setur hnefann í borðið og segir: „Við semj- um ekki með sjávarútveg- inn í óvissu“ 21. janúar | Ingibjörg Pálmadóttir Er reykskynjarinn bilaður? Það læðist að mér sá grunur, og reyndar fleirum en mér, að verið sé að reyna að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa nýju spítala og farnar þessar krókaleiðir til þess. 22. janúar | Tómas Árnason Vestmannaeyjanefndin Það var þegar ljóst, að þessar hrikalegu nátt- úruhamfarir myndu valda gífurlegri röskun á högum Vestmannaeyinga og raun- ar þjóðarinnar í heild. 24. janúar | Guðmundur Ármann Pétursson Verður búsetuúrræðum fyrir fatlaða á landsbyggðinni lokað? Sú sorglega staða er uppi að fjöldi staða/ aðila veitir fötluðu fólki þjónustu í búsetu til sveita en sam- kvæmt lögum er sú starf- semi ólögleg. 27. janúar | Þorsteinn Arnalds Réðu ágallar úrslitum? … auðvitað var brotið á rétti kjósenda og frambjóð- enda: Leynileg kosning var ekki tryggð og eftirliti með framkvæmd kosninga og talningu var áfátt… 28. janúar | Helgi Magnússon Hagvaxtarstefna og atvinnuleið Í árslok voru 14.000 at- vinnulausir. Fjárfestingar í hagkerfinu eru nú minni en nokkru sinni síðustu 70 ár- in. Við þessar aðstæður eru Íslendingar ekki á leið út úr krepp- unni. 1. febrúar | Halldór Blöndal Nokkur orð til forsætisráðherra Ef enginn verður látinn sæta pólitískri ábyrgð fyrir kosningaklúðrið er það stað- festing á því, að hér á landi vantar þann pólitíska aga og spennu sem nauðsynleg er í lýðræðis- og þingræðisríki. 3. febrúar | Guðni Ágústsson Ný stjórnarskrá ekki í hendi Ríkisstjórnin slapp með skrekkinn. Yfirkjörstjórn tók mistökin á sig. Ef Alþingi an- ar í sömu vitleysuna aftur þá er komið að ríkisstjórninni að segja af sér. 4. febrúar | Sigríður Ásthildur Andersen Icesave er einfalt mál Nýjasta Icesave- samkomulagið er skárra en það síðasta. Fyrr mætti líka vera. En hversu skárra það er veit enginn. Áhættan er vel yfir 200 milljarðar. 7. febrúar | Andrés Pétursson Er Evrópusambandið ólýðræðislegt bákn? Það á að vera markmið allra aðildarríkja og þeirra ríkja sem sækja um aðild að sambandinu að efla enn frek- ar lýðræðislega þætti í starfsháttum þess. 9. febrúar | Ragnhildur Kolka Borg hinna glötuðu tækifæra Leysum við vanda miðbæj- arins með því að senda næt- urlífið út í hverfin? Sótt- hreinsunardeild samfélagsins telur svo vera. 11. febrúar | Frosti Sigurjónsson Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn Forsenda lýðræðis er að kjósendur geti valið fulltrúa til að setja sér lög en að því leyti er Evrópusambandið að verða sífellt ólýðræðislegra. 12. febrúar | Kári Stefánsson Verði ljós Það er lítill vafi í hugum Ís- lendinga sem þið eigið að leiða út úr eyðimörkinni að skortur á gegnsæi í efna- hagslífi þjóðarinnar sé ein af ástæðunum fyrir hruninu... 14. febrúar | Björn Zoëga og Jóhannes M. Gunnarsson Staða háskólasjúkrahúss Íslendinga nú og í framtíðinni Fyrir heilbrigð- iskerfið í heild, sjúklinga og starfsfólk er bygging nútíma- legs sjúkrahúss löngu orðin brýn nauðsyn. 15. febrúar | Bergþór Ólason Að „létta byrðarnar“ Það sem fyrst og fremst er sagt núverandi Icesavesamn- ingi til ágætis er að hann sé „miklu betri en sá síðasti“. 16. febrúar | Böðvar Jónsson Í tilefni orða Þórs Saari Í sjálfu sér er mér sama þótt „hagfræðingurinn“ geri svo lítið úr sjálfum sér og menntun sinni að setja fram staðhæfingar sem eru rangar og villandi. 17. febrúar | Sigurður Ingi Jóhannsson Icesave – Sagan og trúverðugleiki Staða okkar væri án efa miklu betri ef við hefðum frá upphafi staðið á rétti okkar, sótt fram í stað þess að kikna undan hótunum ESB, AGS, Breta og Hollendinga. Umræðan á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.